Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 21

Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 21 hönnuðir að læra að þekkja sín tak- mörk. Hér eru starfandi á gráa markaðnum fjöldi tæknimanna, aðal- lega þó tæknifræðingar og bygg- ingafræðingar, en innan um eru einnig verkfræðingar og arkitektar, sem taka að sér að hanna stærri hús og flókin mannvirki, án þess að hafa til brunns að bera þá lágmarks- þekkingu eða reynslu sem nauðsyn- leg er til slíkra verka. Þegar um er að ræða húsateikningar, það sama gildir yfirleitt einnig um lagnateikn- ingar — verður niðurstaðan í versta falli klúður, illa leystar heildarlausn- ir, dýrar og óhagkvæmar deiliiausnir. En þegar um er að ræða fúsk í hönn- un burðarvirkja horfír máiið öðru vísi við og ekki eingöngu verið að misnota fjármuni verkkaupans, Hér er e.t.v. verið að stofna mannslífum í hættu með rangri notkun efna, röngum álagsforsendum og óvirkum burðarkerfum. Sérstök hætta er fólg- in í vankunnáttu við hönnun gegn láréttum kröftum, vindkröftum og jarðskjálftakröftum. Þessir menn eru hættulegir umhverfí sínu. Virkasti hópurinn af slíkum fúsk- urum er ekki stór, kannski innan við 20 manns. Flest nöfnin þekkja bygg- ingarfulltrúamir á höfuðborgar- svæðinu og væri því leikur einn að stöðva þetta fúsk í gegnum skrifstof- ur embættanna. En einnig hér er ríkjandi landlæg druliusokkadýrkun og linka. 3.2. Eftirlit verkkaupa Til þess að bæta núverandi ástand þarf aukinn áróður og fræðslu um gildi góðrar hönnunar og jákvæð áhrif virkrar hönnunarstjómar. Eftirlit verkkaupa eða verkefnis- stjóra hans ætti meðal annars að beinast að þessum þáttum: • Skýr forsögn sé samin í upphafi verks og markmið hönnunarhópsins séu ölium ljós. Sérstaklega þarf að tiyggja, að verkaskipting og ábyrgð sé vel skilgreind. • Virk samvinna allra ráðgjafa sé tryggð á öllu hönnunarskeiðinu. Samræming hönnunarþátta sé virk frá upphafí til enda. • Fjárhagsleg hagkvæmni mann- virkisins (hér oftast átt við hús- byggingar), bæði hvað varðar byggingarkostnað og rekstrarkostn- að, sé tryggð. • Lokahönnun sé í samræmi við forsögn verkkaupa, hugsanlega með endurbótum ráðgjafa á hönnunar- skeiðinu vegna faglegrar sérþekk- ingar. Þetta má ef til vill skýra betur með meðfylgjandi skematískri mynd. Við mat á hagkvæmni þeirra bygg- ingarforma, sem fyrir valinu hafa orðið hjá ráðgjöfum á hönnunarstigi, er gott að gaumgæfa 4 þætti, sem allir verða að vera í lagi ef heildar- lausnin á að vera í lagi. Þessir þættir eru: Þótt þarfír séu skilgreindar á sannfærandi hátt og lausnir unnar út frá því, getur síðar komið í ljós að lausnin sprengir flárhagsramm- ann sem settur var. Þá þarf annað hvort að endurskoða lausnir og fínna nýjar og ódýrari eða að skera af kröfum og skilgreina þarfimar þann- ig að þær rúmist innan fjárhagsram- mans. En það er ekki nóg að þessir 3 þættir séu í lagi. Rekstrarþátturinn verður einnig að vera í lagi. Sé hann það ekki, verður að endurskoða ann- að hvort lausnir eða þarfír. Þannig verður að halda áfram uns allt fellur að settum kröfum og þá fyrst er ráðlegt að hefla framkvæmdir. 