Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. APRIL 1987
V eldur „gáleysi“ Samvinnu-
trygginga umferðarslysum?
Athugasemdir við slysakönnun Samvinnutrygginga
eftír Sigurð Tómas
Björgvinsson
Undanfarna daga og vikur hafa
birst í dagblöðum tiilur og fullyrð-
ingar byggðar á „slysakönnun" sem
starfsmenn Samvinnutrygginga
framkvæmdu. Staðhæfingar þessar
birtust fyrst í Morgunblaðinu dag-
ana 19.—28. febr. sl. í formi
auglýsinga og síðan í formi frétta
í Morgunblaðinu 14. mars sl. og
Þjóðviljanum 17. mars sl. Þessar
fullyrðingar fela það í sér að
„ ... sofandaháttur við stýrið, al-
mcnnt gáleysi og kæruleysi
ökumanna eru langalgengustu or-
sakir umferðarslysa", svo vitnað sé
beint í umræddar auglýsingar.
Þessi stóm orð vom hins vegar
ekki rökstudd með neinum tölfræði-
legum gögnum eins og vani er
þegar um „kannanir" er að ræða.
I frétt Morgunblaðsins af umræddri
„könnun“ segir síðan: „Gáleysi er
helsta orsök umferðarslysa... í
niðurstöðunum kemur fram að of
hraður akstur eða ölvunarakstur
eiga minnstan þátt í slysunum.“
Engar röksemdir vom fram færðar,
nema þær að niðurstöðurnar byggja
á 149 „alvarlegum" slysum og
dauðaslysum á ámnum 1978—84.
Síðan er það fréttin í Þjóðviljanum
þar sem vitnað er í ákveðinn starfs-
mann Samvinnutrygginga. Hann
tekur undir fyrri yfirlýsingar trygg-
ingafélagsins, þ.e.a.s. athyglis-
skortur og gáleysi era helstu
orsakavaldar alvarlegra slysa og
ungu ökumennirnir lenda ekki oftar
í alvarlegum umferðarslysum en
hinir eldri. Síðan segir: „ . .. þetta
kom okkur dálítið á óvart.“ En það
kemur undirrituðum hins vegar
ekki á óvart að niðurstaðan komi
starfsmönnum tryggingafélagsins á
óvart, því hún er röng.
Tilviljunarkenndar
niðurstöður
Nú kann einhver að spyija hver
rökin séu fyrir þessum stóru orðum?
Þau em eftirfarandi: í fyrsta lagi
er úrtakið alltof lítið, eða 149 slys
á 7 ámm. Samkvæmt tölfræðileg-
um lögmálum em mjög miklar líkur
á að niðurstöðurnar séu vegna til-
viljunar. Hættan á tilviljunarkennd-
um niðurstöðum verður mun meiri
þegar úrtakið er brotið niður í
smærri einingar eins og gert er
með „aldur“ í umræddri „könnun".
í hveijum aldurshópi eru á bilinu
16—73 einstaklingar. Auk þess eru
einstaklingar sem em 45 ára taldir
í tveimur aldurshópum. I öðm lagi
koma hvergi fram neinar skilgrein-
ingar á þeim stóm hugtökum sem
notuð em í fullyrðingum Samvinnu-
trygginga. Hvað eiga þeir við með
„alvarleg" umferðarslys? Hvemig
skilgreina þeir gáleysi og athyglis-
skort? Er hraðakstur og ölvunar-
akstur ekki gáleysi?
Tölfræðileg-ar heim-
ildir rangtúlkaðar
I þriðja lagi, og þá er komið að
kjarna málsins, þær fátæklegu töl-
fræðilegu heimildir sem birtar em
í Þjóðviljanum em rangtúlkaðar
og því em allar þær alhæfingar sem
af þcim eru dregnar rangar. Þessar
tölfræðilegu heimildir em eftirfar-
andi: „í 149 stærstu slysunum
samkvæmt úttektinni áttu ökumenn
að 20 ára aldri aðild að 42 slysum,
ökumenn 21—45 ára áttu aðild að
73 slysum, ökumenn 45—60 ára
áttu aðild að 18 slysum og öku-
menn 61 árs og eldri áttu aðild að
16 slysum." Lesendum til frekari
„En það kemur undir-
rituðum hins vegar
ekki á óvart að niður-
staðan komi starfs-
mönnum tryggingafé-
lagsins á óvart, því hún
er röng.
glöggvunar eru þessar tölur birtar
á mynd 1 þar sem sést að línan rís
hæst hjá 21—45 ára aldurshópnum
eða „góðborguranum" eins og þeir
eru kallaðir hjá Samvinnutrygging-
um. Þeir álykta því sem svo að
þetta sé hættulegasti hópurinn. Það
þarf hins vegar ekki að horfa lengi
á þessar tölur til að sjá að mismun-
andi fjöldi aldursára er í hveijum
aldurshópi. Tölfræðin segir okkur
því að réttara sé að reikna hlut-
fallslegan fjölda umferðarslysa á
aldursár í hveijum hópi, eins og
sýnt er á mynd 2. Hana ber að
túlka með þeim fyrirvara sem öllum
og 4 eru skoðaðar kemur í ljós að
sömu mistökin eru aftur á ferð.
