Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Tunga okkar og menning Astjómmálafundi í Vest- mannaeyjum í síðustu viku var Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður hverju það sætti, að Kvikmynda- sjóður og Vísindasjóður hefðu fengið stóraukið fé til umráða á sama tíma og atvinnulífið í landinu skorti fjármagn. Svar formanns Sjálfstæðisflokksins var þess eðlis að ástæða er til að vekja athygli á því. Hann sagði: „Við verðum að gera okkur grein fyrir því hvert er hlutverk ríkisins. Við höfum auðvitað skyldur við fjölmörg verkefni sem eitt þjóðféiag þarf að takast á við. Sum verkefni eiga að vinnast í höndum einstaklinga og at- vinnulífs, en önnur höfum við kosið að setja í hendurnar á ríkinu. Ég er þeirrar skoðunar, að ríkið komist ekki hjá því að styðja af krafti við menningar- starfsemi í landinu og við vísinda- rannsóknir. Við höfum gert það á undanförnum árum og brotið blað í þeim efnum. Ég tel það þessari ríkisstjórn til mikils gildis að hafa lagt verulega fjármuni til Kvikmyndasjóðs. íslenzk menning á mikið undir því, að íslenzk kvikmynd eflist. Tunga okkar er hluti af sjálfstæði þjóðar- innar og við þurfum að varðveita tunguna. Það er engum blöðum um það að fletta að myndmálið verður stöðugt meira ríkjandi í hveiju þjóðfélagi. Ef við ætlum einungis að byggja á erlendu myndmáli og erlendri kvikmynda- gerð þá stefnum við íslenzkri menningu og íslenzkri tungu í hættu. Það er þess vegna skylda okkar að hlú að þessum vaxtar- broddi í íslenzkum menningar- málum. Þess vegna höfum við tekið þessi stóru skref, sem stigin hafa verið, og það kemur okkur öllum til góða. Líka þeim, sem eru að gera út. íslenzk menning, hún styrkir íslenzkt þjóðfélag. Hún gerir okkur að alvöruríki í samfélagi þjóðanna. Hún gerir það að verkum, að við getum komið fram gagnvart öðrum þjóð- um sem fullvalda þjóð og sem þjóð, sem hefur rétt og skyldur til þess að verzla með vörur sínar og þjónustu á sama hátt og aðrar þjóðir, þó hún sé smá.“ Það er alveg sérstök ástæða til að vekja athygli á og fagna þessum orðum formanns Sjálf- stæðisflokksins. Hann drepur hér á það málefni, sem skiptir mestu í okkar samtíma, þótt það beri sjaldan á góma. Pjarskiptabylt- ingin í heiminum dregur úr einangrun okkar og gerir okkur kleift að fylgjast betur með því, sem gerist hjá öðrum og stærri þjóðum. En um leið skapar hún ákveðnar hættur. Hin alþjóðlega fjölmiðlun, sem dembist nú yfir okkur í krafti nýrrar fjarskipta- tækni, felur í sér mestu hættu, sem að tungu okkar og menningu hefur steðjað um langan tíma. Það er engan veginn öruggt að við stöndumst þessar holskeflur erlendra áhrifa. í rauninni gegnir furðu, að stjómmálaflokkarnir skuli ekki fyrir löngu hafa tekið upp baráttu til þess að vekja þjóðina til vitund- ar um þessar hættur. Þetta er auðvitað eitt þeirra mála, sem eiga að vera til umræðu í kosn- ingabaráttunni í vetur og vor. Með svari sínu á fundinum f Vest- mannaeyjum, sem hér hefur verið vitnað til, hefur Þorsteinn Pálsson tekið þessi veigamestu mál þjóð- arinnar á dagskrá og til umræðu. Ummæli hans sýna, að formaður stærsta stjórnmálaflokks þjóðar- innar gerir sér glögga grein fyrir þeim hættum, sem hér eru á ferð- inni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan verið í forystu í sjálfstæðis- málum þjóðarinnar. Þannig hafði flokkurinn forystu í baráttunni fyrir lýðveldisstofnun, þegar aðrir stjómmálaflokkar, sumir hveijir, vildu fara sér hægar. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði líka forystu um að tryggja sjálfstæði íslands í víðsjárverðum heimi eftir lok heimsstyijaldarinnar síðari. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði forystu um upphaf landhelgisbaráttunnar og einnig lokasókn hennar. Það fer ekki á milli mála, að undir forystu nýrrar kynslóðar er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að rækta þessa sögulegu arfleifð sína og taka fmmkvæði í þeirri nýju sjálfstæðisbaráttu, sem mun skipta sköpum um örlög þjóðar- innar — ekki næstu ár eða áratugi — heldur á næstu öld. Það er Morgunblaðinu sérstakt ánægju- efni að Þorsteinn Pálsson skuli nú hefja þetta merki flokksins hátt á loft. Hann getur vænzt afdráttarlauss stuðnings Morgun- blaðsins í þeim örlagaríku átök- um, sem framundan em á þessum vígstöðvum á næstu ámm og ára- tugum. Til em þeir, sem gera lítið úr þeim hættum, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Það er bæði skammsýni og þröngsýni. Við verðum nú þegar vör við þau miklu áhrif, sem ensk tunga hefur á daglegt mál þjóðarinnar. Það er að vísu rétt, að fyrir u.þ.b. öld átti tunga okkar í vök að veijast fyrir dönskum áhrifum. Það tókst að víkja þeirri hættu frá en ekki baráttulaust. Hið sama á við nú. Við getum haft sigur nú en þá verðum við sem þjóð að horfast í augu við hættuna og mæta henni. „íslenzk abstraktlist“ Myndlist Bragi Asgeirsson Fyrri hluti Fyrsta tilraun, sem gerð hefur verið til að skilgreina íslenzka ab- straktlist í víðu samhengi, er sýningin „íslenzk abstraktlist" á Kjarvalsstöðum, sem hófst 17. jan- úar og stendur út febrúarmánuð. Hér var mikið í fang færst, því óhlutlæga málverkið hefur átt rík ítök í framsæknum íslenzkum myndlistarmönnum í einhverri mynd allar götur síðan þeir komust fýrst í kynni við það, þótt það haslaði sér ekki völl fyrr en eftir síðari heims- styijöldina. Síðan eru liðin meira en fjörutíu ár og eiginlega hefði verið rétt að skipta þessu tímabili í tvennt því greinileg kaflaskil verða um 1965 með stórfjölgun myndlistarmanna og tilkomu poppsins, sem leiddi til þess, að vettvangurinn gjörbreyttist á næstu árum. Ný viðhorf ruddu sér til rúms og SÚM-listhópurinn var stofnaður og hóf sýningarstarfsemi á fullu 1969. Það hefði einnig tvímælalaust gert sýninguna viðráðanlegri og yfirgripsmeiri og gert fjöldanum kleift að skapa sér raunhæfa mynd af þróuninni. Fyrirtækið hefði þá orðið mun áhugaverðara og skilað meiru af sér, jafnvel þótt 1—2 ár hefðu liðið á milli sýninganna. Þetta er þeim mun mikilvægara, þegar litið er á þá staðreynd, að frumkvöð- ull sýningarinnar og helstu aðstoð- armenn hans eru af seinni kynslóðinni og upplifðu því ekki hið umbrotasama en um leið mjög svo þrönga tímaskeið fyrstu áratug- anna. Á undarlega stuttum undirbún- ingstíma, sem hlýtur að teljast vanhugsuð gerð og eiginlega móðg- un við þetta mikilsverða tímabil íslenzkrar listasögu, er sýningunni snarað upp og gengið út frá þeirri fyrirfram ákveðnu meginforsendu að viðhalda í einu og öllu þeirri mynd, er innlendir áhrifavaldar í listum hafa haldið að almenningi. Myndverkin fá í fæstum tilvikum sjálf að segja sögu heldur hafa að- standendur sýningarinnar haft forsjárímyndina norrænu að leiðar- ljósi. En slíkt er þó aldrei mögulegt nema í tiltölulega afmarkað tímbil svo sem sagan er til vitnis um, en getur hins vegar hamlað eðlilegri þróun og haldið niðri áhuga fólks á fyrirbærinu. Hér hefur það tekist með miklum ágætum, svo sem víða annars staðar að halda áhuga fólks í lágmarki á þessari lengi vel leið- andi listastefnu aldarinnar. Hér er einnig um að kenna upp- lýsingatregðu íjölmiðla til skamms tíma og menntakerfí, þar sem fá- fræði virðist vera mikilverðasta fræðigreinin — a.m.k. hvað að list- umlýtur. Ég vil í knöppu máli leitast við að útskýra eðli óhlutlæga myndlista- verksins, sem ég tel tiltölulega auðvelt og eru langar og þurrar útlistanir óþarfar, sem og ýja að því að með torskildu orðagjálfri, að vett- vangurinn sé einungis hinna gáfaðri og menntuðu. Það er hægt að gera allt flókið, torskilið og fráhrindandi, jafnvel tónlist, sem allir þykjast skilja, en sem í eðli sínu er einmitt abstrakt. — Rétt er, að abstrakt hefur ekki verið til sem sjálfstætt fyrirbæri í myndlist fyrr en á tuttugustu öld, en menn hafa vitað um lögmál þau, sem hún grundvallast á í margar aldir. Og þessi lögmál eru allt í kring um okkur í frumformum, litum og byggingu. Þau koma fram í austur- lenzkri skrift, egypsku rúnaietri, abstrakttáknum íkonógrafíunnar. I austurlenzkri skreytilist sjáum við þróun frá ströngum flatarmáls- formum til hinna ftjálslegri og lífrænni. í hinum fornu íkonamynd- um sjáum við afmarkaða hluta, sem hafa sjálfstæðan tjákraft, sem má nefna abstrakt. Abstrakt- skreytikenndar eru og írskar myndlýsingar í fornum bók- um og förmaríkidómur íslamsks skrauts. Málarar fyrri tímabila þekktu og gjörla tjákraft og töfra þá, sem lit- ir, form og línur geta haft á skoðendur mynda. Einkennandi eru hér ummæli franska málarnas Maurice Denis um þróun myndræns ferlis: „Menn verða að gera sér skýra grein fyrir því, að áður en mynd sýnir hús, fyrirsætu eða einhvem atburð, sam- anstendur hún af ákveðnum flötum, sem með ákveðnu skipulagi em þaktir litum.“ Karl Kvaran, Fljótt, fljótt...,1981 Nína Tryggvadóttir, Komposition, 1961 Og sjálfur Goethe dró fram sér- tæka eiginleika og tjákraft litanna í litafræði sinni og sömu skoðunar var heimspekingurinn mikli, Arthur Schopenhauer. Það er því óhætt að fullyrða, að hið abstrakta er allt í kringum okk- ur og sé engin tilbúningur né hugarfóstur fræðinga né heimatrú- boð af neinu tagi. Orðið abstrakt er komið úr latínu (abstrahere), sem þýðir að draga af, draga burt. Að aðalatriðin em greind frá smáatriðunum — þetta hefur verið gert að hugtaki, alhæft og gert almennt; hversdagslegt í almennu máli: ósýnilegt, óraun- vemlegt, einungis hugsað. í orðsins strangasta skilningi eins konar ákveðin tegund lýsingar, sem hafnar sérhverri tegund sjónræns raunvemleika, og tjáir sig einvörð- ungu með eðlislægum meðölum — formi, lit og línum. Hún er andstæða hlutbundins málverks, sem meira eða minna lýs- ir hinum hlutlæga, skynjanalega vemleika eða er háð honum. Þess- vegna varð til skilgreiningin óhlut- læg list, sem hefur þó þá vankanta að fela í sér neikvæða merkingu, sem staðfærir ekki rétt séreinkenni abstrakta málverksins. í raun er mögulegt að heimfæra abstrakta málverkið við hlutlæga merkingu, þar sem sérhver lýsing einhvers undanskilur sig einvörð- ungu stig af stigi abstrakstjón raunvemleikans. Með tilkomu hug- taksins hlutstætt eða hlutkennt málverk (konkret málverk) þykir skírskotunin loks gefa nokkum veg- inn rétta skilgreiningu á eðli ab- straktmálverksins, svo og skúlptúrs- ins. Það er og táknrænt, að sá sem telst hafa gert fyrsta hreina ab- straktmálverkið, Francis Picabia (1909), hvarf frá því til að takast á við hlutvemleikann aftur og hverfa þaðan aftur í óhlutlæga málverkið til þess svo enn á ný að halla sér að hinu hlutlæga! List- ferill hans vó þannig á milli þessara tveggja skauta, því margar mynda hans vom og einnig hálfabstrakt hugarflugsmyndir. Svipað má segja um annan merkan málara, Jean Hélion, en hér vom þáttaskilin af- markaðri. Menn höfðu hljótt um þetta lengi vel, en báðir vom heimsþekktir fyr- ir