Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 Það ríða hetjur um héruð eftirÁrna Hjörleifsson Það er stundum talað um, að menn séu skeleggir og fylgnir sínum málum. Þeir jafnvel teymi stóra hópa fólks með sér, og er þá oft ekki spurt hvort verkin eru góð eða ill, hvað þá að spurt sé hvort menn standi við orð sín, fólk ein- faldlega teymist áfram af múgsefj- un, en stendur svo uppi ráðvillt að leikslokum. Það eru ótal dæmi til um það þegar heilar þjóðir hafa verið teymdar áfram á blekkingum um veglegri framtíð. Við íslendingar höfum verið blessunarlega lausir við þjóðhöfðingja sem leitt hafa þjóðina út í styrjaldir, en við bjugg- um að vísu við það til forna að höfðingjar riðu um héruð með mannvígum og yfirgangi, seinna voru það svo erlendir kaupmenn sem kúuðu landslýð með einokunar- aðstöðu sinni. En hvemig er ástandið hjá íslendingum í dag? Jú, á síðustu áratugum hefur íslenska þjóðin verið smátt og smátt að breytast, og er nú sest á bekk með mestu velmegunarþjóðum heims. En hvers vegna? Jú, með aukinni tæknivæðingu, eigin nýtingu auð- linda okkar til sjávar og sveita, og ekki síst vegna atorku launafólks í þessu landi, hefur þetta breyst til batnaðar. Er þá nokkuð að í þjóð- félagi sem telst eiga hvað flesta bíla, sjónvörp, myndbönd, síma, með hvað hæstar þjóðartekjur o.fl. samkvæmt meðaltali. Jú, það er nefnilega ekki meðal- talið sem segir hvemig þjóðartekj- um er skipt, og enn síður hveijir leggja mest á sig til að afla þeirra. Við íslendingar búum við það að við veljum okkur þjóðkjörið þing til að stjórna (að vísu ekki með jöfnu vægi atkvæða), en þessu þingi er ætlað að stjóma þjóðarskútu okkar. Þeir sem sækjast eftir starfi þessu, fara misgeyst í því að dásama fyrri gerðir, eða skreyta sig'með löngum loforðalistum. Hinn almenni kjós- andi stendur oft hjá og hlustar á orðagjálfur frambjóðenda, og er æði oft sammála síðasta ræðu- manni og sumir teymast með straumnum. En hvað er það þá sem veldur óróa láglaunamannsins, eftir langan vinnudag? Ef til vill það að hann sér, að laun hans þrátt fyrir allt of langan vinnudag duga ekki til að framfleyta fjölskyldu. Það veldur óróa láglaunamannsins að horfa uppá það að þeir sem geta skammtað sér tekjur sjálfir, lifa í vellystingum, en borga svo til enga skatta. Það veldur óróa láglauna- mannsins, þegar hann er að beijast fyrir 20 til 30 þúsundum króna á mánuði, á sama tíma, sem mánað- arlaun margra eru mörg hundruð þúsund krónur. Það veldur óróa láglaunamanns- ins, þegar hann þarf að standa skil á lánum sínum á gjalddögum, þegar á sama tíma hrokagikkir íjár- magnsins vaða í bönkum og hirða hundruðir milljóna króna til að geta verið í skipaleik o.fl. en koma svo á gjalddaga með allt á hausnum, og segja, þetta fór nú bara svona. Það veldur óróa láglaunamannsins, þegar hann kaupir rándýrar land- búnaðarvörur, og ekki síst þegar hann veit að á sama tíma eru greiddar milljónir í útflutnings- bætur, til þess að útlendingar fáist Árni Hjörleifsson „Nú fyrir þessar vænt- anlegu kosningar munu ýmsir loforðapostular, sem setið hafa á þingi, leita í skjóðum sínum að þeim kosningalof- orðum sem þeir höfðu lofað áður, en ekki haldið, þvínæst munu þeir reyna sama blekk- ingavef inn enn á ný, með ef til vill nokkur ný loforð að auki, minn- ugir þess að það hafði skilað árangri síðast.