Morgunblaðið - 10.02.1987, Page 5

Morgunblaðið - 10.02.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 5 Útgerð kaupskipa að komast í samt lag ÚTGERÐ kaupskipa er nú að komast í samt lag eftir verkfall undirmanna. Flest skipin létu úr höfn þegar á laugardagskvöldið og fóru ýmist á áætlunarleiðir eða í sérstaka flutninga, til dæm- is með sjávarafurðir. Tap vegna verkfallsins liggur ekki fyrir, en ljóst er að það mim skipta tugum milljóna króna. Öll skip Víkurskipa eru farin af stað, Eldvík er byijuð að lesta salt- fisk fyrir Spánveija, Hvalvík er að losa salt og lestar síðan skreið fyr- ir Nígeríumarkað og Keflavík er að lesta saltsfld á Rússland. Esja og Askja, skip Ríkisskipa fóru af stað á sunnudag, aðallega með áburð á Norðurlandshafnir og taka meðal annars steinull frá Sauðarkróki til baka. Hekla fer af stað í dag í áætlun á Vestfirði og Norðurland. Tap Ríkisskipa er laus- lega áætlað um 10 milljónir króna vegna verkfallsins. Flest öll skip Skipadeildar Sam- bandsins létu úr höfn á laugardag og öll áætlunarskipin eru farin. Dísarfell er farið áleiðis á hafnir á meginlandi Evrópu. Amarfell er að losa fóðurbæti en lestar síðan saltsfld á Svíþjóð. Hvassafell var að losa í Reykjavík, en heldur síðan á ströndina og lestar saltsfld á Finn- land. Skaptafell er byijað að lesta físk fyrir Bretland og fer utan í þessari viku. Jökulfell er á strönd- inni að safna fiski fyrir markað í Bandaríkjunum. Stapafell er að dreifa olíu á hafnir landsins og leiguskipið Jan er farið frá landinu með gáma, meðal annars ferskan físk og verður í Hull í dag. Önnur leiguskip á vegum Sambandsins eru erlendis eða á leið til landsins. Allt fór í gang hjá Eimskipafélag- inu á laugardag. Eyrarfoss fer á hafnir í Evrópu, Reykjafoss á Norð- urlöndin, Laxfoss er á leið til Bretlands með frystan fisk. Mána- foss fór til ísafjarðar með vömr, Lagarfoss er að lesta saltsfld, Ljósa- foss er á ströndinni að safn frystum físki, Dettifoss er að lest fyrir Finnland, aðallega fískimji og saltsfld. Urriðafoss er að losa . Gmndartanga og lestar síðai saltsfld. Bakkafoss kom til landsim í gær og Skógarfoss kemur í dag Gmndarfoss hefur verið að losa Sundahöfn. Fjallfoss er í áætlunar- siglingar í dag og Skeiðsfoss hefui verið að losa salt í Hafnarfírði og leiguskipið Baltica er á leið til Bandaríkjanna. Sjómenn samþykktu FÉLAGAR í Sjómannafélagi Reylqavíkur samþykktu nýgerð- an kjarasamning við útgerðir kaupskipa sfðastliðinn laugar- dag. Atkvæðagreiðsla fór þann- ig, að 94 voru samningum fyigjandi og 11 voru á móti. Eft- ir þetta er enn ósamið við félaga í SR á skipum Landhelgisgæzl- unnar, hafrannsóknaskipum og sanddæluskipum. Guðmundur Hallvarðsson, form- aður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að gmnnlaun háseta yrðu nú 27.401 króna og fyrsta október yrðu þau komin upp í 29.078. Nú verður dagvinna vaktgangandi há- seta tekin á tímabilinu 06.00 til 20.00 á tví- eða þrískiptum vöktum, en dagmenn vinna áfram frá 08.00 til 17.00. Greiðsla vegna nætur- vakta í höfn breytist og kaffítímar að nóttu til verða felldir niður. Þá breytist líftrygging þannig, að sótt- dauði í hafí verður bættur. Guðmundur sagði, að þetta væri helztu breytingamar á kjarassamn- ingi undirmanna á kaupskipum og hann byggist við því að samningar þeir, sem eftir væm, drægju dám af honum. Það er mat samningsaðila að launahækkanir til undirmanna hafí verið 7-8% umfram þær hækkanir, sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. Kaupskipin: Viðræður við yfir- mennina standa yfir VIÐRÆÐUR um kaup og kjör yfirmanna á farskipum og við- semjenda þeirra standa nú yfir, en samningar voru lausir um áramót. Farmenn hafa hvorki boðað verkfall né vísað deilunni til sáttasemjara. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fískimannasam- bands íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að viðræður við út- gerðir kaupskipanna hefðu staðið frá því í desember. Búið væri að fara yfír ýmsa liði samningsins og hefði talsvert þokazt. Um launaliði hefði verið ætlunin að ræða á fundi í gær og líklegast gæti þetta geng- ið fljótt fyrir sig. Menningamálanef nd: Nefnd um rekstur íbúðar í París TVEIR fulltrúar hafa verið til- nefndir í nefnd fyrir hönd Reykjavíkurborgar, sem sjá mun um rekstur íbúðar fyrir íslenska listamenn í París. Á fundi menningamálanefndar sem haldinn var síðastliðinn mið- vikudag var samþykkt að tilnefna tvo fulltrúa, þær Elínu Pálmadóttur blaðamann og Herdísi Þorvalds- dóttur leikkonu, í nefnd sem sjá mun um rekstur á íbúð í París. íbúð- in er ætluð íslenskum listamönnum til skemmri dvalar. Þriðja fulltrúann í nefndinni tilnefnir íslenska ríkið. ÞVEGNAR GALLABUXUR OG MARGT - MARGT FLEIRA &KARNABÆR §1 P unglingadeild, Austurstræti 22, Reykjavík Dettifoss siglir út úr Reykjavíkurhöfn að loknu hinu langa verkfalli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.