Morgunblaðið - 17.02.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
3
Ekki nóg til að
snúa tapi í hagnað
- segir Ragnar S. Halldórsson for-
stjóri ISAL um hækkun á verði á áli
„AUÐVITAÐ hefur það góð
áhrif hjá okkur þegar álverðið
hækkar, við lifum á þessu. Ál-
verðið hækkaði þarna um 10% í
dollurum en þá ber þess að geta
að dollarinn hefur lækkað um
20% frá því fyrr i vetur og er
þetta þvi engin bylting," sagði
Ragnar S. Halldórsson, forstjóri
íslenska álfélagsins hf. i
Straumsvik, þegar hann var
spurður um áhrif hækkunar á
heimsmarkaðsverði á áli i síðustu
viku á hag álversins.
Ragnar sagði að þó þessi breyt-
ing væri skref í rétta átt nægði hún
ekki til að snúa tapi i hagnað hjá
álverinu. En tapið minnkaði og ef
þessi þróun héldi áfram kæmi að
því að fyrirtækið hætti að tapa á
framleiðslunni. Hann sagði að of
snemmt væri að draga víðtækar
ályktanir af breytingu álverðs í
síðustu viku, sveiflur væru alltaf á
þessum markaði. Menn vonuðu þó
að áfram þokaðist í rétta átt. Al-
birgðir í Bandaríkjunum væru
orðnar mjög litlar og í heiminum
almennt hefðu álbirgðir minnkað
um 10% á síðasta ári. Hefðu þær
ekki verið minni síðan 1980.
Orkunotkun til hit-
unar vex um fjórð-
ung til aldamóta
ORKUNOTKUN til hitunar vex
um fjórðung til aldamóta, sam-
kvæmt nýrri húshitunarspá
Orkuspárnefndar sem nær til
ársins 2015. Hlutur jarðvarma í
notkuninni er nú um 84%, hlutur
raforku 12% og olíu 4%. Spáð
er að hlutur jarðvarma aukist
aðeins eða í 85% og að olíunotkun
til húshitunar hverfi að mestu.
Hlutur raforku verður þá í lok
spátímabilsins 15% og gæti num-
ið rúmum fjórðungi almennrar
raforkunotkunar árið 2015.
Samkvæmt spánni vex orkunotk-
un til húshitunar að meðaltali um
2,1% á ári á tímabilinu 1985 til
1990, 1,3% á ári tímabilið 1990 til
2000 og frá 2000 til 2015 er með-
al-aukningin 0,8% á ári. Frá 1985
fram til aldamóta vex notkunin um
fjórðung en til loka spátímabilsins
um 41%.
Þessi spá er nokkru lægri en spá
Orkuspámefndar frá 1980 sem var
?rsta húshitunarspá nefndarinnar.
nýju spánni er miðað við að fólks-
fjölgun minnki línulega úr 1,0%
árið 1986 niður í 0,6% árið 2000
- verði óbreytt eftir það til 2015.
uert er ráð fyrir að eftir 1995 verði
sama hlutfallslega Qölgunin í öllum
landshlutum. Fyrir árið 1995 er
miðað við að fjölgunin innan lands-
hlutanna breytist línulega frá
meðaltali síðustu fímm ára. Ekki
er því gert ráð fyrir að um verulega
flutninga á fólki_ milli landshluta
verði að ræða. Á svæðum innan
landshlutanna fjölgar fjólki mis-
hratt og er almennt gert ráð fyrir
minni aukningu í dreifbýli en þétt-
býli.
KRON reynir
að selja eignir
KAUPFÉLAG Reykjavíkur og
nágrennis (KRON) reynir nú að
selja húseignina við Laugaveg
91, þar sem verslunin Domus er
til húsa til sölu, og Stórmarkað-
inn í Kópavogi. Þröstur Ólafsson
formaður stjórnar KRON sagði
í samtali við Morgunblaðið að það
hefði alltaf legið fyrir, eftir að
Kaupstaður var keyptur, að
KRON yrði að selja aðrar eignir.
