Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 1 „Nú, hvob :vnara& ?" Það hjálpar ekkert við svefnleysinu að andskotast á samlagning'arvélinni! 1245 Hafið snjóskóflu með ykk- HÖGISTI HREKKVÍSI KlKlit TJOKM/M Vl__ FA AB V/TA H /Aft p j FÉKKSrX/er_: IMINA. " Dulnefni, Árni og Matthías Ekki alls fyrir löngu hringdi Ámi Helgason frá Stykkishólmi í Vel- vakanda. Þannig var mál með vexti að hann átti með stuttu millibili tvær greinar á síðum Velvakanda. Önnur birtist þar 22.janúar („Orð skulu standa"), og hin daginn eftir („Hver dregur dám af sínum sessu- naut j. Svo illa vildi til að undir fyrri greininni stóð, „einn frá Stykkis- hólmi“, og undir hinni var ekkert nafn að finna, ekki einu sinni skáld- að. Ég segi „svo illa vildi til“ vegna þess að Árni vill gjarnan skrifa undir fullu nafni en ekki fela sig á bakvið nafnorð valið af mismiklu viti. Ami vildi vekja athygli mína á þessu og það gerði hann eins og sannur hefðarmaður, með velvilja og af skynsemi. Því geri ég þetta að umtalsefni hér að ég vil ekki að bréfritarar álíti það stefnu hjá mér að birta fremur dulnefni en rétt nöfn. Ég er raunar alveg sammála Árna um að það er ákveðinn kveifarháttur að þora ekki að kannast við sín eigin skrif. Fyrir rúmum 100 ámm barðist Matthías Jochumsson einnig geng dulnefnunum en hann skrifaði þá starfsbróður sínum Birni Jónssyni, ritstjóra ísafoldar, eftirfarandi pist- il, en Matthías var þá eigandi Þjóðólfs: „ísafold, allrasystir, lambið mitt! eigum við ekki að verða samtaka í því, sem öðm fleiru drengilegu, að venja náunga vom af því að skrökva til nafns síns, þegar hann beiðist gistingar hjá oss og er í óhreinum dulartötmm? Að þora ekki að kann- ast við nafn sitt eða að feðra böm sín, er ódrengja háttur. Allir þessir Þrándar og Styrbimir, allir þessir „fáu“ og „mörgu“ myrkravinir und- ir „deilu“ greinum em oss hneyksli." Ég vil að lokum biðja Áma vel- virðingar á því að nafn hans skildi ekki birtast, eins og vera bar, með umræddum greinum hans tveimur. Velvakandi Þjóðskáldið Matthías Jochums- son var ekki sáttur við að menn skrifuðu undir dulnefni. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend- ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Að stinga af frá slysstað Til ökumannsins sem ók í veg fyrir rauða Lödu Sport á laugar- dagsmorgun 24. janúar kl. 10.25. Er þú ókst frá Nesti í Fossvogi og inn á Kringlumýrarbraut, ókstu í veg fyrir Lödu Sport. Ökumaður Lödunnar þurfti því að snögghemla til þess að forðast að lenda í árekstri við yður (eðlileg viðbrögð hjá öllum bílstjómm að reyna að forðast árekstra). Endaði þetta með því að Ladan lenti á kantsteini og valt eins og þú eflaust tókst eftir þgear þú stöðvaðir bílinn en síðan hélst þú á brott. Eignatjón varð töluvert hjá eiganda Lödunnar og fær hann það ekki bætt hjá tryggingarfélagi sínu þar sem bíllinn er ekki kaskótryggð- ur. En kvelur það ekki samvisku þína töluvert að vita ekki hvort ein- hver hafí slasast. Sýndu nú dreng- skap þinn og hafðu samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík eða undirritaðan í síma 27200 eða 32989. Pétur Pétursson, 7108-3780, Ofanleiti 19, Reykjavík. Víkverji skrifar Tveir ungir menn, Sigmar Þorm- ar og Halldór P. Pálsson, sem báðir hafa hlotið menntun sína í Kanada, skrifuðu athygliverða grein í Morgunblaðið í sl. viku um fískveiðimál í Kanada. Kanada- menn hafa löngum verið annar helsti keppinautur okkar á fisk- mörkuðum í Bandaríkjunum en án þess þó að valda okkur verulegum áhyggjum, þar sem þeir hafa lengst af staðið okkur nokkuð að baki í bæði veiði— og vinnslutækni og langt að baki í öllu er lítur að gæða- málum. Það