Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Tölvutækni: Þekkingarkerfí valda bylt- ingri í rekstri fyrirtækja • • - rætt við Orn Aðalsteinsson sem er í syórn alþjóðafyrirtæk- isins Dupont ÖRN Aðalsteinsson hefur und- anfarín ár verið í stjóm al- þjóðafyrirtækisins Dupont og hefur starfssvið hans þar m.a. verið að koma upp þekkingar- kerfum innan fyrirtækisins. Öm er búsettur I Wilmington í Delvaware í Bandaríkjunum og er forseti íslendingafélagsins í Pennsylvaníu, New Jersey og á Delwaresvæðinu í kring um Philadelphiu. Hann er kvæntur Evu Aðalsteinsson, sem lauk mastersgráðu í fjölmiðlafræð- um árið 1978 og starfar við ráðgjafarþjónustu sem sér- fræðingur um menningarsam- skipti milli þjóða. Öra lauk stúdentsprófi við Verslunar- skóla íslands og tók síðan stúdentspróf í stærðfræði- greinum við Menntaskólann í Reykjavík árið 1969. Hann lauk BS-prófi við háskólann í Col- orado i Bandaríkjunum og masters- og doktorsprófi í efnaverkfræði í Massachussetts Institute of Technology í Bos- ton árið 1977. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Öm um störf hans þjá Dupont og spurði ég hann fyrst hvað hefði orðið til þess að hann hóf störf þar. Dupont Að loknu námi fékk ég starf hjá Procter & Gamble í Bandaríkjun- um, sagði Örn. Hjá þessu fyrirtæki öðlaðist ég mikla reynslu af að fást við hagnýt rannsóknarverk- efni í efnaverkfræði. Eftir að ég hafði starfað hjá Procter & Gamble um tíma bauðst mér starf hjá stórfyrirtækinu Dupont árið 1979 ogtók égþví. Dupont er stórfyrirtæki í hinni eiginlegu merkingu þess orðs. Það veltir sem svarar 1500 milljörðum íslenskra króna á ári, sem eru rúm- lega þijátíufaldar útflutningstekj- ur íslensku þjóðarinnar. Dupont hefur verksmiðjur í öllum heimsálf- um, eða um 200 verksmiðjur í 40 þjóðlöndum. Starfsemi fyrirtækis- ins er mest í efnaiðnaði og hefur það sérhæft sig í framleiðlsu gervi- efna, lífræna efna, efna til land- búnaðar, litarefna og framleiðlu á vefnaðarvörum. Sem dæmi um efni frá Dupont sem notuð eru hér á landi má nefna bíialökk og gervi- efnadúka sem notaðir eru við vegagerð o. fi. Á síðustu árum hefur Dupont fyrirtækið fært út kvíamar. Fyrir nokkru var hafín lyfjaframleiðsla og framleiðsla á lækningatækjum á vegum fyrirtækisins. Til að kom- ast inn á Iyfjamarkaðinn keypti Dupont upp þekkt lyfjaframleiðslu- fyrirtæki sem kostaði geysimikið fé — menn láta sér ekki muna um miklar fjárfestingar á þessum bæ ef þær skapa möguleika á að kom- ast inn á stóra markaði. Fyrir nokkrum árum gerði Dupont ein- hver stæstu fyrirtækjakaup sem gerð hafa verið þegar það keypti olíufyrirtækið CONOCO. Þetta var gert til að komast inn á markaðinn með olíuvörur sem fyrirtækið framieiðir nú í stórum stíl. Starfssvið mitt hjá Dupont hefur færst út á síðusta ári og gerðist það þegar fyrirtækið fór að hag- nýta tölvutæknina með nýjum hætti en Dupont er nú orðið braut- ryðjandi á því sviði. Flestir hafa sjálfsagt heyrt talað um gervigre- ind eða tölvuvit en mikil framþróun hefur orðið á þessu sviði undanfar- in ár. Þekkingarkerfi Gervigreind má skipta í fjóra meginflokka: 1) tölvustýringar fyrir vélmenni. 2) hugbúnaður sem gerir fólki kleift að nota tölvur án þess að hafa sérþekkingu á þeim. Þetta er t.d. hugbúnaður sem skilur mælt mál, hugbúnaður sem breytir texta í mælt mál og hugbúnaður sem gerir almenningi fært að nota gagnabanka án sérþekkingar. 