Morgunblaðið - 11.03.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.03.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 47 Byggingamenn á höfuðborgarsvæðinu teknir tali Margir eru óánægðir með verk- fallið en vilja sýna samstöðu Allar líkur bentu til þess í gfær að verkfall bygginga- manna hæfist á miðnætti. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru á stúf- ana og tóku tali byggingar- menn að störfum á nokkrum af helstu byggingarsvæðum Reykjavíkur. Þeir voru spurðir hvernig fyrirhugað verkfall legðist í þá, hvort þeir byggjust við að verk- fallið yrði langt ef af yrði og hvað þeir myndu taka sér fyrir hendur á meðan. Fáum ekkert út úr þessu verkfalli Fyrst lá leiðin upp í Grafarvog þar sem í smíðum er fjöldi húsa af ýmsum staerðum og gerðum. Þar er hittum við að máli þá Einar Sig- urðsson og Magnús Stefánsson. Þeir voru að vinna við sökkla á raðhúsi sem verið var að byija á. Þeir sögðust ekki fá neitt út úr þessu verkfalli, þeir væru á betra kaupi en það sem nú væri verið að reyna að semja um. „Annars veit ég ekki hvað maður má segja, maður á auðvitað að sýna samstöðu og segjast vilja fara í verkfalí þó það sé ekki nokkur maður sem vill það,“ sagði Einar. Magnús sagðist aldrei hafa verið á taxtakaupi í þau 18 ár sem hann hefði unnið við trésmíðar. Þeir voru sammála um að hækka þyrfti verulega upp- mælingataxtann og það væri sá árangur sem þeir vonuðust til að ná með þessu verkfalli. Þeir sögð- ust búast við að það gæti staðið lengi, en þeir myndu ekki huga að annarri vinnu fyrr en færi að kreppa verulega að. „Maður hugsar um börnin sín, því þetta þýðir að konan verður að vinna meira," sagði Magnús að lokum. Kemur betur út fyrir þá sem búa utan Reykjavíkur „Mér líst ekkert alltof vel á að vera að fara í verkfall þó auðvitað væri maður sáttur við að fá meira kaup,“ Kjartan Sigurðsson sagði Kjartan Sigurðsson. Hann vinnur hjá Steintaki sem er að byggja 16 íbúða blokk í Grafar- vogi. „Þetta kemur auðvitað niður á byggingafyrirtækjum, sem búin eru að skuldbinda sig til að afhenda á ákveðnum tíma og svo eru marg- ir að byija að byggja einmitt á Árni Valsson þessum tíma og þetta kemur sér því illa fyrir marga. Eg vona að þeir semji fljótt og vel.“ Kjartan sagði að hann héldi að hækkun tímakaupsin hefði meira að segja fyrir menn utan Reykjavík- ur. Hann sagðist áður hafa unnið hjá SG einingahúsum á Selfossi og Magnús Stefánsson og Einar Sigurðsson Morgunblaðið/EinarFalur í Hveragerði.„Þar er fólk á lágu tímakaupi en hér kemur uppmæl- ingataxtinn ofan á. Þess vegna sækjast allir eftir vinnu í bænum.“ Það þarf að hækka tímakaupið „Ég held að þetta verði langt verkfall, ef af því verður, jafnvel mánuður. En ég held að þetta verk- fall borgi sig og launin hækki, það veitir ekki af því. Það eru fá verk sem gefa mikið af sér. Mælinga- vinnan er góð á sumrin en ekki á vetuma og þess vegna verður tíma- kaupið að hækka," sagði Ámi Valsson. Hann var ásamt mörgum öðrum að keppast við að ljúka einni af fjölmörgum raðhúsalengjum sem verið er að byggja í Kringlunni í Reykjavík. Hann sagði að tveggja daga vinnu vantaði upp á til að húsið yrði fokhelt. Ámi sagði að kannski væri þetta verri tími en annar til verkfalls þar og þar voru að störfum smiðimir Amaldur Rögnvaldsson, Gísli Grét- ar Þórarinsson, Axel Bjömsson og Hörður Hafsteinsson. Þeir sögðu að mönnum litist alltaf jafn illa á að til verkfalls þyrfti að koma og ^ það væri ill nauðsyn. Þeim bar sam- an um að laun þeirra hefðu dregist aftur úr á undanfömum áram, en samt væri staðan betri núna en oft áður, bæði vegna þess að nóg hefði verið að gera í vetur og tíðin verið góð. Aðspurðir um yfírborganir sögðu þeir að þær þekktust ekki á uppmælingar, en víða jmnu menn á töxtum, t.d. á verkstæðum. Þess vegna yrði að hækka taxtana, færa þá nær almennt greiddu kaupi. En hvað ætla þeir að gera ef tegist úr verkfalli? „Ætli margir reyni ekki að fá sér eitthvað annað að gera á meðan, þó maður eigi ekki að vinna á með- an maður er í verkfalli. Annars er bara að ganga á milli bankanna og reyna að slá víxla.