Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 9 RAFMOTORAR Flestar stæröir og gerðir fyrirliggjandi. Fljót afgreiösla. .ÉT RÖNNING ium?8a4%9ó TIMINN OG RÉTTA TÆKIFÆRIÐ! í Kramhúsiö oo LÆRÐU AÐ TJÚTTA í EITT SKIPTI FYRIR ÖLLU KENNARI: Hin eina og sanna DIDDA ROKK SÍMAR: 15103+17860 Innritun hafin! Stuðningnr utan háskólans Framboðslisti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í kosninguniun á fimmtudaginn einkenn- ist m.a. af þvf, hve hann skipa margir forystu- menn úr deildarfélögum stúdenta. Þetta styður þá staðhæfingu Vökumanna í kosningabaráttunni, að þeim sé fyrst og fremst umhugað um það, að stúdentaráð verði vett- vangur hagsmunamála háskólanema. Þetta hef- ur Vaka raunar sýnt í verki innan stúdentaráðs á undanfömum árum, vinstri mönnum til mikill- ar gremju og sárrar skapraunar. Sú var tið, eins og margir minnast, að róttæklingar réðu lög- um og lofum i stúdenta- ráði og ályktanir, sem þaðan komu fjölluðu yfirleitt ekki um annað en „heimsvaldastefnu Bandaríkjamia", „fas- isma“ á íslandi og nauðsyn öreigabyltingar! í þessu efni hefur orðið gjörbreyting og fyrir vikið hafa stúdentaráð og háskólanemar al- mennt öðlast virðingu utan háskólans. Það er áberandi, að þorri frambjóðenda Fé- lags vinstri manna kemur úr Æskulýðsfylk- ingu Alþýðubandalags- ins, Samtökum her- stöðvaandstæðinga og E1 Salvador-nefndinni (sem lesendur Staksteina kannast væntanlega við). Þetta gefur visbendingu um það, hver yrðu hugð- arefni stúdentaráðs, ef Félag vinstri manna kæmist þar til valda á ný. En það athyglisverð- asta i kosningabarátt- unni fram að þessu er án vafa yfirlýsing fimm stjómmálamanna i kosn- ingablaði vinstri nianna, sem kom út i vikunni. Orðrétt segir: „Stúdent- ar! Nú standa fyrir dyrum kosningar til stúd- entaráðs. Við eftirtaldir Tekist á um grundvallaratriði I stúdentaráðskosningunum í háskólanum á fimmtudaginn er tekist á um það grundvallar- atriði, hvort ráðið eigi að vera ópólitísk hagsmunasamtök stúdenta eða vettvangur fyrir stjórnmálaáróður róttæklinga. Vaka, fé- lag lýðræðissinnaðra stúdenta, heldur fram hagsmunastefnunni og hefur sýnt það undan- farin misseri hvað í henni felst. Félag vinstri manna er hins vegar svo upptekið af stétta- baráttu og „alþjóðlegu stuðningsstarfi" að áhöld eru um það, hvort það megi vera að því að hugsa um hagsmunamál háskólastúd- enta. stjómmálamenn teljum það mikilvægt hlutverk þess að veita stjómvöld- um nauðsynlegt aðhald I menntamálum. Til þess treystum við Vinstri- mönnum best. Þvi skorum við á stúdenta að greiða B-listanum at- kvæði sitt.“ Undir þessa yfirlýsingu rita síðan nöfn sín Lára V. Július- dóttir, frambjóðandi Alþýðuflokksins i Reykjavík, Guðmundur Ami Stefánsson, bæjar- stjóri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, Kristin Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvenna- listans. Vafasamur stuðningur Innan Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, hafa starfað menn úr öllum borgaralegu flokkunum hér á landi, Sjálfstæðisflokknum, Al- þýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Þess vegna vekur það óneitanlega athygli, að tveir af forvigismönnum Alþýðuflokksins skuli nú opinberlega ganga til liðs við róttæklingana í Fé- lagi vinstri manna. Er þetta kannski visbending um hugðarefni tvímenn- inganna i landsstjómar- málum? Em þeir að gera hosur sinar grænar fyrir Alþýðubandalaginu? Annars má efast um, að stuðningur Alþýðu- flokksmanna þyki mjög eftirsóknarverður meðal stúdenta eftir að Jón Sig- urðsson, efsti maður krata í Reykjavík, kynnti hugmyndir Alþýðu- flokksins tun vexti á námslán. í stefnuskrá Vöku er skýrt kveðið á um þetta atriði: enga vexti og engin lántöku- gjöld segir þar og allur þorri stúdenta virðist sama sinnis. Það kemur svo sem ekki á óvart, að nafn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur skuli vera á lista stuðningsmanna vinstri manna. Hún er sjálf fyrrverandi for- maður stúdentaráðs og var þá í forystu fyrir þá stúdenta, sem vom yst til vinstri í stjómmálum. Og í borgarstjóra Reykjavíkur hefur hún ekki farið leynt með það, að stefna Kvennalistans er ómenguð vinstri stefna. En þeir kjósendur Kvennalistans, sem enn trúa þeim áróðri að list- inn sé hvorki til hægri né vinstri, ættu að veita yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar athygli. Hún tekur af öll tvímæli, hvar Kvemialistinn stendúr, þegar á reynir. Þegar stéttabaráttan er annars vegar er blásið á mál- skrúðið um „reynsluheim kvenna“ og „kvenna- menningu." í gær bættist vinstri mönnum í háskólanum enn einn stuðningsmað- ur. Össur Skarphéðins- son, ritstjóri Þjóðviljans, sem þjóðfrægur er fyrir ást á sannleikanum, sló þvi upp á forsíðu blaðs sins, að nú væri „hægri meirihlutmn" í stúdenta- ráði í hættu. Stuðningur Þjóðviljans við lista vinstri manna er önnur vísbending til stúdenta um það, sem í vændum er verði áframhaldandi forystu Vöku hafnað. Stúdentar eiga sjálfir valið. Kjósi þeir að setja hagsmunamálin á oddinn í stúdentaráði og láta stjómmálafélögin um hið pólitíska starf, leikur enginn vafi á þvi að þeir greiða A-lista Vöku at- ' kvæði sitt. fyrir þá sem vilja spara bæði tíma og fypiphöf n í verðbréf aviðskiptum VERDBRÉFAREIKNINGUR Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans hf. eigandans. Starfsmenn Verðbréfa- markaðs Iðnaðarbankans taka á sínar herðar alla fyrirhöfn vegna verðbréfaviðskiptanna. Eiganda Verðbréfamarkaður 1= Iðnaðarbankans hf. Ármúla7 ® 68-10-40 Með verðbréfareikningi býðst ný þjónusta fyrir þá sem vilja ávaxta fjármuni í verðbréfum á einfaldan og öruggan hátt. Stofnaður er verð- bréfareikningur á nafni hvers eig- anda og hverjum verðbréfareikningi fylgir bankareikningur á sama nafni. Á verðbréfareikninginn eru skráð skuldabréf og hlutabréf eftir óskum verðbréfareiknings nægir að hringja i starfsmenn Verðbréfamarkaðsins og óska eftir að kauþa eða selja verðbréf. Allar peningagreiðslur vegna viðskiptanna renna um bankareikninginn og yfirlit um verð- bréfaeign og hreyfingar á reikn- ingnum eru send með reglubund- num hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.