Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
55
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
LU mth zs If
Þessir hringdu . . .
Barnaefni um
helgar?
Síla, hringdi og vill spyija forr-
áðamenn ríkisútvarpsins hvort
vænta megi þess, að komið verði
til móts við yngstu áhorfendur
sjónvarpsins og farið að sýna
bamaefni á laugar- og sunnudög-
um? !
íranann burt
Ásmundur Guðmundsson,
Akranesi, hringdi og sagði: Ég
hlustaði á fólk svara spumingunni
hvort taka ætti við flóttafólki eða
ekki í útvarpinu einn morgun í
síðustu viku. Við munum þau
læti er urðu vegna hingaðkomu
Gervasone, hins franska. Hann
kom til landsins á röngum pappír-
um eða pappírslaus. Hann hafði
brotið íslensk lög, var meðhöndl-
aður í samræmi við það og sendur
til síns heima. Nú er á landi hér
írani, hann kom til landsins á
ferðamannapappírum eftir því
sem sagt er. Vera hans hér þróað-
ist upp í það að biðjast hælis sem
pólitískur flóttamaður. Ef við tök-
um við honum umyrðalaust, emm
við þar með búnir að kalla jrfir
okkur skriðu af fólki, alls staðar
að úr heiminum á ferðamanns-
pappímm, sem biðst svo hælis sem
pólitískir flóttamenn eftir komuna
til landsins. Það er stórhættuleg
stefna, arfleifð okkar er í stór-
hættu, tungumál líka. Þar að auki
getum við búist við hryðjuverka-
fólki í bland, auk annarra sem
stunda margvísleg misferli. Af
slíku höfum við nóg. Við höfum
ekki efni á að auka við slíka starf-
semi. Við eigum að losa okkur
við þennan Irana til þess lands
sem hann vill sjálfur fara til.
Þakkirtil
Bylgjunnar
Eyjólfur, hringdi og vildi
þakka útvarpsstöðinni Bylgjunni,
fyrir skemmtilega umfjöllun um
hunda í þætti Hallgríms Thor-
steinssonar, Reykjavík síðdegis,
sl. miðvikudag. Sagði Eyjólfur að
þar hefði m.a. komið fram að sam-
kvæmt nýútkominni skrá yfír
hundanöfn í Reykjavík, þá væri
aðeins einn Snati á þessu svæði.
Hver er hinn
óheppni?
Lilja, hringdi og sagðist hafa
í höndunum kuldastígvélapar, frá
Gefjun, loðfóðrað, með rennilás.
Væri annað stígvélið nýtt og nán-
ast ónotað nr. 38 eða 39, hitt
stígvélið væri gamalt og mikið
notað nr. 42-44. Skipti hefðu
greinilega átt sér stað og biður
hún þann herramann, ér hefur
verið svo óheppinn að glata öðru
nýja kuldastígvélinu sínu að hafa
samband í síma 681698.
Hálspúðar
óskast
Erla, hringdi og sagðist vera
búin að leita mikið að sænskum
plasthálspúðum sem hún hafði
heyrt um fyrir jól, en ekki getað
fundið. Þessir púðar ættu að vera
sérhannaðir fyrir þá sem bakveik-
ir væru. Ef einhver getur liðsinnt
Erlu er viðkomandi beðinn um að
hafa samband við Velvakanda.
Blöðá
spítölum
7279-0340,hringdi og sagðist
hafa orðið mjög undrandi þegar
hún komst að því, er hún heim-
sótti sjúkling á Vífilstaðaspítala,
að þangað kæmi ekkert dagblað
og ekki væru þau heldur seld
þar. Hún spyr hvemig á þessu
standi, hvort ekki séu keypt blöð
á spítalana?
Ekki dægurlög
í símann
Ragnheiður, hringdi og sagð-
ist ekki kunna vel við það, þegar
spiluð væru erlend dægurlög í
síma fyrirtækja, á meðan við-
skiptavinirnir biðu eftir af-
greiðslu. Vildu hún hvetja til þess
að menn væru dálítið þjóðlegir og
spiluðu helst íslensk lög eða góða
sígilda tónlist.
Hver tapaði
barnaúri?
Kona, hringdi og sagðist hafa
fundið bamaúr. Þeir sem sakna
slíks geta hringt í síma 40413.
