Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
Lokadagur
Meginbakhjarlar Skyttanna og leikarar af gnðsnáð! Eggert og
Þórarinn í hlutverkum lánlausra lítilmagna.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
SKYTTURNAR ☆☆>/2
Nýjasta skerf til þess merkilega
fyrirbrigðis er nefnist íslensk
kvikmyndagerð má einna helst
flokka undir tragikómedíu.
Skytturnar sýna okkur tæpan
sólarhring í lífi tveggja sjómanna
sem hafa orðið undir í lífsbarátt-
unni. Grímur af sjálfseyðingar-
hvöt öðru fremur. Búbbi einfald-
lega heimskur. Þeir eru að hætta
saman í skiprúmi á hvalveidibát,
Búbbi fylgir foringjanum til höf-
uðborgarinnar eins og þægur
rakki, töffarinn Grímur er ekki
illmenni og það tengir þá saman
að hvorugur verður nokkurn tíma
„stór“.
Lokadagurinn verður Grími og
félaga til lítillar lukku. Mótlætið
hefst á heimstíminu þegar Grími
er tilkynnt að sambýliskona hans
hafi lokað á hann dyrum. Heimil-
islaus sjómaður er hvergi
umkomulausari en með fast land
undir fótum, rétt eins og þorskur
á þurru landi (sbr. sundlaugarat-
riðið). Svo líða kvöldið og nóttin
i gjálífi borgarinnar, að þjóðfélag-
ið heldur áfram að hrækja framan
í Grím og Búbbi eltir. Tilviljun
ræður því svo að þeir standa allt
í einu uppi með morðtól í höndun-
um og endalokin eru að þeir eru
ekki lengur veiðimennimir heldur
bráðin.
Þrátt fyrir þunga undirölduna
er lengst af grunnt á gamninu í
hefluðu og lífrænu handriti Frið-
riks og Einars, annað hefði komið
á óvart! Spaugsemin kemur ekki
síst fram í þessum broslega fé-
lagsskap, í kaldhæðni Gríms og
heimóttarhætti sveitamannsins.
Að nota viðvaninga í aðalhlutverk
er sannkallað hættuspil, sem get-
ur, ef illa tekst til, hreinlega
gengið af kvikmynd dauðri. Á
hinn bóginn veitt henni óborgan-
legan ferskleika ef stjómendum
ber gæfa til að hafa upp á réttum,
auðtömdum manngerðum, sem
tmfla ekki athygli áhorfandans
með kunnugleikanum.
Friðrik hefur svo sannarlega
verið fundvís. Báðir tveir, Eggert
Guðmundsson og Þórarinn Oskar
Þórarinsson, em réttar týpur á
réttum stað. Þetta em menn sem
em sem sprottnir út úr landslag-
inu. Og þó að nokkuð skorti upp
á skýrari framsögn á stöku stað,
þá er það eðlilegur leikur þeirra
sem er sterkasti þáttur, burðarás
Skyttanna. þeir em lítilmagninn
uppmálaður.
I minni hlutverkum bregður
fyrir kunnum andlitum úr leikara-
stétt sem fara vel með lítið, enginn
þó betur en Hrönn Steingríms-
dóttir, sem á góðan sprett með
Leonard Cohen í einum hnignun-
arþætti þeirra félaga.
Þrátt fyrir nokkra vankar.ta,
sem virðast undantekningarlítið
heldur hvimleiðir fastir fylgifiskar
íslenskrar kvikmyndagerðar, þá
sanna Skyttumar að tími var
komin til að Friðrik fengi aur til
að gera leikna mynd í fullri lengd.
Friðrik Þór hefur löngum virkað
á mig sem einstaklingur í hópi
kvikmyndagerðarmanna okkar
eins og Kinks meðal gullaldar-
hljómsveitanna! Síferskur, ósm-
eykur við ólíklegustu viðfangsefni
og almenningsálitið. Með kímnig-
áfuna og sérviskuna í góðu lagi.
Friðrik og félögum hefur tekist
að gera raunsæja, hraða, grát-
broslega mynd um persónur og
málefni sem yfirleitt eiga ekki upp
á pallborðið hjá skapandi lista-
mönnum. En enn og aftur finnum
við fyrir þessari bagalegu íjar-
lægð milli áhorfandans og persón-
anna á tjaldinu, hún virðist ætla
að verða illbrúanleg hjá hérlend-
um kvikmyndagerðarmönnum.