3) þekkingarkerfi (exspert sy- stems), sem við komum nánar að á eftir. 4) stjómtækni (process control) sem notuð er til að gera margs konar iðnferla sjálfvirka. Hér er m.a. um að ræða hugbúnað sem tekur ákvarðanir í samræmi við aðstæður. kerfí á sínu sérsviði án þess að þekkja hugbúnaðinn í smáatriðum eða kunna skil á forritunarmálum. Unnið hefur verið að því að koma upp þekkingarkerfum í öllum deildum Dupont fyrirtækisins. Áætlað er að eftir fimm ár munum við hafa komið á laggirnar tvöþús- und þekkingarkerfum innan fyrir- tækisins. Ætla má að hagnaðurinn af þessari hagræðingu verði ekki minni en sem nemur fjórum millj- örðum íslenskra króna á ársgrund- velli. Þessi hagnaður mun m.a. verða af spamaði í endurhæfingu og samræmdu gæðamati á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins. Óbeinn hagnaður gæti orðið mun meiri. Með þessum þekkingarkerfum ætl- ar fyrirtækið einnig að skapa sér betri samkeppnisaðstæður. Þekk- ingarkerfin munu koma að miklu haldi varðandi upplýsingar um samkeppnisaðila, vöruþróun, markaðsrannsóknir o. fl. - Em notkun þekkingarkerfa Tökum lækni sem dæmi. Hann er að sjálfsögðu misjafnlega upp lagður þegar hann framkvæmir sjúkdómsgreiningu, jafnvel svo að hann gleymir að kanna alla hugs- anlega möguleika í einhveiju tilfelli. í því tilfelli mundi tölvan passa uppá sjúkdómsgreiningarað- ferðina - að farið væri í gegn um allar nauðsynlegar spumingar varðandi tilfellið. Auðvitað er ákveðin tregða til staðar varðandi það að taka upp þessa upplýsinga- tækni en hún hlýtur að ryðja sér til rúms hagkvæmninar vegna og þess vegna borgar sig fyrir hvern og einn að tileinka sér hana sem fyrst. - Skapa rangar upplýsingar, sem hugsanlega slæðast inní þekk- ingarkerfi, ekki nokkra hættu? Að sjálsögðu er sá möguleiki til staðar. Til að fyrirbyggja þetta eru sérfræðingar fengnir til að nota þekkingarkerfin eins lengi og hægt er. Aldrei er þó hægt að útiloka Öm Aðalsteinsson ásamt fjölskyldu sinni. F.v. Eva Aðalsteinsson, Solný eins árs, Bryndís fjögurra ára og Öra. Þekkingarkerfin hafa undanfar- ið orðið eitt af mínum aðalverkefn- um, á þeim tíma sem þessi nýja tækni er að gerbreyta öllum rekstri hjá Dupont. Það hefur sjálfsagt flýtt fyrir þessari þróun að þekk- ingarkerfin eru tiltölulega ódýr miðað við aðra tölvutækni. - Hvemig virka þessi þekking- arkerfi? í stuttu máli er þekking á ein- hveiju sérsviði sett í kerfi þannig að hægt er að nálgast hana á að- gengilegna hátt. Með þessum hætti er hægt að safna upp þekk- ingu innan fyrirtækisins og er hún þá aðgengileg hveijum sem er. Þannig er t.d. mögulegt að taka reynslu manns sem er búinn að vinna í 40 ár hjá fyrirtækinu og gera hana aðgengilega hveijum sem er. Með þessum hætti er hægt að bæta upp það tap sem fyrirtæk- ið verður fyrir við að missa fólk ásamt reynslu þess úr vinnu. Þessi kerfi koma einnig að ómetanlegu gagni við að þjálfa upp nýja starfs- menn. Með þessari tækni er hægt að hafa þekkinguna til staðar og nálg- ast hana hvenær sem er með auðveldum hætti fyrir hvem þann sem hefur aðgang að kerfinu. Þekkingarkerfi skapa þannig möguieika á að vemda þekkinguna og koma henni áfram milliliða laust. Áður hefur þetta ekki verið framkvæmanlegt nema á miklu þunglamalegri hátt. - Þarf ekki töluverða