Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Bjami Hluti hópsins sem heldur til Nepal í lok mars næstkomandi. Nokkrir íslendingar klífa fjöll í Nepal: Verða með sextíu burð- armenn til aðstoðar NOKKRIR meðlimir úr íslenska Alpaklúbbnum leggja upp í leið- ang^ur til Nepal þann 20. mars næstkomandi. Aætlað er að leið- angurinn taki rúma tvo mánuði, og er megin tilgangfur ferðarinn- ar að klífa fjallið Gangapurna, sem er 7.455 metra hátt. Þetta er fyrsti íslenski fjallaleið- angurinn til Himalayafjalla og hefur kunnur breskur fjallagarpur, Doug Scott, fallist á að verða vernd- ari leiðangursins. Leiðangursstjóri verður Guðmundur Pétursson, læknir. Auk hans eru fimm aðrir einstakiingar sem hyggjast ráðast til uppgöngu á hið tæplega 7.500 metra háa fjall. Fjallið er í Annapurna-fjallgarð- inum, en hæsta fjallið þar er Annapurna 1 sem er 10. hæsta fjall í heimi. Annapurna-svæðið er ekki einungis þekkt af háum fjöllum, heldur er það einnig rómað fyrir náttúrufegurð og fjölbreytt mannlíf. Sjö daga ganga er að rót- um fjallsins Gangapurna frá þorp- inu Pokhara, þaðan sem lagt verður upp í hinn eiginlega íjallaleiðangur. Til að flytja birgðir og vistir að fjall- inu hyggjast leiðangursmenn ráða um 60 burðarmenn. Sá farangur sem leiðangursmenn taka með sér héðan af landinu vegur á að giska hálft tonn, og hafa leiðangursmenn hlotið mikilsverðan stuðning frá Amarflugi. Auk þess að klífa Gangapurna, Fjallið Gangapura í Himalayafjöllum sem leiðangursmenn hyggjast klífa. er ætlunin að fara á einn, eða fleiri lægri tinda til að aðlagast þynnra lofti. Á toppi Gangapurna er ein- ungis rúmur þriðjungur þess súr- efnis sem er við sjávarmál. Aðalbúðir hópsins verða í um 4.000 metra hæð, þar sem reikna má með þokkalegum hita á daginn, en kulda á nóttunni. Þó gæti verið allra veðra von, en að sögn leiðang- ursmanna er vel hugsanlegt að um 20 stiga frost verði á íjallinu sjálfu. Frá aðalbúðunum er um tveggja daga gangur að rótum fjallsins. Mismunandi leiðir hafa verið farnar upp fjallið og er þetta í þriðja skipti sem sú leið sem hópurinn hefur valið er farin. Fjallið var fyrst klifið af hópi Þjóðveija árið 1965. Aðrir leiðangrar hafa orðið að snúa frá, og dæmi eru til þess að slys hafi orðið á mönnum á fjallinu. Þau fimm sem munu væntanlega reyna að kífa Gangapuma hafa öll talsverða reynslu í fjallaklifri. Leið- angursmenn hafa meðal annars klifið fjöll í Noregi, Bretlandi, Alpa- fjöllum, Argentínu og Perú. Hæst hafa þau öll klifið árið 1985 er þau klifu hæsta fjall Perú, Huascaran, sem er 6768 metra hátt. Frásögn af þeim leiðangri birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. Þrír leiðangursmanna eru alvanir fjallaleiðsögumenn hérlendis og sögðust þeir binda þeir miklar von- ir við þá þjálfun og reynslu sem þessi leiðangur gæfi þeim. Vestmannaeyjar: Rausnarlegur fjárstuðningur til bj ör gunar s veita Vestmannaeyjum. STJÓRNARMENN í Bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja komu saman til fundar þann 26. janúar síðastliðinn, er rétt 125 ár voru liðin frá stofnun félagsins. Þetta var 1094. bók- aði stjórnarfundur félagsins frá upphafi, en allar fundargerð- ir félagsins og reikningar hafa varðveist frá fyrsta degi. í tilefni afmælisins ákvað stjórnin að veita tveimur björgun- arsveitum í Eyjum umtalsverðan fjárstuðning. Björgunarfélag Vestmannaeyja og Hjálparsveit skáta í Eyjum hlutu hvort um sig 125 þúsund krónur og veittu for- ráðamenn þeirra fénu viðtöku á afmælisfundinum. Magnús Þor- steinsson, sveitarforingi Hjálpar- sveitar skáta, og Heimir Sigurbjörnsson, formaður Björg- unarfélagsins, þökkuðu Báta- ábyrgðarfélaginu þessa höfðing- legu gjöf sem þeir sögðu að kæmi í góðar þarfir og myndi nýtast til eflingar á þeirra starfi. Bátaábyrgðarfélagið hefur lát- ið útbúa veglegt borðdagatal þar sem getið er ýmissa merkilegra atburða sem tengjast útvegi og sögu Vestmannaeyja. Að öðru leyti mun félagið minnast þessara merku tímamóta síðar á árinu, er næsti aðalfundur félagsins verður haldinn. -hkj. Morgunblaðið/Sigurgeir Ánægðir fulltrúar Hjálparsveitar skáta og Björgunarfélags Vest- mannaeyja eftir að hafa móttekið rausnarlegar peningagjafir. F.v: Grímur Guðnason, Heimir Sigurbjömsson, Eyþór Þórðarson, Sigurð- ur Þ. Jónsson og Magnús Þorsteinsson. mEimíMTAu er hægt aft breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskrift- argjöidin skuldfærð á vidkomandi greiðslukortareikn- ing mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141 2h9rgnwt>Tat>iti m AUGL ÝSINGA TÍMI MEÐ TVÖFALDRI HLUSTUN Frá 5. febrúar veröa rás-1 og rás-2 samtengdar fyrir lesnar auglýsingar kl. 10.00 og 1 6.00. Símar auglýsingadeilda eru 22274 og 68751 1. RAS-l+RAS-2 RÍKISÚJVARPIÐ ÚTVARP ALLRA LANDSMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.