Gullhálsmen
tapast
Sigga.hringdi og sagðist hafa
tapað gullhálsmeni laugardaginn
31. janúar, á Lækjartorgi, við
Glæsibæ eða í Sólheimum. Hún
biður finnanda vinsamlega að
skila því gegn fundarlaunum og
hringja í síma 43303.
Pistill til umhugsunar
íþróttir eru vinsælt sjónvarps-
efni, á því er enginn vafí. Hins vegar
deila menn oft um hvaða íþrótta-
greinar séu skemmtilegastar.
Knattspyma og handknattleikur
em vafalaust þær greinar sem njóta
hylli meginþorra landslýðs. Rflcis-
sjónvarpið hefur staðið sig vel hvað
þessar greinar varðar, líklega of
vel, á kostnað hinna fjölmörgu
íþrótta sem það sýnir aldrei frá (t.d.
torfærukeppni, svo eitt dæmi sé
tekið af mörgum).
Þar sem ég er skíðamaður og vil
fylgjast með minni íþrótt, og þá
helst í sjónvarpi (þó ber þess að
geta að flest blöð mættu taka sig á
í þessum efnum), verð ég að lýsa
óánægju minni með sýningar frá
keppni á skíðum. Það var sú tíð að
skíðaíþróttin fékk þolanlega um-
fjöllun í sjónvarpi (þess ber þó að
geta að oftast voru laugardagar
valdir til útsendingar þegar flestir
voru á skíðum), en nú er svo komið
að svo lítið (ekkert) er sýnt frá
íþrótt þessari að nauðsynlegt er að
kvarta.
Langar mig að benda Bjama
Felixsyni á það, að tilvalið væri að
minnka hlut skautadans (sem virð-
ist vera í mjög miklu uppáhaldi hjá
honum) þó ekki væri nema um t.d.
10—16 mín. á viku og sýna frá
skíðamótum bæði innanlands og
utan.
Hins vegar langar mig að þakka
Heimi Karlssyni fyrir mjög fjöl-
breytta og skemmtilega íþrótta-
þætti á sunnudögum og einnig fyrir
það að fá mjög hæfa þuli utan úr
bæ, sem þekkja viðkomandi íþrotta-
grein út og inn. Það efni sem Heimir
hefur boðið upp á hefur fært manni
sönnur á að það eru til fleiri íþrótta-
greinar en boltaíþróttir, golf og
skautadans.
Einn hundóánægður
íþróttaglápari.
EkkiHrafn
Gunnlaugsson
Það skal tekið fram að bréf
það, er birtist um ágæti sjón-
varpsins 6. febrúar sl. og
undirritað var Hrafn, var að
sjálfsögðu ekki eftir Hrafn
Gunnlaugsson, dagskrárstjóra
sjónvarpsins. Til eru fleiri
Hrafnar, en Hrafn Gunnlaugs-
son.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 13 og 14, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafíileyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér I
dálkunum.
Hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn fallið frá fyrirheit-
um um afnám tekjuskatts?
Skattgreiðandi spyr:
„í allri umræðunni um stað-
greiðslukerfl skatta hefur eitt atriði
gleymst, en það er hvort væntan-
legt frumvarp fjármálaráðherra um
staðgreiðslukerfí skatta þýði í raun
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi end-
anlega fallið frá fyrri fyrirheitum
um afnám tekjuskatts. Við hátíðleg
tækifæri og þegar mikið liggur við
(t.d. við atkvæðaveiðar) hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn gjaman flaggað
með Ijálglegum yflrlýsingum um
afnám tekjuskatts, enda ber flest-
um saman um að sá skattur sé afar
óréttlátur. Óþarfí er að fara nánar
út í þá sálma hér, en staðreyndin
er sú, að tekjuskattur heidur áfram
að vera óréttlátur, hvort sem stað-
greiðslukerfí við innheimtu hans
verður tekið upp eða ekki. Spum-
ingin er því þessi: Hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn, með væntanlegu
staðgreiðslufrumvarpi fjármálaráð-
herra, endanlega fallið frá fyrir-
heitum um afnám tekjuskatts? —
Svar óskast fyrir næstu kosningar.
REYKJAVÍK