Morgunblaðið - 11.03.1987, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 11. MARZ 1987
Erla Þórdís
Jónsdóttír
Fædd 9. febrúar 1929
Dáin 28. febrúar 1987
Safnaðu sólargeislum
og sumarsins hnossum.
Mundu eftir gleðinnar gjöfum
og gæfunnar kossum.
Þeir munu á dimmum dögum
í dauðans skugga
draga sviða úr sárum
sefa og hugga. (E.ÞJ.)
Vorið 1948 útskrifaðist stór hóp-
ur stúdenta frá Menntaskólanum í
Reykjavík. í þeim hópi voru 24
stúlkur, sem allar voru í sama bekk
utan tvær. I þessum stúlknabekk
var Erla Þórdís Jónsdóttir, sem hér
er kvödd, sú þriðja á jafnmörgum
árum.
Erla var einkadóttir hjónanna
Jóns Alexanderssonar, útvarps-
virkja hjá Ríkisútvarpinu, og konu
hans, Þórunnar Jónsdóttur, yndi
þeirra og eftirlæti.
Há og grönn með ljómandi augu
full af sólskini, þannig kemur hún
upp í hugann frá skóladögunum.
Alltaf glöð, alltaf hlý, en viljinn á
sínum stað og ekki endilega farnar
alfaraleiðir. í þessum bekk var mik-
ið um sönggleði og þar var Erla
fremst í fiokki, enda hafði hún
ágæta söngrödd, var hagmælt og
lék auk þess allvel á píanó, svo hún
var sjálflqörinn undirleikari bekkj-
arins þegar á þurfti að halda. Erla
var mjög góð námsmanneskja, enda
reyndist henni menntaskólanámið
leikur einn. Það eru engar ýkjur
að segja, að hún hafi verið í miklu
uppáhaldi bæði hjá skólasystrum
og kennurum vegna einlægrar
framkomu sinnar og mannkosta.
Árin liðu og samverustundum
fækkaði um sinn, slík er lífsins
saga. Heimili eru stofnuð og böm
fæðast. Guð gefur og guð tekur.
Hann gaf Erlu okkar sjö mann-
vænleg böm. En auk þess að annast
þau öll og heimili sitt fann hún tíma
til að öðlast kennararéttindi ug
stundaði kennslu við Kópavogs-
skóla í 12 ár. Gjafmildi, fómfýsi
og hæfíleikinn til að miðla öðrum
voru snar þáttur í skapgerð Erlu.
Þeir eiginleikar hafa án efa notið
sín vel í kennslustarfinu. Hún var
alla ævi frekar gefandi en þiggj-
andi og margir, sem minna máttu
sín, urðu þess aðnjótandi.
Svo kom áfallið. Heilsan bilaði.
í mörg ár barðist hún hetjulegri
baráttu við vágestinn, sem svo
marga leggur að velli, og margar
omstur vann hún. Lengi var engan
bilbug að fínna á okkar góðu skóla-
systur, hún átti í fórum sínum meira
hugrekki en hægt er að hugsa sér.
Það var eins og trú hennar styrkt-
ist við hveija raun. Okkur fínnst,
að vísan hennar, sem birtist í upp-
hafí þessarar greinar, lýsi betur
lífsviðhorfi hennar en mörg orð.
Á síðustu árum hafa vináttubönd
okkar bekkjarsystra styrkst, svo
venjulega hittumst við einu sinni á
ári eða oftar. Á slíkum stundum
hefur Erla jafnan verið fyrst til að
mæta og verið hrókur alls fagnaðar.
Loksins, eftir 15 ára harða bar-
áttu við manninn með ljáinn, var
þrótturinn búinn og Erla sofnaði
svefninum langa þann 28. febrúar
síðastliðinn, 58 ára að aldri.
í latínunni lásum við um það, að
æskan skilaði ellinni hrömuðum lík-
ama en hvað með sálina? Sálin
hennar Erlu lifír áfram í hugum
okkar, í bömunum hennar efnilegu
speglast hún, og sólin heldur áfram
að skína og hella geislum sínum
yfír þá, sem eftir lifa.