“ Hörður Hafsteinsson, Axel Björnsson, Gísli Grétar Þórarinsson og Amaldur Rögnvaldsson. sem um þetta leyti árs væri alltaf mest að borga. „Það kemur sér vel fyrir mig að geta sinnt húsinu mínu sem ég er að byggja, en maður verður að vera á iaunum. Því vona ég að verkfallið standi ekki lengi. Menn vænta ekki mikils, en þeir vænta einhvers, til þess er leikurinn gerður." %- Verkfall er ill nauðsyn í Skipholtinu er fyritækið Álftár- ós að reisa stórt fjögurra hæða hús Hollywood hættir sem diskótek: „Verður miðstöð lifandi tónlistar fyrir lifandi fólk“ — segja aðstandendur — Bítla- kynslóðin ríður á vaðið MIKLAR breytingar eru fyrir- hugaðar á rekstri veitingahúss- ins Hollywood og verður húsið lokað um næstu helgi á meðan ný innrétting verður sett upp, en síðan opnað aftur föstudaginn 20. mars með gjörbreyttu sniði. Breytingin felst meðal annars í því að þar verður ekki lengur starfrækt diskótek heldur er ætlunin að reka staðinn sem mið- stöð lifandi tónlistar i borginni. Til að byrja með verður einkum höfðað til „bítlakynslóðarinnar“ svonefndu og er boðað til sér- stakrar hátíðarráðstefnu í Hollywood í kvöld, fimmtudags- kvöld, þar sem málin verða rædd og stefnan mótuð næstu vikur og mánuði. Dagskrá næstu mánaða í hinu nýja Hollywood verður undir yfir- skriftinni „Leitin að týndu kynslóð- inni“ og mun hún byggjast upp á því að hljómsveitir og söngvarar, sem réðu ríkjum í íslensku dægur- tónlistarlífi á þessum áram koma fram á föstudags- og laugardags- kvöldum. Þá er reiknað með að meðalaldur gesta hússins hækki nokkuð, því einkum verður höfðað til þess fólks, sem upplifði tónlist áranna 1965 til 1975 af eigin raun. Þeir Björgvin Halldórsson og Birgir Hrafnsson, sem báðir voru í Hljómar frá Keflavík munu væntanlega stíga á svið í Hollywood á næstunni, en meðfylgjandi mynd var tekin er þeir komu aftur saman eftir margra ára hlé í „Söngbók Gunnars Þórðarsonar" á Broadway f fyrravetur. hópi vinsælustu tónlistarmanna þessa tímabils, hafa annast undir- búning að hátíðarráðstefnunni í Hollywood í kvöld og sögðu þeir að tilgangurinn væri fyrst og fremst að ná saman fólkinu, sem upplfiði stemninguna á þessum áram og jafnframt endurvekja þann anda og þá grósku sem þá var ríkjandi f dægurtónlistinni. „Þessi kynslóð er í rauninni ekki týnd. Hún er úti í þjóðfélaginu, og við viljum búa henni samastað til að hittast aft- ur“, sögðu þeir félagar. „Hollywood verður nú opnað fyrir lifandi tónlist og það liggur beinast við að byrja á þessu tímabili, sem var tvímæla- laust það gróskumesta í íslenskri dægurtónlist og með því að endur- vekja þann kraft og grósku sem þá ríkti er hægt að ryðja brautina fyrir lifandi tónlist í framtíðinni, fyrir alla þá ungu tónlistarmenn sem hvergi eiga sér samastað í dag. En til að byija með verður það tónlistin á 7. áratugnum og fyrri hluta þess 8. og ekki spilað lag sem er yngra en frá 1975. Þessi tónlist er reyndar orðin mjög vinsæl aftur 'enda er hún nú uppistaðan í þeirri tónlist sem leikin er í útvarpi í dag“, sögðu þeir Björgvin og Birgir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.