Morgunblaðið - 11.03.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.03.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1987 53 sem síðar var breytt í íslenska málnefnd, frá 1962 til ársloka 1984. Sú nefnd á að vera almenningi og stofnunum til ráðuneytis um mál- farsleg efni. Þá sat hann í Ömefna- nefnd frá 1968 til dánardægurs. Hann var formaður Bókavarðafé- lags íslands 1963—65 og sat í stjórn Launasjóðs rithöfunda 1976—78. Um tíma var hann og formaður Ættfræðifélagsins. Bjarni ritaði fjölda greina, eink- um um íslenska tungu og menn- ingu. Meira af starfstíma hans fór þó til útgáfustarfa, en þeir sem til þekkja vita að greinargerð með slíkum ritum krefst oft eins mikillar vinnu og samning heillar bókar og er í raun sjálfstætt verk þótt hún hverfi venjulega inn í bókina sem gefin er út. Hér skal minnst á nokkrar greinar hans: Nýyrði Jón- asar Hallgrímssonar í Stjömufræði Ursins, í Skírni 1944. Tvær greinar um tungutak dagblaða, í Helgafelli 1944. Þættir um málfar, í tímarit- inu Syrpu 1947—49. Orðasmíð Sigurðar skólameistara, í Á góðu dægri 1951. Jarðir og bændur, í Nýjum kvöldvökum 1960. Sprog- rensning og fremmedord, í Nordiske sprogproblemer 1966 og 1967. Um Þjóðskjalasafn Islands og héraðs- skjalasöfn, í Árbók Landsbókasafns 1970, 1971. Róðukrossinn í Fann- ardal, í Árbók Fomleifafélagsins 1974. Við borð liggur, í Minjum og menntum, afmælisriti dr. Kristjáns Eldjárns, 1976. Hugljómun um kölska, í Afmælisriti dr. Halldórs Halldórssonar 1981. Þá reit hann æviágrip dr. Kristjáns Eldjáms, for- seta Islands, í Andvara 1983. Bókaútgáfa er sá þáttur í störf- um Bjarna sem ég þekki best. Það mun hafa verið haustið 1951 að leiðir okkar lágu fyrst saman að marki, þegar ég hóf kennslu við Kennaraskólann (gamla) við Lauf- ásveg. Líklega hefur það verið næsta vetur, 1952—53, að Bjarni sagðist þurfa að tala við mig sér- staklega. Einhvem veginn tókst honum að gera mig forvitinn, ekki gátum við rætt saman í kennara- stofunni, því þar var ekki rúm nema fyrir einn sitjandi mann og þijá standandi, og úti á gangi var ekki næði. Við fórum því út á Bar- ónsstíg til að tala saman. Erindið var það að leitað hafði verið til hans um endurútgáfu á þjóðsögum Jóns Ámasonar, en úrval þeirra í tveim bindum hafði komið fyrst út á árunum 1862—64 í Leipzig fyrir forgöngu Jóns Sigurðssonar forseta og íslandsvinarins Konrads Maur- ers. Nú vildi Bjarni fá mig til samstarfs um nýja útgáfu, því að hann hafði nóga reynslu af útgáfu- starfi til að vita að þetta var ekkert áhlaupaverk. Þannig hófst samstarf okkar sem stóð nærri áratug, og vinátta sem entist fram á síðustu stund, þótt samfundum fækkaði að lokinni útgáfu þjóðsagnanna. Sög- umar komu svo út hjá Bókaútgáf- unni Þjóðsögu, í sex bindum (skrár meðtaldar) á árunum 1954—61. Þar em allar sögumar sem Jón Ámason hafði safnað, margar gerðir af sum- um þeirra. Langtímum saman, misseri eftir misseri, sátum við niðri í Lands- bókasafni, könnuðum handrit og lásum prófarkir, því að við lögðum metnað okkar í að útgáfunni mætti treysta. Því þóttu okkur betri en ekki ummæli sern írski fræðimaður- inn Séamus Ó. Duilearga, einn kunnasti þjóðsagnafræðingur Evr- ópu, lét falla um þjóðsögur Jóns Ámasonar, að þar væri þjóðsagna- safn sem engan ætti sinn líka í víðri veröld. Okkur þótti gott að hafa stuðlað að því að þetta safn kæmi allt út á prenti og yrði alþjóðar- eign. En skýringin á þessum ummælum þessa manns er vitan- Iega sú að safn Jóns mun vera einsdæmi að því leyti að sögurnar