Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987
Eldur laus í hótelinu!
Hvað á ég að gera?
eftir Asmund J.
Jóhannsson
Utan úr heimi berast annað slag-
ið fréttir af mannskæðum hótel-
brunum, nú síðast á gamlársdag
er einn mannskæðasti hótelbruni
seinni ára varð á Puerto Rico. Þess-
ar fréttir snerta okkur Islendinga
lítið meira en aðrar slysa- og
stríðsfréttir frá fjarlægum löndum
þegar enginn landi okkar tengist
þeim.
Hótelbrunar eru miklu tíðari en
ætla má af fjölmiðlafréttum hér
heima. Þótt það fari ekki hátt hafa
ábyrgir aðilar í ferðamálarekstri af
þessu áhyggjur. Reynt hefur verið
að kanna orsakir þessara óhappa
og í samræmi við niðurstöður þeirra
kannana hafa verið settar öryggis-
reglur um búnað og byggingu
hótela. Reglur þessar eru í meginat-
riðum eins í flestum ef ekki öllum
löndum.
Alþjóðleg ferðamálasamtök hafa
í sinni þjónustu fólk er ferðast landa
á milli sem venjulegt ferðafólk.
Hlutverk þess er að meta hvemig
búið er að ferðafólki, þar með talið
öryggismál hótela. Þegar lesið er
yfir það sem birt hefur verið af
þessum athugunum kemur í ljós,
að þessi mál eru í mismunandi
ástandi eftir löndum. Þau eru hvergi
talin vera í fullkomnu lagi, en
misjafnlega góð eftir löndum.
Ástandið virðist versna eftir því sem
ferðast er sunnar á jarðkringlunni,
þó er það ekki algilt t.a.m. eru ísra-
elar taldir í fremstu röð hvað
öryggismál á hótelum varðar, einn-
ig Ástralir og Nýsjálendingar. Þá
mætti ætla að hótel sem prýddi sig
mörgum stjömum hefði eldvamir
sínar í góðu lagi, en því miður er
eins með stjömumar og skírlífslit-
inn sem kveðið er um í
Grænlandsvísum Sigurðar Breið-
fjörðs, að hann oft áþreifanlega
svíkur.
Ferðamaður sem kaupir nætur-
gistingu á hóteli á að kreQast
upplýsinga um hvort hótel það sem
í boði er hafi sjálfvirkt eldviðvör-
unarkerfí og annan búnað til
tryggingar öryggi hótelgesta gagn-
vart hugsanlegum eldsvoða. Ef svo
er ekki þá ber að leita þangað sem
slík trygging er fyrir hendi og það
á að láta vita um ástæðu þess hvers
vegna valið er á þann veg. Þá eiga
ferðaskrifstofur að bindast samtök-
um um að sniðganga þá hótelaðila
sem ekki geta lagt fram vottorð
viðkomandi bmnamálayfírvalda um
að þeirra öryggismál séu í góðu
lagi. Á þann hátt væri hægt að
þoka þessum málum í betra horf.
íslendingar ferðast mikið og fara
víða. Sem betur fer hafa landar
okkar ekki, svo vitað er, lent í alvar-
legum hótelbrunum, en einhverjir
hafa orðið fyrir þeim óþægindum
að rýma hótel sitt skyndilega að
nóttu vegna gmns um eld eða lítils-
háttar íkviknunar. Til að vera
viðbúinn því versta og draga þar
með úr líkum á að verða fyrir íjör-
tjóni sökum eldsvoða þar sem
maður er ókunnur gestur, birtast
hér á eftir nokkur ráð til að leggja
á minnið og fara eftir þegar á hólm-
inn er komið. Gott væri að klippa
þau úr blaðinu og geyma og lesa
þau síðan yfír rétt áður en farið er
í ferðalag.