3.3. Opinbert eftirlit Opinbert hönnunareftirlit byggir annars vegar á reglugerð um raf- orkuvirki nr. 244/1971, hvað varðar raflagnir og rafbúnað. Hér beinist opinbera eftirlitið að öryggishlið málsins og er mjög virkt. Hins vegar skortir oft á eftirlit með hönnun raf- lagna, að því er snertir hagkvæmni í rekstri, eftiisval og ýmis konar fyrir- komulagsatriði. Hins vegar byggist opinbera eftir- litið á byggingarreglugerð nr. 278/1979, en sú reglugerð er um margt orðin úrelt og þarfnast yfír- ferðar og endurbóta. Að því er varðar lagnaþáttinn beinist eftirlitið að einangrunarfrá- gangi, efnisvali og ýmsum deilifrá- gangi. Með tilkomu lagnastaðla hefur eftirlitið orðið jákvæðara og virkara. Byggingamefndir flalla um húsa- teikningar arkitekta og koma þar inn til viðbótar byggingarreglugerðinni ýmis skipulagsákvæði, sem fullnægja þarf. Ekki skal lagður dómur á ágæti þessa eftirlits byggingamefndanna, en vísast er það í nokkuð góðu lagi. Helst dettur mér í hug að bæta megi eftirlitið með kröfu um að burð- arvirkishönnuður hafí kannað burðarvirki hússins, að minnsta kosti sérstaklega með tilliti til láréttra krafta, áður en byggingarleyfí er veitt. Ástandið í opinbem eftirliti með hönnun burðarvirkja er mjög alvar- legt í dag. Brýn þörf er á að efla það og bæta, en það verður ekki gert nema aukin flárveiting komi til og stutt verði þannig við bakið á byggingarfulltrúaembættunum. f byggingarreglugerð er heimildar- ákvæði fyrir byggingarfulltrúa um, að hann megi visa flóknari burðar- virkjaútreikningum til yfírferðar vaiinna ráðgjafa á því sviði. Ég legg til, að nú þegar verði tekið á þessum málum og það ekki með vettlingatök- um. • Endurskoðuð verði ákvæði um veitingu og gildistíma hönnunar- réttinda. Réttindi verði tekin af þeim hulduher, sem fúskar við þolhönnun húsa án þess að valda verkefnunum. • Burðarþolshönnuðir verði skyld- aðir til að skila snyrtilegum útreikningum, settum upp í stöð- luðu formi, með öllum jámateikn- ingum. • Frumhönnun burðarvirkja fari fram áður en byggingarleyfi er veitt og verði skilyrði fyrir veit- ingu. • Kraftur verði settur í samningu hönnunarreglna, gildistöku hönn- unarstaðla og endurskoðun j arðskj álftastaðals. • Aukin áhersla verði lögð á símenntun hönnuða. • Lögskipaðir verði nokkrir valdir ráðgjafar á sviði þolhönnunar burðarvirkja, sem byggingarfull- trúar af landinu öllu geti leitað til með yfírferð flókinna burðar- virkjaútreikninga. • Við, sem rekum sjálfstæðar verk- fræðistofur, sameinumst í átaki við að leiðbeina ungum og reynslulitlum hönnuðum, sem eru að stíga sín fyrstu skref á hönn- unarsviðinu. Með þessum einföldu aðgerðum mun opinbert eftirlit verða árang- ursríkara, hönnun mun batna og öryggi húsa okkar aukast. Þessar aðgerðir kosta einhverja Qármuni, en það er von mín að augu íslenskra ráðamanna opnist sem fyrst fyrir mikilvægi góðrar hönnunar og virks eftirlits. Það verður okkur öllum, sem vilj- um vinna jákvætt að bættri hönnun, til góðs. Ef við tökum höndum sam- an, tekst okkur að auka líkur á „betri hönnun steyptra mannvirkja". Höfundur er ráðgjafarverkfrseð- ingur og rekur eigin verkfræði- stofu íReykjavík. Grein þessier að stofni til erindi, sem flutt var á námstefnu á vegum endur- menntunamefndar Háskóla ís- lands. Skemmtiferð um borgina Laugardaginn 4. apríl bjóða sjálfstæðisfélögin í Reykjavík uppá hina árlegu skemmtiferð sína um borgina. Ekið verður um borgina undir leiðsögn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga nú í vor, svo og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Rútur munu leggja af stað frá Valhöll kl. 13.00, 14.00 og 15.00. Að lokinni ökuferð verður boðið í kaffi í Valhöll. Við væntum þess að sem flestir sjái sér fært að koma. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. r a Gullhringar Gullhringar eru okkarsérgrein. Við bjóðum aðeins fyrsta flokks handsmíðaða gullhringa með og án steina. Mikið úrval, á verði við allra hæfi. Gjöf sem geymist og ekki gleymist. rtu \______________________________________________________J HRINGDU þinn mánaðarlega SÍMINN ER 691140 691141 llforigitistMa&ifr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.