Morgunblaðið - 17.02.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
15
Hamrahlíð-
arkórinn
Tónlist
Egill Friðleifsson
Langholtskirkja 13. febrúar
1987.
Flytjendur: Hamrahlíðarkór-
inn.
Pétur Jónasson, gítar.
Stjórnandi: Þorgerður Ingólfs-
dóttir.
Efnisskrá: Lög úr ýmsum átt-
um.
Hamrahlíðarkórinn undir stjóm
Þorgerðar Ingólfsdóttur efndi til
tónleika í Langholtskirkju sl.
föstudagskvöld, en auk kórsins
kom þar fra_m Pétur Jónasson,
gítarleikari. Á efnisskránni vom
lög úr ýmsum áttum, innlend og
erlend, sum þeirra hafa prýtt
söngskrá kórsins oft áður en ann-
að var nýtt af nálinni. Þegar
þessar línur em skrifaðar er kór-
inn að leggja í stranga söngferð
til ísraels og er ekki eða efa að
kórinn verði landi og þjóð til sóma
nú sem jafnan áður.
Á þessu ári munu vera rétt 20
ár liðin síðan Þorgerður stofnaði
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
og geta víst allir verið sammála
um að með frábæm starfi sínu
hefur kórinn öðlast verðuga viður-
kenningu og frægð, ekki aðeins
hérlendis heldur og einnig erlend-
is. Það er ekki ætlunin að skrifa
hér afmælisgrein né rekja glæsi-
legan feril kórsins í þessum pistli.
Þó er ástæða til að minna á það
afrek er kórinn vann árið 1984
keppnina „Let the Peoples Sing“
sem BBC-útvarpsstöðin efnir til
árlega, og vakti athygli um allan
hinn tónmenntaða heim.
Það væri e.t.v. að bera í bakka-
fullan lækinn að hlaða lofi á
frammistöðu kórsins í Langholts-
kirkju sl. föstudagskvöld. Söngur-
inn ber sem fyrr þekkingu og
listrænum vinnubrögðum stjóm-
andans fagurt vitni. Samræmið
var í góðu jafnvægi milli radda,
söngurinn sveigjanlegur og blæ-
brigðaríkur, þar sem hinn fislétti
svífandi sópran trónir sem gylling
á fögm listaverki. Þorgerður hef-
ur alveg sérstök tök á sínu fólki
og virðist sem hver einasti kórfé-
lagi leggi sig allan fram og hver
taktur er fylltur fágun og þokka.
Hér er ekkert ofsögum sagt. Það
vita þeir sem vom svo lánsamir
að deila kvöldinu með Hamrahlíð-
arkómum í síðustu viku. Sem fyrr
segir vom lögin úr ýmsum áttum.
Á fyrrihluta efnisskrárinnar vom
eingöngu íslensk verk og mörg
þeirra samin sérstaklega fyrir
kórinn. Þar af var eitt frumflutt
við þetta tækifæri, „Kvöldvísur
um sumarmál" eftir Hjálmar H.
Ragnarsson við kvæði eftir Stefán
Hörð Grímsson. Hjálmar undir-
strikar myndríkan textann og
upphafna stemmningu ljóðsins
með rólyndislegu lagferli og
fínlegum blæbrigðum. Raunar
hljómuðu í huga mér síðustu línur
ljóðsins lengi á eftir fágaðan og
innilegan flutning kórsins á þessu
verki:
„hljóð og fögur sem minning
hrein og hvít eins og bæn.“
Þama heyrðum við einnig jap-
önsku ljóðin, sem Atli Heimir
tónsetti fyrir kórinn og gítar, sem
hér var í höndum Péturs Jónas-
sonar, sömuleiðis „Umhverfi“
eftir Jón Nordal og „Recessionale"
eftir Þorkel Sigurbjömsson svo
að dæmi séu nefnd. Eftir hlé voru
erlend verk tekin til umfjöllunar,
nema hvað Pétur Jónasson lék
með ágætum „Five Studies for
Jacob’s Ladder" eftir Hafliða
Hallgrímsson. Þama mátti m.a.
heyra hið magnaða verk „Wam-
ing to the Rich“ eftir Thomas
Jennefelt, sem kórinn flutti fyrst
með eftirminnilegum hætti sl.
haust.
Héðan fylgja kómum bestu
ámaðar- og afmælisóskir. „Syngj-
andi ambassadorar" mætti hann
gjaman kallast.
Kammersveitin Ensemble 4: Inke Kessler, Atli Sigfússon, Finn
Winslov og Palle Christensen.
