Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Einar Sigfús- son fiðlu- leikari látinn LÁTINN er í Danmörku fiðlu- leikarinn Einar Sigfússon. Einar fæddist 9. desember 1909, sonur hjónanna Sigfúsar Einarsson- ar tónskálds og Valborgar Helle- mann Einarsson píanóleikara. Einar nam fiðluleik hér heima hjá Þórarni Guðmundssyni og framhaldsnám stundaði hann hjá prófessor Anton Svendsen við Konunglega danska Tónlistarháskólann í Kaupmanna- höfn og lauk þaðan prófi. Árið 1935 var hann ráðinn til starfa í Borgar- hljómsveit Árósa á Jótlandi. Frá árinu 1945 kenndi Einar við tónlist- arskólann í Árósum. Eftirlifandi eiginkona Einars er Lilli Poulsen Sigfússon. Útför Einars verður gerð frá Stillingkirkju á Jótlandi á laugar- daginn. rogarinn Julius Geirmundsson ÍS 270 á strandstað. Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kominn aftur á sjó: „Þetta voru mannleg mistök“ - segir Hermann Skúlason, skipstjóri TOGSKIPIÐ Júlíus Geirmunds- son ÍS 270 strandaði innan við innsiglinguna í Isafjarðarhöfn um ki. 10.00 á laugardagsmorg- un og lenti uppi í Skipeyrinni. Háflóð var er skipið sigldi upp í fjöruna og náðist það á flot aftur á flóði um kvöldið kl. 22.00. Vírum var komið fyrir í skips- hræi, sem liggur þarna skammt frá og hífði togarinn sig út aftur með hjálp þeirra. Skipið er 497 tonn að stærð. Ekkert tjón varð á skipinu og fór það aftur til veiða á sunnudagskvöld. „Þetta voru mannleg rnistök," sagði Hermann Skúlason, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég fór aðeins of langt, fylgdi ystu baug- unni, beygði fyrst í bakborða og svo aftur á stjómborða, en náði ekki að beygja nógu fljótt. Þetta var lítilsháttar feill. Það rispaðist hins- vegar ekki málning við þetta óhapp. Það þarf að fara að dýpka höfnina, en það er sandur þama allt í kring svo það getur ekkert alvarlegt skeð þó engu megi skeika," sagði skip- stjórinn. Eins og kunnugt er strandaði Hólmadrangur SP frá Hólmavík þann 17. desember sl. við sömu innsiglingu, um hálfa sjómílu frá strandstað Júlíusar Geirmundsson- ar nú. Júlíus reyndi þá að aðstoða við að koma Hóímadrangi á flot en án árangurs. Hann náðist á flot á háflóði. Sturla Halldórsson, hafnarvörður á ísafírði, sagði í samtali við Morg- unblaðið að í ísafjarðarhöfn væri hafsöguskylda fyrir öll erlend skip og jafnframt öll íslensk skip, sem em yfír 400 tonn að stærð. „Við látum'það þó afskiptalaust ef menn treysta sér sjálfir inn, án hjálpar lóðsa. Menn taka hinsvegar mikla áhættu með því að sigla þama inn upp á sitt eindæmi. Við ryðjumst samt alls ekki um borð ef skipstjór- arnir viljaekki lóðsa,“ sagði Sturla. Einar Sigfússon fiðluleikari „Grímuklæddur maður réðst að mér þegar ég átti ör- fá skref eftir að hólfinu“ - segir Guðmundur Ingimundarson, verslunarstjóri Stórmarkaðarins Síðara misseri Sinfóníu- hljómsveitar Islands hafið: Dmitri Alexeev leik- ur með hljómsveitinni FYRSTU áskriftartónleikar á síðara misseri starfsárs Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða haldnir í Háskólabíói næstkom- andi fimmtudagskvöld 5. febrú- ar. Breski hljómsveitarstjórinn Frank Shipway sljórnar og sovéski píanóleikarinn Dmitri Alexeev leikur með hljómsveit- inni píanókonsert nr. 2 í c-moll eftir Serge Rachmaninoff. Önnur verk á tónleikum Sinfóní- unnar að þessu sinni eru Sinfónía nr. 1 í D-dúr eftir Gustav Mahler og Sinfonia consertante eftir Szym- on Kuran. Einleikarar í síðast- nefnda verkinu eru Martial Nardeau, flautuleikari og Reynir Sigurðsson, slagverksleikari. I fréttatilkynningu segir: „Hljóm- sveitarstjórinn, Frank Shipway, á að baki óslitinn frægðarferil sem stjómandi síðan árið 1980, að hann þreytti frumraun sína í Banda- ríkjunum og uppskar hið mesta lof fyrir. Shipway stjómaði Sinfóníu- hljómsveit Islands í apríl í fyrra og hefur verið ráðinn til að stjóma tvennum tónleikum á næsta starfs- ári. Szymon Kuran, höfundur Sinfon- ia consertante, sem Sinfóníuhljóm- sveitin flytur á fímmtudagskvöld, hefur verið annar konsertmeistari sveitarinnar síðan haustið 1984 og hann hefur einnig átt mikinn þátt í íslensku tónlistarlífi á öðrum vett- vangi. Kuran er fæddur í Póllandi árið 1955 og nam fiðluleik í heima- landi sínu. Að því loknu lá leið hans til Bretlands, Þýskalands og loks hingað