Morgunblaðið - 10.02.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 10.02.1987, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1987 hennar heldur miklu frekar til að njóta sín — sem leikpersóna. Hinu má Pétur Hafstein vara sig á, að vanmeta ekki þá eiginleika í fari feðranna sem mestu skipta fyr- ir komandi kynslóðir. Hvorki hefði Pétur né grein hans í Morgunblað- inu orðið til, ef forfeður hans, reyndar allir með tölu, hefðu ekki haft náttúru til kvenna. Það er ekk- ert til að skammast sín fyrir — miklu frekar til að skála fyrir. Hannes Hafstein sökudólgnrinn? Pétur Hafstein Lárusson fer óvægnari orðum um langömmu- bróður sinn, Hannes Hafstein, en búast mætti við af svo ættræknu skáldi. Hann segir að Hannes sé sá maður, sem „stærstan þátt átti í aðförinni að Skúla Throddsen", en auk þess nafngreinir hann Tryggva Gunnarsson, móðurbróður Hannesar. Pétur hallast helst að því, að annaðhvort sé höfundur leikritsins svona skelfilega fáfróður um sagn- fræðina, að Hannes sleppi og sé ekki með í leiknum, eða þessu valdi „hin nána vinátta Hannesar og Matthíasar Jochumssonar, langafa Ragnars Arnalds". Ragnar Arnalds „En það þekkja margir sem heyrðu mín orð, þegar um þetta var rætt, að ég vildi ein- dregið að greininni yrði komið á framfæri við víðlesið dagblað, helst Morgunblaðið. Seinni skýringin er nokkuð lang- sótt, að ekki sé nú meira sagt. Sú fyrri er að minnsta kosti trúlegri, einkum þegar leitin að hinum seka er komin út fyrir leikverkið. Sem höfundur læt ég mér þó í léttu rúmi liggja, hvort utansviðspersónur hafa alibi eða ekki. En í sagnfræði- ritgerð gengi mér vissulega illa að útvega Hannesi Hafstein jQarvistar- sönnun frá Skúlamálum. Reyndar vill svo til, að í fyrsta handritinu, sem sent var Þjóðleik- húsinu án þess að höfundar væri getið, voru ýmsir hafðir með í för sem seinna voru gerðir afturreka þegar ég stytti leikinn; þar á meðal voru Hannes Hafstein, Tryggvi Gunnarsson og Sigfús Eymunds- son. Gaman hefði verið að hafa þá með þessa heiðursmenn, en ein- hverjir urðu að víkja. í staðinn fékk Grímur Thomsen aukið olnboga- rými, enda gerði hann sig fljótt heimakominn í leiknum, þótt ekki sé vitað um afskipti hans af þessu máli. Kveðja til listagyðjunnar Margoft hef ég varað menn við m.a. í leikskrá, að leikritið sé ekki sagnfræði, þótt söguþráðurinn sé réttur í meginatriðum. Einmitt þess vegna er þakkarvert, þegar afkom- andi Lárusar minnir okkur enn á þá staðreynd, svo að eftir er tekið. Eins og fram kemur hjá Pétri skrifaði hann grein um leikritið fyr- ir leikskrá Þjóðleikhússins en greinin var ekki birt þar. Hins veg- ar er það mikiil misskilningur, að ég hafí bannað að greinin birtist. Það var ekki mitt mál. Aftur á móti sagði ég ritstjóra leikskrár, sem bað mig um persónu- legt álit mitt, að mér fyndist leik- skráin nokkuð þröngur vettvangur fyrir svo viðamiklar fullyrðingar og þunga dóma, sem fólust I greininni jafnvel um menn sem ekki birtast í leiknum, t.d. um langömmubróð- urinn, Hannes Hafstein, sem tók á sig slettumar, þegar langafínn Lár- us var hvítþveginn. En það þekkja margir sem heyrðu mín orð, þegar um þetta var rætt, að ég vildi ein- dregið að greininni yrði komið á framfæri við víðlesið dagblað, helst Morgunblaðið. Og hvað gerist ekki? Loksins birt- ist greinin, meira að segja aukin og endurbætt, en að vísu ekki fyrr en viku eftir seinustu sýningar fyr- ir jól. Það er því við hæfí að svar til Péturs hefur dregist þar til nú, að „viðvaningspárið“ birtist enn á ný á sviði Þjóðleikhússins — eftir tveggja mánaða hlé vegna veikinda leikara. Að endingu bið ég Pétur að skila frá mér kveðju til listagyðjunnar, sem honum varð svo tíðrætt um, ásáttur við, að auðvitað sængar hún ekki hjá hveijum sem er. Og síst á þessum seinustu og verstu tímum. Þó það nú væri. Höfundur er alþingismnður Ai- þýðubandalags fyrir Norðurlands- kjördæmi vestra. Hann er jafnframt höfundur leikritsins Uppreisnin á