Við þökkum Erlu fyrir samfýlgd-
ina og sendum öllum ástvinum
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Anna S. og Hildur
í dag er kvödd hinstu kveðju kær
vinkona og skólasystir, Erla Þórdís
Jónsdóttir, sem lést 28. febrúar sl.
nýorðin 58 ára gömul. Hetjulegri
baráttu við erfíðan sjúkdóm sem
staðið hefur í 15 ár er lokið. Erla
vissi að vistaskiptin væru á næsta
leyti, og hún óttaðist þau ekki.
Þvert á móti þráði hún nú að losna
úr fjötrum þessa örlagavalds —
sjúkdómsins — sem hafði leikið
hana svo grátt öll þessi ár og fagn-
aði því að öðlast eilífa hvíld og frið.
Hvað er Hel?
Öllum líkn sem lifa vel.“
Svo kvað sálma- og trúarskáldið
Matthías Jochumsson. Þrátt fýrir
þjáningar og raunir síðustu æviárin
sat ávallt í fyrirrúmi hjá Erlu sama
óslökkvandi löngunin til þess að lifa
vel, og ásamt svo mörgu öðru kom
það fram í því að láta eitthvað gott
af sér leiða. Það voru ekki einungis
hennar nánustu sem nutu þess í
ríkum mæli, heldur ýmsir vanda-
lausir og minni máttar sem á vegi
hennar urðu á lífsleiðinni og hún
fann þörf til að rétta hjálparhönd.
Erla aðhylltist hugsjón bindindis-
stefnunnar og starfaði á þeim
vettvangi um árabil. Oft ræddi hún
um að þjóð okkar væri á villigötum
m.a. vegna of mikillar áfengis-
neyslu og hafði áhyggjur af því
böli sem fylgir drykkjuskap og öðr-
um eiturlyfjum. Margt mætti nefna
sem staðfestir það hversu hugur
hennar snerist um fegurra og betra
mannlíf.
Leiðir okkar Erlu lágu fyrst sam-
an í Menntaskólanum í Reykjavík
er hún hafði hlaupið yfir 3. bekk
og bættist í hóp okkar bekkjar-
systra í 4. bekk. Það skref reyndist
henni leikur einn, enda var Erla
gædd frábærum námsgáfum og
mikilli eðlisgreind.
Hún hafði auk þess yndi af tón-
list og hóf ung píanónám í einkatím-
um, og þegar bömin hennar voru
ung lék hún oft fyrir söng í bama-
guðsþjónustum í kirkjunni sinni.
Einnig var söngurinn henni mikill
gleðigjafi og söngrödd hafði hún
góða.
Erla naut þess að miðla öðram,
ekki síst bömum sínum og bama-
bömum, af kunnáttu sinni á þessu
sviði eins lengi og kraftar hennar
leyfðu. Afkomendur hennar hafa
svo sannarlega erft þessa náðar-
gáfu að meira eða minna leyti, og
hafa tvær dætur Erlu helgað sig
tónlistinni og starfa að henni.
Erla átti einnig mjög létt með
að túlka hugsanir sínar jafnt í
bundnu sem óbundnu máli. Árið
1951 eða þremur áram eftir stúd-
entsprófín kom út bók eftir hana
sem ber heitið „Bernska í byijun
aldar“. Var hún samin eftir minn-
ingum móður Erlu, Þórannar
Jónsdóttur, og fjallar um líf lítillar
stúlku í Reykjavík skömmu eftir
aldamótin. Ein skólasystra okkar
las bókina upp í útvarpinu rétt eft-
ir að hún kom út. Þegar í bemsku
komu þessir hæfíleikar Erlu glöggt
í ljós, þ.e. að skapa eitthvað í
bundnu eða óbundnu máli. Og til
er lítið kver sem hún handskrifaði
aðeins 10 ára gömul með ýmsu
blönduðu efni, m.a. ljóðabréf til
frænda hennar í Ameríku, hnyttið
og vel samið af svo ungum höfímdi
að vera. Til þess að lýsa þessu nán-
ar langar mig til að láta hér fylgja
með vísu sem hún yrkir um sjálfa
sig á tíu ára afmælisdaginn sinn,
bamsleg að sjálfsögðu en skýr
hugsun að baki.
