Morgunblaðið - 10.02.1987, Page 12
VI
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
Um 40.000 kr. en
ekki 34.000 kr.
Athugasemd við bréf
eftir Indriða H.
Þorláksson
í Morgunblaðinu föstudaginn 6.
febrúar 1987 birtist bréf til fjár-
málaráðherra ritað af Heimi Páls-
syni framhaldsskólakennara. Ekki
er mér kunnugt um hvort fjármála-
ráðherra telur ástæðu til að svara
skrifum sem þessum og elta ólar
við þær rangfærslur sem þar koma
fram en vegna þeirra lesenda sem
kynnu að leggja trúnað á skrif
Heimis tel ég mér skylt að koma á
framfæri leiðréttingu á helstu mis-
færslum hans.
Vera kann að virða eigi Heimi
til vorkunnar að hann hefur fyrir
sitt leyti lagt trúnað á frásagnir
talsmanna BHMR, sem virðast af
einhvetjum ástæðum hafa kosið að
leyna því sem fram kom af hálfu
samninganefndar ríkisins í samn-
ingaviðræðunum eða að hylja það
í þeim moðreyk að hrekklausar sál-
ir missa átta.
Ekki verður því trúað að viðmæl-
endur okkar hjá BHMR hafí ekki
náð að skilja það sem þar fór fram.
Sams konar tillögur settar fram
með sama hætti í viðræðum við
BSRB og aðildarfélög þess hafa
verið þar í umfjöllun án nokkurs
misskilnings þrátt fyrir að allnokk-
uð vanti á að félagar og talsmenn
þeirra samtaka hafí öll þau mennt-
unarstig sem prýða BHMR.
í viðræðum við samninganefnd
BHMR lagði samninganefnd ríkis-
ins fram tillögur sinar um breyting-
ar á samningum BHMR. í stuttu
máli voru meginatriði þeirra þessi:
1. Að laun félaga i BHMR hækki
á samningstímanum í sömu
áföngum og samið var um miili
ASÍ og VSI, þ.e. um 2%, 1,5%
og 1,5% á tilteknum tímapunkt-
um.
2. Að laun félaga í BHMR yrðu
tryggð á samningstímanum með
launanefnd aðila á hliðstæðar.
hátt og gert var í samningum á
almennum markaði.
3. Að launatöflu BHMR og starfs-
aldursreglum yrði breytt á þann
veg að fyrstu tvö starfsaldurs-
þrepin yrðu felld niður og
tímalengd til að ná öðrum þrep-
um stytt. Ennfremur að öðrum
atriðum eins og t.d. reglum um
röðun i launaflokka yrði breytt
þannig að meðalhækkunin af
þessum tölulið yrðu innan tiltek-
inna marka til viðbótar við
hækkanir skv. tölulið 1.
Það þarf ekki mikla athugun eða
skarpskyggni að sjá að sú breyting
sem samninganefnd rfkisins lagði
til að gerð yrði á launatöflunni hefði
ein leitt til þess að byijunarlaun
háskólamenntaðs framhaldsskóla-
kennara yrðu um 38.000 kr. á
mánuði við upphaf samningstimans
og með áfangahækkunum um
40.000 kr. í árslok 1987. Sé um
grunnskólakennara að ræða yrðu
tölur þessar um 37.000 kr. og
39.000 kr. í tölum þessum eru ekki
meðtaldar fastar aukagreiðslur til
kennara.
Ekki er ljóst hvert Heimir sækir
sínar 34.000 kr. en eitt er víst að
Iraninn farinn
úr landi:
Fékk vega-
bréfsáritun til
Bandaríkjanna
Indriði H. Þorláksson
ekki er það úr tilboði samninga-
nefndar ríkisins. Hins vegar virðist
það vera meira í ætt við hugmynd-
ir samninganefndar BHMR en af
óljósum tillögum hennar má helst
ráða að hækka eigi hærri laun mun
meira en þau lægri. Þeirri stefnu
hefur samninganefnd BHMR
reyndar fylgt um alllangt skeið og
náð nokkrum árangri í því efni, sem
komið hefur niður á byrjunarlaun-
unum.
