Morgunblaðið - 17.02.1987, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
Ifcveðjuorð:
Tómas G. Hallgríms-
son frá Siglufirði
Fæddur 25. júlí 1911
Dáinn 19. janúar 1987
Fullorðnum, brottfluttum Sigl-
fírðingi þarf ekki að bregða, þó
heyrist í frétt að borinn og barn-
fæddur íbúi þar sé látinn.
Ég lagði við hlust er ég heyrði
þá fregn, að vinur minn og æskufé-
lagi Tómas G. Hallgrímsson hefði
látist í Borgarsjúkrahúsinu í
Reykjavík 19. janúar sl. Ég hafði
_að vísu haft spurn af því, að hann
hefði um skeið ekki gengið heill til
skógar. Þó kom mér það á óvart,
hve skammt var að skapadægri —
en það var nú það.
Ég var einum æskuvini fátækari
— einum af mörgum frá Siglufirði —
Siglufírði þeirra ára, þegar síld og
tunnuvinna sameinuðu unglinga,
fjölskyldur og síldarkaupmenn.
Hinn mikli athafnamaður, Norð-
maðurinn Ole O. Tynes, hafði byggt
sér og konu sinni, frú Indíönu, stórt
heimili við Aðalgötuna á Siglufirði
skömmu eftir aldamótin og uppi á
kvisti í þessu húsi fæddist fyrsta
barn þeirra hjóna, nýskipaðs hér-
aðslæknis Guðmundar T. Hall-
Tgrímssonar og frú Camillu Terese,
Thors Jensen, 25. júlí 1911 Tómas
G. Hallgrímsson, sem þessar línur
eru helgaðar að ævilokum hans.
A meðan nýi héraðslæknirinn og
trúlega ljósmóðirin í Siglufirði, Jak-
obína Stær, voru að aðstoða frú
Camillu við að koma frumburði
sínum í siglfírskt umhverfi var
byggingameistarinn í bænum,
Kjartan Jónsson, að reisa stórhýsi
fyrir þau hjón við Gránugötu, sem
íðar varð framtíðarheimili læknis-
' i jónanna og barna þeirra upp frá
i »ví.
Auk Tómasar eignuðust þau hér-
iðslæknishjónin 5 börn, en þau eru:
Vlargrét Þorbjörg, gift Pétri John-
.son, hagfræðingi. Þau eru búsett í
Bandaríkjunum. Thor, kvæntur Ól-
afíu G. Jónsdóttur, búsett í
Reykjavík. Ásta Júlía, gift Jóni
Stefánssyni, framkv.stj., búsett í
Reykjavík. Eugenía, gift Samuel
Bergin, fyrrv. major í Bandaríkja-
her, þau eru búsett í Bandaríkjun-
um, og Ólafur Kjartan Ríkharð
Haukur, kvæntur Þórunni Guð-
mundsdóttur, en hann andaðist 21.
maí 1968. Sérstakur efnismaður og
vinur vina. Við vorum um tíma
-jjjnnufélagar.
í þessum systkinahópi og með
foreldrum sínum, Guðmundi T.
Hallgrímssyni lækni og frú Camillu
Hallgrímsson, ólst Tómas upp í hinu
reisulega húsi við Gránugötu beint
norður af svonefndum Kveldúlfs-
bryggjum.
Héraðslæknisfjölskyldan er mér
enn í dag hugstæð. Hún lagði horn-
stein að mörgu menningar- og
framfaramáli á æskudögum Siglu-
fjarðarkaupstaðar. En í dag er
hugurinn staldrar við, er Tómas
G. Hallgrímsson mér efstur í huga
og er það ekki mót von. Hann var
sá eini þeirra systkina, sem ekki
yfírgaf Siglufjörð. Hann fæddist
þar, ólst þar upp og starfaði þar
til hinsta dags.
Tómas G. Hallgrímssön var ekki
langskólagenginn. Auk venjulegrar
fræðslu á Siglufirði var hann við
nám hjá séra Sveinbimi Högnasyni
í Laufási við Eyjafjörð og á Breiða-
bólstað í Rangárvallasýslu. En hann
notaði gáfur sínar vel. Hann stund-
aði verslunar- og skrifstofustörf í
Reykjavík um skeið og einnig á
Siglufírði. Lengst af var hann hjá
síldarútvegsnefnd eða í 22 ár, þar
til skrifstofa nefndarinnar var lögð
niður og flutt til Reykjavíkur. Eftir
það starfaði Tómas, sem fulltrúi
verðlagsstjóra á Siglufirði, þar til
hann lét af störfum aldurs vegna.
Það var ekki nema 5 ára aldurs-
munur á okkur Tómasi og áttum
við því samleið á uppvaxtarárum
okkar. Hann var drengur góður,
fjölhæfur og félagslyndur. Hann
vann íþróttahreyfingunni í Siglu-
fírði mikið gagn. Var einn af
hvatamiinnum að stofnun Knatt-
spyrnufélags Siglufjarðar KS, og
formaður þess lengi, og það mun
vera honum einna mest að þakka
að KS varð meistaralið í knatt-
spyrnu árið 1964. Tómas var mikill
áhrifamaður í félagi verslunar- og
skrifstofufólks á Siglufirði og for-
maður þess í 15 ár. Hann átti
drjúgan þátt í stofnun Landssam-
bands ísl. verslunarmanna, sem
stofnað var í júní 1957, og var þar
fulltrúi í mörg ár.