Ég er tíu ára fljóð
basla við að yrkja Ijóð
og semja stuttar sögur.
Stundum undur vel það tekst,
en líka sumt mér alveg bregst
þá verð ég nú ekki fögur.
Síðari árin fór Erla að semja
mest í bundnu máli í tómstundum
sínum, og hefur hún án efa oft
fundið huggun og styrk í ljóðagerð-
inni sem svo hefur hjálpað henni
til þess að sætta sig betur við þau
þungu örlög sem hún varð að lúta.
Sum þessara ljóða Erlu hafa birst
í litlu kveri sem hún nefndi „Maldað
í móinn" og kom út árið 1985. í
ritdómi um þessi ljóð sem ég leyfi
mér að vitna í eftir Eystein Sigurðs-
son stendur m.a.: „Kveðskapur Erlu
Þórdísar er býsna lipurlega gerður
og nokkuð margþættur. Hún yrkir
um hvað eina sem fyrir auga ber
úr daglega lífinu. Annars er það
kanski sterkasta einkennið á þess-
ari bók, hve greinilega hún ber það
með sér að vera ort af konu sem
eignast hefur fjölda afkomenda og
er vakin og sofín í því að halda
yfir þeim vemdarhendi. — Það er
umhyggja góðrar móður sem hvar-
vetna vakir í bókinni."
Árið 1966 tók Erla kennarapróf
og stundaði bamakennslu í rúman
áratug eða meðan heilsan leyfði.
Ég veit að Erla hafði ánægju af
kennarastarfínu og þótti leitt að
þurfa að segja skilið við það starf
sem hún hafði ákveðið að helga
krafta sína. Það var svo sterkur
þáttur í fari hennar alla tíð að gefa
af sjálfri sér og vilja fræða aðra
og verða þannig öðram til gagns.
En enginn má sköpum renna.
Vinátta okkar Erlu hefur aldrei
roftiað öll þessi ár, og fyrir það er
ég þakklát. Oft leið alllangur tími
milli funda okkar eins og gengur
og gerist í erli daganna. En ávallt
fann þá önnur hvor okkar þörf til
að styrkja vináttuböndin með því
að sjást eða talast við og frétta
þannig hvor um annarrar hagi.
í fóram mínum á ég lítið ljóð sem
Erla sendi mér eitt sinn fyrir mörg-
um áram. Það Ijallar um vináttuna
og felur í sér góðar óskir mér til
handa. Þessa minningu þykir mér
vænt um að eiga og hana mun ég
varðveita vel.
Hér era vegaskil. Sérstæð og
ógleymanleg kona hefur lokið dags-
verki sínu. Æviskeiðið er á enda
rannið. En framundan ber bjarma
af eilífðarljósi. „Vort líf sem svo
stutt og stopult er, það stefnir á
æðri leiðir.“ Með þá vissu og trú í
huga kveð ég Erlu Þórdísi Jóns-
dóttur hinstu kveðju og bið henni
blessunar Guðs um alla eilífð. Veit
ég að svo hugsa einnig allar skóla-
systur hennar.
Ég og fjölskylda mín sendum
eiginmanni Erlu, börnum og öðram
nánum ástvinum hennar einlægar
samúðarkveðjur.
Guðrún Kristinsdóttir
Fljúgðu, sál, í svefnsins heim,
svífðu út í stjömugeim,
laus úr Jarðar lúaböndum,
langt frá heimskauts kuldalöndum.
Frá geimsins háa himinsal
horfðu á mannsins táradal,
fijáls á hugarvængjum veikum
í vímu svefnsins glöð skalt reika’um.
Öllu basli og böli gleym,
sem bíður þín, er kemur heim.
Þig endumærða ársól vekur,
aftur þú til starfa tekur.
Þannig orti Erla Þórdís Jóns-
dóttir um Heim svefnsins. Nú þegar
hún er lögst til hvíldar og horfín á
vit hinna ævarandi drauma er líkt
og storm hafi lægt. . .
