Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 45

Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 45 Svipmyndir úr borginni/óiafur Ormsson MÁL DAGSINS Veturinn hefur verið einstak- lega mildur og minnir nú loks á sig þegar komið er fram yfir miðj- an marsmánuð með hörkugaddi, snjó og fjúki. Það er þó ekki veð- rið sem helst setur svip á mannlíf- ið þessa dagana, fremur efnahagsmálin. I gangi er stöðug kjarabarátta og ekki fyrr búið að semja við einn launþegahópinn en annar er farinn af stað og þegar þessar línur eru festar á blað eru sjúkrahúsin varla starfhæf vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfa. Á sama tíma er verð- bólgan á uppleið. — Mér líst nú ekkert á þessa þróun. Verðbólgan er komin yfir tuttugu prósent og kannski að stjómin sé að missa tökin á efna- hagsmálunum. Það er þensla á öllum sviðum og framundan al- níennar kauphækkanir. Vilja menn vinstri stjóm eftir kosning- ar? Eða hvað? Vinstri stjórn með 100—120 prósent verðbólgu? spurði maður einn sem ég hitti á förnum vegi fyrir framan Lands- bankann í Austurstræti nú nýlega. Það var sama dag og borgarstarfsmenn hófu að greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamn- ing sem barst í tal, og maðurinn var viss um að yrði felldur í alls- herjaratkvæðagreiðslu, sem síðan kom á daginn. Frostið fór niður í sjö stig í borginni og kuldagjóstur við Reykjavíkurapótek þar sem Óli blaðasali stóð úlpuklæddur með dagblöðin undir hendi. Skyndilega var hann rokinn út í Pósthús- stræti. Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi alþingismaður og nú- verandi aðstoðarmaður félags- málaráðherra, hafði gefið bendingu. Hann keypti eitt eintak af Helgarpóstinum af Óla. Ut undir vegg við Pósthúsið stóð Guðmundur Haraldsson frá Eyr- arbakka, lágvaxinn maður með snyrtilegt yfirvararskegg, kunnur maður í borginni, ljóðskáld með meiru, kominn á sjötugsaldur. Hann stóð þarna frakkaklæddur með skjalatösku undir hendi og spjallaði við vegfaranda með yfir- vegaðri ró. Svo var allt í einu eitthvað sem vakti athygli hans og þá lagði hann áherslu á orð sín með miklu handapati. Hinum megin götunnar gekk Gunnar Sverrisson um stræti og torg í nýjum klæðskerasaumuðum fötum og seldi lítið kver sem inni- heldur ritsmíðar eftir hann frá liðnu hausti. Tilsýndar sá ég að hann seldi tvö eintök á tröppunum við Landsbankann. Hann varð fimmtugur á liðnu hausti og fæ- rist allur í aukana í útgáfumálum og verður með þessu áframhaldi kominn með tuttugu binda ritsafn á sextugsafmælinu. í afgreiðslusal á fyrstu hæð í Landsbankanum, aðalbanka við Austurstræti, stóð Ragnar Ein- arsson, forstjóri ENlampa hf. Nýkominn frá Thailandi úr sumri og sól, með skegghýjung í and- liti, glotti og hnippti í mig þegar minnstu munaði að ég gengi fram hjá þar sem hann var að leggja inn á bankareikning. Ragnar er með ört vaxandi fyrirtæki sem framleiðir loftlampa, loftljós í skrifstofur og eldhús. — Hann er kaldur. Ég er að koma frá Thailandi sem er í ann- arri heimsjálfu eins og þú veist. Steikjandi hiti alla daga, sumar og sól, áhyggjulaust líf, engin verðbólga, hvað þá verkföll, sagði hann og glotti stöðugt. Ragnar var endurnærður eftir góða dvöl hinum megin á hnettin- um og er svo allt í einu kominn í daglegt vafstur hér heima og eins og úthvíldur eftir dvöl á fög- rum slóðum. Ömólfur