Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Hið íslenska kennarafélag: Atkvæðagreiðsla um verk- fallsboðun í undirbúningi FULLTRÍJARÁÐ Hins íslenzka kennarafélags sam- þykkti á fundi sl. föstudag' að fela stjóm félagsins að undirbúa þegar í stað alls- heijaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls sem hefjist eigi síðar en 16. mars nk. í ályktun er HÍK sendi frá sér eftir fulltrúaráðsfundinn segir meðal annars: „í þeim viðræðum hefur komið fram að fulltrúar ríkisvaldsins eru ekki tilbúnir til neinna alvöruviðræðna og hafa hafnað öllum meginatriðum í kröfum félaganna. í ljósi þeirra samninga sem undanfarið hafa átt sér stað í þjóðfélaginu um laun gegnir furðu að ríkisvaldið skuli bjóða háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum nánast óbreytt kjör, en í síðasta tilboði þess felst að lágmarkslaun þeirra gætu hækkað úr 31.000 krónum í tæplega 34.500 krónur ef önnur laun yrðu nánast óbreytt. I þessu sambandi er rétt að minna á nýgerða samn- inga þar sem iðnaðarmönnum voru tryggð 35.000 króna lág- markslaun og bókagerðarmönn- um enn hærri." Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands, sagði í samtali við Moigunblaðið að samninganefnd KI óskaði eftir frekari viðræðum við samninga- nefnd ríkis áður en afstaða yrði tekin um verkfallsboðun, en eins og ný lög kveða á um þarf að leita heimildar hjá félagsmönn- um um verkfallsboðun með allsheijaratkvæðagreiðslu. Hann sagðist vænta þess að samninga- nefndimar gætu fundað í vikunni, en þær hafa hist einu sinni áður til að ræða yfírvof- andi kjarasamninga. „Við gerðum grein fyrir okkar kröfum og þeir reifuðu sín sjónarmið, en raunverulegar viðræður hafa ekki átt sér stað ennþá. Við leggjum gífurlega áherslu á hækkun lágmarkslauna. Kenn- ari, sem kemur út á vinnumark- aðinn úr Kennaraháskólanum eftir þriggja ára háskólanám fær 32.800 kr. í laun. Við teljum að 45.000 króna lágmarkslaun kennara séu ekki fjarri lagi til að verða sambærileg við launa- kjör annarra hópa,“ sagði Valgeir. Gautur í Garði. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Myndi fagna því ef Gaut- ur yrði áfram í Garði“ STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segist munu leggja fyrir ríkisstjómina í dag bréf frá hreppsnefnd Gerða- hrepps, þar sem þeim tilmælum er beint til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér fyrir því að togar- inn Gautur verði áfram gerður út frá Garði. Segist forsætisráð- herra mundu fagna því ef það reyndist mögulegt að halda tog- aranum í Garði. „Ef að eigandi skipsins, í þessu tilviki Útgarður hf. vill selja skipið, þá hefur ríkið ekki möguleika til þess nema óbeint, að hafa áhrif þar á,“ sagði Steingrímur, „en ég myndi fagna því ef það reyndist mögulegt að halda togaranum í Garði.“ „Ég er tilbúinn til þess að vinna með heimamönnumí Garðinum, að því að halda þessum togara þar, eða að fá nýjan,“ sagði Steingfim- ur, „en það er dálítið seint í þessu tilviki, þar sem búið er að undirrita samning um sölu á honum." VEÐURHORFUR IDAG: YFIRLIT á hádegi í gmr. Við strönd Grænlands, vestur af Snaefells- nesi, er 973 millibara djúp lægð sem þokast norðaustur. Yfir sunnanveröum Austfjörðum er önnur iægð, 980 millibara djúp, á leið norður. SPÁ: Vestan- og suðvestanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig). Él um vestanvert landið og á annesjum fyrir norðan en víða léttskýjað á austur- og suðausturlandi. Undir kvöld veröur heldur vaxandi sunnan- og suðaustanátt með slyddu eða rigningu suðvestanlands. Heldur hlýnandi veöur. