Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Það er leikur að læra í Bandaríkjunum Sigrún Stefánsdóttir í nýju kastljósi eftirHalldór Þorsteinsson í nýlegu Kastljósi dásamaði fjöl- miðlarinn þjóðkunni, Sigrún Stef- ánsdóttir, skólakerfi Banda- ríkjanna, en fann hins vegar okkar ófullkomna kerfi flest til foráttu. Að hennar dómi eru kennslubækur þeirra ekki aðeins vandaðri en okk- ar, heidur eru þarlendir kennarar líka betur menntaðir og launaðir og meira virtir af almenningi en hér nyrzt í okkar andlega skamm- degi. Satt bezt að segja rak mig í roga- stanz, þegar ég heyrði þessi fögru ummæli um fræðslu og menntun bandarískra skólabarna og ungl- inga, betur að satt væri, enda er ég stórlega efins í, að Bandaríkja- menn sjálfir séu yfirleitt sama sinnis og Sigrún, og í beinu fram- haldi af þessu er rétt að geta þess, að aðeins fyrir nokkrum árum heyrðust þar háværar raddir, sem heimtuðu róttækar og tafarlausar endurbætur á þessu meingallaða skólakerfi, sem ól af sér vanhæfa nemendur til háskólanáms. Astæð- an fyrir þessum kröfum var einkum sú, að mönnum þótti kunnáttu og almennri þekkingu nemenda hafa farið jafnt og þétt hrakandi eftir að slegið hafði verið af námskröfum og sían óvinsæla hreinlega numin brott. Sú raunalega staðreynd blasti nú við mönnum, að nýju skólamir voru því miður ekki reistir á jafn- traustum og farsælum grunni og bjartsýnustu frumkvöðlar þeirra höfðu vonazt til. Fljótt fór að síga á ógæfuhlið. í stað framfara í námi gætti nú verulegrar afturfarar, enda liggur það í augum uppi, að vanhugsuð tilslökun á námskröfum leiðir alltaf til lakari árangurs nem- enda. Síðar var ákveðið að leggja grunnskóiana bandarísku, ef svo má kalla þá, niður í núverandi mynd og stefna aftur að auknum aga og kröfum í námi. Ýmsir ráða- menn studdu heils hugar þetta áform og framkvæmd þess, þ.á m. forsetinn, Ronald Reagan (þessum lánlausa vopnasala er þá ekki alls vamað). Upphaflega sóttu Svíar á sínum tíma fyrirmyndina um grunnskóla til Svisslendings, Jean Piaget, og til Bandaríkjamanna, en við aftur á móti til þeirra beggja, en þó fremur til þeirra fyrstnefndu. Það má heita grátbroslegt að við skulum ríghalda í þetta gelda og glataða skólakerfí, eftir að Banda- ríkjamenn hafa gefizt upp á því, eftir margra ára skaðlega reynslu, og sporgöngumenn þeirra, Svíamir, hafa líka heykzt á því og tekið það til rækilegrar endurskoðunar. Og er það ekki glæsilegt hlutskipti að vera sporgöngumenn sporgöngu- mannanna? Hér áður fyrr, þ.e.a.s. fyrir grunnskólaævintýrið mikla, þóttu stúdentar brautskráðir úr mennta- skólum á Norðurlöndum bera af að því er allan undirbúning undir há- skólanám varðar, en nú er öldin önnur og við megum svo sannarlega muna okkar fífil fegri í þeim efnum, enda hef ég það fyrir satt, að t.d. sænskum stúdentum sé iðulega neitað um skólavist í háskólum í Þýzkalandi, en þó einkum í Frakk- landi, fyrir slælegan undirbúning. Þeir eru með öðrum orðum naum- ast taldir gjaldgengir háskólaborg- arar í erlendum háskólum — og kveður ekki líka við sama tón í Háskóla íslands? Nemendur faila þar unnvörpum vegna vankunnáttu, sem má rekja beint til undirbún- ingsleysis eða með öðrum orðum til þess hörmulega glapræðis að nema síuna algjörlega brott. Áður en lengra er haldið væri ef til vill ekki úr vegi að fara ör- fáum orðum um viðhorf grunn- skólaspekinganna til kennslu. Skólarannsóknarmennimir okkar ötulu tala jafnan af digurbarkalegri fyrirlitningu um ítroðslu og utanað- bókarlærdóm og var landsprófið á sínum tíma einkum ósækilegur fylgifískur hans, að þeirra dómi. Mér er spum, sem málakennara, hvemig nemendur eigi að fara að því að læra orð, orðasambönd eða orðtök á erlendum tungumálum öðruvísi en utanbókar, hvort heldur það er gert af bók, vömm kennara, samtölum, segul- eða myndbönd- um, kvikmyndum, tölvu eða ein- hveiju öðm kennslutæki. Við látum ekki slá ryki i augun á okkur með vanhugsuðum slagorðum villuráf- andi „skólapostula". Það tekur líka út yfir allan þjófabálk, að sumir þessara manna, með ónóga starfs- reynslu í kennslu, þykjast vera þess umkomnir að kenna okkur kennur- um að kenna. Já, ráðherra, já, hr. Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra, væri það ekki þjóðráð, að fram fæm líka einhverjar hreinsanir hér fyrir sunnan, eða er það ef til vill Herkúlesar-þrautin þyngri að moka út úr því stórgripahúsi? Halldór Þorsteinsson Hver getur án gamans borið virð- ingu fyrir gáfum þeirra manna, sem trúa eins og nýju neti eftirfarandi greinum (þ.e. nr. 8 og 9) úr Litla Piaget-kverinu, en þær hljóða svo: 8. „Hugsun sprettur af athöfnum, ekki af orðum“ og 9. „Aðrir geta ekki látið bömum þekkinguna í té, þekkingin byggist á því, sem bömin uppgötva sjálf, þegar þau fást við viðfangsefni sín.“ Er ekki augljóst mál, að hugsun sprettur ekki aðeins af athöfnum heldur líka af orðum og reyndar ýmsum fleiri fyrirbær- um? „í upphafí var orðið“ og „orð em til alls fyrst" stendur einhvers staðar og út af 9. gr. er mér spum, hvort t.d. höfundar heilagrar ritn- ingar séu ekki færir um að láta bömum þekkingu í té? Rétt er nú að snúa sér aftur að fullyrðingum Sigrúnar og lýsa með nokkmm orðum starfsskilyrðum kennara og þeim skólabrag, sem hafa sett svipmót sitt á alltof marga bamaskóla, en þó einkum miðskóla, (high schools), þar í landi. Orðum eins og stefnuleysi, agaleysi, óstjóm, námsleiða og uppreisnar- anda skýtur upp í huga manns, þegar hugsað er til flestra þessara menntastofnana. (Sjálfsagt em til góðir skólar þar sem allt er í sóman- um, en þeir em algerar undantekn- ingar). Vegna þess að flestir nemendur hafa helzt hugann við það að gera kennumm sínum lífið leitt, læra þeir lítið, en kennaramir lifa aftur á móti í stöðugum ótta við þessa ófriðarseggi. Mörg dæmi em til um kennara, sem hefur ver- ið misþyrmt af nemendum sínum, svo og nokkur dæmi um kennslu- konur, sem hefur verið nauðgað. Fyrir allmörgum ámm var gerð ágæt kvikmynd, sem fjallaði um þetta ófremdarástand í þessum framhaldsskólum landsins, og bar hún heitið The Blackboard Jungle Hulduher a kostnað skattborgara eftirHuldu Gústafsdóttur í umræðunni síðustu daga um hið svokallaða Albertsmál hefur ýmislegt gleymst og kafnað í tii- finningastraumum og ófaglegri fréttamennsku þar sem sneitt hefur verið hjá efnisatriðum málsins. „Mistök" Alberts Guðmundssonar, pólitísk ábyrgð ráðherra og hlið- stæð dæmi erlendis frá hafa gleymst í umQöllun um andvöku- nætur og hulduher. Kannski mætti minna fólk á hvemig hulduherinn svokallaði er til kominn, hvers vegna þetta fólk veður eld og reyk og lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna til að koma Albert Guð- mundssyni í áhrifastöðu. Albert er, verður og hefur alltaf verið fyrir- greiðslupólitíkus og það viðurkennir hann sjálfur. Hann segist vera kos- inn til þjónustu en gleymir því að þingmenn eru kjömir til löggjafar- starfa en ekki til að hygla Pétri og Páli á kostnað skattborgara. Atkvæðakaupin eru á okkar kostnað, það eru þeir sem greiða skattana sína sem borga brúsann fyrir hulduher Alberts, það er hinn almenni skattborgari sem borgar persónulegu greiðana sem Albert hefur gert mönnum sínum í gegnum árin, fyrst sem borgarfulltrúi, síðan sem þingmaður og ráðherra. Svo hulduherinn hefur ríka ástæðu ti! að vilja halda sfnum manni á góðum stað. Ummæli Þorsteins Pálssonar for- manns Sjálfstæðisflokksins í þætti Stöðvar 2 um að Albert yrði ekki ráðherra í komandi ríkisstjóm ef Sjálfstæðisfiokkurinn ætti aðild að henni var að öllu leyti eðlileg og heiðarleg gagnvart lqósendum. Maður sem hefur orðið að axla sið- „ Atkvæðakaupin eru a okkar kostnað, það eru þeir sem greiða skatt- ana sína sem borga brúsann fyrir hulduher Alberts, það er hinn al- menni skattborgari sem borgar persónulegu greiðana sem Albert hefur gert mönnum sínum í gegnum árin.