Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 71

Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 71
l^ORGtr^IBLAÐIÐ, ^álájutÍAGXÍR 24. kARZ 1987 Benedikt Antonsson, oddviti Sundhallarflokksins flutti ávarp og afhjúpaði styttu Helga Gíslasonar. Þuríður Erla Erlingsdóttir sem tók fyrstu sundttökin í lauginni við vígslu hennar fyrir hálfri öld endurtók sundið við fögnuð viðstaddra. Hátiðlegt var um að lítast í Sundhöllinni þennan morgun og hýrt yfir afmælisgestum. Fánar og blóm skrýddu stóra brettið, en inn- um glugga teygðu sig geislar morgunsólarinnar. Sundhöllin hálfrar aldar gömul: Um tíu milljónir manna syntu í lauginni fyrstu fimmtíu árin Afmælisveisla á laugarbakkanum HÁLFRAR aldar afmæli Sund- hallar Reykjavíkur var fagnað við hátíðlega athöfn í gær- morgun. Að loknu ávarpi Júliusar Hafstein, formanns íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur stakk Þuríður Erla Erlingsdóttir sér til sunds en hún tók fyrstu sundtökin í lauginni við vígslu hennar 23. mars árið 1937, sjö ára að aldri. Þá skoruðu fulltrúar fasta- gesta laugarinnar, „Sundhall- arflokksins", á lið ráðsins í boðsund sem lauk með sigri þeirra siðarnefndu. Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi og meðlæti á laugarbakkanum, en ókeypis var í Sundhöllina allan daginn. Sundhallarflokkurinn færði höllinni að gjöf listaverkið „Hlýjar hjartarætur" eftir Helga Gíslason og afhjúpaði oddviti þeirra Bened- ikt Antonsson það. Hann sagði nafn verksins táknrænt fyrir þær taugar sem gestir laugarinnar bæru til hennar og starfsfólksins. Benedikt færði starfsfólki hallar- innar þakkir fyrir alúð og þolin- mæði ásemt blómaskreytingu sem Stefán Tryggvason laugarvörður veitti viðtöku. í samtali við blaðamann sagðist Benedikt hafa farið í laugina í fyrsta sinn daginn sem hún var vígð. Hefði hann stundað laugina óslitið síðan. „Það er margir sem hafa haldið slíkri tryggð við Iaug- ina, þótt auðvitað hafi verið höggvin skörð í hópinn. Við urðum einnig fyrir mikilli blóðtöku þegar laugarnar í Vesturbæ, á Seltjarn- arnesi og síðan upp í Breiðholti voru opnaðar. Það eru nokkrir hópar sem hafa hver sinn fasta mæting- artíma í laugina, þeir fyrstu við opnun klukkan sjö, aðrir klukkan átta ,í hádeginu eða síðdegis," sagði Benedikt. „Það rikir um- fram allt léttur andi í Sundhöll- inni, hér er aldrei talað í alvöru og hversdagsmálin látin liggja milli hluta. Sundinu fylgir ekki aðeins líkamleg hressing heldur einnig andleg.“ Við athöfnina afhenti borgar- stjóri Sundsambandi íslands bikar sem nefndur verður Sundhallar- bikarinn. Guðfinnur Ólafsson formaður sambandsins veitti gripnum viðtöku og sagði að hann myndi beita sér fyrir því að keppt yrði um bikarinn strax á þessu ári. Þá færði fulltrúi íþróttasam- bands íslands, Hannes Þ. Sigurðs- son Sundhöllinni áletraðan skjöld. I ávarpi sínu sagði borgarstjori að Sundhöllin starfi eftir lögum Morgunblaðid/Bjami Magnús Guðmundsson hefur sótt Sundhöll Reykjavíkur á hveijum morgni í tæp fjörutíu ár. sem sett voru árið 1928. Þá hafi verið stefnt að því að reisa húsið á tveimur árum, en margt hafi orðið til að tefja þá áætlun. Hann sagði að Sundhöllin hafi þótt hið veglegasta hús á sínum tíma. Hún sé enn í dag sérstök meðal húsa í borginni og beri með rentu naf- nið „höll.“ Davíð áætlaði að um tíu milljónir manna hafi sótt Sund- höllina fyrstu 50 árin. Magnús Guðmundsson, sem sótt hefur laugina á hverjum morgni síðan árið 1948, sagði blaðamanni aðspurður að breyt- ingar hefðu verið litlar á þessu tímabili utan þegar heitir pottar voru settir upp í sólbaðssýli laug- arinnar. Hann sagði að margir héldu tryggð við laugina og þann óformlega kunningjahóp sem hefði myndast. „Ef nokkuð er þá hefur fastagestunum fjölgað á undanfömum árum og heitu pott- arnir urðu tvímælalaust til þess að auka aðsóknina," sagði Magn- ús. Hann sagði að sér væri nokkur söknuður að persónum sem glatt hefðu morgunstundirnar á árum áður. „í þeirra hópi voru menn eins og Lárus Blöndal, Konráð Gíslason í Hellas, Kjartan Ás- mundsson og Kristján L. Gests- son. Eg er ekki frá því að það hafi verið örlítið léttara yfir Sund- höllinni þegar þeir voru upp á sitt besta," sagði Magnús. Samkvæmt skýrslum íþrótta og tómstundaráðs voru gestir rúm- lega 217.000 talsins á síðasta ári, en alls sóttu 1.349.020 menn laugarnar í Reykjavík árið 1986. > j 1 71 precision hjörulids- krossar þjóNuStA Pei<i<|NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.