Ensemble 4
Tónlist
Egill Friðleifsson
Norræna húsið 14. febrúar
1987.
Flytjendur: Ensemble 4
Efnisskrá: Píanókvartettar eft-
ir W.A. Mozart, Herman D.
Koppel og J. Brahms.
Danska kammersveitin „En-
semble 4“ hélt tónleika í Norræna
húsinu sl. laugardag. Kammer-
sveitina skipa þau Inke Kesseler,
píanó, Atli Sigfússon, fíðla, Finn
Winslov, fíðla, og Palle Christen-
sen, selló. Strengjaleikaramir eru
allir meðlimir í Suður-jósku sin-
fóníuhljómsveitinni, en kammer-
sveitin var stofnuð árið 1983 og
hafa þau leikið saman síðan. Þess
má geta að Atli Sigfússon er son-
irsonur Sigfúsar Einarssonar,
tónskálds, og hefur áður komið
hingað með Sigfússon-kvartettin-
um árið 1970. Á efnisskránni voru
kvartettar eftir Mozart, H.D.
Koppel og Brahms. Norræna hús-
ið býður okkur alltaf öðru hvom
að hlýða á norræna músíkanta
og em þar jafnan ágætir tónlistar-
menn á ferðinni. Svo var einnig
nú. Félagamir í „Ensemble 4“ em
auðheyrilega vel samæfðir og
gerðu marga góða hluti á þessum
tónleikum, sem því miður vom
illa sóttir.
Það var píanókvartettinn í g-
moll K 478 eftir Mozart, sem
„Ensemble 4“ réðst fyrst til atlögu
við, og lögðu hljóðfæraleikaramir
áherslu á létt og leikandi spil, sem
hæfði Mozart ágætavel. Þó leikur
þeirra væri ekki sérlega tilþrifa-
mikill var hann áferðarfallegur
og hnökralítill.
Áhugaverðasta verk efnis-
skrárinnar var nýr píanókvartett
eftir danska tónskáldið Hermann
D. Koppel op. 114, saminn á
síðasta ári. Auk þess að vera tón-
smiður er Koppel ágætur píanisti
og man undirritaður vel eftir því
er hann kom hingað og hélt tón-
leika fyrir rúmum tveimur áratug-
um og lék þá m.a. ítalska
konsertinn eftir Bach. Þó Her-
mann D. Koppel sé nú fullorðinn
maður em engin ellimörk á píanó-
kvartettinum op. 114, þvert á
móti. Hann er bæði spennandi og
skemmtilegur, fullur af snjöllum
hugmyndum og tónhendingum,
oft stuttum, sem höfundur vinnur
úr snöggt og vafningalaust, og
var hér sérlega rösklega fluttur
af „Ensemble 4“.
Eftir hlé heyrðum við svo ábúð-
armikinn píanókvartett í c-moll
op. 60 eftir Brahms og brá víða
við vel útfærðum leik, ekki síst í
fjörugum scherzo-þættinum. Von-
andi sjá fleiri sér fært að hlusta
á „Ensemble 4“ næst þegar þau
koma. Þau eiga það skilið.
SVÆÐISÚTVARP
Útrásin
10.00 Upp og niður. Umsjón:
Arnar Bjarnarson og Teitur
Atlason. (KV).
12.00 Matargat. Umsjón:
Tryggvi Thayer og Ingi Þór
Ólafsson. (KV).
14.00 Smá útrás. Umsjón:
Páll Guöjónsson og Viðar
Halldórsson. (FÁ).
16.00 Styrkur. Umsjón: Sig-
uröur Ólafsson og Hallur
Ingólfsson. (FÁ).
18.00 Á bakvakt. Umsjón: Eva
Ingadóttir og Kristín Þor-
geirsdóttir. (FÁ).
20.00 Vinsældalisti Útrásar.
Umsjón: Birgir Birgisson og
Arnar Erlingsson. (FÁ).
22.00 Afgangar. Umsjón:
Trausti Kristjánsson og
Ragnar Agnarsson. (FÁ).
, FÁ — Fjölbrautaskólinn við
Ármúla.
KV — Kvennaskólinn í
Reykjavík.
MITSUBISHI
(S&IlT
COLT er skutbill meö framdrif, faanlegur ýmist
þrennra dyra eö fimm dyra.
COLT er sérlega lipur í akstri, afar sparneytinn
og hagkvæmur í rekstri.
COLT er mjög notadrjúgur vegna þess aö hægt
er aö leggja aftursætiö niöur og auka þannig
farangursrýmiö stórlega.
Verð frá kr. 347.000.
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Simi 695500
o V r*)
/ v_y
I /