Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 Bann við efna- vopnum verður tæpast samþykkt Genf, Reuter. BANDARÍKJASTJÖRN mun krefjast þess að settar verði afdráttarlausar reglur um eftirlit áður en samið verður við Sovétríkin um bann við framleiðslu efnavopna. Kenneth Adelman, forstöðu- maður Afvopnunarstofnunar Bandaríkjanna, skýrði á föstudag frá afstöðu stjómvalda á af- vopnunarráðstefnu 40 rílg'a, sem stendur yfir í Genf. Vestrænir sendimenn kváðust telja litlar líkur á að samkomulag um bann við framleiðslu efnavopna yrði undirritað á þessu ári. Háttsettir sovéskir embættis- menn hafa sagst vongóðir um að stórveldin komist að slíku sam- komulagi fyrir næsta haust, en þá hyggjast Bandaríkjamenn hefja framleiðslu efnavopna á ný. Adelman sagði efnavopnabirgðir Bandaríkjamanna ófullnægjandi vöm gegn sívaxandi ógn frá hendi Sovétmanna á þessu sviði. Bandaríkjamenn stöðvuðu fram- leiðslu eftiavopna árið 1969. Vestrænir hemaðarsérfræð- ingar telja Sovétmenn eiga á milli 200.000 til 500.000 tonn af eiturefnum til hemaðamota og em birgðir þessar m.a. annars geymdar í ríkjum bandamanna Sovétríkjanna austan jámtjalds- ins. Sovétmenn hafa lýst sig „í grundvallaratriðum‘‘ samþykka málamiðlunartillögu Breta sem gerir ráð fýrir að sérhveiju ríki beri að heimila eftirlit innan 72 klukkustunda eftir að krafa þess efnis er sett fram. Bandaríkja- stjóm telur hins vegar að ekki megi líða meira en einn sólar- hringur þar til eftirlit fer fram. Fulltrúar frá kjamorkuveldun- um fimm, (Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína, Frakklandi og Bretlandi) sitja ráðstefnuna í Genf en ríkin hafa freistað þess að ná samkomulagi um bann við framleiðslu efnavopna allt frá því á sjöunda áratugnum. Adelman kvað Sovétstjórnina ekki sýna nægilegan samnings- vilja og gilti þá einu hvort um væri að ræða efnavopn eða önnur afvopnunarmál. Hann sagði Bandaríkjastjóm hafa fyrir því óyggjandi heimildir að Sovét- menn hefðu hafíð þróun háþró- aðra vamarvopna löngu áður en geimvamaráætlun Ronalds Reagan forseta komst í hámæli. Hann sagði 10.000 sovéska vísindamenn vinna að smíði leysi- vopna og að einum milljarði Bandaríkjadala væri varið til þessa verkefnis á ári hveiju. Ku Klux Klan, enn að Reuter. Að undanförnu hefur komið til átaka á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum vegna skoðanaágreinings milli manna um kynþáttamál. Samtökin Klu Klux Klan, virðast lifa góðu lífí og í síðustu viku fóru um 100 meðlimir samtakanna í mótmælagöngu í Atlanta vegna morðs á 15 ára hvítum dreng, sem sagt er að fjögur svört ungmenni hafi myrt. Á sama tíma efndu aðilar er beijast fyrir mannrétt- indu til fundar í borginni. Heilbrigðisráðherra Ítalíu um alnæmi: Sá sem sýkist getur sjálfum sér um kennt Torino, frá Brynju Tomer, féttaritara Morgainblaðsins. CARLO Donat Cattin, heilbrigð- isráðherra Ítalíu, sagði í þingum- ræðum um alnæmi á miðvikudag, að hver sá sem héðan í frá sýkt- is af alnæmiveirunni gæti sjálf- um sér um kennt, þar sem upplýsingar um sjúkdóminn væru þegar kunnar alþjóð. Full- yrðing þessi hefur valdið miklu fjaðrafoki á ítalska þinginu og hafa sósíalistar og kommúnistar sameinast gegn heilbrigðisráð- herra og skoðun hans á málinu. Alnæmi er óneitanlega umdeildur sjúkdómur og skoðanir manna á upplýsingastreymi um eðli sjúk- dómsins, smithættu og öðru eru jafn misjafnar og mennimir eru margir. Fyrr í vikunni var alnæmi til umræðu á ítalska þinginu og sú skoðun heilbrigðisráðherra, að hver sá sem héðan í frá smitist af veir- unni geti sjálfum sér um kennt, hefur valdið miklu fjaðrafoki. Ráð- herrann, sem er í Kristilega demókrataflokknum, segir að gera verði ráð fyrir því að almenningur viti nú hvemig veiran getur borist milli manna og því verði hegðunar- mynstur fólks að miðast út frá því. „Sá