Morgunblaðið - 11.03.1987, Síða 49

Morgunblaðið - 11.03.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 49 fólks á vímuefnum eftir meðferð. í báðum hópunum beið kvennanna mun frekar misnotkun aðstandenda á vímúgjöfum er heim kom. Sá kynjamunur var þó engin orðin í endurkomuhópi er könnunin var gerð. Þá má nefna að ef litið er til fjölskylduþátttöku þá virðast eigin- menn og sambýlismenn tregari til að fara á fjölskyldunámskeið en eiginkonur alkóhólista. Betri árangnr kvenna Hvemig skýrir þú betri árangur kvenna í baráttunni við vímugjaf- ana’ „Hér er aftur komið að megin- skýringu þessarar ritgerðar, þ.e. náin samskipti við annað fólk. Kon- ur eru fremur aldar upp í samskipt- um þar sem tekið er mið af tilfinningum, líkt og á sér stað í meðferð S.Á.Á. og hjá A.A. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að konur eiga sér fleiri vini á því plani. Reyndar kom slíkt einnig fram í þessari könnun. Þær 16 konur sem voru í endurkomuhópi voru hinsveg- ar mjög einangraðar í þessum efnum sem öðrum, mun verr stadd- ar en karlar sama hóps. Hvað með þátttöku í starfi A. A.? Á heildina litið má segja að kynjamunur sé lítill sem enginn í A.A. virkni í vímufría hópnum, en konur í endurkomuhópi eru mun óvirkari í A.A. þátttöku sinni en karlar sama hóps. Þú minntist á áhrif starfs, stöðu og menntunar. Má draga einhveijar ályktanir út frá þeim þáttum? Þegar litið er á stéttarstöðu og menntunarstöðu er ekki um mikinn mun á hópunum að ræða, þó er staðan nokkru lakari í endurkomu- hópi. Þann mun tel ég að mestu verða skýrðan með því að í endur- komuhópi hafa menn leitað með- ferðar á seinni stigum sjúkdómsins. Þannig hafa nokkuð fleiri í endur- komuhópi hætt í vinnu eða verið sagt upp vegna ofneyslu sinnar. Þetta fellur þó að þeirri meginskýr- ingu, sem ég hef áður nefnt, að því fleiri tengsl sem alkóhólisti hefur rofið við samfélag sitt áður en hann fer í meðferð, því erfiðari verður batagangan. ahrif vímuefnaneyslunnar sjálfr- ar á stéttarstöðu sjást vel á þeim jákvæðu breytingum sem verða þegar neyslunni er hætt. Ekki hægt að gera til- raunir með fólk Er hægt að leggja mat á árangur meðferðar á vísindalegan hátt? Það er mjög erfítt að meta árang- ur meðferðarstarfsins á strangví- sindalegan hátt. Útfrá vísindalegu sjónarhomi væri hið ideala að ann- arri hverri manneskju sem leitaði aðstoðar S.Á.Á. væri úthýst og hún beðin að spjara sig upp á eigin spýt- ur, því hún hefði lent í saman- burðarhópi vísindunum til dýrðar. Eftir tvö ár yrði haft samband og staðan skoðuð og borin saman við þá sem fengu meðferð. Þetta hljóm- ar siðlaust, ekki satt? Vísindin geta verið hjálpleg í að varpa ljósi á ýmis siðferðileg vandamál, en þau mega ekki taka stjómina í siðaefn- um. Með fólk er ekki hægt að gera tilraunir eins og með efnasambönd, en það er væntanlega engin vísinda- leg goðgá að bera manneskjuna saman við sjálfa sig fyrir og eftir ákveðinn tímapunkt. En varðandi árangurinn af 40 daga meðferð, þá held ég að óhætt sé að segja að hún hefur lítið að segja ein og sér. Eins og áður hefur komið fram virð- ist alkóhólistanum ganga vel að halda sér frá vímugjöfum meðan hann leggur rækt við A.A. starfíð að lokinni meðferð. Því getur verið erfítt að mæla áhrif meðferðarinnar einnar og sér. En útfrá þeirri stað- reynd að A.A. fundum hefur fjölgað um 170-180 á viku á öllu landinu eftir að meðferð S.Á.Á. fór af stað, sýnist mér að meðferðaraðilar S.