Tillögur samninganefndar ríkis-
ins um niðurfellingu fyrstu starfs-
aldursþrepanna miðuðu að því að
hækka byijunarlaunin mest þó að
samningurinn yrði í heild í takt við
þá samninga sem gerðir hafa verið
að undanfömu. Ennfremur benti
nefndin á að frekari hækkunum
innan þess svigrúms sem fyrir hendi
væri mætti beina í þau atriði sem
aðilar legðu mesta áherslu á hvort
sem það væru byijunarlaunin eða
annað.
Tillögum þessum hafnaði samn-
inganefnd BHMR enda eru þær
andstæðar þeirri stefnu BHMR að
hækka hæstu launin mest. Hjal
þeirra um byijunarlaunin er því
vart annað er uppgerðarumhyggja
og áhuginn svo mjög bundinn við
áróðursgildi þeirra að staðreyndir
eru léttvægar fundnar ef henta
þykir. Sem dæmi um það eru til-
raunir Heimis o.fl. til að telja
mönnum trú um að ágreiningur
standi um það hvort laun kennara
eigi að vera 34.000 kr. í árslok
1987 eða ekki. Nú vita þeir jafnvel
og ég að í árslok 1986 var innan
við einn tugur háskólamenntaðra
kennara á launum undir 34.000 kr.
og væru nú engir ef tillögum samn-
inganefndar ríkisins hefði verið
tekið.
Að lokum. Fullyrðingu Heimis
um svör mfn sem formanns samn-
inganefndar rikisins við svokallaðri
„endurmatsskýrslu" um markleysi
hennar vegna aðildarskorts fjár-
málaráðuneytisins ber að skrifa á
reikning skáldskaparhneigðar hans.
Hún á sér engan stað f raunveru-
ieikanum.
Höfundur er skrifstofustjóri í
fjirmálaráðuneytinu og formaður
samninganefndar ríkisins.
ÍRANINN, sem dvalið hefur hér
á landi sfðan f desember sfðast-
liðnum, fór með Flugleiðavél til
Bandaríkjanna sfðdegis á laugar-
dag.
Að sögn Þorsteins Geirssonar
fékk íraninn vegabréfsáritun hjá
bandaríska sendiráðinu og ákvað
hann þá að fara til bróður síns, sem
búsettur er í Salt Lake City. Sá
mun hafa haft símasamband við
íslensk yfírvöld vegna þessa máls
og taldi hann góðar líkur á að bróð-
ir hans fengi framlengt þeirri
ferðamannaáritun sem hann hafði
til Bandaríkjanna og fengi þar dval-
arleyfí til lengri tíma.
Ellefu fyrirtæki
taka þátt í hugbún-
aðarsýningu IBM
SÝNING á hugbúnaði fyrir Sýnendur eru ellefu fslensk
System/36 tölvur verður haldin hugbúnaðarfyrirtæki, auk IBM á
dagana 12.-14. febrúar nk. hjá íslandi. Á sýningunni verður lögð
IBM á íslandi. Tilgangur sýn- áhersla á hagnýt verkefni og nýj-
ingarinnar er m.a. að gefa ustu tækni fyrir þessar tölvur.
heildarmynd af þeim fjölþætta Sýningin verður opin kl. 10.
hugbúnaði, sem fáanlegur er 00-18.00 sýningardagana og eru
hér á landi fyrir IBM S/36. allir velkomnir.
STÓRAR 4RA
HERB. ÍBÚÐIR
Vl.RllJ
TOHJ
[5 E EE
ID. ■- □ cm
□ mm
□ mm m
c irm^
í þessu vandaða húsi sem nú er að rísa í Frostafold
14-16 verða til sölu óvenju rúmgóðar íbúðir.
ATH. Öll sameign utandyra og inn-
an verður fullfrágengin, þ.m.t.
malbikuð bílastæði, tyrfð og hellu-
lögð lóð með leiktækjum.