abstrakt-málverk sín, og þannig hef ég ekki kynnst báðum hliðum þessara frábæm listamanna ræki- lega fyrr en á síðustu ámm, og má líklega þakka það að nokkm „villta málverkinu" og breyttu gildismati. Hins vegar var ekki farið leynt með kenningar strangtrúarmanns- ins Michael Seuphor, sem var einn mikilvægasti hugmyndafræðingur abstrakt-listarinnar, sem sagði: „Ég nefni þá list abstrakt, sem vísar hvorki til né minnir á sjónrænan vemleika (réalité observée), hvort sem listamaðurinn gengur út frá þessum vemleika í verki sínu eða ekki. Sérhver list, sem maður skil- greinir og réttlætir út frá samræmi, myndbyggingu og skipulagi — eða ósamræmi, óskipulagi sjálfráðrar ringulreiðar, er abstrakt. Samkvæmt þessu getur hið mjög stílfærða kúbíska málverk og hin mörgu afbrigði listastefnunnar er fylgdu í kjölfarið ekki talist abstrakt né hugmyndafræðilega listin (konz- eptið) með skírskotun sinni á sýni- legt umhverfi. í öllu falli lokar MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 31 Seuphor landamæmm abstraktsins, þar sem vottar fyrir áhrifum eða tengslum við sýnilegan vemleika. Osvarað er þeirri spumingu, hvort einstök tákn eða brotabrot úr vemleikanum, eins og t.d. í sam- setningum ýmiss konar (collage) eða tilbúinn vemleiki af manna höndum, sem einnig telst til sýnilegs vem- leika (réalité observée), falli undir þessa skilgreiningu Seuphors. En víst er, að þessi skilgreining afneit- aði þeirri almennu skoðun, að sértekning á mjög háu stigi, þannig að náttúmlegir hlutir em gerðir mjög torkennilegir, væri hrein ab- strakt eða óhlutstæð list. En menn ræða gjaman um fígúratívt abstraktmálverk og það með fullum rétti, þótt stílfærð af- bökun raunvemleikans sé alls ekki nóg til að mynd teljist sjálfkrafa abstrakt. Og þar sem við emm að fjalla um fígúratíva abstrakt, þar sem áhersla er lögð á sértekninguna, er ekki úr vegi að upplýsa, að abstrakt greinist á ýmsa vegu, svo sem í strangflatalist (geometríu), im- pressjóníska abstrakt og ljóðræna abstrakt og frá þessum aðalásum greinast svo ýmis afbrigði með sér- heitum. Forsagan liggur í ýmsum stilbrigðum nítjándu aldar, þar sem áherslan var lögð á sérkenni hinna myndrænu meðala — svo sem í impressjónismanum og þá öðm fremur hjá Claude Monet; en einnig Edouard Manet, þá nabis-stefnunni, sem byggðist á táknrænum, andleg- um gmnni, þá expressjónismanum (Munch), þá fauvistunum (Matisse) og kúbismanum með Cézanne sem bakgmnn og loks Jugendstíl með þá Henri van de Velde og Hans Schmitthals í forgmnninum. Af öllum þessum byltingarkenndu stflbrigðum má fullyrða, að im- pressjónistamir mættu hvað hörð- ustu og óvægustu mótstöðunni meðal leikra sem lærðra. Ekki em þó meira en hundrað ár síðan tíma- skeiðið reis einna hæst, en allir vita hversu hátt þeir em metnir í dag í öllum skilningi. Það er ekki með óyggjandi vissu hægt að fullyrða, hver í raun og vem málaði fyrstu abstrakt-mynd- ina. En tilhneiging málara til hins abstrakta í tónlistinni má rekja til nítjándu aldar og hér er ekki úr vegi að geta þess, að van Gogh líkti oft málverkinu við tónlist. Það gekk jafnvel svo langt, að hann sótti píanótíma til þess að upplifa skyld- leikann. Og Delacroix skrifaði: „Það em til áhrif, sem koma fram við ákveðið samræmi milli lita, ljóss og skugga, sem hægt væri að nefna tónlist myndarinnar." Emm við þá hér ekki komin all- langt í því að skilgreina hið óskil- greinanlega, sem leikmaðurinn nefnir ósjaldan: „þetta eitthvað, sem streymir fram úr myndum sem hrífa hann, en hann skilur þó ekki?