Morgunblaðið - 10.02.1987, Page 21

Morgunblaðið - 10.02.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 21 Bréfstúfur til Helga Hálf danarsonar eftir Gísla Konráðsson Kæri Helgi. Þótt við séum lítið kunnugir leyfi ég mér að ávarpa þig dálítið kumpánlega, sem kemur til af því að þú ert af Valjdalsætt, eins og konan mín, og er því um mægðir að ræða með okkur. Þú hefur talað og ritað margt gott um íslenska tungu og vil ég tjá þér miklar þakkir og góðar fyrir það. En þegar ég var að drekka morgunkaffið í morgun og fletta Morgunblaðinu frá því í gær, sá ég og las grein eftir þig, á bls. 23, sem bar yfirskriftina Stig af stigi og líkaði mér ekki allt, sem þar stóð. Vil ég því gera ofurlitla athugasemd. í greininni stendur þetta: „Ég býst við að fá nýyrði hafi farið á flot öllu vitlausari en prósentu- stig. Orðliðurinn stig er þar merkingarlaus, nema hann merki það sama og prósent, svo þama er komið sérdeilis ánalegt sta- glyrði." Þarna er ég þér ekki sammála og vil hér með reyna að gera grein fyrir því, að prósent og prósentu- stig hafa í mínum huga tvær aðskildar merkingar. Gríp ég það sem hendi er næst til að sýna ein- falt dæmi: Frystihús á íslandi vinna, flaka og frysta fisk til útflutnings. Við skulum gefa okkur, að 40 kg af frystum flökum í endanlegu sölu- formi hafí fengist úr 100 kg af hráefni (venjulega slægðum fiski með haus). Þetta köllum við 40 prósent nýtingu. Nýting er mjög mikilvægt atriði og því hærri sem hún er því betra. Þá skulum við gefa okkur til viðbótar, að tekist hafi að auka nýtinguna úr 40 í 44 kg. Ef ég ætla mér að skýra frá þessari aukningu segi ég hik- laust að nýtingin hafi hækkað um 4 prósentustig. Ég get alls ekki sagt að nýtingin hafí hækkað um 4 prósent vegna þess að það er ekki rétt, hækkun á nýtingunni er í þessu tilviki 10 prósent en ekki 4. Ég vona að þér sé ljóst hvað fyrir mér vakir og að þú komist að sömu niðurstöðu og ég þegar þú lítur á málið í nýju ljósi. Ég mun halda áfram að nota orðið prósentustig kinnroðalaust þar til ég verð sannfærður um að það sé rökleysa. Ég gæti þó alveg sætt mig við að kalla þetta pró- sentuþrep, ef það þætti betra. Ef við höldum áfram að skrif- ast á um þetta mál og þau skrif aukast stig af stigi, óttast ég það mest að við verðum kallaðir stiga- menn. Annars eru orðin prósent og prósenta út af fyrir sig efni í alveg sérstakan málþátt. Með kærri kveðju. Höfundur er framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SÖMFÖaMgKLOir dJfeinisssiiRi Vesturgötu 16, sími 1 3280 Þú svalar lestrart>örf dagsins ásídum Moggans! ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1987 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1987 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningar- sjóði íslands: Utgðfa tónverka Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir einn eða fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 100.000.00. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 70.000.00 hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mán- aða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýs- ingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið samskonar styrk frá Menntamálaráði síðastliðin 5 ár ganga að öðru jöfnu fyrir úthlutun. Styrkir til fræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræðistörf og náttúrufræðirannsóknir. Heildarstyrk- upphæð er kr. 220.000.00. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði íslands, Skálholtsstíg 7, 101 Reykjavík fyrir 10. mars 1987. Nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningarsjóðs að Skálholtsstíg 7, Reykjavík. Frystíhúsið á Hólmavík. Morgunblaðið/Baldur Rafn Mikil atvinna á Hólmavík Hólmavík. Á HAUSTMÁNUÐUM leit ekki vel út með atvinnuhorfur á þeim stöðum við Húnaflóa sem byggja atvinnu sína að mestu á rækju- veiðum. Hólmavík var einn þessara staða. Þeir bátar er fóru frá Hólmavík til rækjuveiða gekk mjög illa og var mjög dauft hljóð í sjómönnum. Skelfiskveiði gekk aftur á móti þokkalega og voru tveir bátar á þeim veiðum fram að áramótum. Sjómenn hér fóru ekki í verkfall og gátu því farið á sjó strax eftir áramót. Þá fór heldur betur að rofa til og í stað deyfðar var farið að vinna alla daga vikunnar. Jafnvel var og er unnið langt fram á kvöld. Næturnar eru einnig notaðar til vinnu og er þá verið að slægja fisk. í janúar hafa tveir bátar verið á línuveiðum og hafa þeir komið með allt uppí 7 til 8 tonn hvor bátur eftir sólarhringsútiveru. Skipstjór- inn á öðrum bátnum tjáði fréttarit- ara að mest hefðu þeir veitt norðan undir Drangaskörðum og væri því löng sigling fyrir bátana á miðin. Fréttaritari spurðist einnig fyrir um það hversu langa viðdvöl þeir hefðu í landi. Það kom fram að um 1 klst. tæki að landa aflanum, taka kost og olíu. Eftir það væri aftur haldið á miðin. Aðeins einn bátur hefur verið á skelfiskveiðum eftir áramót og hef- ur hann aflað mjög vel. Veiðar hans hafa tryggt fulla atvinnu fyrir þá sem hafa unnið við rækjuvinnsluna. Jafnframt hefur rækja borist að landi, þó ekki mjög mikil og hefur því verið fljótlegt að vinna hana. Það má því segja að nýja árið hafi fært Hólmvíkingum vonir um að næg atvinna verði út árið. —Baldur Rafn SHARP LJÓSRITUNARVÉLAR Þó að tækniframfarirá venjulegum Ijósritunarvélum stefni írétta átt er alltafþörf fyrirþærsem skara fram úr. Nýju SHARP Ijósrit- unarvélarnar eru framúrskarandi góðar. Þærauka framleiðni skrifstofunnar með háþróaðri tæknisem auðvelt er að stjórna. SHARP vélarnar tryggja þér óbrigðul Ijós- rit sem eru fullkomin eftirmynd frumrits. I Skrifbæ eru til 8 gerðir Ijósritunarvéla á lager. HVERFISGOTU 103 SIMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.