Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
33
Lélegt í
Reylgavík
AFLABRÖGÐ báta frá
Reykjavík voru mjög' léleg í
síðustu viku, en togarar hafa
aflað vel, ýmist til löndunar
heima eða erlendis.
Aðeins einn dagur hjá bátunum
var þokkaiegur, en þá voru nokkrir
bátar með 6 til 7 tonn í róðri. Ann-
ars var aflinn 1 til 3 tonn í róðri.
Alls lögðu 18 bátar upp afla í
Reykjavík í vikunni eftir samtals
61 róður. Aflinn var alls 116 tonn.
Keflavík:
Misjafnt
í netin
Keflavík.
AFLINN hjá netabátum í
Keflavík var misjafn í síðustu
viku, en var jafnari á línuna.
Alls lönduðu bátamir 409,9 tonn-
um af bolfiski. Engin loðna barst
á land í vikunni.
Netabáturinn Happasæll kom
með mestan afla í einum róðri í
vikunni, 25 tonn, og hann var einn-
ig með mestan afla eftir vikuna,
53 tonn. Stafnes KE var með 47,7
tonn og skáru þessir tveir netabátar
sig nokkuð frá öðrum.
Búrfell var aflahæsti línubátur-
inn með 39,5 tonn í fjórum sjóferð-
um og sami bátur kom einnig með
mestan afla í einum róðri, 18,3
tonn. Albert Ólafsson var með 34,3
tonn og Boði var með 28,8 tonn.
- BB
Patreksfj örður:
Þokkaleg-
ur afli
Patreksfirði.
AFLABRÖGÐ hafa verið þokka-
leg að undanförnu og í síðustu
viku lönduðu eftirtaldir bátar:
Patrekur BA landaði 46,3 tonn-
um í 3 löndunum.
Vestri BA landaði 42,4 tonnum í 3
löndunum.
Andri landaði 30,3 tonnum í 5 lönd-
unum.
Egill BA landaði 48,8 tonnum S 5
löndunum.
Brimnes BA landaði 7 tonnum í 1
löndunum.
Togarinn Sigurey landaði 159,7
tonnum.
Allt er þetta slægður fískur sem
bátamir landa.
- Fréttaritari.
GENGIS- SKRÁNING
Nr. 26 - 9. febrúar 1987
Ein.Kl. 09.15 Kr. Kaup Kr. Sala Toll- gengi
Dollari 39,600 39,720 39,230
St.pund 59,479 29,586 59,659 60,552
Kan.dollari 29,676 29,295
Dönskkr. 5,6210 5,6380 5,7840
Norsk kr. 5,5591 5,5759 5,6393
Sænsk kr. 5,9896 6,0077 6,0911
Fi.mark 8,5400 8,5659 8,7236
Fr.franki 6,3784 6,3977 6,5547
Belg. franki 1,0274 1,0306 1,0566
Sv.franki 25,1476 25,2239 18,8828 26,1185
Holl. gyllinl 18,8258 19,4303
V-þ. mark 21,2293 0,02990 21,2936 21,9223
ít.lira 0,02999 0,03076
Austurr. sch. 3,0097 3,0188 3,1141
Port. escudo 0,2739 0,2747 0,3034 0,2820
Sp.pesetí 0,3025 0,3086 0,25972
Jap.yen 0,25631 0,25709
Irsktpund 56,727 56,899 58,080
SDR(Sérst) 49,5930 49,7433 50,2120
ECU, Evrópum.43,8748 44,0078 45,1263
Kahrs
Gæðin
Þegar þú velur parket, velur
þú gólfefni til eilífðar.
Káhrs parket er sænskt
gæða parket.
ÞITT ER VALIÐ.
Líttu við hjá okkur
og skoðaðu eitt mesta
úrval landsins
af parketi.
L j j/
EGILL ARNASON HF.
PARKETVAL
SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111
OODY WOODPECKER’ C 1957 Wallei tanlz