Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 19

Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 19 Jóhanna Sigurðardóttir. stefnir þá í að verða 17 mánuðir og annarra á þriðja ár. Allt bendir því til þess að ef bið- tími á ekki að lengjast frá því sem nú var í desember (15 mánuðir), þá þurfi að fast að því tvöfalda fjár- magnið á næsta ári í húsnæðiskerf- ið eða úr 4,3 milljörðum í 8 miiljarða. Til viðbótar má benda á aukna fjárþörf í húsnæðiskerfið vegna vaxtamismunar inn- og útlána eða niðurgreiddra vaxta til húsbyggj- enda og íbúðakaupenda. Sú stað- reynd ein út af fyrir sig, að húsnæðiskerfínu er haldið gangandi með því að aðeins 25% af fjár- magni þess komi úr ríkissjóði en 75% með lántökum úr lífeyrissjóð- unum, nægir að óbreyttu til að sliga húsnæðiskerfíð þegar til lengri tíma er litið. Þó fjármagn í Byggingarsjóði ríkisins hafí aukist á þessu ári þá hefur framlag ríkissjóðs minnk- að úr 1,3 milljarði á sl. ári í 1 mUljarð á þessu ári. Lánsfé frá lífeyrissjóðunum hefur aftur á móti meira en tvöfaldast. Spyrja má því hvort það sé skerfur núverandi ríkisstjómar til hærri lána úr hús- næðiskerfínu að draga verulega úr ríkisframlaginu, en aukinn lánsrétt- ur er að verulegu leyti fjármagnað- ur með auknu lánsfé frá launafólki úr lífeyrissjóðunum. Það er vissulega orðið brýnt að endurmeta á nýjan leik alla útlána- áætlun og fjárhagsforsendur laganna. Auk þess verða stjómvöld að gera það upp við sig hvort leysa eigi vandann með auknu fjármagni og ná eðlilegu samræmi á lánsfé til forgangshópa og annarra til að koma í veg fyrir verðþenslu, eða að mæta þessari miklu útlánaþörf með lengingu biðtímans eftir lán- um. Vandi greiðsluerfið- leikahópanna Brýnt er einnig að skoða sérstak- lega vanda þeirra hópa sem fengu lán á umliðnum árum og nú era í miklum greiðsluerfíðleikum. Fjár- magn í húsnæðiskerfinu er nú þrotið sem sérstaklega átti að leysa vanda þeirra. Aðstæður þeirra hópa sem byggt hafa eða keypt nokkur síðustu árin era sérstaklega erfiðar, greiðsluerfíðleikamir miklir og eignir mikið veðsettar, sem gerir það að verkum að þær era erfiðar í sölu. Sérstaklega verður að skoða hvemig hægt er að leysa vanda þessa fólks, t.d. með því að skuld- breyta eldri lánum þeirra og sníða að nýja lánafyrirkomulaginu. Erfiðleika þessa hóps má líka bera saman við annan hóp sem fékk rétt með nýju húsnæðislögunum, sem það ekki hafði áður. Um er að ræða fólk sem á stórar skuld- lausar eignir og vill minnka við sig, en þetta er sá hópur sem byggði eða keypti áður en lán vora verð- tryggð og verðbólgan sá um að minnka skuldimar. Það er talið að þessi hópur geti verið um 15% af heildinni og eigi rétt á um 500 milljónum króna á ári í lánafyrirgreiðslur. Nýju hús- næðislögin era þessu fólki sériega hagstæð. Jafnvel þó þetta fólk fái í reiðufé segjum 2—3 milljónir þegar það minnkar við sig og fer úr stóru skuldlausu húsnæði í minna, þá getur það nú engu að síður fengið 1.200 þúsund krónur í lán með niðurgreiddum vöxtum úr húsnæðiskerfinu, sem það getur ávaxtað í hagstæðum verð- bréfum. — Á sama tíma situr greiðsluerf iðleikahópurinn í súp- unni. Félagslegar íbúðabyggingar Þegar nýja húsnæðislöggjöfín var samþykkt var félagslegi hluti húsnæðiskerfísins skilinn eftir en mjög lítið fjármagn rennur nú til félagslegra íbúðabygginga. Talið var að nýja kerfið myndi létta