Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 2

Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 Frumvarp um rannsóknarnefnd í fræðslustjóramálinu lagt fram í gær: Andstaða innan Fram- sóknar við frumvarp þingmanna flokksins FRUMVARP tU laga um að Hæstiréttur skipi 5 manna utan- þingsnefnd er rannsaki deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlands- umdæmi eystra var lagt fram á Alþingi í gær. Flutningsmenn eru framsóknarþingmennirnir Ingv- ar Gíslason og Guðmundur Bjarnason, alþýðubandalags- þingmaðurinn Steingrimur Sigfússon og Kristín Halldórs- Snæfellsnes: Skemmdir unnar á hús- um við Haf- fjarðará LÖGREGLAN í Stykkis- hólmi hefur nú tíl rannsókn- ar skemmdarverk sem unnin hafa verið undanfamar vik- ur og mánuði á húsum í eigu dánarbús Thors R. Thors við Haffjarðará á Snæfellsnesi. Lögreglan segist ekki geta svarað því sem stendur hvort rannsókn á þessum skemmdarverkum beinist að einhveiju sérstöku eða hvort einhver liggi undir grun. Brotist var inn í veiðihús við HafQarðará í síðustu viku, að því er virðist í þeim tilgangi einum að vinna þar skemmdar- verk. Þar var olíu hellt yfir innanstokksmuni og á gólf. Fyrir skömmu voru flestar rúð- ur á íbúðarhúsinu Skjálg í Kolbeinsstaðahreppi brotnar, og sfðastliðið sumar voru brotnar rúður á íbúðarhúsinu Akurholti í Eyjahreppi og einn- ig innanstokksmunir þar. Öll þessi skemmdarverk hafa verið kærð til lögreglunnar, en að auki munu bílar, sem við þessi hús stóðu, hafa verið skemmd- ir og einnig bátur við Odda- staðavatn. dóttir, Samtökum um kvenna- lista. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra hafði þetta um málið að segja í gær: „Þessi tillöguflutn- ingur er þeim til háborinnar skammar og það er sorglegt að sjá menn starfa svona á þingi." Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins verður brugðist harkalega við þessu frumvarpi, sem er talið vera van- trauststillaga á menntamálaráð- herra. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að megn and- staða hafí komið fram við framlagn- ingu þessa frumvarps á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins í gær, en flokksforystunni hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að þeir Ingvar og Guðmundur legðu frumvarpið fram. Guðmundur Bjamason sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að flutningsmenn frumvarpsins hefðu verið að bíða svara Jóhönnu Sigurð- ardóttur, Alþýðuflokki, hvort hún yrði meðflutningsmaður, en Jó- hanna ákvað síðdegis í gær að vera ekki með, heldur flytja sjálf frum- varp, ásamt fleiri alþýðuflokks- þingmönnum, er geri ráð fyrir því að nefnd á vegum menntamála- ráðuneytis, fræðsluráðs fyrir norðan og fjáriaga- og hagsýslu- deildar rannsaki málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis heldur því fram að unglingar og eldra fólk forðist biðskýli SVR við Hlemm vegna útigangsmanna sem þar halda til. Heilbrigðiseftirlitið: Farþegar forðast bið- skýli S VR við fflemmtorg „í LJÓS hefur komið að ungl- ingar og eldra fólk forðast að nota biðskýli Strætisvagna Reykjavíkur við Hlemmtorg, sökum hræðslu við þá ógæfu- sömu menn sem búnir eru að leggja skýlið undir sig að meira eða minna leyti.“ Þetta kemur fram i bréfi sem Oddur R. Hjartarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ursvæðis hefur sent borgarráði Reykjavíkur. I bréfínu er einnig vakin at- hygli á að lögreglunni, eftirlits- manni SVR og heilbrigðiseftirlit- inu hafí mistekist að framfylgja ákvæðum tóbaksvamalaga í bið- skýlinu. Vitnað er til fundar með Böðvari Bragasyni lögreglustjóra Reykjavíkur og Þorvarði Ómólfs- syni framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélags íslands um vandamál, sem tengjast biðskýl- inu en að mati fundarmanna er afar slæmt, að hinn almenni borg- ari þurfí að forðast aðalþjónustu- miðstöð SVR. Þess er farið á leit við borgarráð að leitað verði ráða sem að gagni mættu koma svo „þeir ólánsömu menn, sem dvelja langdvölum í biðskýlinu á Hlemmi, verði þess ekki valdandi, að almennir borgarar og farþegar SVR hafí ímigust á staðnum." Þeirri hugmynd er varpað fram að athugað verði hvort ekki mætti koma upp sérstökum samastað með veitinga- og hreinlætisað- stöðu fyrir þessa menn í nágrenni lögreglustöðvarinnar eða að leitað verði annarra lausna. Loðnumælingum lokið: Samdráttur í afla fyrir- sjáanlegnr á næstu vertíð - segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur „ÞAÐ er fyrirsjáanlegur einhver samdráttur á loðnuveiðum á næstu vertíð miðað við núverandi vertíð og þá síðustu," sagði Hjálmar Vilþjálmsson, fiskifræð- ingur, f samtali við Morgunblað- ið. „Veiðin byggist að mestu á tveimur árgöngum á næstu vertíð, frá 1984 og 1985. Argang- urinn 