Eins og Tómas G. Hallgrímsson
átti kyn til var hann ötull sjálfstæð-
ismaður og starfaði mikið fyrir þann
flokk, en öll þau störf á því sviði
vann hann með þeirri drenglund er
honum var meðfædd.
Sjaldan voru svo dansleikir
haldnir að Tómas léki ekki fyrir
dansinum. Hann var að mestu sjálf-
menntaður tónlistarmaður og lék á
píanó, stundum einn, en oft með
félögum sínum með önnur hljóðfæri
er höfðu hinn rétta tón í blóðinu
eins og hann.
Slíkur „músikant" sem Tómas
var starfaði að sjálfsögðu með hin-
um þekkta karlakór Vísi og setti
svip sinn á störf kórsins ásamt fleir-
um, þó það væri ekki lengi.
„Hver er konan sem stóð á bak
við þennan mann?“ er gömul spurn-
Fæddur2.júlí 1904
Dáinn 27. janúar 1987
í dag, 6. febrúar, er vinur minn,
Þorlákur Bernharðsson, borinn til
grafar. Mig langar að minnast Láka
frænda með því að hripa niður á
blað nokkuð af hugrenningum
mínum.
Hann fæddist í Valþjófsdal 2.
júlí 1904 og kvaddi þetta líf 27.
janúar 1987, árla dags, og var það
alveg eftir hans lífsmunstri að taka
daginn snemma. Ég kynntist Láka
tíu ára gamall er hann var að heyja
hjá föður mínum, fyrir nokkrum ám
er hann fóðraði fyrir hann. Á ungl-
ingsárum mínum átti ég athvarf á
heimili Láka er ég kom til Flateyr-
ar, hvort heldur var til lengri eða
skemmri dvalar, og eru minning-
arnar frá þeim tíma Ijós á vegi
mínum. Sumarið 1979 komu hann
og Þóra til okkar í Hraun, og var
meiningin að stoppa dagstund, en
þau urðu hjá okkur í mánuð. Ef
litið er til baka til þess sumars, þá
er ég ekki viss um hvor okkar ætti
ing. Því er fljótsvarað. Á gamlárs-
dag 1955 gengu þau í hjónaband
Björk Jónsdóttir og Tómas G.
Hallgrímsson. Þau stofnuðu heimili
sitt á Siglufirði. Foreldrar Bjarkar
voru heiðurshjónin, Jón Jóhanns-
son, skipstjóri, og kona hans, María
Hjálmarsdóttir.
Með þessu hjónabandi stigu þau
bæði mikið gæfuspor, því þau lifðu
saman í ást og einlægni til hinstu
stundar Tómasar.
Um hjónabandið segir Jesús:
„Það, sem Guð hefír tengt saman.“
Já, Guð tengdi þau vissulega saman
og það var gaman að fylgjast með
hamingju þeirra, ástúð lýsti af þeim
báðum.
Þegar Tómas fann að ævikvöld
sitt nálgaðist og sól lífs síns var
að hníga til viðar sneri hann starfs-
kröftum sínum að því að rita
niðjatal forfeðra sinna, Thors Jen-
sen og hinnar íslensku konu hans,
Margrétar Þorbjargar, en hinn 3.
desember 1983 hefði hinn merki
maður orðið 120 ára. Tómas var
elsta barnabarn þeirra hjóna.
Tómas þurfti að ganga í gegnum
mikinn reynsluskóla síðustu æviár-
in, þegar heilsan bilaði og sjúk-
dómsstríðið tók við: í helgri bók
að þakka fyrir þær samverustundir.
Þau urðu fleiri sumrin sem þau
komu til okkar og síðast sumarið
1985.
Það var gaman að hafa Láka
nálægt sér. Athafnaþráin sem hon-
um var í blóð borin kom svo
skemmtilega fram er hann bar sam-
an þær breytingar í búskaparhátt-
um sem orðið höfðu frá þeim tíma
er hann var stjálfur bóndi.
Ársgamall fluttist Láki með fjöl-
skyldu sinni í Hraun. Þar ólst hann
upp til fullorðinsára. Þar fann hann
lífsförunaut sinn, Þóru Guðmunds-
dóttur Ijósmóður frá Brekku. Láki
hóf búskap hér í Hrauni og var 6.
bóndinn af sama ættlegg er hóf
búskap þar. Það var gaman að
hlusta á hann rifja ýmislegt upp frá
sínum yngri árum og þá áttaði ég
mig á því að það er ekki tilviljun
ein hve margir einstaklingar þeir
eru af þessum meiði, sem hafa orð-
ið miklir athafnamenn í íslensku
þjóðlífi.