er helst að við höfum fundið fyrir Kanadamönnum þegar þeir hafa verið að undirbjóða ís- lenskar fiskafurðir í Bandaríkjunum í skjóli styrkjakerfis síns og eins hafa menn haft af því nokkrar áhyggjur að lélegur fiskur frá Kanada væri ekki til þess fallinn að gera Bandaríkjamenn ginkeypt- ari fyrir fiskneyslu heldur en þeir eru um þessar mundir. í grein þeirra tvímenninganna mátti lesa að að nú er að eiga sér dálítil viðhorfsbreyting í Kanada varðandi sjávarútveginn og þar- lendir virðast vera að endurskoða afstöðu sín til mikilvægis þessarar greinar, þó að allt gerist það með fremur hægfara móti. Ástæðan er sú að stjómvöld í Ottawa hafa löng- um litið á sjávarútveginn sem eins konar atvinnubótavinnu á Atlants- hafssvæðunum, þar sem atvinnu- ástand er víða slæmt og dæmi um að allt að fjórðungur vinnufærra manna sé án vinnu. Þess vegna hafa tækniframfarir og aðrar nýj- ungar til að auka framleiðni í kanadískum sjávarútvegi ekki átt þar upp á pallborðið . En eins og fram kemur hjá þeim Sigmari og Halldóri eru Kanadamenn nú byij- aðir að þreifa sig áfram með frystitogara, þar sem er „Cape North" sem er i eigu annars stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Kanda, National Sea Product og ekki er útilokað að útgerð hans geti stuðlað að því enn frekar að opna augu Kanadamanna fyrir nýjungum í sjávarútvegi. Víkverji þessa stundina átti þess kost á liðnu ári að heimsækja Atl- antshafssvæði Kanada og hitta þar að máli framámenn í kandadískum sjávarútvegi. Þar á meðal voru báð- ir forsvarsmenn risafyrirtækjanna tveggja í kanadískum sjávarútvegi, Percy McDonald hjá National Sea Product á Nýfundnlandi og Vic Young aðalforstjóra FPI. Það kom fram í viðtölum við þessa tvo menn athyglisverður afstöðumunur þeirra á milli hvað varðaði endurskipu- lagningu kanadísks sjávarútvegs. Percy McDonald hafði komið nokkr- um sinnum til Islands, aðallega í tengslum við stækkun á togurum NatSea hjá Slippstöðinni á Akur- eyri og þekkti orðið vel til íslensks sjávarútvegs og fyrirtækja í fram- leiðslu á tækjum, búnaði og öðrum aðföngum fyrir sjávarútveginn. Vic Young þekkir hér minna til og var greinilega uppteknari af hefð- bundnu starfsumhverfi kanadísks sjávarútvegs heldur en félagi hans hjá NatSea. Það fór ekki á milli mála að Percy McDonald horfði til Islands eftir fyrirmyndum við end- urskipulagningu á NatSea og það er því engin tilviljun að það fyrir- tæki eitt hefur nýtt sér heimildiná til útgerðar á frystitogurum í Kanada. Það er heldur engin tilvilj- un að það fyrirtæki kom hingað til Slippstöðvarinnar til að stækka tog- ara sína til að koma kassavæðing- unni um kring og þetta er skýringin á því að Natsea er stærsti viðskipta- vinur íslenska rafeindafyrirtækisins Marel á sviði tölvuvogakerfa í frystihús þar vestra auk þess að kaupa þaðan sjóvogir um borð í þennan eina frystitogara Kanada- Ný viðhorf í kanádískum sjávar- útvegi þurfa þess vegna ekki einungis að þýða aukna samkeppni frá Kanadamönnum á fískmarkað- inum í Bandaríkjunum heldur gætu þau opnað í auknum mæli markað- inn á þessum slóðum fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki, sem framleiða búnað og ýmiss aðföng fýrir sjávar- útveginn. Reyndar sannfærðist Víkveiji um það á ferð sinni um Atlantshafssvæði Kanada að oftar en ekki fara hagsmunir íslensks og kanadísks sjávarútvegs saman og að þessar þjóðir ættu í ríkari mæli að taka upp samvinnu og samstarf í markaðsstarfi fyrir fiskafurðir í Bandaríkjunum með það fyrir aug- um að fá Bandaríkjamenn til að auka fiskneyslu sína til muna. Þá yrði þar nóg rými fyrir báða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.