Líf manneskjunnar er sjaldan
átakalaust, en lífsaga Erlu er í
mínum huga hetjusaga, fögur og
einstök eins og hún sjálf.
Erla var auðug manneskja frá
Jóhann Kr. Þor-
steinsson — Minning
Mig setti hljóða, er hringt var i
mig kl. 9 að morgni föstudaginn
27. febrúar og mér sagt, að Jóhann
Þorsteinsson væri látinn. Reyndar
kom mér það ekki á óvart, ég vissi
þegar ég kvaddi hann, að nú væri
stundin þegar komin, því það var
aðeins ein leið út úr þessu heljarst-
ríði í rúmt ár, en hann lét ekki
bugast og reyndi alltaf að halda
sinu striki meðan hann gat staðið
á eigin fótum. Þessvegna var hann
ekki rúmfastur nema fimm sólar-
hringa, þessi hrausti, stóri og sterki
maður, heljarmenni að mínu mati.
Fleiri munu vera mér sammála, því
þeir sem þekktu hann, vissu hvern-
ig hann var og þeir sem kunnu að
ipeta hans högu hönd ættu að vita
' <-"«■ ' -
hvað hann kunni. Hann var ekki
aðeins húsasmiður, var allt í öllu
sem þúsundþjalasmiður. Það var
gaman að kynnast Jóhanni, hann
var svo heima í öllu. Vel greindur
maður sem alltaf var svo gott að
leita til. Hann skildi mann svo vel
þeg?.r vandi steðjaði að. Þó hann
hefðir, nóg að gera og þurfti aldrei
að auglýsa eftir vinnu. Alltaf var
nóg að gera hjá honum. Það lá fyr-
ir höndum mikil vinna þegar hann
varð að láta aí' störfum vegna þess-
ara hræðilegu veikinda sem heltóku
hann, og meira að segja rétti hann
fram sínar hagleiks hendur er hann
varð orðinn mikið veikur. Nú mun
mörgum brégða við. Ég vil þakka
af heiluip hug fyrir allt sem hann
■ *'■1 ’-v' ' ' •* ~v___
gerði fyrir mig og minn yngsta
son, Bjama. Gott er að geyma
minninguna um Jóhann. Nú leggst
hann til hinstu hvíldar við hlið
sinnar - ágætu konu, Gestheiðar
Árnadóttur, sem hann missti 1961.
Ég vil nota tækifærið og þakka
alla þá hjálp og stuðning sem hann
naut hjá Jóni Guðgeirssyni, lækni,
Höllu og Hallgrími, Þorsteini og
konu hans og bamabömum svo og
Ingólfí Þorsteinssyni, Ögmundi
Þorsteinssyni og konu hans, Bjam-
ey Guðmundsdóttur. Einnig Sigríði
systur hans, Lúðvík Ögmundssyni,
Sigrúnu Alexandersdóttur og
Kristni Alexanderssyni.
Ég votta vinum og vandamönn-
um mína innilegustu samúð. Bles-
suð sé minning Jóhanns. Megi hann
hvíla í friði.
„Nú legg ég augun aftur
o, guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfír láttu vaka,
þinn engil svo ég sofi rótt.“
(Sveinbjöm Egilsson þýddi.)
María Jónsdóttir
náttúrannar hendi. Hún var glæsi-
leg kona og gáfuð, bar með sér
sterkan persónuleika og þeim, sem
kynntust henni, duldist ekki að í
bijósti hennar sló í senn viðkvæmt
en stórhuga hjarta. Tónlistarhæfi-
leikar vora henni í blóð bomir og
hún var sérstaklega söngelsk alla
tíð, en bókmenntir og ljóð vora einn-
ig hennar líf og yndi og sjálf skrifaði
hún tvær bækur, skáldsögu og
ljóðakver.
Erla var tvígift og eignaðist sjö
böm með fyrri eiginmanni sínum,
sem nú era öll uppkomin, en seinni
maður hennar er Helgi Kolbeinsson.
Þau Erla höfðu aðeins verið gift
um fárra ára skeið þegar sjúk-
dómurinn, sem að lokum lagði hana
að velli, gerði fyrst vart við sig.
