Morgunblaðið - 11.03.1987, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987
Nýkjörinn
formaður
Kaupmanna-
samtaka
Islands
Mynd þessi er af nýkjömum
formanni Kaupmannasamtaka
Islands, Guðjóni Oddssyni, en
myndin varð viðskila við frétt
sem birtist í Morgnnblaðinu í
gær. Guðjón var kosinn á aðal-
fundi Kaupmannasamtakanna á
Hótel Örk í Hveragerði 7. mars
sl.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðjón Oddson.
Reynum að standast
ströngustu kröfur
í mengunarvörnum
-segja forsvarsmenn Skeljungs og Esso
„VIÐ höfum reynt, á hverjum tíma, á öllum stöðun, að búa
okkur þannig út, að við stöndumst ströngustu kröfur, sem
gilda á hverjum tíma, um mengunarvarnir, “ sagði Ami Ólaf-
ur Lárusson, fjármálastjóri Skeljungs, um þau ummæli
Gunnars Agústssonar í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag,
að „á landinu séu á annað hundrað olíugeymar, þar sem ekk-
ert hefur verið gert til þess að fyrirbyggja að olía geti lekið
í sjóinn.“
Ami Ólafur sagði ennfremur:
„Við höfum reynt að verða við þeim
óskum sem til okkar hafa verið
beint um mengunarvamir, en við
emm háð þeirri staðsetningu sem
yfirvöld á viðkomandi stöðum hafa
valið okkur. A sumum stöðum hefur
okkur verið gert svolítið erfítt fyrir,
þar sem okkur er ákvarðaður staður
til bráðabirgða og þá hlýtur aðstað-
an að taka mið af því. Við virðum
öll mengunarsjónarmið og höfum,
frá árinu 1974 , haft efni sem koma
í veg fyrir útbreíðslu olíu. Við höfum
ávallt svoleiðis eftii á lagér fyrir
okkur sjálfa."
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri
Esso,- sagði um ummæli Gunnars:
„Það hefur nú verið þannig, að
hvergi annars staðar er krafa um
vamarkerfí í kringum gasolíutanka.
Við höfu.m öryggisþrær í kringum
bensíntanka, vegna eldhættu og i
kringum svartolíutanka, vegna
umhverfísvemdar. Hinsvegar er
yfírleitt hvergi krafa um öryggis-
kerfí í kringum gasolíu. Það er létt
olía sem gufar upp á nokkrum dög-
um og verður því aldrei varanleg
mengun af henni, þótt hún leki í sjó.
Við höfum, smátt og smátt verið
að laga allar birgaðstöðvar okkar í
kringum landið. Þar sem þurft hef-
ur að breyta eða dytta að stöðvun-
um, höfum við lagfært þetta. Við
höfúm ekki og munum ekki fara út
í að breyta öllu á einu bretti. Við
höfum ekki kost á því, vegna þess
að þetta er mjög timafrekt. Ég vil
undirstrika það að hér á landi virð-
ast gerðar meiri kröfur í þessum
efnum en annars staðar. Við erum
tilbúnir að verða við þeim kröfum,
þótt við gerum það ekki á einum
degi."
Morgunblaðið/Þorkell
Sjö nemendur 1 lýðháskólanum í Kungálv S Svíþjóð eru nú staddir hér á landi í vikuferð til að
kynnast landi og þjóð. Lengst til vinstri eru Norðmennimir Nils Erik Norrvald og Birgitte Bjöm-
haug, þá Finnarnir Annukka Latvala og Anu Korholen, Brit Tholander frá Danmörku og landa
hennar Birgitte Moliin Kapel og loks Robert Lager frá Svíþjóð.