sem sýkist af alnæmi hefur Nafimáfner 8L86-4403 Kennitala 170253-2649 Kennitala í stað nafnnúmers Kennitala er 10 stafir, 6 fyrstu tákna fæðingardag, mánuð og ár, 4 síðustu eru fæðingarnúmer og -öld. Kennitala kemur fram á skattframtölum nafnskírteinum sj úkrasamlagsskí rteinum bankakortum V Vinsamlegast athugið, að skattframtöl þessa árs og skattlagning fer fram á kennitölum. Hafið því kennitöluna á reiðum höndum. Hagstofan sjálfur leitað eftir því," er skoðun ráðherranns. Sósíalistar og kommúnistar hafa sameinast gegn þessari skoðun heil- brigðisráðherra og fara fram á að Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins, svari því formlega hvort þetta sé almenn skoðun ríkisstjórn- arinnar. Þeir hafa einnig farið fram á aukna heiibrigðisþjónustu við al- næmisjúklinga og hafa lagt fram fyrirspum um áætlanir til vamar ítölskum föngum, en talið er að í ítölskum fangelsum séu um 50% fanga, (alls um 20.000 manns) sýktir af veirunni. Komið hefur til tals að aðskilja heilbrigða fanga frá sýktum og ákveðin fangelsi verði eingöngu notuð fyrir þann hóp fanga sem þegar er sýktur. Almenn umræða um sjúkdóminn eykst sífellt og á rannsóknarstofum eru mörg hundruð blóðprufur rannasakaðar á hveijum degi. Því verður ekki neitað að töluverð hræðsla hefur gripið um sig í kjöl- far aukinnar umræðu um alnæmi og hræðslan kemur því miður fram í sefasýki í sumum tilfellum. Vitað er um fímm heilbrigða aðila sem látist hafa í kjölfar þessarar hræðslu. Fyrir um einum mánuði myrti maður þungaða konu sína og son og framdi síðan sjálfsmorð. Þetta gerði hann af ótta við að vera haldinn sjúkdómnum. Síðan kom í ljós að hann var heilbrigður og einnig kona hans og sonur. í þessari viku átti svipaður atburður sér stað nálægt Mílanó, er ung hjón sviptu sig lífi af sömu ástæðu. Þau létu eftir sig fimm ára son og höfðu, skv. því sem foreldrar konunnar segja, farið í fjölmargar blóðrann- sóknir. „Þær voru aliar neikvæðar, en dóttir mín og tengdasonur voru þess fullviss að vera haldin þessum hræðilega sjúkdómi," segir Rosa Zambo, móðir konunnar. „Þau komu til mín með son sinn síðastlið- inn mánudag og báðu mig að líta eftir honum meðan þau færu að ná í niðurstöður síðustu blóðrannsókn- arinnar. Ég var róleg því ég vissi að þau höfðu áður farið í sams konar rannsóknir og niðurstöðurnar höfðu alltaf verið neikvæðar. Ég skil ekki hvers vegna þau héldu áfram að fullyrða að þau væru sýkt." Niðurstöðumar úr þessari síðustu blóðrannsókn ungu hjón- anna voru einnig neikvæðar. Samt sem áður fóru þau á hótel skammt utan við Mflanó, þar sem þau leigðu sér herbergi. Þau skrifuðu bréf til ættingja sinna, báðust afsökunar á gjörðum sínum og báðu um að vel yrði hugsað um hinn fimm ára gamla son þeirra. Síðan frömdu þau sjálfsmorð og eftir situr fimm ára gamalt bam og aðrir ættingjar hjónanna, sem í raun geta ekki flokkast undir annað en raunveru- leg fómarlömb alnæmi. Fyrsta kynlífsrann- sóknin undirbúin í Kína Peking-. AP. Undirbúningur fer nú fram fyrir fyrstu kynlífsrannsóknina í Kína, að þvi er hin opinbera fréttastofa Xinhua sagði á sunnudag. Xinhua sagði, að 177 manna hópur hefði verið þjálfaður í þessu skyni og mundi starfa í Heilongj- iang-héraði í Norður-Kína. Hópur- inn mun ræða við íbúa héraðsins um kynlífsmál, hafa fræðslu með höndum og veita ráðgjöf. Fréttastofan hafði eftir Wu Jiep- ing, varaforseta Kínversku vísinda- og tæknistofnunarinnar, að þekk- ing á öllum þáttum kynlífsins og siðgæði gegndu mikilvægu hlut- verki í framþróun sósíalískrar hugsjónar og menningar. Kynlíf hefur samkvæmt hefð ver- ið forboðið efni í opinberum umræðum í Kfna, en á síðustu ámm hafa dagblöð þar í landi hvatt til þess, að kynlífsfræðsla yrði aukin í skólum í því skyni að auka sið- gæði ungs fólks á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.