1984 var fremur lélegur, en árgangurinn 1985 heldur skárri. Vegna þessa má búast við samdrætti,“ sagði Hjálmar. Árlegum loðnumælingaleiðangri Hjálmars er ný lokið. í leiðangrinum var annars vegar mældur veiði- stofninn, hrygningarloðnan og hins vegar sá hluti stofnsins, sem verður uppistaðan í veiðinni á næstu vertíð. Hjálmar sagði, að vel hefði gengið að mæla hrygningarloðnuna. Veiði- Hraðfrystihús Stokkseyrar: Byggðastofnun veitir fyrir- greiðslu í lok greiðslustöðvunar Hraðfrystihúsið eitt það verst setta á landinu Selfoui. Hraðfrystihús Stokkseyrar er verst statt af þeim frystihúsum sem Byggðastofnun hefur til umfjöllunar og er skýringa að leita f aukakostnaðarliðum sem önnur hús hafa ekki og endur- byggingu á undanförnum árum. Stofnunin hefur heimildir fyrir fé til að lána fiskvinnslunni að undangengnum könnunum á endurgreiðslugetu fyrirtækj- anna. Þetta kom fram f máli Guðmundar Malmquist fram- kvæmdastjóra Byggðastofnunar á fjölmennum borgarafundi á Stokkseyri um málefni Hrað- frystihússins. Hann sagði enn- fremur að fyrirtækið ætti ótvfræðan rétt á lánum en trygg- ingar þyrfti fyrir þeim og þau þyrfti að vera hægt að greiða. Húsfyllir var í Gimli, samkomu- húsi Stokkseyringa, á opnum borgarafundi síðastliðinn sunnudag um málefni Hraðfrystihússins. Framsögumenn á fundinum voru Margrét Frímannsdóttir oddviti, Ólafur Óskarsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins og Guð- mundur Malmquist framkvæmda- stjóri Byggðastofnunar. Margítrekað var af framsögu- mönnum að greiðslustöðvunin þýddi ekki að fyrirtækið væri gjaldþrota heldur að endurskipulagning væri í gangi til að takast mætti að leysa vanda þess. Fram kom að vandi hraðfrysti- hússins stafar af miklum lausa- skuldum vegna uppbyggingar og endurbóta á bátum fyrirtækisins. Aðalvandamálið er skortur á hrá- efni og um leið slæm nýting húss og tækja. Fram kom á fundinum að velvilji er í Byggðastofnun um fyrirgreiðslu til kaupa á skipi inn á svæðið í stað togarans Bjama Heij- ólfssonar sem seldur var á uppboði. Komið getur til uppsagna og tímabundinnar lokunar hússins ef ekki tekst að fá aukið hráefni. Slíkar ráðstafanir eru ekki sárs- aukalausar fyrir byggðarlagið en geta reynst nauðsynlegar til að laga stöðu fyrirtækisin8. Ólafur óskarsson framkvæmda- stjóri sagði ekki loku fyrir það skotið að ná mætti botnfiskafla í skiptum fyrir veiðar bátanna á öðr- um físktegundum og auka þannig hráefni til hússins. Margrét Frímannsdóttir oddviti lagði áherslu á að taka þyrfti alla þætti málsins til athugunar og það yrði gert. Hún sagði nauðsynlegt að minnihluti hreppsnefíidar ætti fulltrúa í stjóm- inni, en svo hefur ekki verið. Hreppurinn er aðaleigandi frysti- hússins og vandi þess hefur mikil áhrif á fjármál hreppsins. Guðmundur Malmquist fram- kvæmdastjóri sagði að fiskvinnslu- fyrirtæki á landsbyggðinni sem væru undirstaða byggðar væru mörg með erfíða lausaijárstöðu. Nú væri unnið að upplýsingasöfnun hjá Byggðastofnun um þessi fyrir- tæki og stöðu þeirra. Hann sagði að Hraðfrystihús Stokkseyrar væri stórfyrirtæki sem væri máttarstólpi síns byggðarlags og hefði af þeim sökum sérstöðu. Margir fleirí tóku til máls. SigJóns. stofninn hefði mælzt 1.020.000 lestir og þegar ráð væri fyrir því gert að 400.000 lestir yrðu eftir til hrygningar, og náttúralegum dauðsföllum, gæti veiðin numið um 550.000 lestum. Um áramót hefðu um 400.000 lestir verið óveiddar af áður ákveðnum kvóta. Fljótlega hefði 100.000 lestum verið bætt við kvótann, þannig að segja mætti að enn mætti auka hann um 50.000 lestir. Það væri hins vegar ekki lagt til, meðal annars vegna óvissu um afdrif hrygningarloðnu, sem væri innan um ungloðnu. Sá hluti loðnustofnsins, smáloðn- an, sem verður uppistaðan í veiðinni á næstu vertíð, hélt sig aðallega út af vestanverðu Norðurlandi og Vestfjörðum og sagði Hjálmar að vegna íss hefðu könnun og mæling- ar ekki gengið sem skyldi. Veiðin á næstu vertíð myndi byggjast upp á loðnu frá 1984, sem ekki hiygndi nú, og loðnu frá 1985, sem gengi til hrygningar á næsta ári. Vegna þessara erfíðleika hefðu mælingar gefíð til kynna mun minna magn en í fyrra og þær yrðu því ekki notaðar einar við tillögur um afla- magn á næstu vertíð. Kannanir á árganginum frá 1985 frá því í fyrra yrðu einnig notaðar, en ljóst væri að einhver samdráttur yrði á veiðum á næstu vertíð miðað við þá, sem nú stæði yfír og vertíðina þar á undan. Hjálmar sagði, að hefði árgang- urinn frá 1983 ekki verið jafnsterk- ur og raun bæri vitni, hefði veiðin nú orðið talsvert minni en ella. Árgangurinn frá 1984 væri lélegur og árgangurinn frá 1985 nokkru betri, en ekki veralega sterkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.