ÖIl Norðurlöndin
eru okkar heímkynní
- segja nemendur lýðháskólans í Kungálv í Svíþjóð
SJÖ nemendur í norræna lýðháskólanum í Kungalv í Svíþjóð era
nú staddir hér á landi i vikuferð til að kynna sér land og þjóð
og vinna að verkefnum. Þeir kváðust hafa valið ísland til ferðar-
innar þar sem enginn íslendingur stundaði nú nám við skólann
og því yrðu þeir að kynnast landinu af eigin raun og gætu ekki
fræðst af skólafélögum.
Nemendur þessir litu við á rit-
stjóm Morgunblaðsins til að
kynna sér starfemi blaðsins, enda
nema þeir á fjölmiðlabraut skól-
ans. Þetta eru tveir piltar og fímm
stúlkur og voru þau fengin til
þess að lýsa skólanum. „í skólan-
um eru nemendur frá öllum
Norðurlöndunum, nema hvað þar
er enginn íslendingur núna. Það
er í fýrsta sinn í 32 ár sem eng-
inn Islendingur stundar nám við
skólann, sem verður 40 ára í sum-
ar,“ sögðu þau. „Við viljum
endilega hvetja Islendinga til að
' koma, en inntökuskilyrði eru þau
ein að fólk hafí náð 18 ára aldri,
geti unnið með öðrum og hafí til
að bera eðlilega forvitni fyrir
umhverfí sínu. Núna eru 54 nem-
endur í skólanum og þar af er um
helmingur Svíar. Skólinn stendur
í átta mánuði og boðið er upp á
þijár námsbrautir, fjölmiðlafræði,
leikhúsfræði og norræna sam-
félagsfræði.“
Nemendurnir sögðu að í skólan-
um væri alltaf talað saman á
norrænum tungum og ættu
Finnar og íslendingar erfíðast
með að gera sig skiljanlega fyrst
í stað. Fljótlega liðkaðist þó um
málbeinið á mönnum og eftir það
gengi allt eins og í sögu. Þau
voru innt eftir því hvað þau hefðu
vitað um ísland áður en þau komu
til landsins. „Það var ekki mikið.
Við vitum í raun bara af Geysi
og eldfjöllunum, þvi ísland er ekki
mikið í fréttum í heimalöndum
okkar,“ sögðu þau. Dönsku stúlk-
urnar Birgitte og Brit bættu því
við að sinn fróðleik um ísland
hefðu þær eingöngu úr mann-
kynssögubókum, en þrátt fyrir
náin tengsl landanna um aldarað-
ir vissu Danir minna um ísland
en t.d. Finnland.
Nemendumir voru allir sam-
mála um að lýðháskólinn hefði
veigamiklu hlutverki að gegna.
„Þama kynnist ungt fólk frá öll-
um Norðurlöndum og fordómar
sem menn hafa eyðast við svo
náin kynni.“ Þau sögðu að munur
á unglingum milli landa væri ekki
mikill, enda menning alls staðar
svipuð, en þó væri greinilegur
munur á Dönum og Finnum. „Það
em miklir fordómar ríkjandi á
milli þessara þjóða. Danimir halda
að Finnar sitji alltaf að drykkju
úti í skógi og skelli sér síðan í
gufubað, en Finnar líta á Danina
sem bjórdrykkjumenn sem taki
saman höndum og syngi fjölda-
söngva," sögðu þau og hlógu.
Dönsku og finnsku stúlkumar
bám ekki á móti þessu en sögðu
að þessar hugmyndir hefðu breyst
verulega eftir dvöl í skólanum.
Skólinn gerði nemendur sína í
raun norræna, en ekki danska,
finnska, sænska, norska eða
íslenska. „Við gemm okkur allt í
einu grein fyrir því að við höfum
eignast stærra land, öll Norður-
löndin em okkar heimkynni. Og
svo vitum við betur en áður hversu
nauðsynlegt það er fyrir þjóðir á
Norðurlöndum að standa saman
svo þær geti látið að sér kveða á
alþjóðlegum vettvangi. Við verð-
um að standa saman um okkar
menningu svo engilsaxnesk áhrif
tröllríði henni ekki.“
Eins og áður sagði verður lýð-
háskólinn í Kungálv 40 ára í
sumar. Hinn 26. júní verður af-
mælið haldið hátíðlegt og vildu
núverandi nemendur hvetja for-
vera sína í skólanum til að líta við.
