Morgunblaðið - 17.02.1987, Side 47

Morgunblaðið - 17.02.1987, Side 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987 Móðir hennar, systkini, makar og þeirra böm þakka þá alúð sem þau urðu aðnjótandi í samskiptum við hana. Kæri Kolli og börn, missir ykkar er mikill og tómarúmið stórt, en minningin um ástkæra eiginkonu og móður er huggun á sorgarstund. Öllum nánum aðstandendum votta ég samúð. Vor dýrustu ljóð eru dðpur tjáning á djúpri sorg. Jóhanna Gunnarsdóttir Hún Jóna vinkona okkar er dáin og við sitjum hérna saman, gamli hópurinn, til að minnast hennar. Missirinn er mikill og minning- arnar margar. Fyrir aðeins mánuði sátum við hér á sama stað og ráðgerðum næsta starfsár. Þá var Jóna öðrum viljugri að taka að sér verkefni, sem hún vann að fram á síðasta dag. Við vissum að hún gekk ekki heil til skógar, en þar sem hún lét aldrei bilbug á sér finna, héldum við að kallið kæmi ekki svona fljótt. Fimmtán ár eru síðan við fluttum til Lúxemborgar, allar á svipuðum aldri, fullar af lífskrafti sem þurfti að fá útrás. Margt var gert sér til gamans, meðal annars lagður grundvöllur að litla leikklúbbnum okkar, sem hefur starfað alla tíð síðan. Margar skemmtilegar minn- ingar koma upp í huga okkar er við lítum til baka. Öll þorrablótin hér, sem leikklúbburinn sá um að skemmta á, oft var glatt á hjalla, þegar við vorum að semja og æfa. Ekki má gleyma leikferðinni okkar til Parísar, sjaldan hafa pæjurnar skemmt sér betur. Jóna var sú eina sem þekkti París og kunni frönsku, svo hún var þar með sjálfkjörinn foringi í ferðinni. Jóna sýndi ekki aðeins dugnað í starfsemi leik- klúbbsins, heldur fékk félagsstarf Islendinga héma einnig að njóta krafta hennar. Það sýndi best óbugandi kjark hennar þegar hún lét gamlan draum rætast og fór 42 ára gömul til Bandaríkjanna á flugfreyjunám- skeið, og var sem starfandi flug- freyja í löngum og erfiðum ferðum, aðeins tveim mánuðum áður en hún lagði upp í ferðina löngu. Við þökkum henni samfylgdina. Kolli minn, við sendum þér og börnunum innilegar samúðarkveðj- ur. Góður Guð gefi ykkur styrk. Leikklúbburinn Spuni, Lúxemborg. Skarð er höggvið í okkar íslenska samfélag í Lúxemborg. Jónína Gunnarsdóttir lést á heim- ili sínu í Beidweiler þann 10. febrúar eftir baráttu gegn vágestinum krabbameini. Jónína var félagsvera, tók þátt í starfí okkar öllu og var oft frum- kvöðull. Þannig var hún ein af stofnendum málfreyjudeildar auk leikfélagsins Spuna. Við söknum ungrar konu, sem horfin er frá okkur, löngu fyrir ald- ur fram. Börn og eiginmaður eiga um sárt að binda. Megi góður Guð leggja líkn með þraut. Kveðja frá vinum í Lúxemborg. Kveðja frá málfreyjum í nóvember 1980 voru íslenskar konur kallaðar saman til fundar. Tilefnið var stofnun málfreyjudeild- ar. 22 konur sem mættu á fundinn lýstu yfír áhuga og Málfreyjudeildin Frón var stofnuð þann 8. desember 1980. Feimnar, kvíðnar, stirðar og klaufalegar fíkruðum við okkur áfram í fyrstu, en smám saman jókst sjálfstraustið og hæfni í mannlegum samskiptum. Við urð- um opnari og fijálslegri. Lyftum mörgu Grettistaki með sameigin- legu átaki og áttum saman margar glaðar og góðar stundir næstu sex árin. Jóna var ein af stofnfélögunum tuttugu og tveimur og var með okkur þar til yfír lauk. Hún var ákaflega þægileg í samvinnu, áreið- anleg, samviskusöm og trú yfir smáu sem stóru. Leysti öll verkefni sem henni voru falin eins vel og henni var unnt. Gat verið ákveðin og föst fýrir en þó alltaf fús að kynna sér allar hliðar mála. Lét sig aldrei vanta á fundi og höfðum við það gjaman í flimtingum að hún hefði rétt skotist upp á fæðingar- deild milli funda í febrúar ’82 til að eiga litla ljósálfínn, hana Dísu. Einnig er mér minnisstætt er hún lýsti því fyrir okkur á gamansaman hátt hvemig það kollvarpaði öllum hennar framtíðaráætlunum þegar hún hitti manninn sinn og örlög hennar voru þar með ráðin. Eins og íslendingum er