Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 10.02.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 59 Holmadrang- urútií30daga llólmavfk. TOGARINN Hólmadrangur komst í fréttirnar í sjómanna- verkfallinu í byrjun janúar. Þá var deilt um það hvort togarinn hefði farið út í leyf- isleysi og komust menn að niðurstöðu um að svo hefði ekki verið. Hólmadrangur kom að landi í lok janúar og ræddi fréttaritari við einn skipverjann, Rósmund Númason. Rósmundur sagði að skipið hefði haldið á veiðar að kvöldi 28. desember og hefðu 25 menn verið á skipinu. Skip- stjóri var Hlöðver Haraldsson. Skipinu var fyrst siglt austur fyrir land og gekk veiðin þar ágætlega fyrstu vikuna en síðan gekk heldur verr. Þá var haldið á Vestfjarðamið, en þar gekk ekkert að veiða og var þá snúið við. Veiðin fyrir austan landið fór þá batnandi og gekk alveg ágætlega að veiða síðustu vik- Rósmundur Númason, háseti á Hólmadrangi. una. Haldið var af stað í land þegar veiðst höfðu um 140 tonn. Eldri deild skólahljómsveitar Hveragerðis ásamt stjómanda Kristjáni Ólafssyni. Morgunblaðið/Sigrún þakkaði þeim hjónum Kristjáni og Þórunni mikið og fómfúst starf í þágu hljómsveitarinnar. í sama streng tók Anna Jórunn Stefánsdóttir kennari, sem flutti þakkir til þeirra fyrir hönd for- eldra bamanna. Hljómsveitinni bámst blóm og kveðjur. Þá barst þeim höfðing- leg afmælisgjöf, 25.000 kr. frá Gísla Sigurbjömssjmi, forstjóra Elliheimilisins Gmndar í Reykjavík. Skólahljómsveitin bauð öllum gestum sínum upp á myndarlegar veitingar, sem þau lögðu til sjálf. Á næstu dögum mun koma út afmælisrit, myndskreytt, og innihalda m.a. sögu hljómsveit- arinnar. — Sigrún Skólahljóm- sveit Hvera- gerðis 10 ára Hveragerði. Skólahljómsveit Hvera- gerðis hélt hátíðlegt 10 ára afmæli sitt þann 1. febrúar síðastliðinn. í hljómsveitinni eru nú um 40 böm, en þau stunda öll nám í Tónlistar- skólanum í Hveragerði. Kennari þeirra er Kristján Ólafsson. leggur hann mikla rækt við starfíð. Trúmann Kristjansen skóla- stjóri bamaskólans flutti ávarp, færði innilegar heillaóskir og Landað úr Hóhnadrangi. Morgunblaðið/Baldur Rafn Félagar í skólahljómsveitinni hófu afmælisfagnað sinn með þvi að fara til guðsþjónustu í Hveragerðiskirkju og leika þar fyrir kirkjugesti. Næst lögðu þau leið sína í Hótel Ljósbrá þar sem þau héldu hina ágætustu tón- leika, fyrir fullu húsi gesta, en þar voru mættir vandamenn bamanna og velunnarar hljóm- sveitarinnar. Dáðust margir að því hve góðum árangri hljómsveitin hef- ur náð, en sum bömin munu hafa stundað nám í þijú ár í tónlistarskólanum. Síðastliðin fjögur ár hefur Kristján Ólafsson tónlistarkennari kennt þeim og Prúðbúnir listamenn með bros á vör. Fréttaritari innti Rósmund næst eftir því hvort ekki hefði verið erfítt að vera þetta lengi á sjó í einu, eða 30 daga. Rós- mundur sagði svo ekki hafa verið, því veðrið var gott allan tímann. Vinnan var jöfn, aldrei komu skorpur því köstin fóm aldrei mikið yfír 7 tonn. Auk þess hafí skipið komið að landi í Neskaupstað og tekið olíu. Jafnframt var mjög gott and- rúmsloft meðal áhafnarinnar allan tímann á sjónum. „Það væri vissulega betra ef útilegan væri styttri, en það þarf að fiska og það gengur fyrir öllu,“ sagði Rósmundur að lokum. Það má geta þess að tekjur háseta eftir þessa veiðiferð tog- arans voru um 200 þúsund krónur eftir 30 daga úthald. Aflinn var að mestu þorskur, en að auki var eitthvað um grálúðu. — Baldur Rafn Fullt hús hjá hljómsveitinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.