Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 17.02.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 Félög — Félagasamtök Inghóll, Selfossi, er kjörinn staður fyrir árshá- tíðir ykkar og þorrablót. Góður matur, glæsileg húsakynni, diskótek eða hljómsveit. Getum annast útvegun á rút- um fyrir hópa. Gerum föst verðtilboð í mat, skemmtun og flutninga ef þess er óskað. Leitið nánari upplýsinga hjá veitingastjóra í síma 99-2585 milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi virka daga eða í síma 99-1356 utan þess tíma. Veitinga- og skemmtistaðurinn Selfossi HVER HÆKKAÐI MINHST? AUÐVITAÐ MAZDA! Könnun Verðlagsstofnunar, sem gerð var nýlega leíddí í ljós að frá því að tollar voru lækkaðir á bíf- reíðum í mars 1986 hefur verð MAZDA BIFREIÐA HÆKKAÐ MINNST ALLRA EÐA UM AÐEINS 7% meðan aðrar nýjar bifreíðar hækkuðu um allt að 29%!! Á sama tíma hækkaði japanska yenið um tæp 10 % svo að verð MAZDA bifreiða er hlutfallslega lægra núna en þegar tollarnir lækkuðu. Það sannast því híð fomkveðna, að þú færð alltaf mest fyrír peningana þegar þú kaupir MAZDA!! Nú gengur óðum á þ»r sendíngar, sem við eigum væntanlegar fram á vorið. Tryggíð ykkur því bíl straz! BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SiMI 68-12-99 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND HEIÐAR FRÍMANNSSON Mikilvægar auka- kosningar í Greenwich 26. febrúar nk. verða aukakosningar í kjördæminu Greenwich í Lundúnaborg. Þær eru til komnar vegna þess, að fyrrverandi þingrnaður þess, Guy Barnett þingmaður Verkamannaflokksins, lézt um jólin. Allt bendir til þess að í þessum kosningum verði tekizt á um þau mál, sem eiga eftir að skipta miklu máli í kosn- ingabaráttunni, sem í hönd fer siðar á þessu ári að öllum líkindum. Fáir búast lengur við, að kosningar verði fyrr en í júní og ýmsir hallast að því að þær verði ekki fyrr en í október. í upphafi kosningabaráttunnar í Greenwich virðist Verkamannaflokkurinn hins vegar stefna á, að kosningabaráttan verði á lægri nótunum og ekki rnikið gert úr stærri málum. Ýmislegt í sambandi við þessar kosningar gæti skipt máli við að meta niðurstöður al- mennra kosninga. lengur, hvað sem gerist í þessum kosningum. Það fer ekkert á milli mála, að íhaldsflokkurinn og Bandalagið voru mjög ánægð, þegar Deirdre Wood var valin frambjóðandi Verkamannaflokksins. Hún er álitin vera yzt til vinstri í brezkum stjómmálum og valin gegn óskum flokksleiðtogans, að því er sagt er. Það má þess vegna búast við því, að í þessum kosningum verði tekist á um það, að sú hófsama Meðaltími í heiminum er kenndur við Greenwich. Hér sést í bak- grunni hinn Konunglegi flotaskóli (Royal Naval College), þar sem allt er í föstum skorðum, þótt hart sé barist í pólitíkinni. Isíðustu kosningum árið 1983 féllu atkvæði þannig: G. Bam- ett (V) 13.361 (38,2%); A. Rolfe (í) 12.150 (34,8%); T. Ford (Bandalagið) 8.783 (25,1%). Aðrir vom með minna en eitt prósent. Meirihluti Verkamannaflokksins var því 1.211 atkvæði. Það virðist ekki mikið fyrst í stað og íhalds- flokknum ætti því að vera hægðarleikur að þjarma svolítið að Verkamannaflokknum í þessu kjördæmi. En það er margs að gæta. í þeim fernum kosningum, sem fóru á undan kosningunum 1983, fékk Verkamannaflokkur- inn aldrei minna fylgi en 50%. Og í kosningunum 1983 fékk Verka- mannaflokkurinn minnst fylgi í nokkrum kosningum frá upphafi. Það er því óvarlegt að draga nokkrar ályktanir af fylgi Verka- mannaflokksins í kosningunum 1983. Það fyrsta, sem ber að at- huga, er, að Neil Kinnock, leið- toga flokksins, hefur tekizt að rífa hann úr þeirri lægð, sem hann var í, þegar Michael Foot lét af embætti flokksleiðtoga. í skoð- anakönnunum á sl. ári hefur flokkurinn ævinlega verið með fylgi á bilinu 35—40%. í auka- kosningum er það regla að stjóm- arflokkurinn á í vök að verjast. Kjósendur eru reiðubúnari í þeim en í almennum kosningum að refsa honum fyrir það, sem illa gengur. Nýleg skoðanakönnun Verkamannaflokksins metur fylgi frambjóðanda flokksins í 52%, frambjóðanda íhaldsflokksins í 28% og frambjóðanda Bandalags- ins í 18% og annarra 2%. Skoðana- könnun í Observer í síðasta mánuði sagði fylgi Verkamanna- flokksins vera um 60% í kjördæm- inu og nýleg könnun á vegum BBC segir það vera um 48%: Flest bendir því til, að Verkamanna- flokkurinn sigri þessar aukakosn- ingar, þótt ýmislegt eigi enn eftir að gerast. Frambjóðendur flokkanna í þessu kjördæmi gætu skipt mjög miklu máli í þessum kosningum. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins er Deirdre Wood, fjög- urra bama móðir á fimmtugsaldri. Hún hefur starfað fyrir yfírvöld menntamála í Lundúnaborg og stutt róttæka vinstrimenn þar. Hún tók þátt ásamt ýmsum leið- togum Verkamannaflokksins í borgarstjóm Lundúna, í að bjóða einum meðlimi Sinn Fein, sem er pólitískur armur IRA, til að flytja ræðu. Hún hefur verið eindreginn stuðningsmaður friðarhreyfíngar- innar, sem berst fyrir einhliða afvopnun, og hún hefur stutt, að svertingjar gætu stofnað sérfélög innan Verkamannaflokksins, en flokksþingið sl. haust úrskurðaði það ólöglegt. Deirdre Wood var tekin fram yfír Glenys Thomton, sem talin var vera frambjóðandi, sem nyti stuðnings Neil Kinnocks. John Antcliffe, frambjóðandi Ihaldsflokksins, er 25 ára gamall og starfar við Rothschild-bankann í Lundúnum. Hann hefur búið lengi í Greenwich, situr í borgar- stjóminni í Greenwich og telur að stefna Verkamannaflokksins verði aðalmál þessara kosninga, því að Deirdre Wood sé í rauninni fulltrúi öfgahópa yzt á vinstri kanti Verkamannaflokksins. Menntamál telur hann að muni hafa áhrif og varnarmál. Það má einnig búast við því, að hneykslis- mál úr City verði kosningamál, þar sem Antcliffe starfar þar og stjómarandstæðingar hafa kennt stefnu stjómarinnar um þessi fjár- málahneyksli. Rosemary Barnes er fulltrúi Bandalags fijálslyndra og sósíaldemókrata. Hún hefur starfað fyrir flokkinn að mennta- málum. Hún telur að menntamál, húsnæðismál og atvinnuleysi verði aðalmál þessara aukakosninga. Hún, eins og John Antcliffe, telur að Deirdre Wood muni hræða fólk frá Verkamannaflokknum. Greenwich er í suðausturhluta Lundúna rétt suður af Thames- ánni. Þar má finna umtalsverða fátækt en þar er líka mikið af vel stæðu fólki. Þar er frægt sjó- minjasafn og þar er heimavöllur Charlton-knattspymufélagsins. Það hefur farið vaxandi, að í kjör- dæmið flytjist ungt, vel efnað fólk og búizt er við að þjónusta fari vaxandi þar í framtíðinni og ferðamannaþjónusta. Það bendir því ýmislegt til þess, að þetta kjör- dæmi verði ekki öruggt Verka- mannaflokkskjördæmi mikið stefna, sem Neil Kinnock hefur barizt fyrir, sé einungis yfirborð- ið, en þeir sem raunverulega ráði flokknum séu róttæklingar, sem velji frambjóðendur á borð við Deirdre Wood. Þetta tengist því, að ýmsar borgarstjómir í Lundún- um, í Brent og Haringey til dæmis, hafa reynzt flokksfor- ustunni mjög erfíðar. Þær hafa barizt fyrir málstað kynvilltra karla og kvenna og krafízt þess jafnvel, að í félagsfræðikennslu í skólum í þessum borgarhlutum verði kynning á fjölskyldulífi kyn- villtra lögð að jöfnu við kynningu á hefðbundnu fjölskyldulífí. Þetta og ýmislegt annað hefur valdið miklu írafári í fjölmiðlum og gefíð íhaldsflokknum tækifæri til að ráðast á „the loony left“, eins og það er kallað. Það hefur komið illa við forystu Verkamanna- flokksins. Deirdre Wood hefur kosið að eyða öllum spumingum um skoð- anir sínar og svarað því til að hún styddi stefnu flokksins. Stjóm- endur kosningabaráttu hennar hafa lagt áherzlu á, að hún verði ekki með stórpólitískar yfirlýsing- ar og kosið að hún hitti kjósendur persónulega til að vinna gegn því, að áróður andstæðinganna um að hún sé ofstækisfullur öfga- maður hafí áhrif. Þetta skipulag hefur gengið fyrstu dagana og blaðamenn segja, að kosningabar- áttan sé heldur litlaus. Aðrir frambjóðendur nota einnig tíma sinn til að hitta kjósendur. A þess- um tíma er ómögulegt að segja, hvaða áhrif kosningabaráttan hefur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.