verulega á félagslegum íbúða- byggingum þar sem lánin væru orðin há og greiðslukjörin hag- stæð. Enn vilja menn bíða og meta síðan reynsluna af núverandi kerfi, þó auðsætt sé að kerfíð muni að óbreyttu riða til falls og kjörin sem bjóðast fullnægja hvergi þörfum láglaunahópanna. Fyrir liggur í skýrslu, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, að það vanti á næstu fímm áram um 2.500—3.000 fé- lagslegar íbúðir. Ljóst er að lág- launafólk ræður ekki við kaup á íbúðum í almenna kerfinu þegar mismunur kaupverðs og lánafyrir- greiðslu getur orðið um ein milljón króna. Fram hefur einnig komið að fólk sem verst er statt í þjóðfélag- inu getur ekki risið undir vöxtum og afborgunum af lánum til kaupa á íbúð í verkamannabústað. Auk þess er eftirspum eftir félagslegum íbúðum langt umfram það Qármagn sem Byggingarsjóður verkamanna hefur til ráðstöfunar. Kaupleigu- íbúðir sem AJþýðuflokkurinn hefur ítarlega kynnt á undanfömum mán- uðum er tvímælalaust hagstæðasti kosturinn í húsnæðismálum í dag. Þar hefur fólk val um leigu eða kaup á íbúðum með hóflegum mán- aðargreiðslum. Útborgun er engin í slíkum íbúðum. Hefur fólk verið blekkt? Hér hefur verið sýnt fram á að margt bendir til þess að húsnæðis- kerfíð nýja sé að hrynja. A.m.k. er ekkert of mikið sagt, þegar bent er á að það riði til falls að öllu óbreyttu. Stjómvöld hafa enn tíma til að grípa til aðgerða og endur- meta útlána- og ijárhagsforsendur sem byggt hefur verið á, sem aug- ljóslega era stórlega vanmetnar. Verði það ekki gert mun í ljós koma að íbúðakaupendur og húsbyggj- endur hafa verið blekktir með gylliboðum sem ekki er hægt að standa við. Ef að líkum lætur mun ríkisstjómin reyna að fela vandann fram yfír kosningar og vísa vandan- um til úrlausnar hjá nýrri ríkis- stjóm. Höfundur er iinnnr af alþingis- mötwum Alþýðuflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Spennumynd í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á spennumyndinni „Flugan". Leikstjóri myndarinnar er David Cronenberg. Aðalhlutverk eru í höndum Jeff Goldblum, Geena Davis, John Getz og Joy Boushel. Myndin fjallar um Veroniku Qua- ife sem kynnist vísindamanninum Seth Brandle. Brandle þessi fæst við þráðlausa fjarflutninga efna og kvöld eitt ákveður hann að gera lokatilraun með tæki sín, nota þau til að fjarsenda sjálfan sig. Við til- raunina verða ýmsar breytingar á honum. En það kemur í ljós að Brandle var ekki einn í „flutnings- hylkinu", venjuleg fluga var með honum í tækinu, en nærvera hennar breytir öllu. En þegar ljóst er að Veronika gengur með bam Brundle er sýnt að í óefni er komið, segir í frétt frá kvikmyndahúsinu. Nokkur orð um sérkennslu eftir Aslaugu Brynjólfsdóttur Að undanfömu hefur mikið verið rætt og ritað um sérkennslu og sérkennslumagn, bæði af alþingis- mönnum og almenningi. Þar sem mér fínnst ekki laust við að það gæti misskilnings varðandi skil- greiningu á hugtakinu og þar af leiðandi kennslukostnaði því sam- fara, langar mig til að drepa niður penna og kemur þá fyrst upp í hugann spumingin: Hvað er sérkennsla? Sérkennslu mætti ef til vill skil- greina á þessa leið: Sérkennsla er sú kennsla kölluð, sem grannskólar veita í formi aðstoðar í einstökum námsgreinum, oft nefnd stuðnings- kennsla, athvarf og athvarfsiðja, lesver, talkennsla eða kennsla í sér- deildum af ýmsu tagi, sjúkra- kennsla, svo og sú kennsla, sem fer fram í sérskólum eða sérstofnunum. Hveijir eiga rétt á sérkennslu? í lögum um grannskóla (nr. 63/1974) segir í 50. gr. 1. mgr.: „Böm, sem talin era víkja svo frá eðlilegum þroskaferli, að þau fá ekki notið venjulegrar kennslu í einni eða fleiri námsgreinum, eiga rétt til sérstakrar kennslu við sitt hæfi.