eru varðveittar með tungutaki al- þýðu eins og sagnamenn og skrá- setjarar gengu frá þeim á þriðja fjórðungi 19. aldar. Annars staðar tíðkaðist langt fram á þessa öld, að-útgefendur samræmdu og „lag- færðu“ þjóðsögur eftir sínu höfði, breyttu stíl þeirra og frásögn. Þetta var skemmtilegur tími og báðum þótti samvinnan góð. Við höfðum ekki stimpilklukku, heldur unnum með það í huga að koma verkinu af og skiptum með okkur verki eftir þörfum einum saman. Við sumt fengum við aðstoð ann- arra. Það mun hafa komið fyrir okkur báða að þykja sitt vinnufram- lag minna en hins, og þá reyndum við að bæta það upp. En ég hélt alltaf og held enn að Bjami hafi lagt meira að sér en ég við útgáf- una. Ég minnist þess líka að einhvern tíma hafði Kristján Eld- jám, þá þjóðminjavörður, bekkjar- bróðir Bjarna, orð á því við mig að hann væri hræddur við þessa kapp- semi Bjama við þjóðsagnaútgáfuna. Þá vantaði nokkur bindi á að útgáf- unni væri lokið. Allt komst þó af um það er lauk. En það var rétt að Bjarni kunni sér ekki alltaf hóf við vinnu. Hér skal þetta ekki rakið frekar. En gott þótti mér að heyra Bjarna segja, og það oftar en einu sinnr, að af verkum sínum þætti sér vænst um útgáfuna á þjóðsögum Jóns Ámasonar. Þessar þjóðsögur voru þó ekki eina útgáfa Bjarna á þessu sviði. Hann gaf út þjóðsögur Ólafs Davíðssonar 1978—80, fjögur bindi, svo og íslenska málshætti (ásamt öðrum) 1966. Fyrsta útgáfustarfsemi Bjama munu hafa verið Fornaldarsögur Norðurlanda, þijú bindi í samvinnu við Guðna Jónsson 1943—44. Síðar gaf hann út riddarasögur í sex bind- um á vegum íslendingasagnaútgáf- unnar (Norðra) 1949—51, og Karlamagnús sögu og kappa hans, þijú bindi, 1950. Af öðrum útgáfum hans skulu hér nefndar: Langt út í löndin, 1944 (ferðasagnasafn). Rímur eftir Steinunni Finnsdóttur, 1950. Lesbók handa bömum og unglingum ásamt æviskrám höf- unda og skýringum (með öðrum) 1952—53, og stækkuð og breytt útgáfa, Lestrarbók handa gagn- fræðaskólum (ásamt öðrum), fjögur hefti með skýringum og æviskrám höfunda, 1964—65. Islenskar úr- valsgreinar (með öðrum), þijú bindi, 1976—78. Bréf Gísla Hjálmarsson- ar til Jóns Sigurðssonar, 1980. Ásamt öðrum gaf hann einnig út bréfabækur Þorláks Skúlasonar, 1979, og Gísla Þorlákssonar, 1983. Manntal á íslandi 1845, þijú bindi, 1982—84, og átti hlut að útgáfu manntalsins 1801, einnigþijú bindi, 1978—80. Fleiri rit af þessu tagi liggja tilbúin til prentunar frá hendi Bjama, og sitt hvað vantar hér sem prentað hefur verið, til að mynda þýðingar, minningargreinar og rit- dómar. Enn em ótaldar ýmsar ættfræðiathuganir sem fæstar hafa verið prentaðar, enda oftast gerðar fyrir vini og kunningja. Þá er þess ógetið að hann sat í útgáfustjórn ýmissa rita, svo sem Austurlands, safns austfirskra fræða. Um nánari ritaskrá skal annars vísað til af- mælisrits Bjama 1985, Orð eins og forðum, en það er úrval greina eft- ir hann. Allar útgáfur sem Bjarni hafði afskipti af áttu það sameiginlegt að gera þurfti miklar kröfur til nákvæmrar og traustrar vinnu. Þeim kröfum skyldi fullnægt í hvívetna; annað kom ekki til greina af háifu hans. Bjarni féll frá í miðju starfi. Sunnudagskvöldið 1. mars settist hann að vanda við ritvélina að lokn- um sjónvarpsfréttum til að hreinrita til prentunar, sat við það til mið- nættis, stóð þá upp og sagði: „Jæja, ég er hættur.