“ til að kaupa þær. Það veldur óróa láglaunamanns- ins þegar hann greiðir háa orku- reikninga sína, og veit að það er vegna ævintýramennsku og stjóm- leysis í orkuframkvæmdum, svo sem við Kröflu og víðar. Það er æði hlálegt að í svo orku- ríku landi sem Island er, skuli framleiðslukostnaður á rafmagni vera svo hár, að við skulum ekki vera samkeppnishæf við önnur lönd. Það er margt sem veldur óróa lág- launamannsins í þjóðfélagi þar sem munur á ríkum og fátækum fer vaxandi, og það verður trúlega fróð- legt að sjá hvort launamenn munu greiða þeim flokkum atkvæði sitt, sem með stjómaraðgerðum sínum síðustu 15 árin hafa fært stóran hóp launafólks nær fátækramörk- um. Otrúlegt má það vera ef launamenn muna ekki að í kjölfar myntbreytingar og síðan með frjálsri álagningu hefur farið fram einhver mesta eignatilfærsla sem um getur í sögu lýðveldisins, frá launafólki til allskyns milliliða og braskara. Eg nefndi það í upphafsorðum þessarar greinar, að það væm til menn, sem með áhrifum sínum gætu leitt heilar þjóðir, en það kem- ur oft ekki í ljós fyrr en um seinan, en þeir með blekkingum náðu árangri sjálfum sér til framdráttar. Nú fyrir þessar væntanlegu kosningar munu ýmsir loforða- postular, sem setið hafa á þingi, leita í skjóðum sínum að þeim kosn- ingaloforðum sem þeir höfðu lofað áður, en ekki haldið, þvínæst munu þeir reyna sama blekkingavefinn enn á ný, með ef til vill nokkur ný loforð að auki, minnugir þess að það hafði skilað árangri síðast. En hverjir eru svo þessir rauð- hærðu riddarar? Jú, einn þekkja allir, hefur sést með kúrekahatt, hann hefur setið í ríkisstjóm síðustu 15 ár. Afreksverk hans em að keyra verðbólgu upp í ca. 130% en hún hefur að vísu lækkað aftur vegna hagstæðra ytri aðstæðna, og fórna verkalýðsins. Eftir stendur að verð- gildi þeirrar krónu sem kom í kjölfar myntbreytingar er nú innan við 15% af fyrra verðgildi. Þessi sami ridd- ari strauk vestan af fjörðum, heitir að vísu Steingrímur og ætlar nú í víking á Reylqanesi. Þar boðar hann endurreisn út- gerðar, en ólíklegt má það vera ef Reyknesingar muna ekki eftir því að það var þessi sami Steingrímur sem vann á móti því að Reykjanes- kjördæmi fengi fé úr Byggðasjóði á þeim tíma er hagstæðast var og flestar útgerðir og frystihús lands- ins endumýjuðu skip og búnað sinn. Ef til vill er Steingrímur með nýja formúlu með grænum baunum sem nota má á fískiskipin, eins og á jeppann forðum. Þá er það annar riddari sem Reyknesirigar munu sjá, hann ber nafn Gunnars á Hlíðarenda, en er að vísu Schram, þessi höfðingi safn- aði miklu liði í síðustu kosningum undir orðunum tekjuskattinn burt, en nú fjómm ámm síðar mun þessi áróður hljóma aðeins öðmvísi, nefnilega staðgreiðið tekjuskattinn, hlálegt það. Hálf er það nú afkáralegt að heyra hvemig Þorsteinn Pálsson og félagar í örvæntingu sinni láta á síðustu dögum þingsins. Þeir reyna að klambra saman fmmvarpi um staðgreiðslukerfi, sem eingöngu á að ná til þess launafólks, sem tekju- skattur átti að falla niður á, en eftir stendur að atvinnurekendur með öll sín skattsvik verða látnir bíða. Ekki vil ég trúa því, að þessir kúrekar norðursins muni ná að blekkja Reyknesinga í komandi kosningum. Því á Reykjanesi munu Listamanna hverfi í Hveragerði HÚS VIÐ SKÁLDAGÖTU - Hús Gunnars Benediktssonar, sr. Helga Sveinssonar, Kristmanns Guðmunds- sonar, Ríkarðs Jónssonar og Kristjáns frá Djúpalæk. eftir Oddgeir Ottesen Þegar Hveragerði var lítill byggðarkjami í Ölfushreppi og síðar sjálfstætt sveitarfélag bar ein gata þorpsins nafnið Skáldagata. Kom það til af því, að þar bjuggu mörg skáld. Má segja að Hvera- gerði hafi verið listamannanýlenda um 25 ára skeið. Þangað fluttust þeir og reistu sér lítil hús í nánd við heita hveri, en úr þeim leiddu þeir hita í húsin. Vom það mikil þægindi, því aðalhitagjafi vom þá kolin, sem vom hvimleiður eldivið- ur. Víða er kappkostað að minnast listamannanna