“ í öllu falli er það ekki hin fræði- lega skilgreining sem hrífur okkur er við skoðum hellnamálverkin í Altamira, 10.000 ára muni úr for- sögu mannsins, list Grikkja og Rómveija, langskip og útskurð víkingatímabilsins, list miðalda og endurreisnarinnar — myndir Rembrandts, Vermeer, van Goghs, Munch, Picasso. Nei, það er mikið til þetta dularfulla eitthvað — eða sennilega réttara; skynrænu hug- hrif, sem hljóta að vera abstrakt. bilsins, list miðalda og endurreisnar- innar — myndir Rembrandts, Vermeer, van Goghs, Munch, Pic- asso. Nei, það er mikið til þetta dularfulla eitthvað — eða sennilega réttara; skynrænu hughrif, sem hljóta að vera abstrakt. — Hið hversdagslega, ósýnilega, óraunverulega í raunveruleikanum — aðeins hugsað og fundið til. Svavar Guðnason, Fugl og fiskur, 1974 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDREW ROSENTHAL Tillögur Gorbachevs um kosningar fela ekki í sér vestrænt fjölflokkakerfi MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, gerði kosningar og val á mönnum í embætti að umtalsefni á miðstjórnarfundi kommúnistaflokksins nú fyrir skömmu. En hann gerði það af sömu leikni og varfærni og einkennt hafa þau tvö ár, sem hann hefur verið við völd. Við fyrstu sýn kunna ummæli Gorbachevs varðandi kosn- ingar innan flokks og stjórnkerfis að koma á óvart. Hann talaði um leynilegar kosningar og um fleiri en einn frambjóðanda í kosning- um innan flokksins, um þa' stöðnun, sem fylgir ævilöngum flokksembættum og um að víkka út tilnefningar fyrir kosningar á mönnum til stjómarstarfa. Allt virðist þetta vera í ósam- ræmi við hefðbundnar hugmyndir um, hvernig ráðamenn í Kreml stjóma eins flokks ríki sínu, þar sem embættismenn fiokksins sitja í stöðu sinni ævilangt og aðeins einn maður er í framboði í kosn- ingum. Við nánari athugun kemur í ljós, að hugmyndir Gorbachevs voru bundnar ströngum takmörk- unum og bomar fram á þann veg, að það þjónaði bæði honum sjálf- um og alræði flokksins. Ekkert af því, sem Gorbachev tilgreindi í þeim tilgangi að „full- komna sósíalistískt lýðræði" var samþykkt endanlega á fundi mið- stjómarinnar, enda þótt fundur- inn hafi samþykkt grundvallar- reglur þær, sem fram komu í hinni löngu ræðu Gorbachevs. Einhveijar breytingar kunna að lokum að verða lögteknar í Sovétríkjunum og viðteknar sem reglur kommúnistaflokksins, en þróunin verður hægfara. Hver svo sem niðurstaðan verð- ur, þá er víst, að hún verður örugglega innan hins hefðbundna sovézka ramma og ekki í sam- ræmi við vestrænar hugmyndir um lýðræðislega þróun. Það er mögulegt, að Gorbachev hafi ekki ætlað sér að láta fundinn sam- þykkja þær hugmyndir, sem hann kom fram með og að það, sem máli skipti, hafi verið einmitt sú staðreynd, að hann fitjaði yfírleitt upp á atriðum eins og ráðning- artíma í embætti og kosningum. Gorbachev réðst hér ekki bara á heilaga kú, heldur styrkti með þessu álit sitt sitt sem framfara- og umbótasinna. Hann ýtti einnig undir umræður, sem kunna að ljá honum ný vopn gegn hinu sjúk- lega skrifræði Sovétríkjanna. Gorbachev hefur oft beitt þess- ari sömmu aðferð. Hann vekur máls á umdeildu málefni, annað hvort sjálfur eða með tilstilli hinna opinberu fjölmiðla. Síðan bíður hann álengdar og lætur aðra deila. Fyrir flokksþingið í fyrra voru ríkisljölmiðlamir fullir af gagn- fyni á forréttindikerfi flokksins, sem skapað hefur mikla gremju á meðal almennings um margra ára skeið. Sú hugmynd, að menn yrðu skyldaðir til að láta af emb- ætti, kom jafnvel fram í blöðum og það í bréfum frá almenningi, sem kannski skiptir mestu máli. Þegar þinginu lauk, hafði þessu máli verið ýtt til hliðar, en það hafði verið vakið