Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. PEBRÚAR 1987 57 að við komum svo til öll úr hinum dreifðu byggðum landsins með það að markmiði að afla okkur þekking- ar og réttinda til ákveðins starfs sem hægt var að hafa að lifi- brauði, að minnstakosti að hluta. Miseldri nemenda var mikið svo og undirbúningsnám undir skólann. Öllum var þó sameiginlegt að nota tímann sem best og læra sem mest, enda við flest á eigin útgerð, og sú útgerð kostaði á þeim árum margar vinnustundir — ef fengust. Þegar Njáll hóf nám í Kennaraskólanum hafði hann náð góðum andlegum og líkamlegum þroska enda á ákjós- anlegum aldri, rúmlega tvítugur. Hann hafði verið í íþróttaskólanum í Haukadal veturinn áður og eflst þar af hreysti og kröftum. Hann hafði æft glímu í heimabyggð sinni undanfarin ár og var þegar orðinn góður glímumaður. Þegar um haustið hafði hann hafið æfingar með Glímufélaginu Ármanni og komist brátt í hóp vöskustu glímu- manna þar. Man ég að við bekkjar- systkini hans vorum stolt af honum vegna árangurs hans í þessari fögru og karlmannlegu íþrótt. Njáll reyndist farsæll skólaþegn, greind- ur vel og góður námsmaður og hinn ágætasti félagi. Þegar kennaraprófi lauk vorið 1940 dreifðist hópurinn, sum sneru aftur til sinnar heima- byggðar og störfuðu þar næstu ár. Njáll var þar í flokki og byijaði að kenna í sveit sinni, Kjósarhreppi, haustið 1940. Fyrstu árin mun hann hafa starfað sem farkennari, en brátt dró að því að byggt yrði mynd- arlegt skólahús með heimavist. Njáll stýrði þessum skóla til hausts- ins 1962, að hann fær löngun til að breyta til í starfi og flytur til Reykjavíkur. Þá hafði hann starfað sém kennari og skólastjóri í sveit sinni í yfir 20 ár, og eftir því sem ég best veit notið trausts og virðing- ar jafnt barna sem foreldra, og sannað þar með undantekningu á hinu fornkveðna „að enginn er spá- maður í sínu föðurlandi". Breiðagerðisskólinn sem tók til starfa í Bústaðahverfinu nokkrum árum áður var í miklum vexti um þetta leyti og mikil §ölgun bama árlega. Mér þótti því bera vel í veiði þegar minn ágæti bekkjarbróðir sagði mér, að hann hefði í huga að sækja um kennarastöðu í borg- inni. Fór ég fljótlega með hann á fund skólastjórans, Hjartar Krist- mundssonar, sem réði hann sam- stundis og mun hann aldrei hafa iðrast þeirrar ákvörðunar, enda tókst með þeim hinn besti félags- skapur við nánari kynni. Var mér kunnugt um að Hjörtur kunni vel að meta störf Njáls Guðmundssonar við skólann, drenglyndi hans og starfshæfni. Njáll var kennari við Breiðagerðisskólann í nær aldar- fjórðung eða þar til fyrir tveimur árum að hann lét af störfum að eigin ósk. Mér er óhætt að segja að hann hafi leyst af hendi farsælt starf og notið trausts og viðingar samstarfsfólks og ekki síst bam- anna sem hann kenndi. Hann var góður félagi, hjálpsamur og óeigin- gjam og naut þess að gleðja samferðamennina og greiða fyrir þeim. Persónulega vil ég færa hon- um þakkir fyrir ágætt samstarf og ánægjulegan félagsskap meðan við vorum samstarfsmenn við skólann, en ég lét af störfum nokkrum árum fyrr en hann, eða árið 1978. En sem betur fór slitnaði ekki þráðurinn á milli okkar, þar sem við vorum ná- grannar