“ Nokkrum mínútum síðar hugðist hann ganga til hvílu. En að stundarfjórðungi liðnum var hann allur. Hann hafði lengi þjáðst af sjúkdómi þeim sem dró hann til dauða, og raunar fleiri sjúkdómum. Enn skal eins verks getið sem við Bjarni unnum saman, þótt beinn árangur hafi enn ekki sést. Hann hafði alla ævi hug á vönduðu tungu- taki og íslenskri málrækt, svo sem sjá má á ritum hans sem hér hafa verið nefnd. Um og fyrir miðja öld- ina höfðu margir hug á að stjórna þeirri samræmingu íslensks fram- burðar sem menn þóttust sjá fram á að óhjákvæmileg væri, meðal annars fyrir áhrif útvarpsins. Því fékk fræðslumálastjóri okkur til að semja tillögur um íslenskan fyrir- myndarframburð. Það gerðum við og lögðum áherslu á eðlilegan og vandaðan framburð, en töldum að öðru leyti að hljóðvilla væri eini rangi framburðurinn. Heimspeki- deild studdi tillögurriar í meginat- riðum, en menntamálaráðuneytinu leist ekki á að setja reglur um slíkt og málið strandaði. Þetta mun hafa verið skömmu eftir 1950. I einkalífi sínu var Bjami mikill gæfumaður. Hann kvæntist 3. júlí 1943 Kristínu Eiríksdóttur Benj- amínssonar útvegsbónda á Hesteyri í Norður-ísafjarðarsýslu og konu hans Elísabetar Halldórsdóttur. Böm þeirra em fjögur: a) Kristín kennari, gift Halldóri Magnússyni. Þau eiga þijú böm, Magnús Má, Valgerði og Bjarna Vilhjálm. b) Elísabet gjaldkeri, gift Jóni Stefánssyni, eiga þijú börn, Bjarna Hilmar, Stefán Hrafn og Steingrím Sigurð. c) Eiríkur verkfræðingur, kvænt- ur Guðrúnu Hauksdóttur, eiga einnig þijú börn, Hauk, Björn og Kristínu. d) Vilhjálmur viðskiptafræðing- ur, kvæntur Auði Maríu Aðalsteins- dóttur, eiga tvö börn, Huldu Guðnýju og Kristínu Mörtu. Að leiðarlokum þökkum við hjón- in Bjama áratuga kynni og vináttu, vottum minningu hans virðingu og fjölskyldunni samúð. Það eykur gildi lífsins að kynnast fólki eins og þeim hjónum. Arni Böðvarsson t Móðir okkar, SALOME JÓHANNSDÓTTIR, Ásl, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. mars. Karl Sveinsson, Borgar Sveinsson. t Útför eiginkonu minnar, ERLU ÞÓRDÍSAR JÓNSDÓTTUR, fer fram í Dómkirkjunni i Reykjavík miövikudaginn 11. mars kl. 13.30. Helgi Kolbeinsson. t Þökkum samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, PÉTURS ÓLAFSSONAR. Magnús Pétursson, Ólafur Pétursson, Sofffa Pétursdóttir, Pétur Björn Pétursson, Borghiidur Pétursdóttir, Valdfs Björgvinsdóttir, Lise Eng, Gunnar Orn Ólafsson, Inga Steinunn Ólafsdóttir, Ólafur Haukur Johnson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fasrum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa og langafa, HAFSTEINS JÓNSSONAR, bílamálarameistara, Laugateigi 36. Stefanía Halldórsdóttir, Jón Eirfksson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför SIGURBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Þórsgötu 15. Fyrir hönd aðstandenda, Sigtryggur Jónatansson. Vísindamenn gegn kjarnorkuvá þinguðu í Moskvu í febrúar: Meiri hætta á styrjöld af slysni enásetningi SAMTÖK íslenskra eðlisfræð- inga gegn kjarnorkuvá kynntu á dögunum tvær ráðstefnur um friðarmál. Var sú fyrri haldin í Hamborg, í október. í tengslum við hana fóru fram umræður um gervihnött, um geimvarnaráætl- un Bandarijamanna milli kunnra sljórnmála— og visindamanna í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Seinni ráðstefnan var haldin í Moskvu, i síðastliðnum mánuði. Hans Kr. Guðmundssyni, eðlis- fræðingi, var boðið á ráðstefn- una. Hans hefur skrifað greinargerð um ráðstefnuna, þar sem segir, meðal annars": „Alþjóðlegt þing vísindamanna var haldið í Moskvu dagana 14. og 15. febrúar. Þátttakendur voru um 270, frá 37 Iöndum. Stærstu hóp- arnir voru frá Bandaríkjunum og Svoétríkjunu, sem