Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 57

Morgunblaðið - 10.02.1987, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 57 Nýja sjúkrabifreiðin á Egilsstöðum. Nýr sjúkrabíll til Egilsstaða Egilsstöðum. UM ÞESSAR mundir er heilsugæslustöðin á Egilsstöðum að taka í notkun nýja sjúkrabifreið. Þorsteinn Gústafsson formaður Rauða krossdeildar Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri afhenti Einari Rafni Haraldssyni framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar bif- reiðina til reksturs en Rauði krossinn fjármagnar kaupin. Hér á landi er það algengast að Rauði krossinn fjármagni kaup á sjúkrabifreiðum og ýmist sjái um rekstur þeirra eða afhendi heilsu- gæslustöðvunum þær til rekstrar. Bifreiðin sem nú var keypt til Egilsstaða er af gerðinni Volks- wagen Sincro með aldrif og læstu drifi bæði á fram- og afturhjólum. Bifreiðin sameinar þvi notagildi fólksbifreiðar og jeppa en það eru eiginleikar sem henta vel hér, því þjónustusvæði heilsugæslustöðvar- innar er mjög stórt. Nær yfir allt Fljótsdalshérað og Borgarfjörð eystri. Auk þess er Fjórðungs- sjúkrahús fyrir Austurland á Neskaupstað og því yfir fjallvegi að fara. Innrétting bílsins er þýsk og er rými fyrir 2 sjúkrabörur í honum. Einnig er hann búinn hjólastól sem auðveldar mjög flutning á hreyfi- hömluðu fólki. Aðspurður kvað Þorsteinn Gústafsson kaupverð bílsins um 1,4 milljónir króna tilbúinn til sjúkra- flutninga en án fjarskiptatækja. Þessi gerð bifreiða nýtur um þessar mundir vinsælda til sjúkraflutninga því nokkrar aðrar af sömu tegund eru komnar eða að koma til lands- ins. Auk þess hefur Reykjavíkurlög- reglan fengið bifreið af þessari gerð í sína þjónustu. Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum hefur nú yfir að ráða snjóbíl og Volvojeppa auk nýja bílsins. Félag- ar í björgunarsveitunum í Fljóts- dalshéraði sjá um akstur og sjúkraflutninga. — Björn Morgunblaðið/Bjöm Einar Rafn Haraldsson, til vinstri, tekur við lyklum nýrrar sjúkrabif- reiðar úr hendi Þorsteins Gústafssonar, formanns Rauða krossins. Ingibjörg Andrésdóttir snyrtifræðingur, eigandi stofunnar, og Helga Bergmann snyrtifræðingur. Ný nudd- og snyrtistofa OPNUÐ hefur verið ný nudd- og snyrtistofa að Engjateig 9 í Reykjavík. Eigandi stofunnar er Ingibjörg Andrésdóttir snyrti- fræðingur og með henni starfar Helga Bergmann snyrtifræðingur. A stofunni er boðið upp á alla almenna snyrtingu, andlitsböð, hand- og fótsnyrtingu, vaxmeðferð, litun og förðun. Þá er líka boðið upp á líkams- nudd, sérstaka nuddmeðferð á líkama og andlit þar sem notaðar eru jurtaolíur, gufubað og sólbekk. VESTMANNAEYJAR SUÐURNES ÍSAFJORÐUR EGILSSTAÐIR AKUREYRI VIKJUM EKKI AF RÉTTRI LEIÐ Þorsteinn Pálsson í upphafi kosningabaráttunnar SUÐURNES í félagsheimilinu Stapa miðvikud. 11. feb. kl. 20.30. ÍSAFIRÐI á Hótel (safirði laugard. 14. feb. kl. 13.30. EGILSSTÖÐUM í Valaskjálf föstud. 20. feb. kl. 20.30. AKUREYRI laugard. 21. feb. kl. 16.00. Fundarstaður auglýstur síðar. Sjálfstæðisflokkurinn nærárangrí mm smoe 1B33Í aaassaa NIÐURHENGD LOFT CMC kerfi fyrir niðurhengd loft, er úr galvaniseruðum málmi og eldþolið. CMC kerfi er auðvelt í uppsetningu og mjög sterkt. CMC kerfi er fest með stillanlegum w upphengjum sem þola allt að 50 kg þunga. CIUIC kerí‘fæst 1 mörgum gerðum bæði w sýnilegt og falið og verðið er otrulega lágt, frá kr. 245.- á m2 CMC kerf' er sérstaklega hannað fyrir loftplötur frá Armstrong Einkaumboö á Islandi. íö Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Hringið eftir frekari upplýsingum. Armúla 16 - Reykjavík ■ sími 38640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.