í Bólstaðarhlíðinni og höfum við átt margar ánægjulegar stundir síðan. Sérstaklega vil ég þakka honum fyrir að gefa mér tækifæri til að kynnast sveitinni sinni og ágætu frændfólki sínu er þar býr, svo og allar göngurnar á Eyrarfjall, Esju og í Hvammsskrið- ur. Þá viljum við Guðrún þakka honum mörg og góð handtök sem hann hefur rétt okkur og er skemmst að minnast góðrar aðstoð- ar við húsbyggingu er við réðumst í á gamals aldri. Njáll hafði góða heilsu þangað til fyrir tæpum tveim árum, að hann fór að kenna þess meins sem varð honum að aldur- titla. Hann var í Borgarsjúkrahús- inu nær allt síðastliðið sumar oft sárþjáður. Hann tók veikindi sín með rósemi og karlmennsku og hafði þau lítt á orði, var þakklátur fyrir ágæta hjúkrun og á hjálp_ sem læknum var unnt að veita. í lok sumars varð þó nokkuð hlé á og læknar töldu honum fært að fara heim af spítalanum. Hann var þakk- látur fyrir þetta hlé, var bjartsýnn og naut þess að vera heima, þótt líðanin væri ekki alltaf sem best. Nokkrum dögum fýrir jól fór hann í Borgarspítalann og gekkst undir uppskurð daginn fyrir Þorláksdag, sem því miður bar ekki árangur. Við hjónin áttum því láni að fagna að njóta vináttu og velgerðar Njáls Guðmundssonar og fyrir það erum við innilega þakklát. Merkur maður er genginn, gang- an hefur verið hljóðlát, en gott þótti okkur, sem fengum að vera í nám- unda við hann á veginum. Gunnar Guðröðarson Nú er Njáll Guðmundsson kvadd- ur. Löngu sjúkdómsstríði er lokið og ég trúi að honum sé létt. Þann- ig getur andlátið komið sem lausn frá lífsins þjáningum, því það er jú ljóst að allt sem lifir mun deyja. Sorg okkar sem eftir lifum mun því breytast í virðingu fyrir látnum fé- laga og vini. Njáll Guðmundsson fæddist 28. október 1916 á Litlasandi á Hval- fjarðarströnd. Þegar hann var á fimmta ári fluttu foreldrar hans, hjónin Guðbjörg Jónsdóttir frá Brennu og Guðmundur Brynjólfs- son frá Sóleyjarbakka, búferlum frá Litlasandi að Miðdal í Kjós. Þar ólst Njáll upp í stórum systkina- hópi. Leið hans lá síðar í Kennara- skóla íslands og eftir lokapróf þaðan kenndi hann í Kjósinni um árabil. Skólastjóri varð hann í Ás- garðsskóla í Kjós en fluttist síðar til Reykjavíkur og gerðist kennari við Breiðagerðisskóla. Minning mín um Njál geymir mynd af manni sem vildi öllum vel. Hann var mjög orðvar og vildi eng- an mann styggja, þó auðvitað hefði hann sínar eigin skoðanir ef eftir þeim var leitað. Hann var prúð- menni og hafði sig lítt í frammi. Hann var glaður á góðum stundum og hvers manns hugljúfi. Njáll var mjög hjálpsamur við vini og vanda- menn og eru þeir ófáir sem þegið hafa aðstoð hans þó ekki hafi alltaf verið tekin greiðsla fyrir. Njáll kvæntist ekki og eignaðist engin börn. Það að standa einn í gegnum lífið í samfélagi sem mið- ast við svokallaða vísitölu^ölskyldu er í mörgu erfitt. Ekki heyrði ég Njál æðrast yfir því. Þegar við kom- um árlega saman til að ganga frá skattaskýrslu hans ræddum við oft um þjóðfélagsmálin. Aldrei heyrði ég annað en hann væri hæstánægð- ur með hlutskipti sitt, þó segja megi að opinber gjöld einhleypra séu hærri en okkar fjölskyldufólks- ins. Fyrst hann varð ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast bam voru gjöldin hans hærri til hins opinbera. Þannig er það og þannig fannst Njáli líka að það ætti að vera. Lýsir þetta vel lífsviðhorfi hans. Ég kynntist Njáli fyrst fyrir 13—14 árum. Bróðurdóttir hans, er síðar varð eiginkona mín, bjó hjá honum og hafði hann skotið skjóls- húsi yfir hana meðan á námsárun- um stóð eins og flest hennar systkini. Veit ég nú að frændsystk- ini hans frá Miðdal standa í mikilli þakkarskuld við hann fyrir þann greiða. Njáll tók mér strax vel og með okkur tókst ágætt bræðralag. Ég flutti inn á heimili hans og þar hófst sambýli okkar hjóna haustið 1974. Aldrei heyrði ég hann æðrast þó auðvitað væri hætta á einhveij- um yfirgangi af okkar hálfu. Seinna árið okkar í Bólstaðarhlíðinni hjá Njáli fæddist elsta barn okkar hjóna og segja má að Njáll hafi tekið því sem afi væri. Þannig umbar hann það rask sem óhjákvæmilega fylgir nýjum einstaklingi í þessum heimi. Hann fylgdist með uppvexti bama okkar og hafði mikinn áhuga á skólagöngu sonanna. Veit ég að það jók líka áhuga hans að synir okkar settust í hans skóla, Breiðagerðis- skóla. Þar voru þeir allir á heima- velli. Minningin um Njál mun lifa um ókomna tíð og erum við þakklát fyrir að hafa mátt vera samtíða honum. Ættingjum hans og vanda- mönnum öllum votta ég samúð mína og fjölskyldu minnar. Njáli viljum við þakka allt og allt og megi hann hvfla í friði. Blessuð sé minning hans. Gunnar Guðnason Þeim fer nú fækkandi kennurun- um er settu svip sinn á Breiðagerð- isskóla á sjöunda áratugnum en sá skóli var þá fjölmennasti skóli hér í borg. Einn þeirra kvaddi þetta líf sunnudaginn 25. janúar. Það var Njáll Guðmundsson. Látið mun ekki hafa komið þeim á óvart er þekktu til hans því að hann hafði háð harða baráttu við erfiðan vágest um margra mánaða skeið og orðið und- an að láta. Njáll fæddist 28. október 1916 á Litla-Sandi á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar hans voru Guðmundur Brynjólfsson, bóndi í Miðdal í Kjós, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. Njáll var við nám í Iþróttaskólanum í Haukadal 1936—1937. Einnig stundaði hann nám í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófí árið 1940. Hann var kennari í Kjósarhreppi 1940—1949 og síðan skólastjóri í sömu sveit 1949—Í962, eftir að heimavistarskólinn í Ásgarði tók til starfa. Árið 1962 gerðist Njáll kennari við Breiðagerðisskóla og kenndi þar allt til þess að hann lét af störfum árið 1983. Njáli voru falin ýmis trúnaðar- störf er hann var kennari í Kjósinni. Meðal annars var hann formaður Ungmennafélagsins Drengs 1949— 1953 og í hreppsnefnd Kjósar- hrepps 1946—1962. Ég þekki ekki til starfa hans á þessum árum því að ég kynntist honum ekki fyrr en árið 1962 er við urðum samstarfs- menn í Breiðagerðisskóla. En mér þykir líklegt að hann hafí unnið störf sín í Kjósinni af sömu trú- mennsku og ég reyndi hann að í meira en tveggja áratuga samstarfi. Eins og ég gat um í upphafi varð Breiðagerðisskóli fjölmennasti bamaskóli Reykjavíkur á sjöunda áratugnum. Þar voru þá margir vaskir kennarar og var Njáll ekki þeirra sístur. Aðstæður kennara voru þá aðrar en nú í dag því að margt