Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 24.03.1987, Blaðsíða 71
l^ORGtr^IBLAÐIÐ, ^álájutÍAGXÍR 24. kARZ 1987 Benedikt Antonsson, oddviti Sundhallarflokksins flutti ávarp og afhjúpaði styttu Helga Gíslasonar. Þuríður Erla Erlingsdóttir sem tók fyrstu sundttökin í lauginni við vígslu hennar fyrir hálfri öld endurtók sundið við fögnuð viðstaddra. Hátiðlegt var um að lítast í Sundhöllinni þennan morgun og hýrt yfir afmælisgestum. Fánar og blóm skrýddu stóra brettið, en inn- um glugga teygðu sig geislar morgunsólarinnar. Sundhöllin hálfrar aldar gömul: Um tíu milljónir manna syntu í lauginni fyrstu fimmtíu árin Afmælisveisla á laugarbakkanum HÁLFRAR aldar afmæli Sund- hallar Reykjavíkur var fagnað við hátíðlega athöfn í gær- morgun. Að loknu ávarpi Júliusar Hafstein, formanns íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur stakk Þuríður Erla Erlingsdóttir sér til sunds en hún tók fyrstu sundtökin í lauginni við vígslu hennar 23. mars árið 1937, sjö ára að aldri. Þá skoruðu fulltrúar fasta- gesta laugarinnar, „Sundhall- arflokksins", á lið ráðsins í boðsund sem lauk með sigri þeirra siðarnefndu. Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi og meðlæti á laugarbakkanum, en ókeypis var í Sundhöllina allan daginn. Sundhallarflokkurinn færði höllinni að gjöf listaverkið „Hlýjar hjartarætur" eftir Helga Gíslason og afhjúpaði oddviti þeirra Bened- ikt Antonsson það. Hann sagði nafn verksins táknrænt fyrir þær taugar sem gestir laugarinnar bæru til hennar og starfsfólksins. Benedikt færði starfsfólki hallar- innar þakkir fyrir alúð og þolin- mæði ásemt blómaskreytingu sem Stefán Tryggvason laugarvörður veitti viðtöku. í samtali við blaðamann sagðist Benedikt hafa farið í laugina í fyrsta sinn daginn sem hún var vígð. Hefði hann stundað laugina óslitið síðan. „Það er margir sem hafa haldið slíkri tryggð við Iaug- ina, þótt auðvitað hafi verið höggvin skörð í hópinn. Við urðum einnig fyrir mikilli blóðtöku þegar laugarnar í Vesturbæ, á Seltjarn- arnesi og síðan upp í Breiðholti voru opnaðar. Það eru nokkrir hópar sem hafa hver sinn fasta mæting- artíma í laugina, þeir fyrstu við opnun klukkan sjö, aðrir klukkan átta ,í hádeginu eða síðdegis," sagði Benedikt. „Það rikir um- fram allt léttur andi í Sundhöll- inni, hér er aldrei talað í alvöru og hversdagsmálin látin liggja milli hluta. Sundinu fylgir ekki aðeins líkamleg hressing heldur einnig andleg.“ Við athöfnina afhenti borgar- stjóri Sundsambandi íslands bikar sem nefndur verður Sundhallar- bikarinn. Guðfinnur Ólafsson formaður sambandsins veitti gripnum viðtöku og sagði að hann myndi beita sér fyrir því að keppt yrði um bikarinn strax á þessu ári. Þá færði fulltrúi íþróttasam- bands íslands, Hannes Þ. Sigurðs- son Sundhöllinni áletraðan skjöld. I ávarpi sínu sagði borgarstjori að Sundhöllin starfi eftir lögum Morgunblaðid/Bjami Magnús Guðmundsson hefur sótt Sundhöll Reykjavíkur á hveijum morgni í tæp fjörutíu ár. sem sett voru árið 1928. Þá hafi verið stefnt að því að reisa húsið á tveimur árum, en margt hafi orðið til að tefja þá áætlun. Hann sagði að Sundhöllin hafi þótt hið veglegasta hús á sínum tíma. Hún sé enn í dag sérstök meðal húsa í borginni og beri með rentu naf- nið „höll.“ Davíð áætlaði að um tíu milljónir manna hafi sótt Sund- höllina fyrstu 50 árin. Magnús Guðmundsson, sem sótt hefur laugina á hverjum morgni síðan árið 1948, sagði blaðamanni aðspurður að breyt- ingar hefðu verið litlar á þessu tímabili utan þegar heitir pottar voru settir upp í sólbaðssýli laug- arinnar. Hann sagði að margir héldu tryggð við laugina og þann óformlega kunningjahóp sem hefði myndast. „Ef nokkuð er þá hefur fastagestunum fjölgað á undanfömum árum og heitu pott- arnir urðu tvímælalaust til þess að auka aðsóknina," sagði Magn- ús. Hann sagði að sér væri nokkur söknuður að persónum sem glatt hefðu morgunstundirnar á árum áður. „í þeirra hópi voru menn eins og Lárus Blöndal, Konráð Gíslason í Hellas, Kjartan Ás- mundsson og Kristján L. Gests- son. Eg er ekki frá því að það hafi verið örlítið léttara yfir Sund- höllinni þegar þeir voru upp á sitt besta," sagði Magnús. Samkvæmt skýrslum íþrótta og tómstundaráðs voru gestir rúm- lega 217.000 talsins á síðasta ári, en alls sóttu 1.349.020 menn laugarnar í Reykjavík árið 1986. > j 1 71 precision hjörulids- krossar þjóNuStA Pei<i<|NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.