Tegund Stærð Nettó Bnlttó Verð Fjöldl
Einstaklib. fm 37,32 45,23 kr. 1.825 þús. 1
Einstaklib. fm 43,05 52,18 kr. 1.930 þús. 1
2ja herb. fm 55,14 66,83 selt
2ja herb. fm 66,10 80,11 selt
3ja herb. fm 90,43 109,55 selt
4ra herb. fm 101,24 122,68 kr. 3.230 þús. 5
4ra herb. fm 111,71 136,29 kr. 3.335 þús. 4
5 herb. m. bilsk. fm 137,50 166,61 kr. 3.960 4
Penth. m. bllsk. fm 132,00 160,00 selt
Möguloiki er á að bflskýli fylgi ftoirl íbúöum. Vorö bflskýlis kr. 366.000.
ö Húsafell
FASTFIGNASALA Langhoitsvegi 115
(Bæjarkiðahúsmu) Stmi: 681086
í hverri íbúð verður dyrasími og
dregið í fyrir sjónvarpsloftneti.
Sér þvottaherbergi verður í öllum
3ja herbergja íbúðum og stærri.
Lyfta verður í húsinu. íbúðirnar af-
hendast tilbúnar undir tréverk í
nóvember 1987.
Dæml um grkjör 4ra herb. íbúöar:
ef viðkomandi er að kaupa í fyrsta sinn
og hefur fullan lánsrótt.
Við undirr. kaupsamn. kr. 350.000
Með tilkomu húsnláns kr. 2.460.000
Með 12 jöfnum mángr. (12x35.500)
kr. 420.000
kr. 3.230.000
28611
Nýjar eignir á skrá
Kaplaskjólsvegur.
Stórglœsil. 5 herb. íb. um 120 fm
á 4. hœð í lyftuhúsi. Tvennar
svalir. Bílskýti. Gufubað o.fl. Ákv.
sala.
Fornhagi. Falleg 4ra herb. I
ca 100 fm ib. á 3. hœð. Suður
svalir. Mikil sameign s.s sér-
frystigeymsla. Ákv. sala.
Hraunkambur Hafnf.
Járnvarið timburhús. Kj., hœð og
ris um 130 fm. Töluvert endum.
Laust fljótl.
Baldursgata. 3ja herb. I
ib. á 1. hæð i tvibhúsi. Allt sér.
Verð ca 2 millj.
Víðimelur. 2ja herb. ca 60 I
fm kj.íb.
Borgarhraun Hvera-
gerðí. Einbhús á einni hœð.
Tvöf. bllsk. Sundlaug. Verð ca
4,2 mlllj.
Dynskógar Hvera-
gerði. Eldra einbhús, ein
hæð og ris. 1000 fm ræktuð lóð.
Laust. Verð ca 2 millj.
Grenimelur. 2ja herb. es fm
kjib. Sérínng. Ákv. sala.
Spóahólar. 2ja herb. 65 fm á
3. hæð. Suðvsv. Falleg Ibúð.
Þingholtsstræti. un 3ja-4ra
herb. falleg 65 fm sérhæð I tvfbhúsl.
Laus. Kj. fylgir.
Furugrund. 3ja herb. ca 90 fm
ásamt herb. f kj. með snyrtingu.
Vesturgata. 4ra-5herb. 117 fm
íb. á 2. haeð m. suðursv. í lyftuhúsi. 2
saml. stofur og 2 stór svefnherb. Mikið
útsýni tll norðurs.
Skólabraut Seltjn. 4raherb.
85 fm rísib. Geymsluris yfir. Suðursv.
Kambasel. 200 fm raöhús á
tveimur hæöum. m. innb. bflsk.
Garðabær. 360 fm einbhús á
tveimur hæðum þar af 70 fm Innb. bilsk. ,
nær tilb. u. trév. Teikn. á skrifst.
Húsog Eignir
Bankastræti 6, s. 28611.
Lúðvfc Gizuraraon hrL, *. 17S77.
r