hefur áunnist fyrir harðfylgi kennarasamtakanna er Njáll starf- aði ötullega í. Minnist ég þess er við kenndum saman í árgangi sem skiptist í níu bekkjardeildir er flest- ar voru með vel yfir þijátíu nemendur. Engar aukagreiðslur voru þá fyrir heimavinnu, gæslu, félagsstörf eða nokkuð annað er kennarar þurftu að sinna. Ég minnist þess líka að Njáll var oft látinn taka bekki er voru erfiðir í stjóm og að auki voru stundum fluttir til hans nemendur sem aðrir réðu illa við. Tókst honum að ná góðum tökum á þessum erfiðu nem- endum og urðu þeir ekki lengur til vandræða. Tel ég að þar hafi ráðið mestu um manngæska Njáls og næmur skilningur á viðkvæmri bamssálinni. Vegna þessara eigin- leika sinna var Njáll dáður jafnt af samstarfsmönnum sínum sem Blomastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. y Gjafavörur. Q.u nemendum. Ég á líka ánægjulegar minningar um samvemstundir með Njáli utan vinnu þegar við kennararnir gerð- um okkur glaðan dag og eins um allar þær stundir er við gripum í spil jafnvel í matartímanum. Alltaf var Njáll sami góði félag- inn sem vildi gera gott úr allri misklíð og svo bóngóður var hann að ég undraðist óft ósérhlífni hans. Já, þannig hrúgast upp minning- arnar um þennan góða dreng er ég kveð hann í dag og ég veit að ég mæli fyrir munn allra samstarfs- manna hans í Breiðagerðisskóla er ég þakka honum samvinnuna og óska honum góðrar ferðar á ókunn- um stigum. Ég votta ljölskyldu hans samúð mína. Hrefna Sigvaldadóttir Löngum starfsdegi er lokið og nú tekur við hvfldin langa. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja Njál, föðurbróður minn. Hann sem reyndist mér svo vel en ég kannski ekki kunni að meta sem skyldi fyrr en á síðari árum. Ég var aðeins þrettán ára þegar ég byijaði í skóla í Reykjavík og flutti í „sambýlið" í Bólstaðarhlíð- inni, þar sem systur mínar og frændskystkini leigðu hjá Njáli. Allt ungt fólk, fullt af lífi og fjöri. Við skiptum heimilisverkunum bróðurlega á milli okkar alveg eins og í alvöru „kommúnu". Ekki lá Njáll á liði sínu, heldur sá um sinn hluta eins og aðrir. Oft var mikill gestagangur. Ég efast ekki um að stundum hafi verið ansi hávaða- samt, en aldrei kvartaði Njáll. Það var alltaf auðsótt mál að fá að bjóða heim gestum. Hann hafði sjálfur gaman af að hitta unga fólkið, fé- laga okkar. Leigjendur voru að koma og fara. Flest bjuggum við 6 í einu í Bólstaðarhlíðinni fyrir utan Njál. Á þeim ellefu árum, sem ég leigði hjá Njáli, höfðu nær öll systk- ini mín búið þar í lengri eða skemmri tíma. Og eftir að við systk- inin fluttum burt komu önnur systkinaböm og aðrir leigjendur sem eins og við nutu góðs af frænd- seminni. Sjálfur var Njáll ókvæntur og bamlaus. Njáll var fremur dulur maður og ekki mikið fyrir að flíka skoðunum sínum, en sannur sjálfstæðismaður var hann. Hann var ákaflega traust- ur og tryggur og sannur vinur vina sinna. Á löngum starfsferli sínum sem bamaskólakennari veit ég að nemendur hans báru mikla virðingu fyrir honum og ríkti gagnkvæmt traust, enda var Njáll bæði sann- gjam og réttsýnn og bamgóður var hann. Njáll var mjög fórnfús og óeigingjarn, og sérlega greiðvikinn og hjálpsamur. Það var