Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 37 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Mig langar að spytja þig um stjömukort drengs (sonur minn) sem er fæddur 30. desember 1978, kl. 9.45 að morgni í Reykjavík. Ég vil að þú segir mér það sem þér dettur í hug varðandi stjömukort hans. Takk fyrir. Júlí 1959.“ Svar: Hann hefur Sól, Tungl og Mars í Steingeit, Merkúr og Rísandi í Bogmanni og Ven- us og Miðhiminn í Sporð- dreka. Steingeit, Bogmaður og Sporðdreki. Alvörugefinn Margar plánetur í Steingeit benda til þess að sonur þinn sé alvörugefinn og frekar hlédrægur persónuleiki. Sterk ábyrgðarkennd er ein- kennandi sem og góðir skipulagshæfileikar. Jarðbundinn Hann er jarðbundinn, þarf öryggi og þarf að fást við gagnleg og uppbyggileg málefni. Metnaður er tölu- verður. FróÖleiksfús Bogmaður Rísandi táknar að framkoma hans er opnari og eirðarlausari en innri maður hans. Hann hefur þörf fyrir að hreyfa sig, ríka þörf til að tjá sig og ræða málin. Hann er því forvitinn og fróðleiksfús. Nauðsynlegt er að gefa honum tækifæri til að svala þessari fróðleiks- þörf, m.a. með því að gefa honum bækur, gefa sér tíma til að svara spumingum hans og fara með hann á sýningar o.þ.h. Imyndunaraj7 Neptúnus er í samstöðu við Merkúr og Rísandi. Það táknar að hugsun hans er draumlynd, að hann hefur sterkt ímyndunarafl. Agætt er að hvetja hann til að þroska þessa hæfileika, hvetja hann t.d. til að teikna eða gefa honum kost á að spila á hljóðfæri. Dulur Það sem helst gæti háð hon- um er að hann er tilfinninga- lega dulur, formfastur og inn í sig. Þú þarft að hvetja hann til að opna sig og segja frá því sem honum finnst eða mislíkar. Hvetja hann til að sýna ástúð. Þetta get- ur þú best gert með þvf að gefa honum hlýju og ást, og tala við hann um tilfínninga- mál. Hann er tilfinningalega íhaldssamur og þarf öryggi og reglu í daglegu lífi. Það fer t.d. ekki sérlega vel með litlar Steingeitur að skipta oft um umhverfi og skóla. Það að skapa honum ömggt umhverfí kemur í þinn hlut. Ábyrgöarstörf Ég tel að hann hafi hæfíleika á skipulags- og stjómunar- sviðum. Verkfræði, bygg- ingafræði, tæknifræði á vel við Steingeitina, einnig við- skiptafræði og það að fást við fyrirtækjarekstur og þ.h. Hann þarf að fást við hag- nýt verkefni og takast á við ábyrgð. Best er fyrir þig að láta hann sjálfan fínna sína stefnu, en gefa honum já- kvæða hvatningu og stuðn- ing, sérstaklega tilfinninga- lega. Þar sem hann er metnaðargjam er nauðsyn- legt að styðja hann hvað varðar skólanám og mennt- un. Þú ættir að hjálpa honum að þroska ábyrgðar- kennd sína, m.a. með því að treysta honum fyrir ákveðn- um verkefnum, láta hann skipuleggja og axla ábyrgð sem hentar aldri hans hveiju sinni. GARPUR X-9 TOMMI OG JENNI FtREFTlR þvi HVEC AV\LTÍP- UÓSKA FERDINAND SMAFOLK Are we walking 5CHOOL A6AIN THI5 VEAK ? ~r NQWELL BE KIPIN6 IN A "MOBILE ATTENPANCE MOPULE.'I.THAT'S UJHAT THEV CALL A 5CH00L BUS MOU) UIILL UJE KNOUJ UJHERE TO GET ON ? L00K FOR A 5IGN THAT 5AY5/M0BILE ATTENPANCE MOPULE 5T0P " Förum við aftur gangandi í skólann í vetur? Nei, við ökum í tæki sem er kallað „Hreyfanleg mætingarfeija" ... það er fínt nafn á skólabílnum. Hvernig vitum við hvar við eigum að taka hann? Með því að finna skilti sem stendur á „Hreyfanleg mætingarferja — stanz.“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Fyrrum heimsmeistari, Billy Eisenberg frá Bandaríkjunum, tók skakkan pól í hæðina í leik Bandaríkjamanna gegn Sam- vinnuferðum/Landsýn í fjórðu umferð sveitakeppni Bridshátíð- ar sl. sunnudag. Eisenberg og félagi hans, Alan Sontag, kom- ust í ijóra spaða á þessi spil, sem Eisenberg stýrði í suður: Norður ♦ G104 V 8654 ♦ ÁK2 *D54 Suður ♦ Á7652 VKD3 ♦ 76 ♦ ÁKG Jón Baldursson í vestur spil- aði út lauftíunni. Fyrsta spuming: Hvað viltu gera í öðrum slag? Hættan í spilinu er að gefa tvo slagi á tromp og tvo á hjarta ef ásinn er í vestur. Eisenberg ákvað að drepa fyrsta slaginn heima á ás og spila litlu trompi á blindan. Sú íferð tryggir hon- um fjóra slagi á tromp ef vestur- á Kx eða Dx. Jón tók á trompdrottninguna og spilaði laufníunni. Önnur spuming: Hvað nú? Eisenberg drap slaginn á drottningu blinds og lét spaða- gosann rúlla yfir. Jón fékk á kónginn, spilaði laufi, sem Sig- urður Sverrisson trompaði og hámaði í sig hjartaásinn. Einn niður! Spilamennska Eisenbergs er í sjálfu sér ekki óeðlileg. Ef hjartaásinn er í vestur má ekki gefa nema einn slag á spaða, svo honum er vorkunn að reyna svíninguna. Einhver benti á að betra hefði verið að spila strax hjarta á kónginn í öðnim slag — til þess eins að kanna hvoru megin ásinn er. En það er hæpin spila- mennska. Bæði hlýtur það að vera sjálfsögð vöm hjá vestri að dúkka með ásinn, og ef vöm- in drepur strax á hjartaásinn em meiri líkur á því að laufstunga náist. Svo kannski hefur Eisenberg sagt eins og svo oft í þessum stöðum: „Right in theory, wrong ;n practice.“ Leiknum lauk annars með 17—13 sigri Bandaríkjamann- anna. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar kom þessi staða upp í viður- eign stórmeistaranna Korchnoi, Sviss, sem hafði hvítt og átti leik, og Gut- man, ísrael. 34. Rf5+! - gxf5, 35. Dh5 I mótsblaðinu er hér rang- lega sagt að svartur hafi gefist upp. Virðuleg uppgjöf er auðvitað orðin um seinan því svartur er mát. Korchnoi sigraði á mótinu ásamt Short, en Gutman varð langneðstur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.