Morgunblaðið - 17.02.1987, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987
Húsfyllir á fundi Þorsteins Pálssonar á ísafirði:
Isfirðingar óttast áfram-
haldandi byggðaröskun
Byggðastefnan verði aðalmál landsfundar Sjálfstæðisflokksins
ísafirði.
BYGGÐAMÁL, með fiskveiði-
stefnuna í fyrirrúmi, varð
aðalmálið á mjög fjölmennum
fundi Þorsteins Pálssonar for-
manns Sjálfstæðisflokksins með
ísfirðingum á laugardaginn.
Að framsöguræðu Þorsteins
lokinni tóku 12 menn til máls og
fjölluðu þeir um ýms málefni sem
Þorsteinn hafði drepið á, en þem-
að í öllum ræðum þeirra var
óttinn við áframhaldandi fólks-
flótta frá Vestfjörðum og þá
erfiðleika sem því væru samfara.
Hans Georg Bæringsson, form-
aður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna á ísafirði, setti fundinn og
skipaði Óla Lúðvíksson fundar-
stjóra.
Fundarboðandinn Þorsteinn
Pálsson flutti yfirgripsmikla ræðu
um sijómarfar núverandi ríkis-
stjómar og bar saman við aðgerðir
-næstu ríkisstjóma á undan. Auk
þess ræddi hann stjómmálavið-
horfín almennt. Stjómarandstæð-
ingar með Alþýðuflokksmenn í
fararbroddi héldu nú marglitar
flugeldasýningar, sem ætlaðar voru
til að ná kjósendum yfír fyrir miðju
stjómmálanna. Varaði hann fund-
armenn við afleiðingum þess, þvf
kæmu vinstri flokkamir vel út úr
næstu kosningum, þýddi það ekkert
annað en ávísun á nýja vinstri stjóm
með vaxandi verðbólgu, rýmandi
• .kaupmætti og almennt verri
lífskjör. Gat hann þar sérstaklega
Alþýðuflokksins, sem hann sagði
að hefði það venjulega að kosninga-
loforði að vinna ekki með kommún-
istum eða treysta styrk niðurrifsaf-
lanna í landinu, en væri þó fyrstur
undir sængina hjá þeim að kosning-
um loknum.
„Ef fólk vill tryggja áframhald-
andi uppbyggingu atvinnulífsins í
landinu og bætt lífslqor launþega
þá verður það að tryggja að styrkur
Sjálfstæðisflokksins eftir næstu
kosningar verði svo mikill að ekki
verði komist hjá að hann taki þátt
i næstu stjóm landsins," sagði Þor-
steinn.
Síðan fór hann yfír pólitfska sögu
síðustu fjögurra ára og sýndi með
dæmum hvemig upplausn og óáran
með 130% verðbólgu var snúið til
betri vegar þrátt fyrir að í upphafí
hafí viðskiptalqör og ýmsar ytri
aðstæður verið erfíðar. Þjóðin var
þá komin á barm efnahagslegs
sjálfstæðis svo vitað var fyrir að
þær aðgerðir sem þurfti að gera
yrðu erfíðar og sársaukafullar. Itar-
legur málefnasamningur var gerður
við samstarfsflokkinn í ríkisstjóm.
Við þennan samning hefði verið
staðið í grundvallaratriðum. Farið
var inn á nýjar brautir í stjóm efna-
hagsmála sem leitt hafa til stöðug-
leika í þjóðfélaginu. Aðilum
vinnumarkaðarins hefur verið gert
skylt að bera sjálfum ábyrgð á
samningum sín á milli og gengi
hefur verið haldið stöðugu. Við-
skiptajöfnuðurinn við útlönd, sem
var orðinn neikvæður um 10%, er
nú kominn í jafnvægi. Jákvæðir
vextir hafa svo leitt til vaxandi
spamaðar, sem dregur úr þörfínni
fyrir erlendar lántökur. Nú er svo
komið eftir aðeins fjögurra ára starf
að kaupmáttur lægstu launa er orð-
inn eins og hann hefur bestur verið
áður og sama er að segja með elli-
lífeyri og örorkubætur.
Eitt af loforðum Sjálfstæðis-
manna fyrir síðustu kosningar var
að afnema telquskatt af almennum
launatekjum. Tekist hefur að lækka
tekjuskatt um 2.800 milljónir króna
og nú liggur fyrir alþingi stjómar-
frumvarp um staðgreiðslukerfí
skatta, þar sem gert er ráð fyrir
að hjón með 2 böm greiði ekki
tekjuskatt af 800 þúsund króna
árstekjum. Verði fmmvarpið sam-
þykkt er það að sögn Þorsteins eitt
mesta framfaraspor í skattamálum
sem stigið hefur verið í landinu.
Það sem athyglisverðast er við
umfjöllun þessa frumvarps er það
að Alþýðusamband íslands hefur
lagst mjög með því að frumvarpið
verði samþykkt, en formaður Al-
þýðuflokksins er með allskonar
útúrsnúninga til að tefla málið, og
ber meðal annars fyrir sig einhvem
huldumann í fjármálaráðuneytinu,
sem á að hafa sagt að þetta væri
óframkvæmanlegt á svo skömmum
tíma. Staðreyndin er, að enginn
maður í ábyrgðarstöðu hefur látið
hafa þetta eftir sér, enda alveg til-
hæfulaust.
Þorsteinn gat þess að útúr púður-
reyk flugeldasýninga Alþýðuflokks-
manna á þingi hefðu komið 70
tillögur um spamað í ríkisrekstrin-
um útfært í krónum og aurum.