gott að biðja hann um hjálp og var hann ávallt boðinn og búinn til aðstoðar þegar þörf var á. Era þeir ekki ófáir sem hafa leitað til hans t.d. með hjálp við húsbyggingar og annað. Reynd- ist hann bæði mér og öllu mínu fólki ákaflega vel. Síðasta árið var erfítt Njáli. Hann veiktist af illkynja sjúkdómi sem hafði í för með sér mikla verki og vanlíðan og mislangar sjúkrahús- legur. í sumar þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið leið honum oft illa. En hann reyndi að harka af sér og vera bjartsýnn, talaði um að komast heim. Það tókst honum líka og átti Njáll nokkrar góðar vikur heima. Naut hann þá aðstoðar ættingja sinna og vina. Meðal ann- ars gat hann haldið upp á 70 ára afmæli sitt á æskustöðvum sínum heima hjá foreldram mínum í Mið- dal í Kjós. En eftir það fór að halla undan fæti og hann lagðist sína síðustu sjúkrahúslegu. Ég gat því miður ekki fylgst með veikindum hans nema úr fjarlægð og ekki ver- ið hjá honum undir lokin þar sem ég er búsett í Svíþjóð. En ég veit að hann leið oft miklar kvalir. Hann átti marga að og reyndust ættingj- ar og vinir honum einstaklega velr Megi þeir hafa þökk fyrir. Nú er bundinn endir á þetta stríð. Margur er feginn hvfldinni eftir erfíðan vinnudag og án efa hefur hvíldin verið Njáli kærkomin. Nú eigum við eftir ljúfa minningu um traustan og góðan frænda. Megi Guðs blessun ævinlega fylgja honum. Kata frænka Vinur minn, Njáll Guðmundsson frá Miðdal í Kjós, er látinn. Ég kynntist honum þegar hann varð kennari við Breiðagerðisskólann haustið 1962. Áður hafði hann ver-' ið kennari og skólastjóri í heima- byggð sinni Kjósinni allt frá því að hann lauk kennaraprófi vorið 1940. Það vora og era enn mikil um- skipti að kenna börnum og ungling- um í litlum sveitaskóla, þar sem allir þekkja alla, og heíja síðan kennslu í Reykjavík. Mörgum kenn- ara hefur reynst það erfitt, en ekki Njáli. Komu þar til mannkostir hans, því að hann var allt í senn, stjórnsamur, víðsýnn og vel að sér sem kennari, en þó fyrst og fremst góður og traustur félagi nemenda sinna og samstarfsmanna. Mikil var mín gæfa að eignast þennan öðlingsmann að vini frá því að fyrst við sáumst og þar til hann kvaddi þennan heim. Þegar ég lít til baka era efst í huga allar ferðim- ar, bæði langar og stuttar um okkar fagra land. Alltaf glaðværðin og bjartsýnin ríkjandi. Njáll hafði alla tíð verið hraustur og heilsugóður, en síðustu mánuð- urnir sem hann lifði vora erfiðir. Aldrei var þó kvartað og bjartsýnin alltaf í fyrirrúmi. Systkinum Njáls og fjölskyldum þeirra flyt ég einlægar samúðar- kveðjur. Og að lokum hugsa ég til baka í gömlu, góðu baðstofuna í Miðdal og kveð minn kæra vin með orðum Arnar Amarsonar: „Er syrtir af nótt til sængur er mál að ganga - sæt mun hvfldin eftir vegferð stranga - þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa." Sigurður Marelsson SbÓND HAFNARSTRÆTI 15. Skreytingar við hvert tækifæri. Opiðfrá kl. 09—21 alla daganema sunnudaga frá kl. 12-18. Sími21330. Skreytum við öll tækifæri Reykjavikurvegi 60, simi 53848. Alfheimum 6, simi 33978. irteWftiftiiifnT'iir»i j nrfcm(iit11> .« t nla'iiwei Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.