Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
25
Kristjáni Jóhanns-
syni vel fagn-
að 1 Toronto
Toronto. Frá Stefáni Guðmundssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins.
KRISTJAN Jóhannsson, óperu-
söngvari, fór nýlega með eitt
aðalhlutverkið í óperunni Rigo-
letto eftir Verdi í O’Keefe í
Toronto og var þetta í fyrsta
skipti, sem hann kemur fram í
þeirri borg. Var frammistaða
hans slík að segja má, að hann
hafi sungið sig inn i hug og
hjörtu áheyrenda í þessari há-
borg kanadískra óperuunn-
enda.
Dagana 29. janúar til 8. febrú-
ar söng Kristján sem gestasöngv-
ari á vegum Kanadísku óperunnar
og fór með eitt aðalhlutverkið í
Rigoletto, hlutverk hertogans af
Mantuca. Var hann þar í góðum
félagsskap ýmissa frægra óperu-
stjarna eins og t.d. enska söngvar-
ans Johns Rownsley, sem fór með
aðalhlutverkið í Rigoletto í Banda-
ríkjaför Ensku óperunnar.
I grein í The Globe and Mail,
einu helsta dagblaði Kanada, seg-
ir John Krugland, að „á hlutverki
hertogans af Mantuca getur oltið
hvernig til tekst með Rigoletto,
bæði hvað varðar leik og söng,
þar með taldar vinsælustu aríum-
ar ... Kristján, sem kom nú í
fyrsta sinn fram með Kanadísku
óperunni, kom vel fyrir á sviði og
hafði hinn rétta, bjarta tenór án
þess að eiga í erfíðleikum með
hæstu tónana."
Kristján Jóhannsson
Áheyrendur fögnuðu Kristjáni
mjög vel og honum hefur nú einn-
ig verið boðið að syngja í Montre-
al. Engir vom þó eins stoltir af
frammistöðu hans og landar hans,
sem búsettir eru í Kanada, og
lögðu margir mikið á sig til verða
sér úti um miða. Það gekk þó
misjafnlega því að þeir seldust
strax upp á allar sýningarnar.
Kristján er nú staddur á íslandi
en mun brátt fara til Banda-
ríkjanna þar sen gengið verður
frá samningum um sönghlutverk
allt til ársins 1991.
Er ekki að veitast að
Siglingamálastofnun
- segir Halldór Ibsen, framkvæmdastjóri
Utvegsmannafélags Suðurnesja
VEGNA fréttar á baksíðu Morg-
unblaðsins síðastliðinn sunnudag
um óendanlega fjölgun smábáta,
sem höfð var eftir Halldóri Ibs-
en, hefur hann óskað eftir því
að koma eftirfarandi á framfæri:
„Ég vil taka það fram, að þegar
ég sagði að frjálsræðið í veiðunum
og stærðarmörkin byðu heim alls
konar svindli og óréttlæti, var ég
ekki að veitast að Siglingamála-
stofnun ríkisins. Siglingamálastofn-
un fer að lögum við stæðarmæling-
ar á bátum og lögin heimila
mönnum að byggja bátana með
þeim hætti að setja í þá sérstök
mælingarbönd og fá með því stærð-
ina mælda niður. Hins vegar er það
fiskveiðistefnan, sem er rótin að því
að menn finna þama og notfæra
sér smugu á lögunum. Mér finnst
rétt að þetta kumi fram og jafn-
framt að allt, sem eftir mér var
haft í fréttinni, var rétt með farið."
IJÓSRITUNARVÉLAR
Þó að tækniframfarirá venjulegum ijósritunarvéium stefni írétta
átt er alltaf þörf fyrirþær sem skara fram úr. Nýju SHARP Ijósrit-
unarvélarnar eru framúrskarandi góðar.
Þærauka framleiðni skrifstofunnar með háþróaðri tæknisem
auðvelt er að stjórna. SHARP vélarnar tryggja þér óbrigðul Ijós-
rit sem eru fullkomin eftirmynd frumrits. I Skrifbæ eru til 8 gerðir
Ijósritunarvéla á lager.
Verð frá kr. 79.900,- stgr.
ÓKEYPIS
HEIMSENDINGAR-
ÞJÓNUSTA
Á BLEIUM
Mothercare býður
ókeypis heimsendingar-
þjónustu á bleium á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Bleiurnar hafa þótt afburða góðar
enda er það sérgrein Mothercare
að láta börnum líða vel.
Bleiurnar fást í þremur
stærðum:
Fyrir börn undir 5 kg . kr. 2.000
Fyrir börn 5-12 kg . .. kr. 2.500
Fyrir börn yfir 12 kg . kr. 3.000
( hverjum heimsendingarpakka
eru 168 bleiur, en minni
pakkningar eru fáanlegar í
versluninni.
Pantanasíminn er 91-26560,
frá kl. 9.00-18.00 alla virka daga.
Mothercare — Laugavegi 13-sími 26560
mothercare