Láki eignaðist góðan lífsföru-
naut, eignaðist góð og marinvænleg
börn. Hann var sáttur við Guð og
stendur skrifað: „Gull prófast í
eldi.“ Tómas tók mótlæti sínu með
mikilli reisn, fól hag sinn Drottni,
þakkaði hvem dag, sem honum var
gefínn, bjó sig undir dauða sinn,
svo vel sem hann gat. Og þama
stóð kona hans, Björk Jónsdóttir,
við hlið hans og hjálpaði. Veitti
honum þá blessun, sem elskandi
kona fær veitt.
Séra Ragnar Fjalar Lámsson
flutti minningarorð um Tómas G.
Hallgrímsson 28. janúar 1987 í
Fossvogskapellu og lauk máli sínu
með þessum orðum:
„Fallinn er einn
úr flokki vorum
góður - gætinn
og göfuglyndur.
Þótt skyggi sorg
á sætið auða,
Ijós er þar yfír,
sem látinn hvilir."
Ég bið hinum látna Tómasi G.
Hallgrímssyni Guðs blessunar.
Sendi eiginkonu hans, systkinum
og ættingjum samúðarkveðju.
„Vinir mínir deyja ekki,
þeir hverfa bara í bili.“
Björn Dúason
menn. Þau vistaskipti, sem hafa
orðið, vom honum eðlileg og sjálf-
sögð, það kom oft fram í umræðu
við hann.
Þóra mín, við vottum þér og
börnum þínum og fjölskyldum
þeirra dýpstu samúð við fráfall eig-
inmanns, föður og afa.
Minningin um Láka frænda mun
lifa hér í Hrauni svo lengi sem við
verðum hér.
Guðmundur Hagalínsson,
Hrauni, Ingjaldssandi.
Kveðjuorð:
Þorlákur Bernharðs-
son frá Hrauni
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Landsmálafélagið Vörður
Straumhvörf í íslenskum
landbúnaði
Landsmálafélagiö Vöröur efnir til ráðstefnu um landbúnaöarmál
föstudaginn 20. febrúar nk. Ráðstefnan verður háldin i sjálfstæðis-
húsinu Valhöll og hefst kl. 16.00 og lýkur kl. 20.00.
Á ráðstefnunni verða eftirfarandi framsöguerindi flutt:
1. Þróun i landbúnaði seinustu órin. Doktor Sigurgeir Þorgeirsson.
2. Stjórnkerfi landbúnaðarins. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson
lögfræðingur.
3. Afleiðingar afurðasölu og verðlagsskipulagsins. Steingrímur
Ari Arason hagfræðingur.
4. Staða bændastéttarinnar. Jóhannes Torfason bóndi.
5. Áhríf kvótakerfisins og núverandi framleiðslustýringar. Guðmund-
ur Stefánsson landbúnaðarhagfræðingur.
6. Hvernig er hægt að leysa núverandi vanda? Ketill A. rlannos-
son landbúnaðarhagfræðingur.
7. Stefnumörkun i landbúnaði. Jón Magnússon hdl.
Að loknum framsöguerindum verða umræður og fyrirspurnir. Ráð-
stefnustjóri verður Sigurbjörn Magnússon lögfræðingur.
(
III IVIDAIHIR
F U S
Allir á skíði
Skólanefnd Heimdallar mun standa fyrir skíöaferö um næstu helgi
(föstudag til laugardags). Farið verður frá Valhöll föstudaginn 20.
febrúar kl. 19.00 og haldiö í hinn mjög svo notalega Valsskála í
Hamragili. Margt verður til gamans gert. Að sjálfsögðu verður farið
á skíði og mun formaöur skólanefndar leiðbeina byrjendum. Á föstu-
dagskvöldinu verður kvöldvaka með misvönduðum skemmtiatriöum,
söng og gítarleik. Haldið veröur heim um kl. 17.00 á laugardaginn.
Heimdellingar eru hvattir til að mæta eldhressir og renna sér nokkr-
ar bunur eða njóta bara samveru og vetrarrómantikur til fjalla.
Verð er aðeins 600 krónur. Skráning og nánari upplýsingar í Valhöll
í síma 82900 fyrir föstudag.
Skiðanefnd Heimdallar.
Sauðárkrókur
Aðalfundur Sjáifstæðiskvennafélags Sauðárkróks verður haldinn í
Sæborg sunnudaginn 22. febrúar 1987 kl. 15.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á landsfund.
| 3. Önnur mál.
Kaffiveitingar. Mætum vel og ræöum málin á kosningaári.
Hafnfirðingar
Stefnir FUS heldur félagsfund i Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu
fimmtudaginn 19. febrúar kl. 18.00.
Efni:
Kosning landsfundarfulltrúa.
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Seltirningar
Aðalf undur f ulltrúaráðsins
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi heldur aðalfund
þriðjudaginn 24. febrúar nk. i húsnæði félagsins að Austurströnd
3, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kostning fulltrúa á landsfund.
3. Önnur mál.
Funda- og ráðstefnunefnd Varðar.
Stjórnin.
Stjón fulltrúaráðsins.