tsafirði, sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Stílbragð úr sakamálasögnm En það er ekki nóg með, að ég hafí aldrei sloppið uppí til listagyðj- unnar. Pétur bendir líka á „að þingmaður einn og fyrrum ráðherra hefur I krafti setu sinnar í Leik- húsinu við Austurvöll komið leikriti á Qalir Þjóðleikhússins". Og fáfróð- um lesendum til frekari glöggvunar bendir hann skömmu síðar á, að „leikritið hefði aldrei verið tekið til sýningar, ef ekki hefði verið fyrir ppreisnin á ísafirði. Frá vinstri: Karl Ágúst Úlfsson, Björn Karlsson, Lijja Þórisdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Amar Jónsson. Róbert Amfinnsson, sem landshöfðinginn og Randver Þorláksson sem Lárus H. Bjamason. Sjmingar á leikritinu hafa legið niðri um skeið vegna veikinda, en era nú að hefjast á ný. Orðaskipti við ættrækið skáld eftir Ragnar Arnalds „Undanfarin ár hefur það orð- ið einskonar faraldur á íslandi að fólk viðri sig utani listagyðj- una, rétt eins og hún sé hver önnur lauslætisdrós sem hleypi hverjum sem er í sína dyngju.“ Þau gullkom, sem vitnað er til að ofan, voru upphafsorð greinar sem Pétur Hafstein Lámsson ritaði í Morgunblaðið nokkru fyrir jól til heiðurs mér og langafa sínum, Lár- usi H. Bjamasyni. Fyrir ókunnuga verður að geta þess að Lárus er fyrirmynd að leikpersónu með sama nafni sem gegnir aðalhlutverki í leikritinu Uppreisn á ísafírði. Höfundur greinarinnar er ekki aðeins afkomandi Lárusar. Hannes Hafstein, mágur Lárusar, var langömmubróðir hans og því þarf engan að undra þótt honum fínnist sér málið skylt. Greinarhöfundur er skáld eins og oft er minnt á í pistli hans. Það er því eðlilegt að honum hijósi hug- ur við, þegar óviðkomandi menn banka upp á hjá „listagyðjunni" þar sem hún unir sæl f lokrekkju sinni „í hópi okkar skálda og rithöf- unda“, sbr. upphaf og niðurlag greinar. Listagyðjan er vissulega engin „lauslætisdrós" og sængar aðeins hjá útvöldum, einkum hjá félagsmönnum í Rithöfundasam- bandinu, að því er lesandanum skilst. Pétur Hafstein Lárusson er því sannarlega í standi til að kveða upp þunga dóma um það „viðvanings- pár“ sem leikrit mitt er og þarf víst enginn að efast um, að dómur hans er óskeikull, einkum þegar hann upplýsir, að hann hefur ekki séð sýninguna. þá sök eina að höfundur þess er svokölluð „opinber persóna". En með skáldlegri snilli sem jafn- ast á við bestu sakamálahöfúnda kemur hann að því í greinarlok, að lengstum vissu menn ekki hver höfundur leikritsins var: „mér var þá jafnt sem öðrum hulið hver sam- ið hafði verkið." Þetta þekkja margir af blaðafregnum og á við bæði leikritavalsnefnd og Þjóðleiks- húsráð. En það eru einmitt skáldleg einkenni sakamálasagna að margt kemur þar á óvart; grunaðar per- sónur koma ekki eins fyrir sjónir við upphaf og endi sögu. Náttúra til kvenna Grein Péturs spannar heila opnu í Morgunblaðinu 11. desember sl. þar sem fjallað er í löngu máli um sagnfræðilegar staðreyndir sem ekki koma fram í leikritinu. Það er sannarlega lofsvert að sjá, hversu hart afkomandi Lárusar H. Bjamasonar bregst við leik- persónunni Diönu. „Þetta nýbakaða „skáld“ and- legrar öreigastéttar opinbers menningarlífs á íslandi lætur sig hafa það að klína utan í Lárus uppdiktaðri danskri gálu sem hann er í stöðugum flótta undan eins og hver annar ræfill sem ræður ekki eigin kynfærum. Að visu hefur Ragnar tekið það> fram í blaðaviðtölum að kven- snift þessi, sem hann kallar nú bara Díönu, en ég kalla Díönu Arnalds I samræmi við upprun- ann, sé hans hugarfóstur. En það breytir ekki leikritinu." Svo mælir Pétur skáld til varnar sagnfræðinni. Eða í stuttu máli sagt: langafi renndi áreiðanlega ekki hýru auga til annarra kvenna en langömmu. Þá vitum við það. Sjálfum mér til vamar nefni ég það eitt, sem flestir skilja ef þeir sjá leikritið, að Láms þarfnast Di- önu, ekki endilega til að njóta Svar til Péturs Hafsteins Lárussonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.