tamt var Jóna dul á tilfínningar sínar og vol og víl var ekki að hennar skapi. Ótrúleg þrautseigja og bjartsýni í baráttunni við illvígan sjúkdóm síðastliðin tvö ár gerði það að verk- um að fæstum okkar var ljóst hversu langt hún var leidd. í októ- Móðir okkar, t GUÐRÚN LIUA ÞÓRÓLFSDÓTTIR, Hjarðarhaga 50, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Heimir Hauksson, Ragnar Hauksson, Jón Haukur Hauksson. t Eiginkona mín og móðir okkar, JÓNÍNA GUNNARSDÓTTIR, verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn 17. febrúar, kl. 13.30 frá Hafnarfjarðarkirkju. Kolbeinn Sigurðsson og börnin. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS PÁLSSONAR, fyrrum bónda f Tungu, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Ljósheima á Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Gunnarsson, Elinborg Gunnarsdóttir, Páll Gunnarsson, Friðmar Gunnarsson, Gunnar Sigurðsson, Steinunn Ulfarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Olga Sigurbjörnsdóttir, Jóna Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ber sl. hittumst við málfreyjur síðast. Var þá ljóst að vegna ýmissa orsaka hafði fækkað það í deildinni að hún var ekki starfhæf lengur. Við sem eftir vomm ákváðum þó að halda hópinn og fara í tveggja daga ferðalag með hækkandi sól. Það er kannski táknrænt að það var Jóna sem dró nafn borgarinnar Aachen í Þýskalandi út. Það ferðá- lag hefur ekki verið farið ennþá, en Jóna er fyrst okkar til að leggja upp í það ferðalag sem fyrir okkur liggur. Þá er ekki verra að hafa bjartsýnina sem gjarnan var í för með Jónu, að förunaut. Trúa því að Jóna taki á móti okkur á leiðar- enda, kynni okkur nýja staðhætti af sinni einstöku trúmennsku og samviskusemi. Þangað til verðum við að ylja okkur við minningamar. Dýrmætasta minningin af kynn- um mínum við Jónu er þegar Dísa litla ljósálfur dvaldi hjá mér í eina viku. Þá tveggja ára lítil mannvera sem möglunarlaust og án þess að víla eða vola varð eftir hjá okkur hálfókunnugum. Þessi pínulitli dugnaðarforkur vakti almenna kátínu á heimilinu. Lítil og hnellin kleif hún alllar tröppur og stiga hjálparlaust af einstakri þrautseigju og þolinmæði. Gafst aldrei upp. Við söknuðum hennar mikið þegar hún fór. En í gegnum hana sá ég ýmsa góða kosti Jónu í skýrara ljósi. Það er erfítt að sætta sig við þá stað- reynd að Jóna sé ekki lengur á meðal okkar. En ég veit að bömin hafa fengið í veganestí marga góða kosti móður sinnar sem hjálpa þeim á erfíðum stundum. Við málfreyjur þökkum Kolla góðar stundir með Jónu í okkar hópi og biðjum honum og bömunum guðs blessunar og huggunar í þess- ari sáru sorg. Fyrir hönd Mfd. Fróns Þorbjörg Jónsdóttir Nótt verður feginn sá er nesti trúir, skammar eru skips rár, hverf er haustgríma, Qöld um viðrir á fimm dögum en meira á mánaði. (Úr Hávamálum). Þessi janúarmánuður var óvenju- mildur. Hvít lilja skaut upp kollinum í garðinum mínum og Jóna mág- kona mín, sem var í heimsókn, sagði að það væri góðs viti. En frostið kom í febrúar og einn morguninn drúpti liljan héluðu höfði. Að kvöldi þess dags var Jóna látin. Ég kynntist Jónu fyrst er leiðir okkar lágu saman úti í París fyrir meira en tveimur áratugum. I hópi íslendjnganna þar úti var hún hrók- ur alls fagnaðar, glæsileg og vel gefín stúlka, sem framtíðin blasti við. Síðar tengdist Jóna fjölskyldu minni er hún giftist Kolbeini bróður mínum og kynni okkar voru strax endurnýjuð og að lokum einnig Parísardvölin fyrir nokkrum árum. Á þessum rúmlega tveimur áratug- um hefur vinátta okkar vaxið og dýpkað og þá einkum eftir að ég dvaldist hjá þeim Kolla og henni í Luxemburg fyrir tæpum þremur árum. Þar mættust áhugamál okkar í Leikklúbbnum Spuna, þar sem ég setti upp leiksýningu, en Jóna, sem var einn af stofnendum Spuna, var meðal leikenda. Sjálf var ég einnig að leita mér að næði til skrifta og sá Jóna vel um að ég fengi það að deginum, á kvöldin æfðum við svo með leiklúbbnum, en margar nætur sátum við að spjalli eftir æfíngar. Enginn hafði einlægari áhuga á verkefninu sem ég var að skrifa en einmitt hún. Að efni þess ætti eftir að snerta svo hennar eigin örlög grunaði hvoruga okkar. Við kvödd- umst svo fyrir tveimur vikum, eftir að hafa farið saman á sýninguna, en hún gat ekki hugsað sér að fara út án þess að sjá þessa afurð, sem henni fannst hún alltaf eiga svolítið í. Eitthvað var ég beygð þegar hún var að fara, en hún brosti til mín og sagði: „Hafðu engar áhyggjur af mér. Ég verð orðin hress í vor.