Aðeins eitt hafði þeim þó láðst að
gera, það var að leggja saman og
draga frá, því niðurstöður tillagn-
anna sýndu að allur spamaðurinn
var orðinn að 500 milljóna aukaút-
gjöldum.
Alþýðubandalagið sem var lengi
höfuðandstæðingur Sjálfstæðis-
flokksins virðist nú lifa í pólitísku
tiigangsleysi, að sögn Þorsteins.
Aður höfðu þeir skýrt markaða
stefnu, sögðust vera málsvarar
verkalýðs og sósíalisma og and-
stæðingar hers í landi. Nú hrapa
verkalýðsforingjamir niður met-
orðastiga _ bandalagsins, ekki er
minnst á ísland úr NATO, herinn
burt í stjómarsamstarfsviðræðum
og nú hreykja þeir sér mest af því
að einn aðalmaðurinn á lista þeirra
í Reykjaneskjördæmi er sjálfstæður
atvinnurekandi."
Að lokum sagði Þorsteinn Páls-
son, að ekkert væri hægt að segja
um hveijir störfuðu saman í ríkis-
stjóm eftir næstu kosningar.
„Sjálfstæðisflokkurinn þarf á styrk
að halda frá kjósendum sínum til
frekari uppbyggingar. Við viljum
frelsi atvinnurekstursins, festu og
öra uppbyggingu. Á fundum undan-
farið hef ég fundið að fólk metur
það sem við erum að gera. Við verð-
um að ná jöfnuði í ríkisfjármálum
og við verðum að vinna að byggða-
þróun í landinu. Stöðugleiki er
undirstaða þess að árangur náist.
Eg hef ástæðu til bjartsýni. Ný
framtíðarsýn á íslandi er í sjón-
máli,“ sagði Þorsteinn í niðurlags-
orðum.
Einar K. Guðfinnsson, þriðji
maður á lista Sjálfstæðisflokksins
á Vestfjörðum í næstu Alþingis-
kosningum tók næstur til máls. í
ræðu sinni lagði hann megináherslu
á að stöðva byggðaröskunarskrið-
una, sem komst á mesta ferð 1981
í einhveiju mesta góðæri sem verið
hefur í sjávarútvegi og fískiðnaði.
Hann taldi megin ástæðuna vera
viðskiptahallann, þar sem útflutn-
ingsvörumar væru seldar of lágu
verði til að standa straum af gróða
heildverslunar og annarra innflutn-
ingsaðila. Þjónustustigið væri yfír-
leitt mikið lægra í dreifbýlinu en í
Reykjavík og hefði það mikið að
segja um afkomu fólksins. „Nú
stendur þjóðin á tímamótum. Hefð-
bundin byggðastefnumarkmið
dugðu ekki, nú verður Sjálfstæðis-
flokkurinn að hafa forystu í
framsetningu nýrrar og framsæk-
innar byggðastefnu, sem byggði á
viðurkenningu á mikilvægi undir-
stöðuatvinnuveganna sjávarútvegs
og landbúnaðar," sagði Einar.
Halldór Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri á ísafírði, talaði um
að ýmsir flokksmenn gerðu komm-
unum allt of hátt undir höfði. Þessi
§andi á fjósbita lýðveldisins ætti
ekki skilið þá athygli sem Matthías
og Styrmir væru sífellt að gefa
Einar K. Guðfinnsson.
Halldór Hermannsson.
Kristján Guðjónsson.
Kristján Jónsson.
Ólafur Helgi Kjartansson.
Magnús Reynir Guðmundsson. Ragnar Haraldsson.
Theodór Nordquist.
Þorsteinn Pálsson flytur ræðu
sína.
þeim í umræðu um hermang og
kommúnisma. Besta leiðin til að
losna við þá væri einfaldlega að
þegja þá í hel. Hann lagði þó meg-
ináherslu á, að ef Sjálfstæðisfíokk-
urinn ætti aðild að næstu ríkisstjóm
þá yrðu ráðherrar flokksins að fara
með sjávarútvegsmál og landbún-
aðarmál, ekki dygði að hafa
einræðisherra á borð við Halldór
Ásgrímsson í starfí sjávarútvegs-
ráðherra. Hann sagðist taka þátt í
Samtökum um jafnrétti milli lands-
hluta af heilum hug, en vildi alls
ekki að samtökin færu út í sérfram-
boð, því þau væru þverpólitísk, en
hann sagði að það dygði ekki leng-
ur, að sveitarstjómarmenn dreif-
býlisins lægju kylliflatir á fullum
hótelum í Reykjavík, við betlidyr
valdsins.
Kristján Jónsson, hafnsögu-
maður, ísafírði, sagðist gefa lítið
út á patentlausnir Jóns Baldvins
Hannibalssonar, eða föður andanna
eins og ’nann kallaði hann, sagðist
þekkja ýmsar þeirra síðan þeir
störfuðu báðir í bæjarstjóm Isa-
íjarðar.
Hann lagði áherslu á að Sjálf-
stæðismenn hefðu kosið sína
forystu og að hann ætlaði forystu-
mönnum að stjóma, það væri svo
hlutverk kjósenda að segja til um
árangurinn. Það þýddi ekki fyrir
skipstjórann að hlaupa niður á dekk
og spyija hásetana ráða ef eitthvað
bjátaði á.
Ólafur Helgi Kjartansson,
skattstjóri, ísafírði, sagði að skort
hefði á mótun byggðastefnu með
tilliti til raunvemlegra þarfa. Lagði
Guðmundur Þórðarson.
Arni Sigurðsson.