Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 3 Húsið i Austurstræti, þar sem Penninn verður með verslun á þremur hæðum. Penninn f lytur úr Hafnarstrætí Undirbýr opnun verslunar á þremur hæðum í Austurstræti PENNNINN sf. hefur tekið á leigu húsnæði við Austurstræti í Reykjavík þar sem verslunin Torgið er nú tíl húsa, og stefnir að því að opna þar ritfanga- og bókaverslun á þremur hæðum í bytjun maí. Að sögn Gunnars B. Dungal for- stjóra Pennans er þarna um mikla stækkun á húsnæði verslunarinnar í miðbænum, en verslunin mun færa sig úr húsinu við Hafnar- stræti þar sem hún hefur verið til húsa í yfir 30 ár. Fyrirtækið rekur aðra verslun við Hallarmúla og einnig er fyrirhugað að opna nýja búð í Kringlunni í ágúst. Gunnar sagði að í nýju búðinni við Austurstræti yrði aðaláherslan lögð á ritföng, bækur, blöð og gjafa- vörur. Vestmannaeyjar: Rysjótt tíð en þokka- legur afli Vestmannaeyjum. AFLI netabáta var þokkalega góður í síðustu viku en sá guli gefur sig lítið ennþá. Það er ufsinn sem ber uppi afla bát- anna. Slæm tíð hefur verið síðustu dagana en ágætlega gaf til sjósóknar framan af vikunni. Aflaskipið Suðurey var með mestan afla úr róðri í vikunni, 25 tonn, Glófaxi með 18 tonn og Valdimar Sveinsson 16 tonn. Erf- itt er að fá upp afla togbáta því afli þeirra fer að stórum hluta í gáma. Þó landaði Smáey í vikunni 23 tonnum og einhverju að auki í gáma. Bjamarey var með 28 tonn. Þórunn Sveinsdóttir gerir það enn gott á dragnótinni, land- aði á föstudag 25 tonnum af langlúru. í gær var verið að landa 90 tonnum úr Halkion. Vinnslustöðin hefur gefið það út að hún greiði sínum viðskipta- bátum 20 krónur fyrir kflóið af 1. flokks ufsa og 30 krónur fyrir 1. flokks óslægðan þorsk. Þá hafa Vinnslustöðin, Fiskiðjan og Frystihús FIVE, eigendur Sam- togs-togaranna, samið við sína sjómenn að greiða 10% ofan á verðlagsráðsverðið ef 90% eða meira af aflanum fer í 1. flokk. Þetta er mótleikur stöðvanna vegna gámaútflutningsins. - hkj. Sigfús Þór Elíasson, prófessor í tannlækningum: ’Böm og undingar þuife mjólk -tannanna ve$ia Með skynsamlegu ma+arat jí, flúoruppbót og góðri munnhirðu er má forðast flestar tannskemmdir og megnið af tannvegssjúkdómum. (nýrri rannsókn, sem prófessor Sigfús Þór Elíasson gerði, kom fram aö tannheilsu íslenskra skólabama er mjög ábótavant. Foreldrar, skólar og aörir, sem sjá um uppeldi bama og unglinga þurfa aö spyma viö fótum og sjá til þess að börnin borði rétta fæðu og hirði tennur sínar. Jafnframt þarf aö vera á verði gagnvart nútíma matvælaiðnaði þar sem sykri er bætt í fæðuna. Við eölilegar aðstæður* dregur mjólk úr tannskemmdum. Prótein í mjólkinni og hiö háa kalk- og fosfórinnihald mjólkurinnar er vemdandi fyrir tennumar. Mjólkin dregur þannig verulega úr áhrifum sýru, sem myndast meö gerjun í tannsýklunni, hindrar úrkölkun vegna sýruáhrifa og hjálpar til við endurkölkun á byrjandi tannskemmd. Pessir eiginleikar mjólkurinnar koma skýrt í Ijós, þegar hennar er neytt meö sykum'kum mat, t.d. verður minni sýrumyndun í munninum ef mjólk er sett út á morgunkom, sem inniheldur sykur. Mjólk ætti að vera hluti af hverri máltíð, bæði heima og í skólanum -tannanna vegna, til vaxtar þeirra og vemdunar. * Varast skal aö láta böm sofa meö pela. f svefni hægir á munnvatnsrennsli og jafnvel mjólk sem inniheldur einungis lítinn mjólkursykur getur valdið skaöa á tönnunum ef hún situr langtímum saman i munninum. MJÓLKURDAGSNEFND c e c 03 "O cz ZJ 'O E s 'O E c o > o 'O E o Q) Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja? eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Ráðlagöur Hæfilegur Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur ár (RDS) af kalki í mg (2,5 dl glös) Böm1-10 800 2 Unglingar 11-18__________120°______________3 Fullorönir karlar ogkonur* 800 2 * Margir sérfræöingar telja aö kalkþörf kvenna eftir tíöahvörf sé mun hærri eða 1200-1500 mg/dag. Reynist þaö rétt er hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag. íris Ólafsdóttir veit hversu mikilvægt það er að borða réttan mat og hiröa tennurnar vel. Hún drekkur mjólk og tryggir tönnunum þannig það kalk sem þær þurfa. ABBHNS Enjnr SlílkHTAL 691140 691141 Með einu si'mtali er hægt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöld- in skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánað- arlega. VtRIÐ VELKOMIN1 __ ■J' U GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI. JE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.