1. Við komu á hótel
1.1 Þegar pantað er hótelherbergi
ætti að biðja um herbergi sem er
ekki ofar en á 10. hæð og snúi að
götu. Er það vegna þess að stiga-
og körfubílar slökkviliða ná almennt
ekki ofar en í 30 metra hæð og
þeir þurfa nokkuð svigrúm til að
athafna sig. Þá er útilokað að fara
Ásmundur J. Jóhannsson
með þá inn í þrönga bakgarða. En
ef veggsvalir em við hvert herbergi
þá er í lagi að vera ofar í húsinu
og það þarf þá ekki að snúa að götu.
1.2 Þegar komið er inn í hótel-
herbergi á gesturinn að láta það
vera sitt fyrsta verk að kynna sér
leiðbeiningar hótelsins sem fylgja
herberginu m.a. um viðbrögð við
eldi, hvernig eldboð er gefíð og
hvar séu rýmingarleiðir út úr húsinu
og hvar gestir eiga að safnast sam-
an, þegar þeir koma út úr hótelinu
eftir að rýming þess hefur verið
fyrirskipuð.
1.3 Eftir að farangri hefur verið
komið fyrir ætti að leita uppi alla
neyðarútganga af hæðinni og gera
sér góða grein fyrir staðsetningu
þeirra. Gott ráð til að átta sig er
að telja hurðimar frá eigin herbergi
og að útgangi og leggja fjöldann á
minnið, því að í myrkri og reyk
gæti verið örðugt að sjá neyðarút-
ganginn.
1.4 Athugið hvar bmnaboðar em
staðsettir á hótelganginum og gerið
ykkur grein fyrir hvernig á að nota
þá.
2. Ef tilkynnt er um eld
2.1 Takið herbergislykilinn og
stingið á ykkur persónuskilríkjum.
Ef reykur er í herberginu, ekki
standa upprétt. Beygið ykkur
undir reykinn. Skríðið eftir gólf-
inu ef þarf. Reykur og aðrar
fötluð á einhvem hátt eigið að láta
gestamóttöku hótelsins vita um
fötlun ykkar og sjá svo um að her-
bergi ykkar séu merkt sérstaklega.
Það léttir störf slökkviliðsmanna.
1.5 Leggið ávallt frá ykkur herberg-
islykilinn og persónuskilríki á
náttborðið við hliðina á rúminu og
munið eftir að taka þau með ykk-
ur, þegar þið yfirgefið herbergið
og lokið þá hurðinni á eftir ykkur.
1.6 Gætið að hvemig gluggar em
opnaðir.
1.7 Þið sem emð heyrnarskert eða
lofttegundir þjappast undir her-
bergisloftið og þrýstast þaðan niður
á við. Sæmilega hreint loft er lengi
niður við gólf.
2.2 Ef hurðin fram á hótelganginn
er heit eða reykur kemur undan
henni opnið þá ekki hurðina. Ef
allt virðist vera eðlilegt með hurðina
opnið hana þá með gát og látið
hana skýla ykkur þegar hún opn-
ast. Ef þið teljið ganginn vera
færan, flýtið ykkur að næsta neyð-
arútgangi.
2.3. Notið aldrei lyftu eftir að
merki um hættuástand hefur
verið gefið.
2.4 Ef farið er út um næsta neyðar-
útgang lokið þá hurðinni á eftir
ykkur. Ef ekki er fært niður stig-
ann, leitið þá í önnur stigahús sem
em fær eða upp á þak.
3. Ef þið verðið að
vera um kyrrt í
herbergi ykkar, gerið
þá eftirfarandi
3.1 Opnið gluggann ef enginn reyk-
ur kemur upp með húshliðinni og
hengið hvítt lak eða annað hvítt
út um hann. Það er neyðarmerki
til slökkviliðsins.
3.2 Fyllið baðkarið vatni. Hafið
ísfötuna og mslakörfuna við hend-
ina.
3.3 Bleytið í baðkarinu öll hand-
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hluti fundarmanna á vel sóttum fundi Sambands garðyrkjubænda.