Árnason, rithöfundur, var einnig í við- skiptaerindum í Landsbankanum í Austurstræti og fór að öllu eins og hann þekkti til á hveiju borði og gjaldkeramir væru persónu- legir kunningjar sem þeir em kannski. Ég átti erindi í banka og versl- anir fyrir hádegi þriðjudaginn 25. mars síðastliðinn. Kom inn í versl- un á Vatnsstígnum. Þar var verslunarstjórinn innanbúðar við > afgreiðslu og ég ekki fyrr kominn inn en hann spurði: — Ertu ekki á listanum? — Hvaða lista? spurði ég undr- andi. — Þeirra Albertsmanna. — Em nokkrar líkur til að hann verði borinn fram? Það em kannski nógir um að halda þess- um skollaleik áfram? Ef foringinn flautar til leiks þá em ef til vill nógu margir tilbúnir til að hlaupa inná. — Já, en hann skorar varla úr þessu, þó hann hafi skorað óveij- andi hér áður fyrr. Það var einhver spenna í lofti. Aðrir viðskiptavinir sem þama vom staddir máttu til með að tjá sig. — Hann er minn maður. Að þeir skuli gera honum þetta. Við höfum verið saman í Val síðan við vomm drengir og í KFUM. Ég er flokksmaður og vil frið. Ekki stríð. Það er engum til góðs og flokkurinn má ekki við því í upphafi kosningabaráttunnar. Það er samstaðan sem skiptir máli nú sem fyrr, sagði maður sem þama var og kvaðst vera Dags- brúnarverkamaður og einn af þeim sem Albert hefði rétt hjálp- arhönd á erfiðum tímum. Svo vom komnar hádegisfréttir í útvarpinu og viðstaddir lögðu við eyru. Málin skýrðust lítið í því fréttayfírliti og enn héldu menn áfram að ræða stöðu Alberts. Það var greinilegt að þetta var mál dagsins. Ekki bara í versluninni við Vatnsstíginn heldur einnig á fömum vegi og menn ekki á eitt sáttir um framvindu mála. DV var komið út og blaðsölukrakkamir á ferð með blaðið á gangstéttum við Laugaveginn. Á hominu við Alþýðubankann stóð komungur maður og kallaði upp fyrirsögn á baksíðu blaðsins: „Albert segir af sér í dag.“ Nóg til þess að forvitnir vegfar- endur mnnu á hljóðið og drengur- inn var kominn í góð viðskipti, seldi nokkur blöð á innan við mínútu ... Sögulegt uppgjör: Frjálslyndiflokkur- inn er að skilja íhaldsflokkinn eftir 1 Sjálfstæðisflokknum sitt á meðan forystan hefur borið gæfu til að sýna umburðarlyndi í samskiptum við almenna flokks- menn. Stundum hefur þó hrikt í máttarviðum en framsýnir leiðtogar jafnan náð að bera klæði á vopnin. íhaldsarmurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í Sjálfstæðisflokknum og hefur því miður hert tökin eftir því sem árin liðu. Fyrir bragðið hefur forysta hlotið réttnefnið Flokkseigendafélag og er mikill sannleikur fólginn í þessu eina orði. Frjálslyndir hafa hins vegar iðulega mátt setja í minni pokann og látið undan síga innan um kalda fijáls- hyggju og annan pólitískan krapa. Stundum hefur soðið upp úr í Sjálfstæðisflokknum og slegið í brýnu. Þá er bæði deilt um menn og málefni. Flokksræði leggpur fijálslyndi Dæmi um átök milli íhalds og fijálslyndis eða flokksræðis og fólk- ræðis eru sérframboð sjálfstæðis- eftir Ásgeir Hannes Eiríksson Borgaraflokkurinn hefur kvatt sér hljóðs í íslensku stjórnmálalífí, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Menn hafa gert því skóna að flokkurinn hafi risið úr öskustó í stjómmálaflokk á einni nóttu vegna skattframtals Alberts Guðmunds- sonar. Trúi því hver sem vill. Málið er hins vegar ekki svona einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Hér er sögulegur aðdragandi og því rétt að skoða málið strax í fullu samhengi þó stiklað verði á stóru. Flokksræði gegn fijálslyndi Á sínum tíma gengu íhaldsflokk- urinn og Fijálslyndi flokkurinn í eina sæng: Sjálfstæðisflokkinn. íhaldsmenn lögðu til fylgið en ftjáislyndir stefnuskrána. Þessir tveir hópar hafa borið uppi Sjálf- stæðisflokkinn og unað glaðir við Ásgeir Hannes Eiríksson staka lista í nafni flokksins og merkja með DD. Þessar óskir voru kveðnar niður með harðri hendi og flokksræðið bar sigurorð af frjáls- lyndinu. Fyrir bragðið urðu þessi sérframboð utan Sjálfstæðisflokks- ins og D-listinn naut ekki góðs af atkvæðum þeirra við úthlutun upp- bótarsæta. Aflið í sérframboðunum braut sér því leið út úr flokknum en gremjan sat eftir innanborðs. íhaldsarmurinn hefur löngum freistað þess að halda niðri öflugum forystumönnum úr hópi fijálslyndra innan Sjálfstæðisflokksins. Má í því sambandi nefna bæði dr. Gunnar heitinn Thoroddsen og Albert Guð- mundsson. v Forysta íhaldsmanna í Sjálfstæð- isflokknum hefur því kosið að hafa frekar góð tök á litlum flokki held- ur en slæm tök á stórum. Fyrir þetta hafa flokksmenn liðið áratug- um saman. „Fijálslyndi flokkurinn er að taka hatt sinn og staf og þakkar nú íhaldsflokknum fyrir áralang’a sambúð í Sjálfstæðisflokknum.“ manna í nokkrum kjördæmum vegna ósamkomulags í héraði um prófkjör og skipun sæta á fram- boðslistum. Þar vildu óánægðir sjálfstæðismenn bjóða fram 'sér- Fijálslyndi kveður flokksræði Átökin í Sjálfstæðisflokknum eru því mun eldri en einnar viku göm- ul. Þau eru jafngömul flokknum sjálfum. Það kemur því engum manni í opna skjöldu þó undan láti þegar óbilgjöm forystan gengur loks fram af umburðarlyndu flokks- fólki. Skattframtal Alberts Guð- mundssonar kemur þar ekki við sögu. Ástæðan fyrir góðu gengi Borg- araflokksins meðal fólksins síðustu daga á sér því djúpar pólitískar rætur. Flokksræðið hjá íhaldi Sjálf- stæðisflokksins heftir áratugum saman kastað sprekum á þann bál- köst er kviknaði loks í við framboð S-listans. Það er ekki tímabundið lausafylgi D-listans sem gengur nú til liðs við Borgaraflokkinn heldur em sjálfar rætur Sjálfstæðisflokks- ins að ganga upp úr grýttum jarðvegi flokksræðis. Frjálslyndi flokkurinn er að taka hatt sinn og staf og þakkar nú Ihaldsflokknum fyrir áralanga sam- búð í Sjálfstæðisflokknum. Flokkar og húðir Þetta á við um fleiri flokka. Það er víðar pottur brotinn en í Sjálf- stæðisflokknum og fleiri fijálslyndir menn búa sig nú undir að axla skinnin. Eða eins og Karl gamli Marx segir í ávarpi sínu: — Sem einstaklingur á maðurinn engan rétt, heldur aðeins sem hluti af heimsbyltingunni. Þetta gamla kommúnistaávarp hefur nú eignast nýjan hóp stuðningsmanna í Val- höll Sjálfstæðisflokksins. Og kom engum manni á óvart. Gamla flokkakerfið á íslandi hef- ur því fyrir löngu gengið sér til húðar og nýsköpun þess er hafín með stofnun Borgaraflokksins. Óhemju kraftur hefur losnað úr læðingi síðustu daga í þjóðlífinu og gengið til liðs við S-listann. Albert Guðmundsson ræður ekki þessari för þó hann feginn vildi. Hann er aðeins maðurinn sem gerði þessu fólki kleift að safnast saman til átaka fyrir nýtt og betra þjóð- félag. Höfundur er 5. rnjnJur á lista Borg- araflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.