Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 finningstölurnar 7. febrúar 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.631.331 1. vinningur var kr. 2.320.095,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti. 2. vinningur var kr. 694.908,- og skiptist hann á milli 194ra vinningshafa sem fá kr. 3.582,- hver. 3. vinningur var kr. 1.616.328,- og skiptist á milli 6414 vinn- ingshafa, sem fá 252 krónur hver. Upplýsinga- sfmi: 685111. T-KORT tmtm< © iðnaðarbankinn Fréttabréf af Snæfellsnesi: Tók upp rófur í janúar Breiðuvík. JANÚARMÁNUÐUR hefur verið með eindæmum góður, mikil hlý- indi, snjólaust og jörð að verða klakalaus. Þann 27. janúar tók ég upp rófur, sem eftir urðu í garðinum í haust og voru þær óskemmdar. Slíkt mun ekki hafa gerst hér áður. Jörð er að byija að lifna. Á Litla-Kambi í Breiðuvík gerðist það fáum dögum fyrir jól að 3 kind- ur heimtust, með þeim hætti að þær komu sjálfar heim í tún á næsta bæ, en túnin liggja saman, aðeins girðing á milli. Kindumar vom 1 ær og 2 lömb, en ærin átti ekki lömbin, heldur vom þau undan öðr- um ám bóndans. Kindurnar litu vel út og vom í góðum holdum. Ingólf- ur Guðmundsson bóndi á Litla- Kambi sagði að kindumar hefðu verið í eins góðum holdum og féð sem búið var að kappgefa síðan það var tekið í hús í október. Bændur em almennt óánægðir með skerðingu fullvirðisréttarins, þar sem hún er framkvæmd á mjög óréttlátan hátt, og það er skoðun manna að það þurfi að endurskoða og laga hið bráðasta ef ekki eigi illa að fara. Vegamál Vegir hér em mjög blautir núna, sérstaklega þar sem ofanburðurinn er lítill og lélegur, nýbúið er að hefla Utnesveg og afleggjarana of- an að Hellnum og Amarstapa, og hefur það ekki gerst áður að Utnes- vegur hafi verið heflaður í janúar- mánuði. Einnig er vegurinn ofanað Arnarstapa hálf ófær vegna bleytu og vöntunar á góðum ofaníburði. Nú er mikil umferð um þennan veg því fólk héðan frá Hellnum fer margar ferðir á dag milli pláss- anna, það er fólk sem vinnur á Amarstapa við fiskverkun og kem- ur það sér illa að þurfa að keyra þennan slæma veg, og eins er með stærri bíla sem flytja salt og fisk til og frá. Útgerð Tveir þilfarsbátar hafa róið frá Amarstapa með línu síðan um miðj- an janúar, Bjarmi 9 tonna heima- bátur og Ólafur 15 tonna frá Vestmannaeyjum. Afli hefur verið góður og hefur borist á land síðan um miðjan janúar 35 til 40 tonn. Bjarni Einarsson á Eyri tekur fisk- inn eins og áður. Ingjaldur Indriða- son Stóra-Kambi sem hefur verið með fiskverkun og hefur frystiað- stöðu hefur fengið allan steinbít hjá Bjarna sem veiðst hefur til verkun- ar. Ingjaldur flakar steinbítin og roðflettir, svo em flökin sett í fryst- ir. Ingjaldur sagðist búast frekar við að hann færi á Frakklandsmark- að. Talsvert hefur veiðst af steinbít á línuna. Ein trilla hefur farið einn róður með færi og fékk tæp 100 kg. Einn maður var á bátnum. Mik- ill áhugi virðist vera hjá mönnum að gera út trillur frá Amarstapa á komandi vori og sumri. Ingólfur Guðmundsson oddviti sagði að 10 umsóknir hefðu borist til sín um lóðir undir sumarbústaði við Amarstapa og 4 umsóknir um árshús. Menn vonast fastlega eftir að haldið verði áfram að bæta höfnina á Amarstapa. Bjami Einarsson fiskkaupmaður er nýbúinn að kaupa þilfarsbát; Stapatind, 15 tonn. Báturinn er nýkominn og verður hann gerður út frá Amarstapa. Hann hefur að- eins prófað með dragnót en lítið fengið. Hjörleifur Kristjánsson Amarfelli hefur nú nýlega hafíð matsölu í veitingahúsinu Amarbæ sem hann byggði á síðastliðnu ári og hafði þar hótel á síðastliðnu sumri. Nú hefur hann fengið ráðskonu í bæinn, og matreiðir hún fyrir sjó- mennina og aðra þá sem vilja fá sér þar mat. F.G.L. AMSTRAD Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun Amstrad CPC 464/6128. Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun Amstrad. * Amstrad Basic. * Töflureiknirinn Multiplan. * Gagnasafnskerfið D-base II. * Helstu atriði við notkun stýrikerfisins CP/M. * Umræður og fyrirspurnir. Tími: 17., 19.f 24. og 26. febrúar kl. 20—23. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúní 28, Reykjavík. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiöunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins kr. 3.721.- (Innifalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 500 teskeiðar.) FAIMIMIR HF ■^vwet^ Bíldshöfða 14, sími 672511 Björgunarsveitir — Bændur Verktakar — Veiðimenn HOlVlDAki kynnir fjórhjóla- farartækið með drifi áöllum hjólum, sem fer allt. ★ 9R3504a : ★ Eigum nokkur fjórhjól fyrirliggjandi Vél, 25 hestöfl Sprengirúm 350 cc 4- gengis benzínvél 5- gírar, 1 afturábak Rafstart Vökvafjöðrun Vökvabremsur Hjólbarðar 24x9-11 Benzíntankur 10,5 I Tengill fyrir 12 volt 15A Hæðfrá jörðu 16 sm Þyngd 259 kg Síðast en ekki síst driföxlar og hjöruliðir vandlega lokaðir. Verð kr. 235.300,- staðgreitt Honda á íslandi — Vatnagörðum 24, sími 38772.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.