hvor um sig taldi um 50 manns. Um 30 breskir og 20 ítalskir vísindamenn voru við- staddir en önnur lönd áttu færri fulltrúa. Umræðum á þinginu var skipt í íjórá höfuðflokka: Vandamál sem upp koma við verulega fækkun kjarnavopna, öryggi Evrópu í kjöl- far kjarnorkuafvopnunar, gagn- flaugasamningar og varnarkerfi gegn langdrægum flaugum og bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Umræðurnar einkenndust af hrein- skilnum skoðanaskiptum í gagnrýn- um anda. Stefna Bandaríkjastjórn- ar var talsvert gagnrýnd og þá sérstaklega hugmyndir um víða túlkun gagnflaugasamningsins sem af mörgum var talinn boða ótak- markað vígbúnaðarkapphlaup úti í geimnum. Ennfremur voru Bandaríkjamenn gagnrýndir harðlega fyrir áfram- haldandi tilraunasprengingar, þrátt fyrir einhliða stopp Sovétríkjanna, sem reyndar voru hvött mjög til þess að framlengja þetta stopp enn _ lengur, í von um stefnubreytingu vestra, áður en langt um líður. Sovétríkin voru, hins vegar, gagnrýnd verulega fyrir að tengja afavopnunartillögur sínar svo sterk- lega takmörkunum á geimvamaá- ætlunum Bandaríkjastjórnar. Sovéskur hernaður og afskipti í Afghanistan voru ennfremur gagn- rýnd hvað eftir annað." Einnig kemur fram í greinagerð Hans að stórveldin hafi nú yfir að ráða allt að hundraðföldu því magni kjarnavopna sem þarf til að tortíma lífríki jarðar. Ástæða þessa gífur- lega Qölda sé, meðal annars, að flaug er miðað á flaug, í þeirri trú að geta í árás, að fyrra bragði, eyðilagt allar flaugar í einu „höggi“ svo að andstæðingurinn fái ekki svarað. Ennfremur segir í greinagerð- inni: „Rannsóknir vísindamanna á afleiðingum kjamasprenginga hafa hinsvegar leitt óyggjandi í ljós, að slík árás, að fyrra bragði, jafngildir sjálfsmorði og eyðingu heims- byggðar. Þessar niðurstöður og sú staðreynd, að báðir aðilar eiga Qölda „dulinna" vopna í kafbátum víðs vegar um heimshöfin, var talin benda til þess, að árás að fyrra bragði yrði aldrei fýsileg fyrir nokk- ur kjamorkuveldi og meiri ástæða væri i raun að óttast að styrjöld hæfist af slysni en ásetningi. Þessi hætta magnast stöðugt með íjölgun flauga og ekki síst styttri viðbragðstíma og þróun flóknari og æ sjálfvirkari búnaðar. Talið var að fækkun flauga um allt að 90% væri raunhæf á tiltölulega stuttum tíma. Samtök herstöðvaandstæðinga: Harma fálæti stjórn- valda um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd SAMTÖK herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni umræðna á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurl- öndum. í yfirlýsingunni er lýst yfir harmi samtakanna vegna „fálætis íslenskra stjórnvalda og andstöðu við svæðið á öllum stig- um umræðnanna og að íslensk stjórnvöld séu eini þröskuldurinn í veginum fyrir stofnun hins kjarnorkufriðlýsta svæðis“, eins og segir í yfirlýsingunni. í yfirlýsingunni segir ennfremur að „íslenskir friðarsinnar muni að sjálfsögðu fagna stofnun kjarn- orkuvopnalauss svæðis á Norðurl- öndum þó Islendingar beri ekki gæfu til að vera með frá upphafi. Enn sé þó tími til að knýja fram stefnubreytingu hjá íslensku ríkis- stjórninni þannig að ísland geti orðið meðal stofnaðila. í komandi kosningum hljóti að verða tekist á um afstöðu frambjóðenda til þessa máls,“ segir í yfirlýsingunni ogjafn- framt eru Tslenskir friðarsinnar hvattir til að leggja áherslu á kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd í kosnin- gaundirbúningi sem í hönd fer, á framboðsfundum og í kjörklefun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.