Samband garðyrkjubænda:
Kannaðir möguleikar á
stofnun grænmetismarkaðar
Selfotsi.
SAMBAND garðyrkjubænda
mun vinna að því á þessu ári
að kanna möguleika á stofnun
markaðar til sölu á grænmeti.
ÁJyktun þess efnis var sam-
þykkt á vel sóttum fundi sem
sambandið hélt á Hótei Örk í
Hveragerði fimmtudaginn 29.
janúar.
Stjóm Sambands garðyrkju-
bænda boðaði til fundar um sölu
og markaðsmál og þá einkum til
þess að ræða hugmyndir um
stofnun grænmetismarkaðar.
Með nýjum lögum um fram-
leiðslu, verðlagningu og sölu á
búvörum frá árinu 1985 var sala
á grænmeti gefin frjáls. I fram-
kvæmd hefur þetta orðið þannig
að menn hafa selt grænmetið á
misjöfnu verði. Sem dæmi má
nefna að verð á gúrkum fór niður
í 15 krónur kflóið á liðnu sumri.
Hugmyndin um grænmetismark-
að er fengin frá Danmörku og
Hollandi þar sem markaðir eru
sagðir hafa gefið góða raun. Talið
er að markaður til dreifingar geti
orðið til þess að verðlagning verði
eðlileg og undirboð ekki eins al-
lög geti keypt grænmeti á
markaðnum til dreifingar til smá-
söluaðila. Sölufélagið myndi síðan
geta annast innflutning þegar
íslensk framleiðsla væri ekki á
boðstólum.
„Við stöndum fyrir þessari
umræðu um sölu og markaðsmál
sem félag garðyrkjubænda,"
sagði Bjarni Helgason formaður
Sambands garðyrkjubænda.
„Lögin um framleiðslu, verðlagn-
ingu og sölu á búvörum eru ný
og við eigum eftir að laga okkur
að þeim. Varðandi stofnun mark-
aðar er það grundvallaratriði að
allir garðyrkjubændur sjái sér hag
í því að setja vörur sínar á þennan
markað“.
Á fundinum, sem var sóttur af
rúmum helmingi félaga í Sam-
bandi garðyrkjubænda, var
samþykkt ályktun þess efnis að
sambandið skipaði nefnd til að
kanna stofnun grænmetismarkað-
ar éða finna aðrar leiðir í sölu-
og markaðsmálum sem bæti úr
ófremdarástandi í sölumálum
garðyrkjubænda.
Hugmyndir komu fram á fund-
inum um það að Framleiðsluráð
landbúnaðarins veitti garðyrkju-
bændum þá þjónustu að reikna
út framleiðslukostnað á græn-
meti. Bent var á að þetta hefði
verið reynt áður en ekki tekist. I
lok fundarins var samþykkt til-
laga um að farið verði fram á
þetta við Framleiðsluráð.
Greinilegt var að fundarmenn
voru áhyggjufullir yfir ástandi í
sölumálum og sammála um að
úrbóta væri þörf. „Ef við stöndum
ekki saman verður gengið yfir
okkur," sagði einn fundarmanna,
„sundrungin kemur fram í lakari
afkomu, við verðum að ná sam-
stöðu."
Sig. Jóns.
Bjarni Helgason formaður
Sambands garðyrkjubænda í
ræðustól.
geng. Heildsalar og stórmarkaðir
geta á þessum markaði gengið
að vörum frá framleiðendum og
valið þar úr. Með þessu er hug-
myndin að halda uppi gæðum og
jafnara framboði.
Á fundinum í Hveragerði töldu
sumir fundarmanna að græn-
metismarkaður kæmi til með að
vinna gegn Sölufélagi garðyrkju-
manna og að betra væri að styrkja
það. Fylgjendur stofnunar mark-
aðar benda á að Sölufélag
garðyrkjumanna og önnur sölufé-