máls á því og embættismenn orðið að láta af hendi nokkuð af forréttindum sínum. Seint á síðasta ári tóku tals- menn hins opinbera í Sovétríkjun- um að tala af ákefð um nýjar umbætur á hinum ströngu reglum um heimild fólks til að fá að flytj- ast úr landi. Þetta ásamt því að látnir voru lausir nokkrir kunnir andófsmenn, vakti jákvæða at- hygli bæði heima fyrir og á Vesturlöndum. En þegar nýju reglumar höfðu verið samþykktar, þá höfðu ýmsar af fyrri takmörkunum verið hertar ( reynd. Djarfar ábendingar og loforð Gorbachevs um breytingar fá góð- ar undirtektir hjá almenningi á Vesturlöndum og virðast einnig miða að þv( að afla efnahagsáætl- unum hans fylgis hjá þeim óánægðu í sovézku samfélagi, svo sem menntamönnum, listamönn- um og æskufólki. Enn er of snemmt að dæma um árangurinn af þessari við- leitni, enda þótt áframhaldandi kvartanir Gorbachevs varðandi lélega þátttöku ungs fólks gefi til kynna, að hann hafi ekki hlotið miklar undirtektir hjá því. Þeir hlutar af ræðu Gorbach- evs, sem fjölluðu um kosningar, höfðu að geyma tvær mikilvægar tillögur: Flokkurinn ætti að hætta að kjósa svæðisbundna embættis- menn sína með handaupprétting- um um einn frambjóðanda og lejrfa í staðinn staðbundnum aðil- um að kjósa leynilega á milli margra frambjóðendar"" Þegar kosið væri til ráðanna, sem að nafninu til fara með svæð- isbundið löggjafarvald, þá ættu fundimir, sem fram fara á undan til að velja frambjóðendur, að kjósa á milli margra manna í stað- inn fyrir að velja einn, sem síðan er tilkynntur fyrir sjálfar kosning- amar. Tillagan var greinilega ekki miðuð við það að taka upp vest- rænt fjölflokkakerfi. „Hún þýðir ekki það, að það verði fleiri en einn frambjóðandi fyrir hveija stöðu í kosningunum," sagði Yevgeny Pozdnyakov, háttsettur ritstjóri við hina opinbem frétta- stofu, Novosti. í lokaályktuninni, sem flokks- fundurinn lét frá sér fara, var hvomg þessara tillagna nákvæmt orðuð heldur aðeins almennt. Slíkt gæti verið ósigur fyrir Gorbachev og gefur vissulega til kynna deilur innan flokksins varðandi þessar hugmyndir. En þegar grannt er skoðað, þá verður það ljóst, að Gorbachev hefur dregið úr áhættu sinni gagnvart því að verða hafnað með því að gæta þess að bera ekki sjálfur fram þessar tillögur. Þegar Gorbachev talaði um kosningar innan flokksins, sagði hann, að „flokksfélagar leggja til“, að það yrðu margir frambjóð- endur og leynilegar kosningar. Þegar hann ræddi um æðsta ráð- ið, sem er að nafninu til þjóðþing landsins, þá sagði hann, að hug- myndin um að víkka út tilnefning- araðferðirnar ætti rót sína að rekja til „tillagna og óska frá fólki, sem sendir flokknum þær bréflega." Allt sem Gorbachev lagði til sjálfur var að tekið yrði á þessu atriði í gmndvallaratriðum og að flokkurinn veitti því afdráttar- laust samþykki sitt. Með því að byggja tillögur sínar á uppástung- um frá almenningi, skapaði Gorbachev nokkra fjarlægð milli sín og hugmyndarinnar, ef svo færi, að hún myndi ekki ná fram að ganga. Hann sniðgekk einnig skriffinnanna með því að skírskota til sovézks almennings, sem var einkennandi fyrir hina pólitísku herfræði hans. Loks gerði Gorbachev það öll- um ljóst, einkum andstæðingum sínum jafnt sem of áköfum um- bótasinnum, að flokkurinn yrði áfram alls ráðandi. „Auðvitað stendur sú gmndvallarregla I lög- um flokksins óhögguð, að lægri settum flokksnefndum sé skylt að fara eftir ákvörðunum hærri settra og það einnig, að því er varðar val manna í stöður. (Höfundur er fréttaritari AP í Moskvu). Mikhail S. Gorbachev

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.