Morgunblaðið - 11.03.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 11.03.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 51 unni. Æskuheimili og uppeldi Erlu var því mótað af áhrifum þaðan. Hún gerðist sjálf félagi í stúku föð- ur síns, Einingunni nr. 14, og vann í henni meðan hún mátti: í tengslum við það var hún organisti í barna- stúkunni Æskunni. Fram til hins síðasta sendi hún kveðju sína á fundi með góðum óskum og hvatn- ingu. Félagar hennar þakka henni nú samfylgdina, tryggð hennar, þrautseigju og hetjuskap. Þessum fáu kveðjuorðum lýk ég svo með nokkrum ljóðlínum frá Erlu sjálfri: Hvert augnablik lífsins er eilífðarinnar gjöf. Við þræðum þau sjálf upp á ævinnar örlagaþráð. Láttu þín skina sem perlur í fagurri festi, svo endurspegli þau ást þína von og trú. Þó brygðist margt og bæn þín virtist ei heyrð. Fegurst þau glitra sem fágaði táranna lind. Þetta er falleg kveðja reyndrar konu. Halldór Kristjánsson Elskuleg frænka er fallin frá eft- ir langvarandi veikindi. Margt leitar • á hugann á slíkri stundu. Minningar um sérstaka konu rifj- ast upp og hve margslungið lífið er. Móðir mín og hún voru böm sam- rýndra systra, Sigríðar og Þórunnar Jónsdætra, og með Oddnýju móður minni, sem á einn bróður, og Erlu, sem var einkabam, þróaðist sérstök vinátta þegar í bernsku, sem ætíð hélst söm og jöfn. Erla eignaðist stóran barnahóp, sjö böm með fýrri manni sínum, Valdimar Ólafssyni, og átti barna- láni að fagna. Mér eru minnisstæð bamaaf- mælin á heimili þeirra í bernsku minni. Þar var alltaf svo margt og svo glatt á þeim bæ. í því átti Erla stóran þátt, hún var alltaf svo kát og ánægð. Eftir að ég fullorðnaðist gerði ég mér enn betur grein fyrir sér- stöðu Erlu.' Hún var vel gefin, músíkölsk og skáldmælt og hvatti alla óspart til að afla sér þekkingar og vildi alltaf miðla öðrum af sinni. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. yökvamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-tUÓNUSTA Og frændræknari manneskju þekki ég ekki, alltaf mundi hún eftir öllum og reyndi að blanda geði við fólk eins og unnt var. Erla var tvígift og seinni maður hennar, Helgi Kolbeinsson, hefur verið henni ótrúleg stoð í veikindum hennar ásamt börnunum. Ég minnist heimsókna þeirra á heimili mitt nú seinni árin með sér- stakri ánægju. Við fráfall Erlu höfum við öll misst mikið. Ég votta eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð mína og minna. Ingibjörg Jónasdóttir Það er misjafnt hvað mönnum gengur vel að safna sér sólargeisl- um á lífsferlinum. Sumir taka ekki eftir neinum þeirra. Aðrir sjá þá í hvetju því sem þeir taka sér fyrir hendur og jafnvel í mótlæti. Erla Þórdís Jónsdóttir var dygg- ur safnari sólargeisla og engri manneskju hef ég kynnst sem átti eins auðvelt með að koma auga á björtu hliðarnar. Erla fæddist 9. febrúar 1929 í Reykjavík og ól þar allan sinn ald- ur. Hún var dóttir hjónanna Þórunnar Jónsdóttur kennara og Jóns Alexanderssonar útvarps- virkja. Hún gekk hefðbundinn menntaveg og lauk síðan stúdents- prófi frá MR 1948. Sama ára giftist hún Valdimar Ólafssyni, flugum- ferðarstjóra, og við tóku búsýsla og barneignir, en þau eignuðust 7 börn á 15 árum og frekara nám hjá henni óframkvæmanlegt á þeim tíma. Sumarið 1965 slitu þau Valdi- mar samvistir og sama haust hóf hún nám í stúdentadeild Kennara- skóla íslands. Að loknu kennara- prófi réð hún sig til kennslu í Kópavogsskóla. Hún stundaði starf sitt af kostgæfni og þeirri ljúf- mennsku sem henni var lagið, og þrátt fyrir annir sem fylgdu þungu heimili eyddi hún ómældum tíma í að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Okkur fyrrum samstarfsfólki hennar er vel í minni 13. janúar 1972 en þann dag gekk hún undir skurðaðgerð, þar sem fjarlægja átti æxli úr andliti hennar. Öll héldum við að þetta yrði smáaðgerð en reyndin varð önnur. Æxlið reyndist illkynja eins og hana hafði reyndar grunað og taka varð auga og bein úr vinstri hluta andlits. Margur hefði bognað við slíkt en sólargeisl- arnir sem Erla átti í fórum sínum komu að góðum notum, og henni fannst að þetta hefði getað verið verra. Á næstu árum var hún við sæmilega heilsu en vorið 1978 lét hún af störfum við skólann. Margt sjúkdómsstríðið hefur hún háð hin síðari ár og hvernig hún mætti því var góð kennsla fyrir þá sem mæð- ast yfir smámunum. Hún naut góðs stuðnings seinni manns síns, Helga Kolbeinssonar, bifvélavirkja, en þau giftu sig 30. desember 1967. Helgi er hinn ágætasti maður, rólegur og æðrulaus. Böm hennar og fjölskyld- ur þeirra eru hið mesta efnisfólk sem henni varð tíðrætt um. Á yngri árum stundaði Erla nám í píanóleik. Oft sat hún og spilaði á píanóið og samdi lög og ljóð. Ein kvæðabók hefur komið út eftir hana, Maldað í móinn. Þar má lesa lífssögu hennar og hugsanir um lífið og tilveruna. Börnin, hjónaböndin, skilnaðinn og ungdóminn í dag sem henni þótti heldur vanræktur. Eitt Ijóðið er einmitt hvatning til okkar um að safna sólargeislum á góðum dögum og geyma til dimmra daga til að verma og hugga. Við hér í Kópavogsskóla sendum Helga og afkomendum hennar samúðar- kveðjur. Vel notað líf er langt líf. Ljúf er minning um góða konu. Jóna Möller ÚRVALS FILMUR Kvnninaarverö ## Dreifing: TOIVUSPIIHF. simi: 68-72-70 meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 íslensk ritvinnsla Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun rit- kerfisins ORÐSNILLD. Forritið er á íslensku og með íslensku orðasafni. Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva * Ritvinnsla með tölvum * Ritkerfíð ORÐSNILLD * íslenska orðasafnið og notkun þess * Útprentun á laserprentara * Umræða og fyrirspumir Elfsabet Halldórsdóttir starfsmaður hjó Rafreikni hf. Tími: 16.—19. mars kl. 13—16. Iimritun í símum 687500, 686700, 687434 og 30566. Tölvufræðslan Borgartúni 28 HRESSINGARDVÖL #8 á Hótel Ork GISTING í 5 NÆTUR - FRÁ SUNNUDEGITIL FÖSTUDAGS ★ Morgunverður og hádegisverður ★ Læknisskoðun ★ Þolmæling ★ Sjúkraþjálfun ★ Nudd ★ Leirböð og víxlböð ★ Leikfimi ★ Ljós ★ Sund og heitir pottar ★ Sauna ★ Snyrtimeðferð ★ Gönguferðir ★ ALLT ÞETTA ER INNIFALIÐ Hveragerði sími 99-4700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.