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Suðlæg eöa suðvestlæg átt og hiti á bilinu 2 til 5 stig. Rigning eða súld lengst af sunnan- lands og vestan en úrkomulítið norðaustanlands. Skammt út af Vestfjörðum má búast við norðaustanátt og snjókomu. TAKN: Heiðskírt á Léttskýjað ■&> Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / •*•*■* * * * * Snjókoma * * * •JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hltl 2 veður snjóól Reykjavík -1 úrk. fgr. Bergen 4 léttskýjafi Helslnki 1 súld Jan Maysn 0 þoka Kaupmannah. -1 þokumóða Narsaareauaq -16 helfiskfrt Nuuk -20 snjókoma Osló -7 þokumófia Stokkhólmur 0 skýjafi Þórshöfn 7 alskýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 0 mistur Aþena 11 skýjað Barcelona 13 þokumóða Berifn -6 mistur Chicago —3 léttskýjafi Glasgow E iágþokubl. Feneyjar 3 þokumóða Frankfurt -2 skýjað Hamborg 0 mistur las Palmas 21 hétfskýjað London 7 mlstur Los Angeles 9 þokumóða Lúxemborg -3 mistur Madrfd 10 alskýjað Malaga 16 alskýjað Mallorca 16 skýjað Mlaml 18 akýjað Montreal -7 snjókoma 1 NewYork 1 þokumóöa Parfs 1 skýjað Róm 10 heiðskfrt Vfn -6 mlstur Washlngton 3 skýjað Winnipeg -9 snjókoma Ahrif áburðarverðshækkunar: Búvörur hækka um 0,6—0,9% BÚVÖRUVERÐ mun hækka um 0,6—0,9% vegna hækkunar á út- söluverði áburðar til bænda ef farið verður að óskum stjórnar Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi um 7% hækkun. Tillaga verksmiðjunnar er nú til athugunar í landbúnaðarráðuneyt- inu. 7% hækkun áburðarverðs leiðir til þess að áburður vísitölubúsins verður 15—17 þúsund krónum dýr- ari en hann er nú. Áburðurinn vegur mismikið eftir því hvort um er að ræða sauðfjárbú eða kúabú, en áhrifín á verð búvaranna til bænda er á bilinu 0,6—0,9%. Varnarliðið kaupir íslenskar land- búnaðarafurðir: Sex fyrirtæki annast söluna BANDARÍSKI sjóherinn mun kaupa 94,5 tonn af kjöti og 45 tonn af eggjum af íslenskum framleiðendum á næstu tólf mán- uðum fyrir vamarliðið á Kefla- víkurflugvelli, samkvæmt samkomulagi sem fulltrúar hers- ins gerðu við íslensk stórnvöld um helgina. Stjórnvöld hér munu fela þeim sex fyrirtækjum sem hafa aflað sér leyfa bandariskra stjómvalda, að framkvæma samninginn. Kjötið sem keypt verður fyrir vamarliðið jafngildir 40 tonnum af nautakjöti, 50 tonnum af kjúkling- um og 4,5 tonnum af svínakjöti. Á síðastliðnu ári notaði vamarliðið 222 tonn af nautakjöti, 71 tonn af kjúklingum og 59 tonn af svína- kjöti auk 10 tonna af íslensku lambakjöti. Miðað er við að viðskipt- in hefjist í mars, en samkomulagið er háð staðfestingu bandarískra stjómvalda. Þá er samkomulag um að viðskiptin verði endurskoðuð að loknu þessu 12 mánaða tímabili. Framleiðendur munu fá fullt verð fyrir afurðir sínar, þannig að út- flutningsbætur verða ekki greiddar út á kjötið. Framleiðendur fá endur- greitt allt fóðurgjald af því kjam- fóðri sem þarf til framleiðslunnar og gjöld til sjóða landbúnaðarins verða felld niður, þannig að sölu- verð búvaranna til vamarliðsins verður heldur lægra en heildsölu- verð innanlands. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði í gær að þetta væri byijun á viðskiptum sem gætu au- kist í framtíðinni þegar vamarliðs- menn kynntust þeim góðu landbúnaðarvörum sem hér væm framleiddar. Þá væri fyrirhugað að auglýsa þessar vömr sérstaklega til að stuðla að sölu þeirra. Guðmundur sagði að þau fyrir- tæki sem hefðu viðurkenningu bandarískra stjómvalda myndu taka að sér að framkvæma samn- inginn. Alifuglasláturhúsin ísfugl í Mosfeilssveit og Dímon á Hellu annast kjúklingasöluna, Vallá á Kjalarnesi, Holtabúið á Rangárvöll- um og ísegg í Kópavogi selja eggin og Sláturfélag Suðurlands mun sjá um sölu nautakjötsins. Þá er fyrir- hugað að Sláturfélagið selji það svínakjöt sem samið hefur verið um þegar það hefur fengið viðurkenn- ingu á svínasláturhúsi. Varðandi lambakjötið sagði Guð- mundur að eftirspumin væri ein- faldlega ekki meiri en fram kemur hér að ofan og ekki raunhæft að gera sér vonir um mikla aukningu á sölu lambakjötsins. Nær væri að leggja áherslu á sölu þess kjöts sem fólkið væri vant að borða. Alfreð Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Hreiðurs hf., sem rekur alifuglasláturhúsin ísfugl og Dímon, sagði að sala á kjúklingum á Keflavíkurflugvöll væri ekkert stórmál fyrir þessi fyrirtæki, en verkefnið væri spennandi. Gaman yrði að sjá hvemig bandarískir neytendur tælgu vöru þeirra. Hann sagðist ekki vera S nokkmm vafa um að gæði íslensku framleiðslunn- ar væru ekki lakari en á þeirri amerísku og ekkert að óttast í því efni. Hins vegar ættu menn eftir að læra á markaðinn, kynna sér hvemig fólkið vildi fá vömna til- reidda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.