Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 4 Gagnrýni hermálanefndar: Slæleg framganga Reagans vegna Reykjavíkurfundarins samlega mynd af niðurstöðum hans, sýnir að ruglandi og upplausn settu svip á störfm í Hvíta húsinu." í skýrslunni er lögð áhersla á það, að Caspar Weinberger, vamar- málaráðherra, hafí ekki verið í fylgdarliði forsetans til Reykjavík- ur. Aspin segir, að með forsetanum hafí verið 67 sérfræðingar frá ut- anríkisráðuneytinu en aðeins tveir frá vamarmálaráðuneytinu. Þá segir í skýrslunni, að samn- ingamenn Bandaríkjanna hafí samið við Sovétmenn um brottflutn- ing allra meðaldrægra eldflauga frá Evrópu, þótt þeim væri ljóst, að bandamenn Bandaríkjanna innan NATO myndu ekki fallast á slíkan samning. Þá telur neftidin, að tillög- ur Bandaríkjamanna um útrýmingu á öllum langdrægum kjamorkueld- flaugum auk brottflutnings Evrópu- eldfíauganna myndu hafa alvarleg- ar afleiðingar fyrir vamarstefnu NATO og draga úr fælingarmætti í þágu vama í Evrópu. Telur nefndin, að ijórum mánuð- um eftir fundinn ríki enn „furðuleg óvissa um það, hvað raunverulega gerðist þar“. Menn séu alls ekki á einu máli um, hvað var til umræðu meðal leiðtoganna og hvað það var, sem þeir höfðu nærri samþykkt. „Þegar litið er til baka, er unnt að færa rök fyrir því, að Reagan- stjómin hafí verið illa búin undir samningaviðræðumar og það hefði þess vegna komið sér illa fyrir hana, ef niðurstaða hefði náðst,“ segir í skýrslunni og ennfremur: „Embætt- ismenn greindi beinlínis á um það, hver hefði orðið niðurstaðan í jafn mikilvægum atriðum og því, hvort þeir hefðu samþykkt að útrýma á 10 árum — langdrægum kjamorku- eldflaugum eða öllum kjarnorku- vopnum — og hvort þeir hefðu átt von á því, að allt sigldi í strand vegna geimvamaáætlunarinnar, eða þeirri lokaákvörðun Gorbachevs að tengja öll umræðuatriðin sam- an.“ Leiðrétting TVÖ orð misrituðust í bréfí Guðríð- ar Magnúsdóttur í Velvakanda á sunnudag og breyttu merkingu við- komandi setningar. Lok bréfsins átti að vera þannig: „En var þá ekki á þeim tíma til fólk sem heldur en gjarnan hefði viljað baða sig í lýsingum á ein- hveijum ólánsmanneskjum. Vissu- lega. Munurinn er bara sá að þá veittu áhrifamestu fjölmiðlunum forystu þeir menn sem ekki vildu verða valdir að fjölgun í þeim hópi, menn sem gerðu sér ljósa þá gífur- legu ábyrgð sem því fylgir að vera skoðanamyndandi í siðferðilega við- kvæmum málum og notuðu ekki samvisku sjna sem skiptimynt fyrir aukinn áskrifendafjölda. Burt með ábyrgðarmenn þeirra fjölmiðla, sem reyna að draga okk- ur niður á stig sora stórþjóðanna. Höldum vöku okkar og horfum ekki aðgerðarlaus á það sem við vitum að leiðir til hnignunar á siðgæðisvit- und þjóðarinnar. Það hafa verið stofnuð samtök af minna tilefni en því að veita fjöl- miðlum nauðsynlegt aðhald með mætti skipulagðra fjöldaupp- sagna." Washington, Reuter, AP. FULLTRÚUM Bandaríkjahers var meinaður aðgangur að leið- togafundinum í Reykjavík í orðsins fyllstu merkingu. Banda- ríska viðræðunefndin vissi, að málatilbúnaður hennar á fundin- um nyti ekki stuðnings á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Innan bandarísku sendi- nefndarinnar var hart deilt um þær víðtæku afvopnunartillögur, sem ræddar voru á fundinum. Þetta eru meðal annars niður- stöður skýrslu hermálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um fund þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev í Reykjavík í október síðastliðn- um, sem birt var á sunnudag. Fulltrúar beggja flokka, demókrata og repúblíkana, eiga sæti í nefnd- inni, en andstæðingar forsetans, demókratar, eru þar í meirihluta. I jrfírlýsingu, sem fylgir skýrslunni, segir formaður nefndarinnar demó- kratinn Les Aspin meðal annars: „Yfirlit yfír allan gang málsins frá þvf að boði Sovétmanna um skyndi- leiðtogafund var tekið og þar til tekið var til við að draga upp vin- AFMÆUSfyÁMSKE!© HEFST 23 FE8RÚAR 1. KERFI LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN Fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum 2. KERFI FRAMHALDSFLOKKAR Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. 3. KERFI RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur, eða þær, sem þurfa að fara varlega. 4. KERFI MEGR UNARFLOKKAR Fjórum sinnum í viku fy'rir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. 5. KERFI AEROBIC J.S.B. Okkar útfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatímar fyrir ungar og. hressar. ALDAHiiv—- ^ 20 ÁM 3. apríl Hótel Sögu Nú verða sýnd í þetta eina sinn stutt atriði úr öllum helstu stórsýningum JSB. Ath.: þetta verður ekki endurtekið. Dagskrá: Fordrykkur við Ijúfa tónlist. Matarveisla. Stuttávörp og viðurkenningar. Dans- og söngvasýning aldarinnar. Dansaðtilkl. 3.00. .A Simant»«'en t&frt Innritun alla daga í símum 79988, Hraun- berg, og 83730, Suðurver. Afmælisgjöfin: 20% afmælisafsláttarkort verða afhent viðskiptavinum skólans á afmælisnámskeiðinu og gilda þau fré 1. aprfl - 1. sept. ’87. LÍKAMSRÆKT Jassballettskóla Báru Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.