Á. Á. megi vel við una. En talandi um árangur alkóhó- listans í baráttunni gegn vímugjöf- um er rétt að árétta að með þessu hugtaki eru menn ekki a]ltaf að tala um sama hlutinn. Árangur verður aldrei skilgreindur vísinda- lega. Aftur á móti geta menn smíðað sér sjálfír ákveðin viðmið. Þau tveggja ára mörk sem notuð eru í könnuninni eru t.a.m. ekki annað en viðmiðun til að ná mark- tækara vísindalegu taki á þeim hlutum sem verið er að kanna. Prívat og persónulega þykir mér það góður árangur að í hópi þeirra sem aftur þurfa að leita aðstoðar eru 80% edrú eftir 3 mánuði og 60% eftir hálft ár. Þetta mat mitt á ekkert skylt við vísindi. Manna ánægðastir með líf sitt Hvemig virðist fólki líða án vímu- gjafa, er það sátt við vímulaust líf? Þessi könnun sýnir, að með tímanum verða hinir óvirku alkóhó- listar sáttir við hlutskipti sitt og hamingjusamir í líkingu við aðra þjóðfélagsþegna og manna ánægð- astir með líf sitt. Hér er erfitt að setja upp einhliða orsakasambönd. Spyija má, em menn ánægðir vegna þess að þeir eru edrú, eða eru þeir edrú vegna þess að þeir eru ánægðir? út frá kenningum A.A. væri svarið einfaldlega,: „Fyr- ir alkóhólistann er það að vera án vímugjafa og vera ánægður tvær hliðar sama fyrirbæris“. Viðtal/kaá Tímarit um menningarmál: Goðasteinn kominn út í síðasta sinn ÚT er kominn 25. árgangur tíma- ritsins Goðasteins. Goðasteinn, tímarit um menningarmál hóf göngu sína árið 1962 og eru heft- in orðin 34 að tölu. Útgefendur og ritstjórar frá upphafi hafa verið Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson, en þetta er lokaheftið í þeirra útgáfu. Goða- steinn er gefinn út í Skógum undir Eyjafjöllum. I ávarpi til lesenda Goðasteins kemur fram að hið aldarfjórðungs gamla tímarit þeirra Skógarmanna mun halda áfram að koma út, en ritinu verður breytt í árbók Rangár- þings frá og með þessu ári. Meðal efnis í Goðasteini að þessu sinni er ítarleg grein Þórðar Tómas- sonar, Sögubrot úr Sandhólma, Klukkspá og Kleykir eftir Jón Jóns- son, Hvenær hófst fóðurbætisnotk- un og forðagæsla hér á landi, eftir Tómas Helgason, Einn dagur úr ævi minni, eftir Þuríði Pálsdóttur og Frá Kötlugosinu 1918, eftir Harald Matthíasson. Goðasteinn er 92 blaðsíður að lengd. MULTIPLAN Framhaldsnámskeið ítarlegt og vandað námskeið fyrir þá sem kunna grunnatriðin í notkun Multiplans, en vilja læra að nota möguleika kerfisins til fulls. Dagskrá: * Upprifjun á helstu skipunum i Multi- plan * Rökaðgerðir i Multiplan * Notkun stærðfræðifalla * Endurreikningur Interation * Tenging við Chart og grundvallaratrlði í notkun Chart-forritsins * Notkun Macro-skipana í Multiplan 2.0 •'Umræður og fyrirspurnir Tími: 16.—19. mars kl. 18—21 Innritum í símum 687590, 686790, 687490 og 39566. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Leiðbeinandi: Óskar B. Hauksson verkfrœðingur. Brunabótafélagið, Búnaðar- bankinn, Landsbankinn og Sjóvá hafa tekið höndum saman og stofnað alíslenskt fyrirtæki á sviði fjármálaþjónustu: Lýsing hf. Suðurlandsbraut 22 Reykjavík Sími 91-689050 Lýsing hf. býður þjónustu á sviði fjármögnunarleigu, þ.e.a.s. kaup og útleigu á flestum vélum, tækjum og búnaði til atvinnu- rekstrar. Stofnun Lýsingar hf. sýnir að með sameiginlegu átaki eru öflug íslensk fyrirtæki fullfær um að mæta erlendri samkeppni á þessu sviði sem öðrum. Kynntu þér hvað við höfum að bjóða áður en þú tekur ákvörðun um fjárfestingu í vélum og tækjum. BRunnBðr AfömcasÁsrÆDUM 'BIINADARBj\NR1 ' ÍSIANDS L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna SJðVá Lýsing hf. Suðurlandsbraut 22 Reykjavík Sími 91-689050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.