“ í 51. gr. er nánar kveðið á um hveijir skulu njóta slíkrar kennslu, en þar segir: „Kennslu samkvæmt 50. gr. skulu njóta: a) böm, sem að dóm sálfræði- þjónustu og annarra sérfræð- inga, skortir hæfíleika til að stunda venjulegt grannskóla- nám; b) böm, sem að dómi skólalækn- is, hafa eigi heilsu eða önnur líkamleg skilyrði til að stunda venjulegt grannskólanám; c) böm, sem að dómi sálfræði- þjónustu og annarra sérfræð- inga, eiga við að etja hömlur, einkum í máli og lestri, sem valda því, að tvísýnt er um árangur venjulegrar bekkjar- kennslu; d) böm, sem að dómi sálfræði- þjónustu og annarra sérfræð- inga, eiga við svo mikil aðlögunarvandamál að stríða, að þau eiga ekki samleið með venjulegum nemendum; e) Böm, sem af öðram ástæðum þurfa sérstakrar aðstoðar við að dómi sálfræðiþjónustu og annarra sérfræðinga, þar með talin seinþroska böm.“ Hvers vegna er nauðsyn á sér- kennslu? Engir tveir einstaklingar era eins og nemendur era eins ólíkir og þeir era margir hvað varðar þroska og persónuleika, áhuga og hæfileika. Sumir nemendur era bráðskarpir og fljótir að tileinka sér námsefnið og verða jafnvel órólegir, ef kennar- inn hefur ekki lag á að láta þá hafa nóg að gera. Aðrir eiga erfítt með að fylgja fjöldanum og dragast æ meir aftur úr og geta ástæðum- ar verið ótal margar. Segja má að þörf fyrir sér- kennslu komi til af því að um sé að ræða einhveija vanhæfni, höml- ur eða misvægi á vissum líkamleg- um, skynrænum, vitsmunalegum, sálrænum eða taugakerfisþáttum hjá einstaklingnum sjálfum. En einnig geta félagslegar aðstæður og ýmsir þættir í umhverfinu orðið til þess að bam eða unglingur þarf á sérkennslu að halda í einhverri mynd. Má þar nefna aðstæður heima fyrir, skipulag kennslunnar, það námsefni, sem lagt er fyrir og á hvem hátt það er framreitt. Markmið með sérkennslu Innan hins almenna grannskóla er markmið með sérkennslu að sér- hver skóli reyni að leysa sem flest vandamál bamanna innan sinna veggja. Komið sé til móts við þarf- ir sérhvers nemanda og skipulega sé unnið að því að gera þá ekki afbrigðilega. Sérkennsla grannskól- ans þyrfti því að vera í sem mestum og bestum tengslum við hið al- menna skólastarf og eðlilegur þáttur í því. Sérkennslan skoðist í samhengi við almenna kennslu í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað upp á síðkastið, hefur mér fundist full mikið bera á því að um sérkennsluna sé fjallað án sam- hengis við almenna kennslu. Rætt er stöðugt um sérkennslumagn og kostnað án samhengis við almennt kennslumagn og almennan kennslukostnað. í Reykjavík er meðaltal í bekkjardeildum í heild hærra en gerist í mörgum umdæm- anna úti á landsbyggðinni. Ljóst er að í fámennari bekkjardeildum er minni þörf fyrir stuðningskennslu, því að kennarinn hefur þá betri möguleika á að sinna hveijum og einum sjálfur. í reglugerð um sérkennslu er gert ráð fyrir mjög mismunandi miklu kennslumagni eftir því hve mikla aðstoð sérfræðingar telja að nemandinn þurfí. Þar sem nemend- ur þurfa svo mismikla sérkennslu og