Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 34
Frá vigsluathöfninni, frá vinstri: Pálmi Matthíasson, sóknarprestur, hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og Birgir Snæbjömsson prófastur. Glerárkirkja vígð FYRSTI hluti Glerárkirlgu var vígður á sunnudaginn. Það var biskup- inn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, sem vigði kirkjuna og prédikaði — en hann var sem kunnugt er í áratugi sóknarprestur i Akureyrarprestakalli. Sóknarprestur Glerársóknar, séra Pálmi Matthíasson, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi, og við altarisgöngu voru séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og séra Birgir Snæbjömsson prófastur. Flytjendur tónlistar við þessa athöfn voru: Kirkjukór Lögmanns- hlíðarsóknar og söng Margrét Bóasdóttir, sópran, einsöng, Waclaw Lazars flauta, Atli Guð- laugsson, trompet, Norman H. Dennis, komet og trompet, Gréta Baldursdóttir, fiðla, Lilja Hjalta- dóttir, fíðla, Hulda Garðarsdóttir, selló, auk nemenda úr Tónlistar- skólanum á Akureyri. Stjómendur og organistar vom feðgamir Askell Jónsson ogJón Hlöðver Áskelsson. Við athöfnina á sunnudag voru frumfluttir tveir sálmar. Textinn við þann fyrri er eftir Kristján frá Djúpalæk en lagið eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Textann við síðari sálm- inn gerði Sverrir Pálsson skólastjóri en Áskell Jónsson gerði lagið. Glerárprestakall var formlega stofnað haustið 1981; í því em tvær sóknir, Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðssókn í Grímsey. Fyrsta prestskosning fór fram 6. desember 1981 og var séra Pálmi Matthíasson skipaður sóknarprestur 1. janúar 1982. Núverandi byggingamefnd Glerárkirkju var skipuð á fundi sóknamefndar 22. nóvember 1983, en fyrri byggingamefndir höfðu þá unnið undirbúningsstarf. Glerárkirkja á sunnudaginn. Ingi Þór Jóhannsson formaður bygginganefndar kirkjunnar. Marinó Jónsson formaður sókn- arnefndar. Fóðurverksmiðja ístess hf. í Krossanesi gangsett í dag: Utflutningur til Færeyja grundvöllur verksmiðjunnar - segir Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri „VIÐ EIGUM í harðri samkeppni, en stöndum traustum fótum á markaðnum. Við höfum mikla þekkingu og góða vöru og höfum ekkert að óttast,“ sagði Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ístess hf. á Akureyri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. ístess hf. er að byggja fóðurverksmiðju í Krossanesi og verður verksmiðj- an gangsett í dag. ístess hf. var stofnað 1. júlí 1985 af T. Skretting a/s í Noregi sem á 48% hlutaíjár, Sfldarverksmiðjunni í Krossanesi sem á 26% og Kaup- félagi Eyfirðinga sem á 26%. Pétur Bjamason markaðsstjóri ístess var ráðinn starfsmaður við stofnun fé- lagsins og var lengi eini starfsmað- urinn. Guðmundur var ráðinn framkvæmdastjóri 15. júlí 1986, en hann er landbúnaðarhagfræðingur frá háskóla í Noregi og starfaði áður sem framkvæmdastjóri hag- deildar Stéttarsambands bænda. Pétur Bjamason sagði að viðræð- ur T. Skretting, Krossanesverk- smiðjunnar og KEA hefðu komist á fyrir forgöngu Krossanesverk- smiðjunnar og Iðnþróunarfélags Eyjaflarðar. Fyrir Krossanesverk- smiðjunni hefði vakað að komast inn á markaðinn með gæðaloðnu- mjöl sem þar væri framleitt. Hefðu þessir aðilar leitað fyrir sér hjá nokkrum fóðurframleiðendum og síðan óskað eftir samstarfi við T. Skretting. Var ákveðið að reist yrði verksmiðja á Akureyri og að íslenska fyrirtækið myndi annast markaðsstarf á Tess-vörunum á íslandi og í Færeyjum. Erlendi samstarfsaðilinn, T. Skretting a/s, er gamalt fjölskyldu- fyrirtæki með höfuðstöðvar í Stavanger. Það hefur frá upphafi framleitt ýmsar kjamfóðurblöndur og byijaði með fískfóður þegar fisk- eldið hófst fyrir alvöru í Noregi. Pétur sagði að T. Skretting væri stærsti fískfóðurframleiðandi á Norðurlöndum, með um 50% af markaðnum. ístess hf. tók til starfa í júlí 1985 sem innflutnings- og söluaðili á Tess-vömm, sem er fiskfóður, loð- dýrafóður og búnaður til fiskeldis og loðdýraræktar auk ráðgjafar- þjónustu. Jafnframt var hafinn undirbúningur að byggingu verk- smiðjunnar í Krossanesi. Um mitt síðastliðið sumar var bytjað á grunni verksmiðjuhússins og húsinu sjálfu um haustið. Undanfamar vik- ur hefur verið unnið við uppsetn- ingu tækja og er því verki nú lokið. Auk verksmiðjuhússins sjálfs byggði Istess lítið starfsmannahús við hliðina, en leigir birgðageymslu af Krossanesverksmiðjunni. Nú eru starfandi 7 menn í verk- smiðjunni og þrír á skrifstofunni, auk eins starfsmanns í Færeyjum. Fólkinu fjölgar á næstunni og í náinni framtíð er búist við að 15—20 starfsmenn vinni hjá fyrir- tækinu á Akureyri. Guðmundur sagði að áætlað væri að framleiða 7 þúsund tonn af fóðri á þessu ári. Þriðjungurinn færi á innanlandsmarkað en 2/s hlutar til Færeyja. Sagði hann að þeir hefðu um 60% þessa markaðar. Fram- leiðslugeta verksmiðjunnar er rúmlega 12 þúsund tonn á ári og er búist við að hún verði fullnýtt innan fárra ára. Ef á þarf að halda er síðan hægt að tvöfalda fram- leiðslugetuna á hagkvæman hátt. „Við stöndum á erfiðum tíma- mótum í fiskeldinu, allt er í óvissu með framvinduna. Gífurlegur vöxt- ur hefur hins vegar einkennt þessa grein og er búist við að 5—6 þús- und tonna framleiðsla á matfiski verði hér á landi innan fárra ára. Það myndi þýða 8—9 þúsund tonna markað fyrir þurrfóður. Auk þess getur verið verulegur markaður fyrir loðdýrafóður, þannig að við horfum bjartsýnir fram á veginn," sagði Guðmundur. Samkeppnin Önnur stór fiskfóðurverksmiðja, Ewos hf. í Reykjavík, er í undirbún- ingi auk þess sem Mjólkurféiag Reykjavíkur framleiðir fískfóður undir dönsku vörumerki. Aðspurður um samkeppnisstöðuna sagði Guð- mundur: „Við höfum tryggt starfs- grundvöll okkar með Færeyjamark- aðnum. Hann gerir okkur kleift að byija með svo mikið magn að við náum strax viðunandi nýtingu á Morfwnblaðið/Bjami Framkvæmdastjóri ístess ásamt nokkrum af helstu starfsmönnum fyrirtækisins. Pétur Bjarnason markaðsstjóri situr við skrifborðið. Standandi eru (f.v.): Jón Árnason gæðastjóri, Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri, Anna Hallgrímsdóttir skrifstofustúlka og Einar Sveinn Ólafsson verksmiðjustjóri. Guðmundur framkvæmdastjórí og Einar verksmiðjustjóri fyrir fram- an verksmiðju ístess í Krossanesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.