Ekki er laust við að kvikmynda-
takan sé nokkuð muskuleg og
helst til dökk, vanlýst í einstaka
myndskeiðum. Þá er það leiðinleg
gleymska að geta þess ekki sér-
staklega að neðansjávarmynda-
takan er aðkeypt.
Lokaatriðið er glæsilegt í alla
staði og þar er komið að kjama
málsins. Spyr okkur ekki aðeins
hvort það megi ekki fullt eins
drepa menn eins og hvali — held-
ur öllu frekar kunnrar spumingar
um þessar lífvemr, hvalina og lítil-
magnann í þjóðfélaginu, sem af
einhveijum ástæðum hefur orðið
utangátta; er nauðsynlegt að
skjóta þá?
IBM — ERGO — VICTOR — ERICSSON
IBM
Facit-prentarar ganga við flestar gerðir af tölvum.
Þeir eru áreiðanlegir, mjög fljótvirkir og prentun
er íháum gæðaflokki. Hver leturhaus endist fyrir
meira en 100.000.000 stafi og blekborðinn fer
mttmeð 4. OOO. OOO stafa.
% &
CQD
A 9P tk WM i t&iM
Nýbýlavegi 16. Sími 641222.
Hertar reglur
um frambjóð-
endur í rík-
isfjölmiðlum
FRAMBJÓÐENDUR í aðalsætum
í almennum kosningum skulu ekki
koma fram í almennum dagskrám
rikisfjölmiðlanna frá þvi að fram-
boðslistar eru birtir þar til
kosning hefur farið fram. Með
sama hætti skulu starfsmenn
Ríkisútvarpsins sem eru í fram-
boði, leystir frá dagskrárstörfum
og falin önnur verkefni tímabund-
ið.
Reglur þessar voru samþykktar á
fundi útvarpsráðs á föstudag og þar
með voru þær reglur, sem í gildi
hafa verið, hertar. Áður miðuðust
þær við þann tíma er framboðsfrest.i
lauk. Reglumar eiga þó ekki við þeg-
ar um er að ræða sérstakar dagskrár
eða fréttapistla, sem dagskrárstjóm
RUV hefur samþykkt í tilefni af kosn-
ingaundirbúningi eða í öðrum tilvik-
um þegar beinlínis er gert ráð fyrir
þátttöku frambjóðenda og fyllstu
óhlutdrægni er gætt eins og megin-
reglur RUV mæla fyrir um.
Fréttastofu ber að varast að leiða
frambjóðendur fram í fréttum eða
fréttatengdum þáttum eftir að fram-
boð hefur verið tilkynnt og þar til
kosningar em um garð gengnar nema
unnt sé að leiða sterk rök að nauðsyn
þess að viðkomandi komi fram í frétt-
um eða í hann sé vitnað vegna
sérstaklega fréttnæmra atvika. Regl-
ur þessar taka ekki alfarið til þátta,
sem byggjast á sameiginlegu fram-
lagi margra flytjenda, svo sem í
leikritum eða tónlistarþáttum. Deild-
arstjórar skulu vísa vafaatriðum til
útvarpsstjóra. Útvarsstjóri metur
hvort vísa skuli þeim áfram til út-
varpsráðs til_ úrskurðar.
Markús Á. Einarsson, útvarps-
ráðsmaður, sagði að fresta hefði þurft
nokkrum þáttum að undanfömu
vegna komandi kosninga þar sem
umsjónarmenn þeirra hafa verið á
framboðslistum. Sjónvarpsþáttum
Áma Johnsen_ var frestað fram yfir
kosningar og Ásdís Skúladóttir hefur
látið af störfum sem einn umsjónar-
manna þáttanna „í dagsins önn, sem
eru á dagskrá útvarpsins. Þá átti
Markús von á breytingum á starfí
Margrétar Heinreksdóttur, frétta-
manns á sjónvarpinu, á meðan á
kosningabaráttu stendur, en hún er
nú á framboðslista Alþýðuflokksins í
Reykjavík.