Lög um umboðsmann Alþingis samþykkt:
Eíga að tryggja öryggi almerm-
ings gagnvart sigórnsýslunni
Lögin öölast gildi í byrjun næsta árs
STJÓRNARFRUMVARP um umboðsmann Alþingis, sem
hafa á eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, varð
að lögum í fyrradag. Lögin taka gildí 1. janúar 1988. Vænt-
anlega hefur umboðsmaður Alþingis þá störf. Alþingi kýs
hann sérstaklega til starfans að loknum hveijum kosningum.
Umboðsmaður leitast við að tryggja að jafnræði sé í heiðri
haft í stjórnsýslunni og að hún fari fram að öðru leyti í
samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti.
Sameinað þing kýs að loknum fylla skilyrði laga til að gegna
hverjum kosningum umboðs- embætti hæstaréttardómara.
mann Alþingis og starfar hann Umboðsmaður er í störfum
í umboði þess. Hann skal upp- sínum óháður fyrirmælum frá
öðrum, þar með talið Alþingi.
Umboðsmaður tekur mál til
meðferðar eftir kvörtun, t.d. frá
einstaklingi sem telur sig órétti
beittann af stjómsýsluaðila, eða
að sjálfs sín frumkvæði. Kvört-
un getur hver sá borið fram við
umboðsmann sem telur stjóm-
vald hafa beitt sig rangindum.
Ekki er enn ráðið, hvar
starfssemi umboðsmanns verð-
ur til húsa né hvert starfslið
hans verður.
Upphaf þessa máls á Alþingi
íslendinga var þingsályktunar-
tillaga frá Pétri Sigurðssyni,
samþykkt á 92. löggjafarþing-
inu, 1971-72. A þinginu
1973-74 kemur síðan fram
stjómarfmmvarp um umboðs-
mann. Málið er síðan endurflutt
nokkmm sinnum, ýmist af þing-
mönnum eða ríkisstjóm, og
hefur nú verið samþykkt sem
lög frá Alþingi. í Svíþjóð, Dan-
mörku og Noregi hafa hliðstæð
lög verið í gildi um árabil.
Á móti einkaleyfi á
peningagetraunum
í ÁLYKTUN landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins um íþrótta- og
æskulýðsmál er hvatt til þess, að
lög um peningagetraunir verði
endurskoðuð til að tryggja að öll
samtök hafi jafna möguleika tii
fjáröflunar.
Með þessu er verið að gagnrýna
einkaleyfí íþróttasambandsins,
Ungmennasambandsins og Ör-
yrkjabandalagsins á svonefndu
lottói. Sveinn Bjömsson, forseti
ÍSÍ, lýsti andstöðu við þennan þátt
ályktunarinnar, og taldi að það
gæti skaðað fjárhag íþróttahreyf-
ingarinnar alvarlega, ef hún yrði
svipt þessu einkaleyfí. Eiríkur In-
gólfsson, framkvæmdastjóri, sagði
hins vegar að hér væri um grund-
vallaratriði í stefnu sjálfstæðis-
manna að ræða. Öll samtök ættu
að standa jafnfætis í þessum efnum.
Orðalagið var borið undir atkvæði
fundarmanna og reyndist meirihluti
samþykkur því.
Góður
rækjuafli
Siglufirði.
SKJÖLDUR landaði tæpum 20
tonnum af rækju, á föstudag, og
laugardag, eftir stutta útiveru. Þor-
lákur helgi landaði 14 tonnum af
rækju á laugardag og Sveinborgin
30 tonnum af þorski.
Matthías.