“ Það vor kom ekki og ef til vill vissi hún það innst inni. Kjarkur hennar og óbilandi bjartsýni var með eindæmum. Hún var staðföst í þeirri trú að batinn væri á næsta leiti, kvartaði aldrei og lifði lífinu fram til þess síðasta eins og ekkert hefði í skorist, Jiótt öllum væri ljóst hvert stefndi. Á þeirri erfiðu göngu naut hún umhyggju ættingja, tengdamóður og þó einkum eigin- manns, sem studdi hana og styrkti þar til yfír lauk. Þá reyndust íslend- ingar í Luxemburg henni og Kolla ómetanleg stoð. Hún lést að heim- ili sínu í Beidweiler þann 10. febrúar, nýlega 45 ára gömul, að- eins tveimur og hálfu ári eftir að sjúkdómsins varð fyrst vart. Jónína Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík þann 13. janúar 1942, en foreldrar hennar eru þau Frið- dóra Jóhannesdóttir og Ingimundur Þórkelsson. Móðir hennar giftist síðar Gunnari Halldórssyni, sem gekk henni í föður stað. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgar- skóla og síðar einnig prófi frá Húsmaiðraskóla Reykjavíkur áður en leiðir lágu til útlanda. Hún dvald- ist víða erlendis um nokkurt skeið, lengst í Frakklandi og hafði ætíð mikla unun af ferðalögum og Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Legsteinar ýmsar gerdir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður tungumálum, sem hún hafði sérlega gott vald á. Hún giftist Kolbeini Sigurðssyni, flugstjóra, árið 1966 og eignuðust þau fjögur böm, Sig- urð (fæddur 1966) Jóhannes (fæddur 1969) Björn (fæddur 1977) og loks Friðdóru Dís (fædd 1982). Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, þá í Kópavogi, en fluttust síðan til Sur- inam í Suður-Ameríku, þar sem Kolbeinn vann um skeið sem flug- maður. Þegar hann réð sig til Cargolux árið 1973 fluttust þau alfarið til Luxemburger og eignuð- ust þar fallegt heimili. Öll þessi ár hafa þau verið með annan fótinn á Islandi og mikinn hluta síðasta árs bjuggu þau hér á landi með börnin. Jóna var félagslynd, hörkudugleg og fylgin sér við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var skemmti- leg og leitandi manneskja, trygg- lynd og sannur vinur vina sinna. Hún tók virkan þátt í félagslífí ís- lendinganna í Luxemburg, bæði með leikklúbbnum og málfreyju- samtökunum. Þegar hún veiktist var eins og hún yrði margefld, hún settist á skólabekk, jók þekkingu sína og stóð sig með afbrigðum vel. Tíma sinn nýtti hún vel til hins síðasta. Hún vann um skeið sem flugfreyja og fór sína síðustu ferð fyrir Air France nú um áramótin. Jónu kveð ég með innilegum söknuði og þakklæti fyrir löng og dýrmæt kynni. Fyrir hönd okkar systkinanna og foreldra okkar sendi ég foreldrum hennar og ættingjum samúðarkveðjur og þakkir til allra sem hafa stutt hana, Kolbein og börnin. Bróður okkar biðjum við almættið að styrkja á þessum dimmu dögum og þökkum að hel- stríð hennar skyldi ekki verða lengra. Megi lífið fara mildum hönd- um um börnin þeirra fjögur, sem nú sjá á bak móður sinni. Þórunn Sigurðardóttir §p\t) Skreytum við öll tækifæri ^ Raykjavikurvegi 60, simi 53848. ^ Alfheimum 6. simi 33978. ÍLOMD HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri Opiðfrá kl. 09—21 alla daganemasunnudaga frá kl. 12-18. Sími21330. Blómastofa Friðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Simi 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.