til íslands." „ÞETTA var mér dýr lærdómur og vafalaust verður reynt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að svona geti endurtekið sig,“ sagði Guðmundur Ingimundarson, verslunarstjóri Stórmarkaðarins í Kópavogi, en þrfr grímuklæddir menn rændu hann við útibú Út- vegsbankans í Kópavogi síðastlið- ið föstudagskvöld. „Sannleikurinn er sá að í fyrra hvarflaði að okkur að við gætum átt á hættu að verða rænd þegar farið er með dagssöluna í geymslu eftir lokun og allan síðasta vetur vorum við alltaf tvö saman. Svo þegar fór að birta fannst mér ekki ástæða til að halda því áfram og í haust láðist mér að taka þennan sið upp aftur. Maður heldur alltaf að svona gerist ekki í okkar þjóðfélagi. Þetta var mér ansi mikið áfall," sagði Guð- mundur. Guðmundur sagðist hafa séð um að koma sölunni í geymslu frá því opnað var á árinu 1978 og hefur allt gengið að óskum til þessa. Hann kvaðst í fyrstu hafa orðið var við einn grímuklæddan mann sem réðist að honum aftan frá þegar hann átti örfá skref eftir að geymsluhólfí bank- ans. Maðurinn reyndi að ná töskunni með fjármununum en Guðmundur streyttist við og komu þá tveir aðrir og snéru hann niður. „Ég gat ekki haldið í töskuna og ég sá á eftir þeim þar sem þeir hlupu í burtu," sagði Guðmundur. „Sjálfsagt gerðist þetta allt mjög hratt þó mér fínnist eins og það hafí verið heil eilífð. Þarna voru engar mannaferðir en rétt í því sem ég rís á fætur þá bar að ungan mann sem gaf sig fram við lögregluna. Mín fyrstu viðbrögð voru að elta mennina en það hefði ég ekki átt að gera. Ég hefði átt að gera lögreglunni viðvart strax, en svona getur maður verið vitur eftir á. Að vísu getur ekki hafa munað nema nokkrum mínútum, en ég ók sjálfur á lögreglustöðina í Kópavogi og tilkynnti um ránið.“ Morgunblaðið/Ámi Sæborg Guðmundur Ingimundarson verslunarstjóri í Stórmarkaðin- um í Kópavogi Grandaleysi gagnvart glæpa- mönnum gengur ekki lengur „FÓLK hefur búið í þeirri trú í þessu þjóðfélagi að óhætt sé að senda fólk eitt með háar upphæð- ir milli húsa, en það er það bara ekki lengur. Ekki síst þegar ákveðin rúta er farin á hveijum degfi á sama tíma. Það gefur skúrkunum tækifæri til að und- ^rbúa ránið,“ sagði Bjarki Elías- son, yfirlögregluþjónn, í samtali við Morgunblaðið vegna ránsins, sem framið var við útibú Útvegs- bankans í Kópavogi. Bjarki sagði að fyrirtæki stæðu misvel að flutningi á verðmætum, sum gættu vel að sér önnur ekki. Hann benti á að víða erlendis hefðu stór fyrirtæki með mikla umsetn- ingu þann háttinn á, að taka einungis við greiðslukortum enda væru þau mun tryggari en bein- harðir peningar. Þjófar geta ekki gert sér mat úr kvittun sem merkt- ar eru ákveðnu fýrirtæki. „Við erum sofandi í þessum málum, enda bú- um við í þannig þjóðfélagi en svo þegar svona mál koma upp þá tök- um við kipp,“ sagði Bjarki. Jóhann Óli Guðmundsson for- stjóri Securitas sagði að fyrirtækið sæi um flutninga á verðmætum fyrir ákveðnar stofnanir og fyrir- tæki. Minni fyrirtækin sjá sjálf um sína flutninga. „Þau telja sig fyrst og fremst vera að spara sér pen- inga, en hinsvegar ættu menn að huga að því hvað sá sem sendur er, er í mikilli hættu," sagði Jó- hann. „Menn vilja ekki trúa að þeir geta verið næstir í röðinni, en þeir sem ætla sér að sækja peninga fara þessa leið þegar þeir sjá að fyrir- staðan er engin." Jóhann sagði það dæmigert að íslendingar virtust þurfa að reka sig oftar en einu sinni á sama hlutinn áður en gripið væri til fyrirbyggjandi aðgerða. „Skjálft- inn í bankakerfinu eftir Lands- bankaránið leið hjá með hækkandi sól og litið á það sem ólukkans uppákomu sem líklega gerist ekki aftur," sagði Jóhann. Karl B. Guðmundsson, sem sæti á í öiyggisnefnd bankanna, sagði að bankarnir sæju fyrst og fremst um að fyllsta öryggis væri gætt eftir að inn í bankann er komið. Ljósmyndavélar eru við hverja gjaldkerastúku og taka myndir af öllu sem þar fer fram og í þeim bifreiðum sem fara á milli bankanna með fjármuni er í gangi fullkomið öryggiskerfi. „Svo bjóðum við þá þjónustu að hægt er að leggja inn í bankann allan sólarhringinn í stað þess að legið sé með fjármuni, en auðvitað er óvarlegt að senda einn mann með það sem leggja á inn,“ sagði Karl B. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.