Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Að gera garðinn frægan íslendingar í plötuútgáfu vestanhafs að þykir jafnan fréttnæmt þeg- ar fólk tekur sig til og fer út í plötuútgáfu. Merkilegar þykir þó þegar gerð er tilraun til þess að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis, ekki síst þegar erlend útg- áfufyrirtæki eiga í hlut. Morgun- blaðinu barst til eyma að bandaríska plötufyrirtækið „Ref- uge“ hygðist gefa út plötu með dúettnum Takk, en hann skipa þau Halldór Lárusson og Ámý Jóhanss- dóttir. Af því tilefni var gengið á fund Halldórs og hann spurður um aðdraganda þessa. „Það er saga að segja frá því. Þetta á sér nú eiginlega tveggja til þriggja ára forsögu, en þá fórum við inn í Hljóðrita og tókum upp »prufuupptöku. Okkur fannst þetta stórgott efni og vildum reyna að koma því á framfæri erlendis og sungum það þess vegna á ensku. Við sendum upptökuna til bresks fyrirtækis og biðum átekta. Það sem við sendum utan var býsna „fönkað", en sú tónlistarstefna var nú ekki beint fyrirferðarmikil á Bretlandi þá. Okkar maður þar hafði enda fljótt samband og sagði að sér þætti efnið prýðilegt, en því miður þá væri það ekki nógu sölu- vænlegt á Bretlandi. Hins vegar sagðist þekkja til bandarísks fyrir- tækis, sem gæti haft áhuga og spurði hvort hann ætti að setja okkur í samband við það. Við báðum hann endilega að gera það og þetta fyrirtæki var „Refuge", en þeir eru meðal annars með dreifingarsamn- ing við „Capitol". Þeir hlustuðu á þetta, hringdu og spurðu hvort við ættum meira á lager. Við tókum upp meira og sendum til þeirra og þá sögðust þeir hafa áhuga á út- gáfu, en sögðu að við þyrftum að eiga fleiri lög til þess að fylla plöt- una. Við héldum nú það og þetta gekk allt upp!“ Hvernig tónlist er þetta? „Eins og ég sagði að þá var þetta mjög „fönkað" í byijun, en eftir að við unnum þetta þá er það mun blandaðra. Lögin eru flest mun poppaðri en í upphafi, sumstaðar er kominn rífandi rokkgítar, annars staðar er um hreint „rapp“ að ræða. Halldór Lárusson. Öll á þessi tónlist það þó sammerkt að vera kristileg." Hvaða tónlistarmenn komu við sögu þarna? „Fyrst og fremst erum það nú við Ámý, sem sjáum um söng all- an, en mestan hluta laganna samdi Birgir Jóhann Birgisson, sem leikur Liberace á heljarþröm Liberace og fyrrverandi „vinur“ hans, Scott Thorson. Bandaríski píanóleikarinn og skemmtikrafturinn Liberace berst nú við dauðann á heimili sínu í Palm Springs í Kaliforníu. Hann þjáist af blóðleysi, sem getur hæg- lega dregið hann til dauða. Denise Collier, sem er talsmaður píanóleikarans skartgjarna, til- kynnti um líðan hans á blaða- mannafundi sl. þriðjudagskvöld. „Það hryggir mig að þurfa að til- kynna ykkur að Liberace er helsjúk- ur af blóðleysi, sem er enn verra en ella sökum lungnaþembu og hjartasjúkdóms. Læknar hans reyna af öllum mætti að bæta líðan hans og vona að þeim takist að í stúdíóinu frá vinstri: Kellie Hempill, 2. vélsijóri, Win Kutz, upptökustjóri, Hadley Hoc- kensmith, gítarleikari, Abraham Laboriel, bassaleikari, og Hall- dór. ótrúleg gróska í músíkbransanum núna.“ Hvenærmá eiga von á plötunni? „Ja, það fer nú eftir því hvar á hnattkúlunni maður er staddur. í næstu viku kemur út lítil kynning- arplata, sem dreift verður til útvarpsstöðva. Síðan verður plöt- unni dreift í Bandaríkjunum seinni hlutan í febrúar og á eftir fylgja Evrópa, Suður-Afríka, Ástralía og Nýja-Sjáland. Það er hægt að gera ráð fyrir henni hingað til lands fyr- ir næstu mánaðamót. í framhaldi af útgáfunni þarf síðan að standa í margs konar kynningarstarfsemi — tónleikahaldi, myndbandagerð og fleiru. Hér heima komum við vænt- anlega fyrst fram á söfnunartón- leikum, sem haldnir verða í Broadway á næstunni, en þá ætlar Mezzoforte að sjá um undirleikinn hjá okkur. Að öðru leyti er tónleika- prógramm óákveðið, en það kemur í ljós eins og annað.“ Og með það í veganesti þökkaði tíðindamaður fyrir sig og óskaði Takk velgengni. Win Kutz og Birgir Jóhann Birgisson. Árný Jóhannsdóttir i stúdíóinu. Bakraddirnar: Vicki Hampton, Donna McEIroy og Gary Pigg. koiua iionuni á balaveg." Fram kom einnig að Liberace, sem dvelst á heimili sínu í Palm Springs, sé með fullri meðvitund og að hann sendi öllum aðdáendum sínum kærar þakkir fyrir bataóskir þeirra og bænir. Liberace kom á mánudag heim af sjúkrahúsi, þar sem hann hafði dvalist um helgina. Talsmenn þess vildu ekkert segja um hvað amaði að skemmtikraftinum og hleypti það af stað orðrómi um að hann hefði smitast af alnæmi. Liberace er einn hæstlaunaði píanóleikari heims, og er talið að árstekjur hans nemi að minnsta kosti fimm milljón- á velflest hljómborð — píanó, hljóð- gervla og annað slíkt. Að öðru leyti stóluðum við á bandaríska fag- menn. Upptökum stjómaði Win Kutz, en hann útsetti lögin líka. Á bassa lék Abraham Laboriel, en hann er toppmaður þar vestra. Hadley Hockensmith lék á gítar og á trommur var Bill Maxwell. Auk þessara komu fleiri við sögu, en voru í aukahlutverkum. Stúdíóið, sem upptökur fóru fram í er glæ- nýtt, heitir Eagle Mt. Recording Studio og er í Texas, en þar er Gömul mynd af Liberace í Li- berace-safninu, en hér er han við skáp fullan af píanólíkönum úr gulli, silfri og eðalsteinum. um Bandaríkjadölum á ári. Hann hefur ávallt lagt mikið upp úr gífur- legum íburði, þó svo ekki þykji hann smekklegur að sama skapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.