á margvíslegan hátt. Sumstaðar em reistar styttur og sumstaðar em friðlýst hús þar sem er komið fyrir flestu því, sem minnir á manninn. Nú síðar var verið að reisa styttu af Jóhannesi úr Kötlum vestur í Búðardal. En hann var Dalamaður og kenndi bömum þar í sveitum. Akureyring- ar friðlýstu Nonnahús og Sigur- hæðir, sem em mikil prýði fyrir bæjarfélagið. Þangað koma flestir, sem til Akureyrar fara. Þótt Jón Sveinsson hafi farið þaðan, bam að aldri, og Matthías komið þangað á efri ámm, þá er það stolt Akur- eyringa að minnast þeirra á þennan hátt. Það á að vera stolt hvers byggð- arlags að hafa hýst helstu andans menn þjóðarinnar. Kannski höfum við Hvergerðingar átt það marga þjóðkunna listamenn, að við getum ekki minnst þeirra á veglegan hátt. Hveragerði var um langan tíma kallaður garðyrkju- og listamanna- bær og Kristmann orti „Hveragerði er heimsins besti staður“. Nú er svo komið, að þegar fjölmiðlar em mat- aðir á sögu Hveragerðis, þá er listamannanna að engu getið. Aftur á móti er mikið lagt upp úr því, að garðyrkjumenn séu fmmbyggjar staðarins. Má það rétt vera, ef fer- metrar em lagðir til gmndvallar, því sennilega hafa garðyrkjustöðvar spannað yfir helming byggðarinnar. Þó er ég efíns um, að þær hafi lagt meira í hreppssjóð miðað við um- fang. En þriðji aðilinn skákaði þeim báðum hvað þetta snertir, og það vom braggasóparamir, sem unnu suður á Keflavíkurflugvelli. Eins og þeir sögðu sjálfír: „Þar er allt tíund- að“. Hvað getum við gert til að halda uppi minningu um dvöl listamanna okkar í Hveragerði? Reisa styttu fyrir framan kaupfélagið eða star.d- setja nokkurs konar Nonnahús? Nei, það er okkur ekki nóg. Okkur nægir ekki minna en heil gata. Við tökum Skáldagötuna gömlu og ger- um hana að listamannahverfi. Hveijir bjuggu í Skáldagötu? Skáld- in og rithöfundamir Kristmann Guðmundsson, Gunnar Benedikts- son, sr. Helgi Sveinsson, Jóhannes úr Kötlum, Kristján frá Djúpalæk og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Enn- fremur Gunnlaugur Scheving listmálari og Ríkarður Jónsson myndhöggvari, sem átti þar sumar- bústað og dvaldi í honum langdvöl- um. Hveijir em hinir listamennimir, sem bjuggu í næstu götu við? Hös- kuldur Bjömsson listamálari, Kristinn Pétursson listmálari, Ing- unn Bjamadóttir tónskáld og Ámi Bjömsson tónskáld, sem átti þar sumarbústað. í sömu götu ólst upp lagasmiðurinn og vísnasöngkonan Bergþóra Ámadóttir. Lengra frá bjuggu skáldin Kristján Bender, Hannes Sigfússon og Kári Tryggva- son. Skáldagata, sem nú heitir Fmm- skógar, er 250 m löng og lóðir við hana em samtals 2,3 ha að flatar- máli. Elliheimilið Gmnd í Reykjavík á þár 12 hús, fondurhús og 4 auðar lóðir. Ennfremur er þar sumarbú- staður erfingja Ríkarðs Jónssonar, eitt íbúðarhús og Gistiheimilið Fmmskógar, með hænsna- oggróð- urhúsi. Til mannvirkja teljast einnig 75 m langur og 2 m hár skjólvegg- ur, sem Kristmann lét hlaða úr torfí og grjóti til vemdar tijágróðri sínum. Em þá hús skáldanna enn til? Jú, svo er góðum mönnum fyrir að þakka. Flest þessara húsa em hlað- in ur sandsteini, en sum em timburhús, múrhúðuð eða með asb- estplötum. Þegar Gísli Sigurbjöms- son, forstjóri Gmndar, fór að láta skoða húsin tólf, lá ekkert annað fyrir en að keyra þau á haugana. Mátti hann ekki heyra það nefnt. Það varð að endurbyggja þau ná- kvæmlega eins og þau vom, þau áttu að halda sínu fyrra útliti. Jafn- vel Garðshom, hús Kristmanns, sem er nú mötuneyti fyrir dvalar- fólkið á Ási, fékk miklar endurbæt- ur, en heldur sínum uppmnalega svip með gróðurskála í öðrum end-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.