Þegar myndir 1 og 3 annars vegar
og myndir 2 og 4 hins vegar em
bornar saman sést að þetta em
sömu línurnar og það treystir enn
frekar það mál sem hér er verið
að leiðrétta.
Ungir vegf arendur
eru í mestri hættu
Til þess að átta sig enn frekar á
þessum staðreyndum og gera sér
grein fyrir mistökum starfsmanna
Samvinnutrygginga er ágætt að
skoða myndir 5 og 6 sem sýna hlut-
fallslega aldursskiptingu slasaðra
og látinna í umferðarslysum
1978—86, sem byggja á slysaskrán-
ingu Umferðarráðs. Þessar myndir
vom birtar í fjölmiðlum í janúar og
febrúar sl. Til þess að fyrirbyggja
strax allan misskilning skal það
tekið fram að þetta em allir slasað-
ir og látnir vegfarendur á
umræddu tímabili, 700—800 ein-
staklingar árlega. Einnig verður að
Mynd 1
Fjöldi
80 —|
70
60
50
40
30
20
10 -I
Aldursskipting ökumanna sem aðild áttu
að alvarlegum umferðarslysum 1978-1984.
(Samkvæmt könnun Samvinnutrygginga).
IUMFERÐAR
'RÁÐ
----1-----------1------------1-----------1------------
17-20 21-45 45-60 61 > Aldur
er ljós, þ.e. að ungt fólk fær ekki
ökuleyfi fyrr en það nær 17 ára
aldri. Því nær yngsti aldurshópur-
inn, 17—20 ára, aðeins yfir 4 ár.
Tekið skal fram að hverfandi líkur
em á að ökumenn séu undir 17 ára
aldri, þar sem t.d. aðeins einn öku-
maður tilheyrði þeim hópi af 319
ökumönnum sem slösuðust 1986,
samkvæmt slysaskráningu Um-
ferðarráðs. Einnig gefur undirritað-
ur sér þá forsendu að enginn
ökumaður í umræddri könnun hafi
verið eldri en 100 ára og því nær
sá aldurshópur yfir 40 ár. Eins og
sjá má þegar myndir 1 og 2 em
bornar saman þá verður niðurstað-
an allt önnur. Greinilegt er að fólki
í yngsta aldurshópnum, 17—20 ára,
er mun hættara við að lenda í „al-
varlegum" umferðarslysum en fólki
í öðmm aldurshópum. Hlutfallsleg-
ur fjöldi ökumanna á aldursár sem
lenda í „alvarlegum" umferðarslys-
um á aldrinum 17—20 ára er 10,5,
á meðan fjöldinn er 3,0 á aldursár
í hópnum 21—45 ára. Starfsmenn
Samvinnutrygginga nota sömu að-
ferðina þegar dauðaslysin em
rannsökuð, en úrtakið er aðeins 36
dauðaslys á sama 7 ára tímabili.
Þeir draga síðan þá ályktun af
„könnun" sinni að ekki sé hægt að
....hengja einhvern einn aldurs-
flokk sem sökudólg", svo notuð séu
þeirra eigin orð. Þegar myndir 3
FJOLDI
300-
250 -
200
150
100-
Mynd 6 1|r5dEROAR
ALDURSSKIPTING SLASAÐRA í
UMFERÐARSLYSUM
299
281
37
1978-1982 MEÐALTAL
1983-1986
215
n
*.a7
“ -i
50—44
172
175
-j.
I
300
- 250
-200
-150
-100
'83-'86
aldur;ár o-6
'83-'86
7-14
'83-'86
15-16
'83-'86
17-20
'83-'86
21-24
'83-'86 '83-'86
25-64 65 0GELDRI
athuga að skiptingin í aldurshópa tekið fram að Umferðarráð hefur einstaklinga í hveijum aldurshópi,
er nokkuð frábmgðin því sem var einnig athugað hlutfallslegan fjölda samkvæmt manníjölda í desember
í „könnun" Samvinnutrygginga, slasaðra og látinna í hveijum ald- 1985 og var niðurstaðan í stómm
nema 17—20 ára. Það skal Iíka urshópi, miðað við heildarfjölda dráttum sú sama og á mynd 5. Þar