Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 29

Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 29 Sovétríkin: Leons Trotsky getið í flokksmálgagninu Moakvu, Reuter. I grein sem birtíst í Pravda, málgagni sovéska kommúnista- flokksins, í gœr er byltingarleið- togans Leons Trotsky getið. Allt frá dögum Stalíns hefur hann verið úthrópaður sem „svikari og þorpari“ í Sovétríkjunum. Greinin fjallar um Vasily Chapayev hershöfðingja í Rauða hemum en í gær var öld liðin frá fæðingu hans. Sagt er frá því er Trotsky kom í eftirlitsferð til borg- arinnar Nikolayevsk nærri Volgu í september árið 1918. Chapayev féll í bardaga við andstæðinga bolsé- vikka árið eftir og hafa ráðamenn og flölmiðlar í Sovétrílqunum lýst honum sem þjóðhetju fyrir framlag hans til byltingarinnar. í greininni er þess ekki getið að Trotsky var um þetta leyti yfirmað- ur hersins, sem hann raunar setti á stofn og skipulagði. Greinina ritar hermaður, sem barðist með Chapayev, og segir í henni að Trot- sky hafi skipað honum að láta af skæruhemaði, sem hann hafði beitt gegn svonefndum hvítliðum með góðum árangri. Mun Trotsky hafa þótt skæruhernaður hershöfðingj- ans einkennast af skipulagsleysi. Flugumaður Jósefs Stalín myrti Leon Trotsky í Mexíkó árið 1940. Trotsky hafði þá orðið undir í valda- baráttu við Stalín og verið gerður útlægur. Margir helstu leiðtogar bolsévikka voru myrtir í tíð Stalíns og vom nöfn þeirra afmáð af spjöld- um sögunnar. Væri þessara manna Leon Trotsky, sem raunar hét Lev Davidowich Bronstein. getið var þeim lýst sem svikurum og þorpumm. Frá því Mikhail Gorbaehev komst til valda í Sovétríkjunum hefur sagnfræðingum verið leyft að rannsaka sögu Stalíns og hinna fjöl- mörgu fómarlamba hans. Á næstu mánuðum munu verða gefnar út nokkrar bækur um valdaskeið Stalíns. Ein þeirra er eftir Anatoly Rybakov og fjallar hún um Sergei Kirov, sem háði valdabaráttu við Stalín og var myrtur árið 1934. Ráðamenn í Kreml hafa boðað útgáfu nýrrar bókar um sögu sov- éska kommúnistaflokksins. Frétta- skýrendur telja margir hveijir að hún komi til með að skýra að hve miklu leyti ráðamenn em reiðubún- ir til að líða endurskoðun sögunnar. Búist er við að bókin komi út fyrir 70 ára afmæli byltingarinnar í nóv- embermánuði. Hlekkjaði sig við tré fyrir framan Berlínarmúrinn Vestur-Berlín, AP. VESTUR-Berlínar-búi hlekkjaði sig við tré í nágrenni landamærastöðv- ar á mörkum Austur- og Vest- ur-Berlinar á laugardag til að mótmæla reglum austur-þýskra stjómvalda um vegabréfsáritanir. Vestur-þýska lögreglan sagði, að maðurinn, sem var áður austur-þýskur borgari, hefði verið að mótmæla því, að stjómvöld í Austur-Þýskalandi neit- uðu honum um leyfi til að koma austur yfir til að vera við útför móður sinnar. Samkvæmt venju er Austur-Þjóð- veijum, sem fengið hafa leyfi til að flytjast vestur yfir, meinað að koma til Austur-Þýskalands aftur. Lögreglan sagði, að maðurinn hefði hlekkjað sig við tré í nágrenni landa- mærastöðvarinnar Checkpoint Charlie snemma laugardags og hafst þar við þangað til á sunnudagskvöld. Reuter Hálfnað er verk... Hluti fresku eftír Michelangelo úr hvelfingu sistínsku kapellunn- ar í Vatikaninu. Verið er að hreinsa myndii a og er verkið hálfnað. Búið er að hreinsa höfuð og handlegg og kvið og hluta vinstri lapparinnar. Má sjá á bijóstkassanum að hreinsunin var orðin tímabær. HINN EINI OG SANNIl tórútsölumarkaður HELDUR ÁFRAM í NÝJA BÍLABORGA RHÚSINU Á FOSSHÁLSI 1 (Gengið inn Dragháismegin) Opnunartími: Föstudaga 13—19. Laugardaga: 10—16. Aðra daga: 13—18. Strætisvagnaferðir á 15 mín. fresti - leið 15B, stanzar beint við dyrnar. Vöfflur með rjóma Frítt kaffi Videóhorn fyrir börnin GÍFURLEGT VÖRUÚRVAL Steinar: Bezta úrvalið af hljómplötum og kassettum frá upphafi. Hummel: Dúnúlpur, barnaúlp- ur, barnaskíðagallar, skíðastretchbuxur, skíðavattbuxur, íþróttaskór, jogginggallar, æfingagallar, topphúfur, lúffur, T-bolir, stuttbuxur. Rafkaup: Borðlampar, standlampar, hangandi Ijós, kastar- ar, kastarabrautir, vegglampar, Ijóshundar o.fl. TopphúslA: Kvenfatnaður, sokkabuxur, skartgripir. Yrsa: Snyrtivörur, slæður, treflar, skartgripir. Theodóra: Kápur, dragtir, jakkar, buxur, peysur, pils. íslenzki verAlistlnn: Dömufatnaður. Garbó: Dömuhátískufatnaður. FrlArlk Bertelsen: Fata- og gardínuefni í miklu úrvali, sængurfatnaður, handklæði. Kárl: Garn, leikföng, gjafavörur. TorgiA: Skór, skór, skór, herraskyrtur, bindi, buxur, peysur, nærfatasett, dömublússur, pils, kjól- ar, barnafatnaður, sokkar. Blanda: Barnafatnaður, vinnufatnaður, gjafavörur. Magna: Andlits- myndir, þrykktar á boli eftir þinni ósk. Blómabásinn: Blóm á tilboðsverði. Z-brautlr og gluggatjöld: Gífurlegt úrval af efnum og gardínuefnum. Karnabær: Tískufatnaður og efni i miklu úrvali. Bonaparte: Herrafatnaður í sérflokki. Fjöldi fyrirtaakja KARNABÆR - FRIÐRIK BERTELSEN - HUMMEL - STEINAR - RAFKAUP - THEODÓRA - TOPPHÚSIÐ - TORGIÐ - KÁRI - BLANDA - YRSA - GARBÓ - BONAPARTE - BLÓMABÁSINN -ÍSLENZKI VERÐLISTINN - Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.