Morgunblaðið - 17.02.1987, Side 16

Morgunblaðið - 17.02.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 íslenskir myndlistar- menn sýna í Stokkhólmi Stokkhólmi. Frá Ásdísi Haraldsdóttur fréttaritara Morgunblaðains. ÍSLENSKIR myndlistarmenn eru óvenju atkvæðamiklir hér i Svíþjóð þessa dagana. Siðasta dag janúarmánaðar, sem að þessu sinni bar upp á laugardag, voru opnaðar tvær sýningar á verkum þeirra i Stokkhólmi. Að morgni laugardagsins var sýn- ingin „Kex — Konst frán Island och Norge" opnuð í sýningarsal Kultur- huset í miðborg Stokkhólms. Þar sýna tólf íslenskir listamenn og jafn margir norskir verk sín. KEX er skipulögð fyrir utan allar listastofnanir og er unnin í samein- ingu af listamönnum frá íslandi, Noregi og Svíþjóð. Enginn listamaður mun sýna verk sín í eigin heimalandi og er þetta í eina skiptið sem lista- menn frá tveimur löndum sýna samtímis. Undirbúningsvinnan hefur mest mætt á þremur umsjónarmönnum, einum frá hveiju landi. Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir var umsjónarmaður fyrir hönd íslendinganna. Að sögn Guðrúnar er hugmyndin upphaflega komin frá sænsku listakonunni Car- ina Hedén. Henni þótti áhugavert að koma á meiri samskiptum á milli listamanna á Norðurlöndum. „Ef við tökum okkur íslendinga sem dæmi eru tengslin mun meiri við meginland Evrópu en við önnur Norð- urlönd," segir Guðrún. Ákveðið var að velja á sýninguna verk eftir fólk sem ekki hefur sýnt á Norðurlöndum áður og fyrir valinu urðu ungir lista- menn. Guðrún sagði að leitast hafí verið við að sýna sem fjölbreytileg- asta list og hefði reyndin orðið sú að sýningin spannar yfír vítt svið. Þar væru málverk, teikningar, grafísk verk, skúlptúrar, hljóðverk (audio) og „video“-listaverk. íslendingamir sem taka þátt í sýn- A tímum aukins hraða og skipulagningar eru #% Victor einmenningstölvurnar sterkur bakhjarl. Þær eru fljótvirkar, öruggar og tækni- lega fullkomnar. Reynslan hefur sýnt að Victor tölvurnar eru vandaðar, sterkbyggðar og hafa lága bilanatíðni. Nú kynnir Victor nýtt og enn fullkomnara lykla- borð, þrátt fyrir að það gamla hafi þótt eitt af þeim bestu sem fyrir voru á markaðinum. Breytingarnar felast meðal annars í að að- gerðatakkamir hafa verið færðir efst á borð- ið og örvatakkarnir orðnir algjörlega sjálf- stæðir og óháðir talnatökkunum. Victor fylgist vel með nýjungum og kappkostar að vera leiðandi í þróun ein- menningstölva. yem i.) I I I l uj.i i.ji /ýangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Á síðari helmingi síðasta árs bættust á sjöunda hundrað nýir Victor eigendur í hópinn. Nýlega millilentu 500 Victor tölvur hjá okkur að Grensásvegi 10. Þessa dagana eru þær óðum að flytja sig yfir á skrifborð landsmanna til að létta þeim pappírsvinnuna, auka nákvæmnina og auðvelda stjórnendum fyrirtækja að taka réttar ákvarðanir. Victor tölvurnar eru á mjög hagstæðu verði og sölumenn okkar eru sveigjanlegir í samningum. Kynntu þér málið - það borgar sig. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 Um síðustu helgi komu 500 Victor tölvur flugleiðis til landsins. Ekki í vikufrí - heldur til að vera. ÞEGAR TIMINN ER PENINGAR... SPARAR VICTOR HVORT TVEGGJA! ingunni eru þau Kristinn G. Harðar- son, Eggert Pétursson, Ingólfur Amarson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Tumi Magnússon, Þór Vigfússon, Jan yoss, Steigrímur E. Kristmundsson, Ásta Ólafsdóttir, Helgi Friðjónsson, Finnbogi Pétursson, Rúna Þorkels- dóttir. Hrönn Ragnarsdóttir. Sýningin í Kulturhuset stendur til 15. mars næstkomandi. íslenska sýn- ingin fer þá til Noregs og verður opin frá 28. mars til 26. apríl. íslend- ingum gefst síðan kostur á að sjá norsku listaverkin í Reykjavík 22. maí til 7. júní og þau sænsku 12. júní til 28. júní. ísbrot í Hasselby-höll Eftir hádegi þennan sama dag var opnuð sýning níu íslenskra lista- kvenna í Gallerie Plaisiren sem stendur við Hásselby-höll í einu af úthverfum Stokkhólms. Konumar tilheyra allar þeim hópi sem sýndi verk sín í Gallerí Lang- brók í Reykjavík. Þær eru Kolbrún Björgólfsdóttir, Sigrún Guðjóns- dóttir (Rúna), Guðrún Guðmunds- dóttir, Edda Jónsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Borghildur Óskars- dóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Sigrid Valtingojer. Fimm kvennanna voru við opnun sýningarinnar og sagði Guðný Magnúsdóttir að þær sem sýndu verk sín þama væm aðeins lftill hluti af þeim hópi sem sýndi í Gall- erí Langbrók. Þær hafí verið valdar með tilliti til þess hve þær nota fjöl- breytilega tækni. „Hugmyndin að þessari sýningu vaknaði fyrst þegar einn af stjóm- armönnum í Hásselby-höll kom í Gallerí Langbrók," sagði Guðný. „Eftir það fóm hjólin að snúast, því hann var víst mjög hrifinn af þeirri blöndu listar og listiðnaðar sem hann sá í Gallerí Langbrók. Sýningarstjórinn hér, Hans Blid- berg, kom svo til íslands í ágúst á síðasta ári og valdi hann úr hópnum með tilliti til að sýningin sýndi áður- nefnda fjölbreytni. Hann heimsótti síðan listakonumar á vinnustofur þeirra og valdi þau verk sem nú em á sýningunni." í Hásselby-höll er menningar- miðstöð höfuðborga Norðurland- anna. Þar era haldnar listsýningar, tónleikar, bókmenntakynningar, fyrirlestrar og fleira. Einnig em haldin námskeið, ráðstefnur og fundir til að efla samskipti þjóðanna1 og þekkingu manna á þessum lönd- um og fólkinu sem í þeim búa. í höllinni er einnig gistiaðstaða og bjuggu íslensku listakonumar þar á meðan þær unnu við að setja upp sýninguna. Sýningunni lýkur 1. mars næst- komandi. - ÁH ÆaeamMBSMH■&. STÝRtLIÐAR SEGULROFAR YFIRÁLAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TÍMALIÐAR ROFAHUS gæði Hagstættverð = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.