sérhæf- ingu til að koma þessum þekking- arkerfum upp? Nei, það getur hver sem er lært á tiltölulega stuttum tíma en því er ekki að neita að menn eru misjafnlega til þess fallnir. Hægt er að koma sér upp þekkingar- víða að ryðja sér til rúms um þess- ar mundir? Dupont hefur tekið afgerandi forystu í Bandaríkjunum með því að koma þessari tækni á í fyrir- tækjum sínum. Þaðan hefur þessi nýja upplýsingatækni verðið færð út um allan heim gegn um fyrir- tækið. Nú er greinilegt að fleiri fyrir- tæki hugsa sér til hreyfings. Ég fæ mikið af fyrirspumum og beiðn- um um að halda fyrirlestra um þessi efni og hef ekki getað sinnt þeim nema að takmörkuðu leyti. - Hefur þú fengist mikið við þróun þessara kerfa? Við höfum þjálfað fleiri hundmð manns í Dupont fyrirtækjum og kennt þeim að gera svona kerfi sjálfum. Að undanfömu hef ég verið að senda fólk út um allan heim til að kenna þessa tækni. Eftir nokkrar vikur fer ég til Genf og mun standa þar fyrir ráðstefnu um þessi efni. Seinna á árinu munum við fara til Japans og Suð- ur-Ameríku í sömu erindagerðum. Að undanfömu hef ég verið að vinna með lækni að gerð þekking- arkerfis á hans sérsviði, þ.e. sjúkdómsgreinginarkerfi. Þessi læknir rekur heilsuvemdarstöð og mun þekkingarkefíð, auk þess að vera honum sjálfum til aðstoðar, gefa starfsfólki á heilsugæslustöð- inni aðgang að upplýsingum sem annars væri einungis væri á færi sérfræðinga að veita. - Er það ekki andstætt hags- munum sérfræðinga að miðla þekkingu sinni til fjölda annara manna á þennan hátt? Um það má deila en þekkingar- kerfið er sérfræðingnum einnig til hjálpar. Þekkingarkerfið eykur ör- yggi og nákvæmni í starfi hans. einhveijar villur með öllu. - Er ekki dýrt að koma upp tölvubúnaði fyrir þekkingarkerfi af þessu tagi? Nei, það er hægt að vera með þekkingarkerfi á venjulegum ein- ménningstölvum. Stærri þekking- arkerfum má koma fyrir á stómm tölvum eins og VAX 11/780 og samtengja þau gagnabönkum. Þannig geta þau nýst fjölmörgum einstaklingum í gegn um útstöðv- ar. Almennt gildir að sá vélbúnaður sem notaður er miklu ódýrari en en hugbúnaðurinn. Þekkingarkerfi eru tiltölulega ódýr miðað við tölvutækni almennt og fjárfesting vegna þeirra ekki mikil. Mögnleikar á íslandi íslendingar eiga að mínu áliti mikla möguleika varðandi gerð þekkingarkerfa og gæti jafnvel orðið um útflutning á þeim að ræða héðan. - Hvað höfum við fram yfir aðrar þjóðir að þessu leyti? íslendingar eru vel menntuð þjóð og hér er fyrir hendi kunn- átta á mörgum sviðum. Ég held að starfsemi sem þessi passi mjög vel inn í menningu þjóðarinnar. Hér á landi hafa menn lengi langt stund á að þjálfa hugann - hér hafa margir fengist við að yrkja, tefla skák, rekja ættir o. s. frv. íslendingar gætu náð langt í gerð þekkingarkerfa ef þeir grípa tæki- færið núna þegar eftirspurnin eftir þeim er að heíjast. Fjármagns- kostnaður er lítill við hugbúnaðar- gerð og má segja að það sé fyrst og fremst „heilaaflið" sem leggja þarf fram. Einangrun landsins kemur ekki að sök í þessu efni. Hvað samkeppni varðar á ég ekki von á að hún verði mikil á næstu árum. Stóru fyrirtækin eins og Dupont kæra sig ekki um að fram- leiða þekkingarkefín sjálf heldur vilja þau gjaman kaupa þau af smærri aðilum. Þannig fá þau nýja þekkingu inn í reksturinn hjá sér sem getur orðið þeim miklu dýr- mætari