Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 19 OG SANNUR MeISTARI... ...FER VOLVO 740 VEL MEÐ YfIRBURÐINA munu fæstir þeirra hafa lagt leið sína til Texas sem er í vitundinni tengt kúrekum og byssubófum — vegna kvikmyndanna auðvitað. Jón R. Hjálmarsson heimsótti þetta ævin- týraland með nokkrum félögum og rekur þá sögu einkar skemmtilega þó lítið fari fyrir gvnsmoke í frásögn hans. I Avarpi til lesenda lýsa þeir félag- ar yfir, Jón og Þórður, að hér með sé lokið umsjón þeirra með Goða- steini eftir tuttugu og fímm ára samfellda útgáfu. Þess vegna lýkur þessu hefti með höfunda- og efnis- skrá fyrir ritið allt frá upp hafí. »Goðasteinn mun þó halda áfram að koma út. Sýsluneftid og sýslumaður Rangárvallasýslu hafa áhuga á að hefja útgáfu héraðsrits í Rangár- þingi. Þessir aðiiar hafa leitað til okkar og einkum haft áhuga á að halda sama nafni á hinu nýja héraðs- riti.« Goðasteinn mun því ganga í end- umýjun lífdaganna. Og öruggt má telja að hann komist í góðar hendur því Friðjón Guðröðarson sýslumaður hefur áður stýrt riti af þessu tagi, Skaftfellingi, sem hann hafði veg og vanda af árum saman og var á svip- aðri línu og Goðasteinn; að því viðbættu að Skaftfellingur flutti jafn- an samtímaannál úr héraði. Rangæ- ingar munu því hér eftir sem hingað til eiga sér vísan samastað þar sem þeir geta komið fræðum sínum á framfæri. Bréf Nietzsches Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Friedrich Nietzsche: Samt- liche Briefe. Kritische Studienaus- gabe. I—VIII. Herausgegeben von Giorgio Colli und Mazzino Montin- ari. Deutscher Taschenbuch Verlag — de Gmyer 1986. Hér eru birt bréf Nietzsches frá júní 1850 til janúar 1889. Útgáfan er byggð á Nietzsche: Briefwechsel — Kritische Gesamtausgabe de Gruyters-útgáfunnar. Þessi Studi- en-ausgabe er gefin út af sömu mönnum og de Gruyter-útgáfan, sem tók að koma út 1975 og er áætluð alls 24 bindi. Öll bréf frá Nietzsche eru \ þégar komin út í fyrstu þremur bindum þeirrar út- gáfu. í útgáfunni eru öll bréf frá Nietzsche, tilkynningar, póstkort og orðsendingar, símskeyti, upp- köst bréfa eru einnig birt. Sam- kvæmt undanfarandi skilgreiningu eru textarnir alls 2.841. Allt til þess að þessar útgáfur komu út, var útgáfa bréfa Nietzseh- es meira og minna í molum, ófull- komnar og takmarkaðar útgáfur, oft dreifðar í safnritum, brotaútgáf- ur og ekki alltaf unnar samkvæmt frumtextum, jafnvel falsaðar, en það gilti um ýmis rit Nietzsches 1 allt til þess er Karl Schlectas sýndi fram á þær hrikalegu falsanir og skekkjur sem einkenndu ýmsar út- gáfur höfundarins og unnar voru í ákaflega vafasömum tilgangi. Curt Paul Janz vann einnig þarft verk í þessu skyni, þ.e. að upplýsa falsan- imar. Þessi útgáfa bréfanna, sem er dæmi um vandaða og vel unna vís- indalega útgáfu, er grunnur að allri þekkingu á lífshlaupi Nietzsches. Raunsönn þekking á ævi höfundar- ins var enn brýnni vegna þeirrar skökku myndar sem ill og óheiðar- leg öfl höfðu mótað af höfundinum. Agæt ævisaga Nietzsches eftir fyrr- nefndan Curt Paul Janz (Friedrich Nietzche Biographie I—III. Munch- en Hanser 1978—79. Deutsche Taschenbuch Verlag 1981) olli þáttaskilum í rannsóknum á ævi höfundarins og kvað niður í eitt skipti fyrir öll, þann almúgalega skilning á höfundinum og verkum hans, sem pólitískir misindismenn og gutlarar höfðu leitast við að mynda. Friedrich Nietzsche Útgáfa bréfanna og efni þeirra ófalsað og óskert sýnir svo að ekki verður um villst hvílíkt djúp er stað- fest milli Nietzsches og gutlaranna, sem reyndu að nudda sér utan í höfundinn og eigna sér kenningar hans á sinn kauðalega og álappa- lega hátt. Eins og segir í formála útgáfunn- ar þá eru „bréf Nietzsches í senn bókmenntaleg og heimspekileg og eru hluti „boðskapar" hans til heimsins, eins og önnur verk hans, hluti heildar sem votta verund hans og speki“. Heimildagildi þeirra varðandi heimspeki hans og hugmyndir er einstakt, ekki hvað síst varðandi upphaf ýmissa kenninga og skoð- ana. Þvi verða bréfín einn þáttur í heimspeki hans og auka á gildi þeirra. Bréfasafnið er þó gefið út gegn vilja höfundarins. „Að gefa út bréf eða texta höfundar gegn vilja hans er fullkomið siðleysi. Einkum á þetta við um bréf, sem skrifuð eru einstaklingum, og snerta ekki aðra. Sá eða þeir sem gefa út slíka texta gera sig seka um svik og eiga að- eins fyrirlitning skilið" (Heine). í inngangi segir: „Nietzsche skrifar 25 árum síðar að slík útgáfustarf- semi sé misnotkun og trúnaðarbrot, sem ekki verði þolað.“ Útgefendur viðurkenna þessa afstöðu en með þeim fyrirvara að bréf snillinga verði að birta og taka sér síðan í munn texta Nietzsches um að „bréf væru tákn tímanna og inntak . . .“. Því eru þessi bréf sannarlega tjáning Nietzsches um þessi 39 ár sem bréfin spanna. Með þessari bréfaútgáfu hefur dtv-útgáfan komið út öllum verkum Nietzsches og einnig ævisögu í vönduðustu útgáfum sem hingað til hafa birst. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENNINA OG LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA Opið í Volvosal, Skeifunni 15, alla virka daga frá 9-18 og á laugardögum frá 10-16. VOLVO 740 GL Verð frá kr. 812.000.- Vió lánum allt aó 50%. Tökum notaóa bíla upp í nýja. <T75nnrrrt SKEIfUNNÍ i?"stoÍ!^ ^352t)U.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.