“ ferðislega ábyrgð og segja af sér ráðherraembætti vegna meints skattamisferlis er ekki gjaldgengur sem ráðherra við það eitt að ný ríkisstjóm taki við. Persónan og ábyrgð hennar breytast ekki á svo og fór Glenn Ford með aðalhlut- verkið. Mynd þessi vakti feiknaat- hygli á sínum tíma, enda talin vera holl og tímabær hugvekja, þar sem viðfangsefninu var gerð prýðileg skil. Menn vom yfirleitt sannfærðir um, að hér væri dregin upp sönn mynd af ástandinu eins og það var í raun og veru. Fyrir um það bil átta ámm vom böm skólabróður míns, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í áratugi, við nám í miðskóla (high school). í bréfi til mín, sem skrifað var á þeim tíma, átti hann ekki nógu sterk orð til að lýsa óánægju sinni með kennsluna í skólanum. Að hans dómi vom kennaramir engan veginn vandanum vaxnir, enda einkunnir flestra eftir því. Hann minntist um leið með þakk- læti þeirrar frábæm tilsagnar, sem við höfðum notið í flestum greinum hjá þvi einvalaliði kennara, er störf- uðu á skólaárum okkar í Mennta- skólanum á Akureyri í gamla daga, og hann endaði bréfið með þessari spumingu: „Gerirðu þér grein fyrir því, hvílík sérréttindi þetta vom, Halldór?" Auðsætt er, að hann er á annarri skoðun en Sigrún Stefáns- dóttir. Vel á minnzt, þetta rifjar upp fyrir mér atvik, sem henti annan skólabróður minn, hann Jónas Jak- obsson sáluga, veðurfræðing. Á námsámm okkar við Kalifomíu- háskóla bjuggum við saman um nokkurt skeið í háskólaþorpinu Westwood Village. Hann nam veð- urfræði, en ég lagði stund á rómönsk mál og bókmenntir. Þetta var á síðari heimsstyijaldaráranum, og var þá mikill hörgull á veður- fræðingum. Var því bmgðið á það ráð að snöggsjóða fjölda veðurfræð- inga og vora aðeins úrvalsnemend- ur valdir til þess að stunda þetta nám. Einhveiju sinni, þegar nem- endur vom í óða önn að stinga út veðurkort, sneri sessunautur Jónas- ar sér að honum og beindi til hans eftirfarandi spumingu og það alveg kinnroðalaust: „Heyrðu, Jónas, hvar er eiginlega Mexíkóflói?" Ég man, að okkur Jónasi þótti hann vera svolítið loppinn f landafræðinni (eins og það er stundum orðað norð- ur í Þingeyjarsýslu) og það í sinni heimalandafræði, ef svo má að orði komast. Fyrir þremur eða fjóram ámm vom bandarískir landgönguliðar í íslenzkutímum í skóla mínum. Held- ur þótti mér þeim sækjast námið seint. Þeir vom satt að segja alveg í sérflokki. Þótt ég hafi reynt ýmis- legt misjafnt og miður gott á löngum starfsferli, þá held ég að ég hafi aldrei á minni lífstíð komið að jafntómum kofum. Þar var ekk- ert nema svartnætti og það ein- kennilega var, að það virtist vera með þeim algjört jafnræði í þessum efnum. Þrátt fyrir ítrekaðar og þráiátar tilraunir tókst mér aldrei að kenna Hulda Gústafsdóttir skömmum tíma. Albert Guðmunds- son tók sjálfur ákvörðun um að segja af sér og var á engan hátt útskúfað. Þingmenn em auk þess kosnir til löggjafarstarfa og em ekki „annars flokks" þótt þeir verði ekki ráðherrar. Það á enginn meiri rétt en annar á því að verða ráð- herra og það verður enginn sjálf- krafa ráðherraefni, sama í hvaða sæti hann situr á framboðslista. í Sjálfstæðisflokknum er ekki tvöfalt siðgæði, í Sjálfstæðisflokkn- um