en seljandanum. Nú er eftirspumin eftir þekkingarkerfum mikil og á eftir að verða meiri næstu ár því æ fleiri stórfyrirtæki hugsa sér til hreyfings í þessum efnum. Eins gætu íslendingar haft mik- ið hagræði af að koma upp þekkingarkerfum varðandi helstu atvinnugreinar sem hér eru stund- aðar. Þar eru mikil tækifæri ónotuð. Með einföldum þekkinga- kerfum mætti t.d. koma á samræmdu gæðaeftirliti í sjávarút- vegi og gera einstaka framleiðslu- þætti einfaldari og öruggari. Hægt væri að nota þessa tækni við fram- leiðsluþætti stórverksmiðja eins og álversins í Straumsvík, við sjúk- dómsgreiningu sjúklinga, sem aðstoðarkerfi fyrir fatlaða, við- gerðarþjónustu bifreiðaverkstæða og á ijölmörgum sviðum þjóðlífs- ins. Þekkingarkerfin má einnig nota á mun víðtækari hátt - þau gætu t.d. brúað bilið milli Háskóla Islands og atvinnulífsins, eins og greinilega er mikil þörf á hér. I samtali sem ég átti við prófessor Odd Benediktsson kom fram að einn þriðji nemenda í Raunvís- indadeild Háskólans eru í tölvu- fræði. Ég tel raunhæft að hvetja þennan stóra hóp til að takast á við verkefni á þessu sviði. - Mun notkun þessara þekk- ingarkerfa leiða til aukins atvinnu- leysis? Öll stærstu fyrirtæki heims eru að fækka starfsfólki, það er stað- reynd sem ekki verður litið framhjá. Þessi nýja upplýsinga- tækni mun ef til vill valda því að færra starfsfólk verður ráðið en ella og stuðla þannig að auknu atvinnuleysi. Þekkingarkerfin munu hins vegar auka hagkvæmni iðnaðarins og þá er spumingin hvort þau muni ekki stuðla að aukinni atvinnu á öðrum sviðum. Ég held að engin ástæða sé til að óttast þessa tækni því hún eykur fyrst og fremst möguleika okkar. Kunnátta er grundvöllur atvinnu- starfsemi og það hlýtur að vera af hinu góða að grundvöllurinn styrkist. Eins og ég hef komið að hefur Dupont gerst brautryðjandi við hagnýtingu þessarar tækni í heim- inum og er komið lengst allra stórfyrirtækja í hagnýtingu henn- ar. Onnur stórfyrirtæki eru rétt að fara af stað og það er fyrst núna sem menn eru að gera sér ljóst hversu geysimiklir möguleik- amir em. - Hver er staða þín hjá Dupont fyrirtækinu? Ég hef verið við stjórnun á þessu sviði frá því að ákveðið var að ráðast í þessar breytingar. Ég hef unnið fyrir dr. Ed Mahler sem er orðinn héimsfrægur á þessu sviði. Á þessum tíma hef ég haft aðstöðu til að fylgjast með starfsemi allra deilda fyrirtækisins gegn um þessa tækni og þekki því reksturinn ná- ið. Það hefur komið mér mjög á óvart hversu mikilli byltingu þekk- ingarkerfín hafa valdið á hinum fjöimörgu rekstrarsviðum fyrir- tækisins og stundum hefur maður á tilfinningunni að maður sjái inní einhvem framtíðarheim, að það sé ekki nútíminn sem maður hefur fyrir augunum. Það hefur líka ver- ið stórkostlegt að fylgjast með starfsemi risa eins og Dupont. Þar er ráðist í stórverkefni uppá tugi milljarða og allt þrautskipulagt af fæmstu mönnum áður en lagt er í framkvæmdir. Svo virðist að ný iðnbylting hafi hafist er tölvutæknin kom til sög- unnar, sérstaklega þegar komið er inn á svið gervigreindar eða tölvuvits. Við erum rétt að byrja að hagnýta þá möguleika sem skapast hafa. Ekki er annað sýnt en sagan muni endurtaka sig, að þeir sem ekki tileinka sér þessa nýju tækni verði undir í markaðs- samkeppninni. - bó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.