Þá var Ásdís, yngsta bam Erlu og
æskuvinkona mín, aðeins níu ára
að aldri. Sjúkdómsbaráttan var því
löng og erfið svo að örðugt er að
gera sér í hugarlund alla þá þján-
ingu og hugarstríð sem hún gekk
í gegnum á ríflega fímmtán áram.
En Erla var óbugandi og allan þann
tíma ógleymanlega atorkusöm og
sterk. Gamansemin var heldur aldr-
ei langt undan, en sem manneskja
var hún einstaklega gefandi, svo
lífsglöð og opinská í allri framkomu
og viðræðum að eftir var tekið. Hún
leit svo á að erfiðleikarnir væra til
að kljást við og læra af og sýndi
sjálf, bæði í lífi sínu og ljóðum,
hvers manneskjan er megnug, ef
hún kann að meta gildi líðandi
stundar. Einlæg trú var henni mik-
ill styrkur á erfiðum tímum, en í
reynd virtist hugrekkið henni svo
fullkomlega áskapaður eiginleiki.
Persónuleg lífssýn hennar og hrein-
lyndið, sem af henni geislaði, verða
mér ávallt minnisstæð.
Ég votta börnum hennar, tengda-
bömum og bamabömum mína
innilegustu hluttekningu, sömuleið-
is Helga, sem reyndist henni
stórkostlega og aldrei betur en þeg-
ar á reyndi.
Ég kveð Erlu með þakklæti og
virðingu. Blessuð sé minning henn-
ar.
Guðrún Þorsteinsdóttir
Þegar miskunn dauðans náði til
Erlu Þórdísar Jónsdóttur 28. þ.m.
var lokið löngu stríði og þungu. í
15 ár hafði hún horfst í augu við
dauðann með sérstökum hætti.
Erla Þórdís Jónsdóttir fæddist í
Reykjavík 2. nóvember 1929. Hún
var einkabam foreldra sinna, Jóns
Alexanderssonar útvarpsvirkja og
Þórannar Jónsdóttur konu hans.
Hún varð stúdent 1948, það sama
ár giftist hún Valdimar Ölafssyni,
flugumferðarstjóra. Þeim fæddust
7 böm á 15 áram, en þau era: Alex-
ander kennari, Ragnheiður dag-
skrárklippari, Þórann sagnfræðing-
ur, Liija homleikari, Trausti læknir,
Vala sem hefur BA-próf í bók-
menntum og Ásdís víolettuleikari.
Þau Valdimar og Erla skildu
1965. Erla tók kennarapróf 1966
og stundaði kennslu meðan heilsa
leyfði: Hún giftist aftur 1967.
Seinni maður hennar er Helgi Kol-
beinsson bifvélavirki.
Árið 1972 varð Erla að ganga
undir mikla læknisaðgerð vegna
krabbameins og missti meðal ann-
ars annað auga sitt. Eftir þá aðgerð
hafði hún sæmilega heilsu í sjö ár,
sinnti kennslu og vannst tóm til að
koma bömum sínum til þroska. En
svo tóku meinin sig upp og síðustu
átta árin var óslitin barátta. Slíkt
et hin mesta mannraun og væri
ofurmannlegt ef sú lífsreynsla setti
ekki mark á manninn. í því stríði
öllu var Erlu mikill styrkur að eigin-
manninum sem hvergi brást.
Erla hafði á yngri áram skrifað
bókina Bemska í byijun aldar, sem
er aldarfarslýsing og mun hún þar
einkum hafa stuðst við minningar
móður sinnar. í veikindum sínum
hvarf Erla á vit skáldskaparins svo
sem ljóðabók hennar, Maldað í
móinn, er best vitni um. Sú bók
vitnar um andlega reynslu og
þroska til hliðar við þrautir og sár-
indi.
Jón Alexandersson var templari
frá bamsaldri til æviloka. Alexand-
er Valentínusson faðir hans var líka
virkur liðsmaður í bindindishreyf-
r ;C-. :!/
-r ■*»*• jrr- •fcrúsfr*" * W