„Við gerðum alltaf ráð fyrir þeg-
ar Kaupstaður var keyptur, að við
myndum þurfa að selja aðrar eign-
ir, annað hvort Stórmarkaðinn,
Dómus eða báðar eignimar," sagði
Þröstur. „Við þurfum að brúa
ákveðið bil í rekstrinum á annan
hátt, meðan það hefur ekki gerst,
annað hvort með því að taka fé úr
rekstrinum eða með lánum.“
Þröstur var spurður hvort við-
skipti hefðu minnkað í verslun
KRON í Mjóddinni, sem heitir
Kaupstaður, eftir að KRON keypti
Víði í Mjóddinni: „Nei, viðskiptin
hafa ekki dottið niður, miðað við
þær upplýsingar sem við fengum
um veltu verslunarinnar, þegar við
keyptum hana,“ sagði Þröstur og
bætti við að Kaupstaður gengi eins
og stjómendur KRON hefðu búist
við að hann myndi ganga.
Þröstur sagði að afkoma Mikla-
garðs á liðnu ári væri þolanleg, eða
„réttu megin við strikið," eins og
hann orðaði það.
Þessari leið
verður að loka
- segir Krislján Ragnarsson um
óhefta fjölgun smábáta
„SÓKN allra fiskiskipa nema
smábáta er takmörkuð og menn
eru sammála um, að það sé fjarri
lagi að skilja eftir opna leið til
þess að fjölga bátum undir 10
tonnum,“ sagði Kristján Ragn-
arsson, formaður LÍÚ, i samtali
við Morgunblaðið.
„Það er afturför hvað varðar öryggi
sjómanna og brýtur gegn markmið-
inu að stækka ekki flotann. Það
verður að taka á þessu með sama
hætti og gagnvart fjölgum stæm
báta og skipa. Þessari leið verður
að loka, eigi aðrir að geta sætt sig
við takmarkanir, sem menn telja
flestir skynsamlegar. Menn una því
ekki að svona verði áfram, það er
á öllum sviðum afturför," sagði
Kristján.
EiN VfDÁTTUMESTA STÓRSÝNING HÉRLENDIS UM ÁRABIL,
ÞAR SEM TÓNLIST, TJÚTT OC TfDARANDI SJÖTTA ÁRA-
TUGARINS FÁ NÚ STEINRUNNIN HJÖRTU TIL AÐ SLÁ HRAÐAR.
SPÚTNIKKAR EINS OG BJÖRGVIN HALLDÖRS, EIRfKUR HAUKS,
EYJÓLFUR KRISTJÁNS OG SIGRÍDUR BEINTEINS SJÁ UM
ÖNGINN. ROKKHUÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐARSONAR SEM
FÆR HVERT BEINT TIL AÐ HRISTAST MEÐ OG 17 FÓTFRÁIR
FJÚLLISTAMENN OG DANSARAR SEM SÝNA ÓTRÚLEGA
TILBURÐI, SAMAN SKAPAR PETTA HARÐSNÚNA LIÐ STÓR-
SÝNINGU SEM SEINT MUN GLEYMAST. *
EYJÓLFUFI
grínland
gunnar
björn
HANDRIT OG HUGSUN: GRÍNLAND - LEIKMYND: ÞÓR
ÁRNASON OG TUMI MAGNÚSSON - BÚNINGA: ANNA
ÁSGEIRSDÓTTIR OG RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR — FÖÐRUN:
ELÍN SVEINSDÓTTIR - LÝSING: MAGNÚS SIGURÐSSON
- HLJÓSTJÓRN: SIGRURÐUR BJÓLA - ÚTUT: BJÖRN
BJÖRNSSON - GUNNAR ÞÓRÐARSON STJÓRNAR
TÖNLISTARFLUTNINGI OG LEIKSTJÖRI SÝNINGARINNAR ER
EGILL EÐVARÐSSON.
BPO\DW>
MIÐASALA 0G BORÐAPANTANIR DAGLEGA i
SÍMA 77500 - HÚSIÐ 0PNAR FÖSTUD. KL. 20.00
LAUGARDAG KL. 19.00 - MIÐAVERÐ KR. 2.300
INNIFALIÐ SÝNINGIN 0G KVÖLDVERÐUR.