mislangan tíma, er ljóst að óraunhæft er að tala um kostnað við sérkennslu eftir einhverri höfða- tölureglu. Sem dæmi má nefna að bam getur þurft allt að 15 stundir á viku alla sína skólagöngu og annað hins vegar 2 stundir á viku í 3-4 mánuði. Því er ljóst að ekki er hægt að deila í sérkennslukostnað eins um- dæmis með einhverri fjöldatölu Áslaug Brynjólfsdóttir „Þar sem nemendur þurfa svo mismikla sér- kennslu og mislangan tíma, er ljóst að óraun- hæft er að tala um kostnað við sérkennslu eftir einhverri höfða- tölureglu.“ sérkennslunemenda og fá út meðal- talskostnað á nemenda í einu fræðsluumdæmi borið saman við kostnað í öðram fræðsluumdæm- um. Mér virðist af ýmsu að æt.la megi að hér í Reykjavík séu tiltölu- lega þyngri sérkennslutilfelli en annars staðar. Það er einu sinni svo að fólk, sem hefur eignast böm sem þurfa á sérhæfðri greiningu og að- stoð að halda, hefur flust hingað á Reykjavíkursvæðið til að vera þar sem meira er af hinum ýmsu sér- fræðingum á heilbrigðissviðinu og sérstofnanir eða sérúrræði eru. En auðvitað væri æskilegra að fólk gæti notið þeirrar þjónustu sem til þarf í slíkum tilfellum í heimabyggð sinni og sorglegt er til þess að vita að fólk þurfí að flytjast búferium þegar þannig stendur á. Eg hefí þá trú að þama sé að verða á breyting til batnaðar m.a. með tilkomu svæðisstjóma málefna fatlaðra í öllum fræðsluumdæmum. En einnig vegna aukins almenns skilnings á mannréttindum og sam- skipan þroskaheftra og fatlaðra bama í almennar dagvistunarstofn- anir og í almenna grannskóla. Lokaorð Að lokum vil ég segja þetta: Ég tel ástæðu til og raunar brýnt að meiri og málefnalegri umræða eigi sér stað um skólamál meðal landsmanna allra. En áherslu verð- ur að leggja á það að draga úr þörf fyrir síaukna sérkennslu með því að gera skólann betur í stakk búinn til að mæta séreinkennum og hæfni hvers nemanda. Draga þyrfti úr kröfunni um það að allir nemi það sama á sama tíma og sama aldri. Kennarar þyrftu að undangenginni athugun á stöðu og sérkennum nemanda að skipuleggja námið með hveijum og einum nem- anda, a.m.k. í upphafí hvers skóla- árs og í samráði við foreldra. í granngreinum þyrfti að setja ákveðin markmið, sem nemendur þyrftu að ná áður en lengra væri haldið. Ljúka þyrfti einum áfanga áður en haldið væri í næsta og hans tími gæti þá verið mislangur. í grannskólanum þyrfti að leggja meiri áherslu á skilning og viður- kenningu þess að menn era og verða ætíð misjafnir og að því er engin skömm. Það á að vera jafn eðlilegt að nemendur séu misfljótir að ná leikni og hraða, t.d. í lestri og sundi. Það þarf markvisst að vinna að því að nemendur átti sig á því að þeir geta verið einhvers virði þrátt fyrir hvers kyns takmarkanir sem allir hafa. Leggja þyrfti áherslu á að bam fái að þroskast og menntast í því umhverfi sem hæfír því best og skerðir þroskamöguleika og vellíð- an þess á minnstan hátt. Því þyrfti að nýta alla möguleika og kosti bæði almennrar kennslu og sér- kennslu sameiginlega sem best til að ná sem farsælustum árangri í menntun bamanna. En veram samt minnug þess, að það er góður kennari, frjó og þroskavænleg kennsla, sem mestu máli skipta og því er nauðsynlegt að þjóðfélagið geri sér grein fyrir mikilvægi kennarastarfsins og meti það að verðleikum. Höfundur er fræðslustjóri í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.