er umburðarlynt fólk og þótt þeim að beygja sögnina að vera í öllum persónum eintölu, fleirtölu framsöguháttar nútíðar. Eftir því sem leið á námskeiðið var mér smám saman ljóst, að þeir virtust ekki einu sinni hafa sitt eigið mál fyllilega á valdi sínu. Tvöfaldar neitanir, skakkar sagnbeygingar, auk ótal fleiri fjóla einkenndu mál- far þeirra. Með öðmm orðum þá virtist þeirra eigið móðurmál vera þeim hálflokuð bók, og ég fann til með þessum vesalingum, sem aldrei hafði verið kennt að læra. Ef þessir ungu menn em skilget- in afkvæmi bandarískra skóla, þá er sú uppfræðsla, sem þar fer fram, upp á færri fiska þar í landi en Sigrún hyggur. I gmnnskólum okkar er gert of lítið, já alltof lítið, fyrir afburða nemendur og það vegna ofdekurs við meðalmenn og tossa. Þeim sem gætu skarað fram úr er hreinlega úthýst. Þótt margt megi finna að Sovétmönnum og Bandaríkjamönn- um, þá hafa þeir þó vit á því að gera vel við sína beztu námsmenn, enda greiða þeir götu þeirra á alla lund, en hér mega þeir hýrast í blönduðum bekkjum, þar sem er jafnan hægagangur á öllu vegna þarfa heilögu heildarinnar, sem má aldrei fara hraðar en fetið. Hvers eiga þessir afburðamenn að gjalda? Og hvað gerist? Á þá sækir óyndi, ef ekki beinlínis námsleiði. Þeir njóta sín engan veginn í þessu umhverfi. Mætti ekki einfaldlega leysa þetta mál með því að skipa nemendum í bekki eftir námsgetu eins og tíðkaðist hér áður fyrr eða gera þeim kleift að stunda nám og ljúka því á þeim tíma, sem þeim hentar? Nú vil ég gera það að tillögu minni, að námskröfur verði hertar til muna, svo og að landspróf verði aftur lögleitt, jafnvel í nýjum bún- ingi og undir nýju heiti, ef mönnum þykir það brýnt kappsmál að breyta því. Ef sían verður ekki aftur sett á sinn stað, getur vel farið svo, að fleiri en Sigrún Stefánsdóttir myndu óska þess að senda böm sín í bandaríska skóla og auðsætt er að íslenzkir námsmenn munu daga uppi í þessum kröfuharða heimi, sem nátttröll og viðundur á sviði mennta og lærdóms, ef ekkert verð- ur gert til að kippa skólamálum okkar í samt lag. Að lokum langar mig til að minnast örfáum orðum á banda- ríska háskóla. Þeir em eins misjafn- ir og þeir em margir. Þótt sumir þeirra njóti lítils álits, þá eiga Bandaríkjamenn engu að síður há- skóla á borð við Harvard, Yale, Princeton, MIT, CAL Teach., Col- umbia, Kalifomíu-háskóla og Stanford, svo nokkrir séu nefndir, sem ótvírætt em í tölu allra beztu háskóla í heimi. Höfundur er forstöðumaður Mála- skóla Halldórs. Albert Guðmundsson segi af sér sem fulltrúi framkvæmdavalds er ekki þar með sagt að hann geti ekki setið á þingi. Það hafa fleiri þingmenn en Álbert fengið aðfinnsl- ur vegna skattframtala en ekki fleiri ráðherrar. Við svo búið sagði Albert skilið við Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann væri sjálf- stæðismaður sem berðist fyrir hagsmunum Reykvíkinga, og býður fram undir nafni Borgaraflokksins í öllum kjördæmum. Hann hlýtur þá að beijast fyrir hagsmunum Reykvíkinga í öllum kjördæmum landsins. Og Albert „sjálfstæðis- maður" hefur vinstri menn í öðm og þriðja sæti á lista sínum í Reykjavík. Hver sjálfstæðismaður hlýtur að spyija sjálfan sig að því hvemig þetta fari saman. Hvemig er hægt að telja kjósendum trú um að þetta fólk skipti um skoðun í snarheitum við það eitt að skipa sæti á lista Borgaraflokksins. Sjálfstæðismenn, stöndum sam- an, látum frá okkur heyra, þéttum raðimir og látum verkin tala. Við emm á réttri leið en fjölflokkastjóm vinstri aflanna getur hæglega snúið af leið og spor þeirra hræða ef litið er flögur ár aftur í tímann. Höfundurer viðskiptafræðinemi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.